Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hallgrím Helga Helgason FÉLAGIÐ Einstök börn var stofnað fyrir liðlega 10 árum af foreldrum barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Félagið hefur vaxið mjög bæði að umfangi og starfsemi á þessum árum og í því eru nú um 160 fjöl- skyldur. Í tilefni af fyrstu 10 árum félagsins var ákveðið að ráðast í gerð tímarits um það og starfsemi þess. Þær Gyða Þórdís Þór- arinsdóttir og Kristín Steinarsdóttir sátu í ritstjórn afmælisritsins. Í ritstjórnarpistli segir að útgáfa blaðsins hafi dregist nokkuð; en það sé raunar í fullu samræmi við þann lífsmáta sem fylgi því að eiga lang- veikt barn. „Það er engin lygi,“ seg- ir Gyða. „Það er margt óvænt sem getur komið upp á við þessar að- stæður.“ Mikilvægt haldreipi Þær Gyða og Kristín eru báðar tengdar félaginu allt frá stofnun og Kristín er einn af stofnendum þess. „Lífið og tilveran hrynur auðvitað þegar þú færð í hendurnar svona stórt og mikið verkefni,“ segir Gyða. „Og þá er félag eins og Einstök börn gríðarlega mikilvægt bæði fyrir for- eldrana og fjölskylduna. Það er einfaldlega haldreipi fyrstu árin hjá mörgum foreldrum. Á meðan þeir ganga þessi erfiðu spor. “ Og hvernig lýsir þetta haldreipi sér? Sem vitneskjan um þetta bakland? „Já, og líka að það myndast rosalega góð tengsl við aðra foreldra,“ segir Gyða. „Einn- ig eru orðnar til gríðarmiklar upplýsingar sem félagið hefur verið að afla sér þessi ár og þá eru oft foreldrar komnir með sambönd við aðra foreldra sem eiga börn í svipuðum aðstæðum. Þau eru ekki alltaf með sama sjúkdóminn en það er gríðarlega mikilvægt að hitta aðra foreldra til að ræða þessi mál.“ „Þessi hópur er mjög einstakur vegna þess að stundum er jafnvel bara eitt barn eða örfá með hvern sjúkdóm,“ segir Kristín. „Þetta eru síðan oft svo sjaldgæfir sjúkdóm- ar að meðferð við þeim er til dæmis oft ekki þekkt eða hreinlega ekki til. Foreldrarnir lenda því oft í þeirri sérstæðu aðstöðu að fá mjög takmarkaðar upplýsingar og þurfa sjálfir að leita sér efnis. Þar hefur netið auð- vitað komið að góðum notum og foreldra- félög erlendis. Og svo auðvitað félagið sjálft sem er þessi bakhjarl fyrir foreldra á þess- um fyrstu árum.“ Það er rætt í blaðinu um það skref að við- urkenna að þurfa hugsanlega á utanaðkom- andi aðstoð að halda. Er það oft erfitt skref? „Það er mjög erfið ákvörðun að ákveða að þiggja aðstoð varðandi umönnun barnsins síns,“ segir Kristín. „Maður er vanur að sjá um sín mál sjálfur: Að staðan sé orðin þann- ig að þú ráðir ekki við það og sjáir að það sé skynsamlegt. En það vantar kannski oft skilning á því að þótt foreldrum bjóðist ein- hver þjónusta þá sé kannski ekki endilega sjálf- sagt að þeir þiggi hana. Því tilfinningatengsl foreldra og veika barnsins eru svo náin og sterk.“ Við inngöngu í félagið áttu bæði Gyða og Kristín ung börn sem höfðu nýver- ið greinst með illvíga sjúk- dóma. Sonur Gyðu, Ragnar Þór, er með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm. Hann er nú orðinn 16 ára og hef- ur margt fyrir stafni alla daga. „Hann er klár strák- ur og er í raun hetjan í okk- ar lífi. Hann hefur líka kennt okkur margt og það er sannarlega enginn vælu- tónn í honum.“ Dóttir Kristínar, Nína Kristín Sig- urbjörnsdóttir, greindist ung með mjög sjaldgæfan sjúkdóm sem hefur bæði valdið hreyfihömlun og þroskaskerðingu. Hún er 14 ára í dag og eina barnið á Íslandi með þessa sjúkdómsgreiningu. „Maður hefur stundum þurft að hafa mik- ið fyrir hlutunum en þegar upp er staðið finnst mér dóttir mín vera sigurvegarinn,“ segir Kristín. „Fólk hefur líka verið reiðubú- ið að vinna með manni og þá gengur betur. Hún fermdist á dögunum í Árbæjarkirkju. Það var kannski erfitt ferli framan af en þegar upp er staðið var þetta frábær dagur og allir voru hamingjusamir.“ Gleðin og atorkan Forsíða afmælisritsins geislar annars af gleði og kátínu. Og gleðin virðist hvarvetna vera samgróin starfi félagsins, jafnt á sam- komum þess og árshátíðum? „Já, við sitjum ekkert og grátum á árshá- tíðunum!“ segir Gyða. „Félagið veitir bæði stuðning fyrir foreldrana og líka skemmtun bæði fyrir börnin og systkinin.“ „Allar skemmtanir á vegum félagsins hafa líka verið gríðarvel sóttar,“ segir Kristín. „Með blaðinu vildum við meðal annars vekja athygli á lífi þessara barna,“ segir Gyða. „Þau þurfa oft að áorka svo miklu til að komast í gegnum daginn. Það þarf oft að minna á það, ekki síst fullorðna fólkið.“ „Ég hef oft hugsað um það eftir á að ef ég hefði ekki lent í þessar aðstöðu hefði ég heldur ekki kynnst þessum heimi,“ segir Kristín. „Þeir eru mjög margir sem gera það ekki og vita lítið um hann. En viðhorf fólks til fatlaðra skiptir miklu máli til að allt gangi vel. Því það eru oft viðhorfin sem mynda for- dómana og þröskuldana.“ „Það hefur annars afar margt breyst síðan félagið var stofnað,“ segir Kristín. „Við er- um búin að fá nýjan Barnaspítala og svo fengum við endurhæfingarheimilið Rjóðrið fyrir fjórum árum. Svo börn sem greinast ung núna fá betri þjónustu en áður.“ „Það hefur margt breyst í þessum efnum,“ segir Gyða. „Í dag eldast börn sem áður var aðeins hugað stutt líf. Við vildum því í blaðinu leggja áherslu á bæði gleðina og það hvað þessi börn væru að gera í dag. Hvað þau eru óskaplega dugleg þrátt fyrir skert lífsgæði.“ Systkinin gleymast oft Afmælisrit félagsins er hlaðið forvitnilegu efni. Þar eru greinar eftir starfsfólk úr heil- brigðis- og umönnunarstéttum. Einnig eru viðtöl við og greinar eftir bæði langveik börn og aðstandendur þeirra. Þar vekur ekki síst athygli framlag systkina veikra barna. Þau skrifa greinar um reynslu sína sem náinna aðstandenda. „Þetta er hópur sem oft gleymist því áherslan vill vera öll á veika barnið,“ segir Gyða. „En veiku börnin eiga systkini, oft mörg. Oft er deginum líka hagrætt eftir því hvernig veika barninu líður. Systkinin missa því oft af einhverju sem kannski til stóð að gera eða fara. En það hefur orðið mikil vakning í sambandi við systkinahópinn og þau hafa tengst sterkum böndum engu síður en foreldrarnir. Sérstök Systkinasmiðja er í raun jafngömul félaginu. Hún er mjög öfl- ug.“ Afmælisblað félagsins ber annars hvar- vetna vott um æðruleysi og lífsgleði við óvenjulegar kringumstæður. Sonur Gyðu, Ragnar Þór, skrifar meðal annars sjálfur grein í blaðið sem nefnist „Hvernig er að vera Ragnar Þór?“ Þar rekur hann hvernig hann hefur lagt sig fram um að lifa inni- haldsríku lífi þrátt fyrir líkamlega fötlun. Hann fæst mikið við helstu áhugamál sín, tónlist og margmiðlun, og hefur meira að segja stofnað fyrirtæki, Studio Fold, ásamt félaga sínum. Hann endar grein sína á til- vitnun í skáldsöguna „Öldunginn“ eftir Christopher Paolini: „Eragon, þú ert aðeins fatlaður ef þú telur þig vera það. Ég skil hvernig þér líður, en þú verður að vera bjartsýnn því neikvætt viðhorf er meiri fötlun en nokkur líkamleg meiðsli.“ Á öðrum stað í blaðinu er birt ljóð eftir Kristínu Björk Jóhannsdóttur sem nefnist Hversdagslífið. Það endar á þessum orðum: Lífið hefur breyst. Augnablikið er dýrmætt. Einstakt líf Morgunblaðið/G.Rúnar Börn Gyða Þórdís Þórarinsdóttir, með syni sínum, Ragnari Þór, sem er sextán ára, og Kristín Steinarsdóttir með dóttur sína, Nínu Kristínu, en hún er 14 ára gömul. FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SVO sýnist sem samningaviðræður Vestmannaeyjabæjar og Rangár- þings eystra um sameiginlegan rekst- ur Landeyjahafnar hafi strandað á því að Eyjamenn vildu neitunarvald á frekari útfærslu. Með öðrum orðum buðu þeir Rangæingum jafnræði við rekstur og stjórn þrátt fyrir að verða bæði 60% eigendur og að bera fjár- hagslega ábyrgð á höfninni, gegn því að engar ákvarðanir yrðu teknar um þróun hennar, umfram ferjuaðstöðu, án samþykkis beggja sveitarfélaga. Mögulega hefði orðið kyrrstaða í þeirri valdskiptingu, þar sem Rang- æingar hefðu viljað fjölbreyttari að- stöðu við höfnina en Vestmannaey- ingar ekki og þar við setið. Virðast aðilar hafa verið sammála um að höfn- in yrði hvorki fiski- né útflutnings- höfn, en helst sýnist hafa brotið á að- stöðu fyrir ferðaþjónustu, skemmti- og smábáta. Markmiðið er ferjuhöfn Í 1. gr. frumvarpsdraga sem ráð- herra kynnti aðilum er markmið lag- anna tekið fram, þ.e. að styrkja sam- göngur milli lands og eyja með því að setja reglur um uppbyggingu og rekstur ferjuhafnar í Bakkafjöru. Í þeim drögum er að sögn einnig gert ráð fyrir að reksturinn verði á hendi Siglingastofnunar, sem hafi heimild til að gera um hann þjónustu- samning. Þessum drögum hefur bæj- arráð Vestmannaeyja mótmælt og sagt þau umbreytingu á öllum for- sendum sem hingað til hafi verið mið- að við. Engar ákvarðanir skuli taka um þróun hafnarinnar án samþykkis bæjarstjórnar og eðlilegt sé að Vest- mannaeyjahöfn sjái um rekstur hinn- ar nýju hafnar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, segist engar athuga- semdir gera við hafnarstarfsemi sem önnur sveitarfélög fari út í. Hins veg- ar eigi þarna að gera höfn fyrir fjóra milljarða af ríkisfé, sem sveitarfélög taki enga ábyrgð á. „Væri Rangár- þing eystra sjálft að byggja þarna höfn hefðum við enga skoðun á þeim rekstri. En það getur enginn rétt- hugsandi maður látið sér detta í hug að nota ríkishöfn, byggða til að bæta samgöngur til Vestmannaeyja, í beinni samkeppni við höfnina sem þar hefur verið byggð upp síðustu 100 ár- in með fullri kostnaðarþátttöku íbúa sveitarfélagsins,“ segir hann. Vest- mannaeyingar hefðu verið opnir fyrir viðræðum um ýmsa aðstöðu, hefði höfnin orðið í eigu sveitarfélaganna. „Auðvitað erum við til í að skoða öll tækifæri sem geta bætt lífsgæði íbúa á svæðinu,“ segir hann. Slíkt sé þó torsóttara nú þegar svo er fyrir komið að höfnin verði á kostnað ríkisins. Ís- lensk lög og Evrópuréttur girði fyrir samkeppnisrekstur á þessu sviði, nema Rangárþing eystra ætli sér að taka þátt í verkefninu með 40% kostn- aðaraðkomu líkt og önnur sveitar- félög sem vilji þróa hafnaraðstöðu. „Sé svo þá höfum við ekkert um málið að segja,“ segir Elliði. Eftirspurnin er til staðar „Þetta er auðvitað fyrst og fremst ferjuhöfn til að ferja Vestmannaey- inga og þeirra gesti. Hins vegar vilja heimamenn hér nýta sér þá mögu- leika sem hægt er og horfa þá til ferðaþjónustutengdra atriða. Eins langar menn að eiga sér skemmti- báta. En menn geta ekki notað sér höfnina nema komið verði upp að- stöðu fyrir smábáta. Það er ekki í áætlunum samgönguráðuneytisins sem er þarna að byggja ferjuhöfn, en auðvitað er hægt að gera þarna að- stöðu,“ segir Unnur Brá Konráðs- dóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, en skipulagsvald verður eftir sem áður í höndum Rangárþings. Hún segir sveitarfélagið hefðu kostað til breytinganna hefði höfnin orðið í eigu þess, en hvað nú verði sé óvíst. „Ég veit að eftirspurnin verður til staðar, fyrir því.“ Hún kveður allar umræður um fjölbreyttari nýtingu hafnarinnar seinni tíma mál. Fyrst þurfi að fá reynslu af notkun. Hún segir ekkert hafa verið rætt um þetta sem uppskipunarhöfn í sveitarstjórn. Hins vegar líti hún svo á að þær hug- myndir sem einkaaðilar fái um nýt- ingu hafnarinnar sé sjálfsagt að kynna og athuga hvort þær séu færar. Gerólík sýn á möguleikana             !"# $ % &' () *  ($ % !+%!,* " -& ,*. /%!%"**)" 0""* % 1("*"*"* * *% ("*"*# "* * .%# *2 % )* 31  4. 5)*" HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness vís- aði í gær frá dómi máli Samtaka myndrétthafa á Íslandi, Framleið- endafélagsins-SÍK, Samtaka tón- skálda og eigenda flutningsréttar og Félags hljómplötuframleiðenda á hendur Istorrent ehf. og Svavari Lútherssyni. Taldi fjölskipaður hér- aðsdómur málið vanreifað og því óhjákvæmilegt að vísa því sjálf- krafa frá dómi. Lögbannskröfu á hendur Istorrent var hins vegar ekki hnekkt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun málinu verða áfrýjað til Hæstaréttar, af hálfu stefnenda. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að lögmaður Istorrent og Svavars hafi við munnlegan mál- flutning vísað til laga um rafræn viðskipti (30/2002) og því haldið fram að án sérstakrar skýringar stæðu lögin í vegi fyrir því að skjól- stæðingur sinn væri ábyrgur fyrir deilingu á höfundarvörðu efni – sem málið gengur út á. „Af hálfu aðila máls þessa hefur að öðru leyti ekki verið reifað hvaða þýðingu lög nr. 30/2002 hafa fyrir úrlausn þess,“ segir m.a. í dómnum. Eru því næst einstök atriði lag- anna reifuð og komist að þeirri nið- urstöðu að það geti fallið undir hug- takið rafræn þjónusta þegar í atvinnustarfsemi er veitt þjónusta sem felur í sér upplýsinga- eða að- gangsþjónustu á netinu. Þar sem ekki var farið yfir þýðingu laganna fyrir dómi taldist það vanreifað. Málið talið vanreifað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.