Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 19 MENNING ÞAÐ er mikið framboð og vaxandi af tónleikum í landinu svo stundum jaðrar við að það sé um of. Einstökum tónleikum verður þó aldrei ofaukið. Tónleikar sem hafa þannig áhrif á mann að veröldin verði bjartari að þeim loknum og vellíðan manns aukist. Í annarri heimsókn Tretjakov- kórsins til Íslands lá leiðin til Ak- ureyrar og var sú heimsókn söng- elskum áheyrendum þar ekki síðri himnasending en vænar snjókveðjur himnaföður skíðafólki í Hlíðarfjalli. Kórinn ræður yfir nánast öllu sem góðan kór má prýða, að minnsta kosti í þessari tegund tónlistar. Mann undrar síst þegar fylgst er með látlausri, en markvissri hand- leiðslu Aleksey stjórnanda, að hann hafið hlotið eina æðstu viðurkenningu þjóðar sinnar. Kórinn er greinilega leiðitamur í besta skilningi þess orðs og örugg- lega nánast sem hugur stjórnandans. Raddblær, raddgæði, jafnvægi milli radda og gríðarlegt raddsvið er eins og best verður á kosið. Að heyra þarna nánast djúpjarðartóna og ljós- sækna silfurtóna gerði mann oft agn- dofa. Einsöngvararnir skreyttu svo herrlegheitin með heillandi og ein- lægum flutningi. Öll næðu tæknitök kórs og stjórn- anda skammt ef hjartans einlægni skorti, en ég fullyrði að af henni var barmafylli. Það leyndi sér ekki að þéttsetinn salurinn svaraði þessari himnatóna- sendingu einkar hjartanlega með langvarandi lófaklappi. Svörin í aukalögum voru ríkuleg. Himnasending á páskum TÓNLIST Kórtónleikar Rússnesk trúarlög og veraldarsöngvar fyrir blandaðan kór og einsöngvara eftir: Znamennij, Svíridov, Tsjenokov, Bort- nyansky, Lvov, Davidov, Alyabyev og So- dorovich, ásamt rússneskum þjóðlögum. Kór Tretjakov-listasafnsins í Moskvu. Stjórnandi Aleksey Púzakov, þjóð- listamaður Rússlands. Einsöngvarar: Olga Nikiforova–sópran, Olga Úshakova– sópran, Tatiana Zheranzhe–alt, Andrey Nemzer–tenór og Tímúr Bondarchúk– baritón. Mánudaginn 24. mars, annan í páskum, kl. 15. Akureyrarkirkjabbbbb Jón Hlöðver Áskelsson ÉG var ekki alveg viss um hvort ég væri á tónleikum í Langholtskirkju að kvöldi föstudagsins langa. Jú, vissulega var Kór Langholts- kirkju að syngja kunnuglega tónlist og vissulega var Jón Stefánsson að stjórna. En allt yfirbragð tónleikanna minnti meira á helgiathöfn; kór- félagar hreyfðu sig um kirkjuna á óvanalega markvissan hátt og meira að segja mynduðu kross í lok tón- leikanna. Sjálf tónlistin hafði líka á sér hugleiðslukenndan blæ og upp- lestur þeirra Gunnars Stefánssonar og Hjartar Pálssonar á ljóðum á borð við Á föstudaginn langa eftir Davíð Stefánsson og Í styrjöldinni eftir Hannes Pétursson undirstrikaði þetta andrúmsloft íhugunar. Og dauf lýsingin í kirkjunni, auk myndverka sem tengjast föstunni, jók enn á stemninguna. Í sjálfu sér var þessi uppákoma prýðilega heppnuð. Kórinn söng sér- lega fallega og þeir örfáu tæknilegu vankantar sem voru greinanlegir gerðu lítið til því túlkunin var svo há- stemmd og innileg. Orgelleikur Láru Bryndísar Eggertsdóttur var líka framúrskarandi, hreyfingar kórsins voru fumlausar og fullar af merkingu og lýsingin var notaleg. Þarna var frábært tækifæri til að sita í kyrrð og ró og hugleiða krossfestinguna. Eða hvað? Þátttakendur stilltu sér upp í lokin til að taka á móti lófataki, sem kom verulega á óvart. Það var nánast eins og að fara í jarðarför þar sem klappað væri fyrir prestinum á eftir. Nú veit ég vel að þessir tónleikar voru hugsaðir sem eins konar lista- flétta, þ.e. ekki aðeins tónleikar held- ur listupplifun þar sem nokkur list- form voru fléttuð saman. Og auðvitað er sjálfsagt að hylla listafólkið á eftir slíkum gjörningi. Málið var hins vegar að listafléttan hafði á sér svo sterkan blæ helgiat- hafnar að erfitt var að líta á hana ein- göngu sem listviðburð. Ég er því á þeirri skoðun að betur hefði farið á því að biðja tónleikagesti um að klappa ekki í lokin, líkt og gert er í Skálholtskirkju. Það hefði gert upp- lifunina fullkomna. Tónlistin hefði bara endað í þögn og fólk hefði getað haft kyrrðarstund í nokkur augnablik á eftir. Þögnin hefði orðið hluti af listafléttunni. Lófatakið þarna um kvöldið var líka furðulega dræmt, nánast vand- ræðalegt. Sennilega vildu fleiri sitja í kyrrð og ró en bara ég. Voru þetta tónleikar? TÓNLIST Langholtskirkja Kór Langholtskirkju flutti verk eftir Edw- ard Elgar, Trond Kverno, June Nixon, W. A. Mozart og J. S. Bach auk verka eftir ís- lenska höfunda. Rými kirkjunnar var skreytt myndverkum sem tengjast föst- unni. Kóreógrafía: Aðalheiður Halldórs- dóttir. Upplesarar: Hjörtur Pálsson og Gunnar Stefánsson. Orgelleikur: Lára Bryndís Eggertsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Stjórnandi: Jón Stef- ánsson. Föstudagurinn langi. Listafléttabbbnn Jónas Sen EYRÚN Sigurðardóttir á sér sjálf- stæðan sýningarferil sem myndlist- armaður um leið og hún er kannski enn þekktari sem einn af þremur meðlimum Gjörningaklúbbsins. Í Suðsuðvestur sýnir hún nú gjörning sem lifandi skúlptúr ásamt bókverki undir titlinum Höll blekkinganna. Andrúmsloftið í sýningarsalnum minnir á goðsögulegan helgisið þar sem hvítklædd vera situr og heklar stöðugt eigin klæði, höfuðfat með ótal öngum, innan um hauga af hvít- um lopadokkum. Upphafin þögn og hvítar blæjur fyrir gluggum og and- dyri ýta enn undir einhvern forsögu- legan hátíðleika sem vísar jafnt til grískra goðsagna sem íslenskra þjóðsagnaminna. Í tveimur ólíkum textum í bók- verkinu eftir Sigríði Þorgeirsdóttur heimspeking og Sigrúnu Davíðs- dóttur sálfræðing má finna mismun- andi túlkanir á verkinu sem aftur ríma ágætlega við teikningarnar sem þar er að finna. Þar er vísuninni í helli Platóns gerð skil og hvernig skynfærin þótt ótrygg séu spinni fram þann skilning á veruleikanum sem við höfum. Ekki er laust við að sögurnar um ambáttir Fróða konungs, Menju og Fenju komi upp í hugann að mala malt og salt eða gull úr engu. Allir muna líka eftir Gilitrutt sem var snillingur í að vinna ull, ullina sem er ígildi gulls en gullið er ekki síður tákn fyrir andlega þekkingu en ver- aldleg verðmæti. Sýningin er metnaðarfull og gefur færi á sérstakri upplifun þar sem ritúalið sjálft opinberar sig sem bæði fornt og nýtt í eilífum rytma og endurtekningu. Ullarhúsið MYNDLIST Suðsuðvestur, Hafnargötu 22, Keflavík Sýningin stendur til 30. mars. Opið laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 12–17.30. Aðgangur ókeypis Eyrún Sigurðardóttir – Lifandi skúlptúr og bókverk bbbmn Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir Höll blekkinganna „Andrúmsloftið í sýningarsalnum minnir á goðsögu- legan helgisið þar sem hvítklædd vera situr og heklar stöðugt eigin klæði,“ Þóra Þórisdóttir FIMMTU blúshátíðinni í Reykjavík lauk með sálmatónleikum í Fríkirkj- unni í Reykjavík einsog undanfarin ár. Fimm einsöngvarar komu fram, Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórs- dætur sungu bakraddir og Eyþór Gunnarsson lék á píanó, Björn Thor- oddsen á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Ásgeir Óskarsson, nýkjörinn heið- ursfélagi Blúshátíðarinnar á tromm- ur. Þegar svo margir söngvarar koma fram fær hver sitt afmarkaða pláss og er oft varla orðinn heitur þegar hætta skal. Íslendingarnir sungu með miklum ágætum og Björn Thorodd- sen lék einn „Over The Rainbow“ beint frá hjartanu. Svo kom Tena Palmer. Það var ein- staklega gaman að heyra hana aftur, en hér bjó hún um árabil og söng bæði og kenndi. Oft var hún þá í slag- togi með framúrstefnudjassmönnum, en undanfarin ár hefur hún haft lifi- brauð af blúgrasstónlist, bæði vestan hafs sem austan. Í Fríkirkjunni söng hún tvo sálma er Mahalia Jackson hljóðritaði ótal sinnum: „His Eyes Is On The Sparrow“ og „Walk Over God́s Heaven“. Þetta eru ólíkir sálm- ar; sá fyrrnefndi hægur og tilfinn- ingaþrunginn, en hinn seinni kraft- birting rýþmans og fór Eyþór á kostum með sprellandi búggasveiflu Gospellofgjörð á Blúshátíð TÓNLIST Blúshátíð í Reykjavík Fríkirkjunni Tena Palmer, Deitra Farr, Andrea Gylfa- dóttir, Ellen Kristjánsdóttir og KK ásamt hljómsveit. Föstudagskvöldið 21.3.2008. Sálmatónleikar bbbmn Vernharður Linnet ásamt hrynsveitinni. Tena var ekkert að rembast við að syngja í stíl Mahal- iu og hið kanadíska hjarta hennar réð för í heitri túlkuninni. Deitra Farr kom síðan og söng „I Believe“ í ekta Mahaliu stíl. Deita er blússöngkona fyrst og fremst en söng með „sól- sveit“ áðuren hún hellti sér útí blús- inn þarsem hún er í fremstu röð. Hún er alinn upp í heitri trú og fór létt með sálminn. Hún bætti svo nokkrum við og fékk alla söngvarana og blúshátíðarstjórann Dóra Barga til að syngja með og kirkjugesti líka og því líktust tónleikarnir helst messu- gjörð í lokin. Hvað um það. Þetta var hin besta skemmtun og Mahaliusálmarnir þrír hjá Tenu og Deitru listilega fluttir. Það er eitt það skemmtilegastaog jafnframt það magnað-asta í tilverunni að spá í það sem heitir listræn upplifun. Hvaða „kemistría“ er að verki þegar mað- ur dettur niður á bók sem er þannig aflestrar að hún breytir lífi manns, og hvað er í gangi þegar maður finnur að upplifun á tónleikum bók- staflega potar í persónu manns og hefur djúp áhrif. Maður upplifir alls konar hluti – sumir þeirra gera mann alveg mát af hrifningu, með- an annað er hrútleiðinlegt – flest allt hangir í einhverri miðju þar á milli og það er ómögulegt að segja til um það fyrirfram hvað það verð- ur sem mun sitja eftir í endurminn- ingunni.    Þá velti ég því fyrir mér hvortþað sé ekki tómur gleðispillir að ganga full væntinga á vit lífsins. Ætti maður ef til vill að vera sem munkur sem væntir einskis og upp- lifir að launum himnaríki? Þeirri spurningu er ekki gott að svara, í veröld þar sem vonir fólks og væntingar eru stór „bissness“.    Það var þannig þegar ég álpaðistá tónleika í Austurbæjarbíói haustið 1979, þar sem kvartett George Adams og Dons Pullens spil- aði. Ég get ómögulega munað hvers vegna ég keypti miðann en minnir að ég hafi farið ein, þar sem vinirnir hafi ekki haft áhuga. Þetta var ólíkt mér, því ég þekkti kvartettinn ekki neitt. Ég get ekki líkt þessum tón- leikum við neitt annað en algleymi, því þar gerðist eitthvað sem breytti sjálfri mér og lífi mínu. Svipað upplifði ég einhvern tím- ann á unglingsárum, ég var ein heima og leiddist. Ég rambaði á bók í bókahillunni og byrjaði að lesa – og upplifunin var svo megn að bók- ina spændi ég upp á örfáum klukku- tímum og hef ekki verið söm. Hún hét Bréf úr myllunni minni þessi litla bók og er eftir franska skáldið Alphonse Daudet.    Ég get varla sagt að ég muni eft-ir bókinni í smáatriðum en upp úr stendur einhver yndisleg lýrik sem settist að í mér. Þessi bók lét ekkert yfir sér, ég vissi ekki og veit ekki enn neitt um höfundinn, hún var ekki um neitt sérstakt en hún var þarna, rataði í hendur mínar og varð ein af vörðum hugans um það besta sem ég hafði upplifað. Víst hef ég lesið margar betri bækur en um það snýst málið ekki.    Galdurinn sem ég er að lýsa eróræð gáta sem snýst um augnablikið þar sem allt fellur að einu í því að skapa eitthvað al- gjörlega einstakt. Þetta er aðdrátt- arafl listanna. Jú, það má kalla þetta rómantíska sýn, og ef til vill einhvers konar upphafningu, en í rauninni er það hvorugt, þar sem dæmið er al- gjörlega óútreiknanlegt og breyt- urnar ófyrirsjáanlegar frá einni manneskju til þeirrar næstu. Maður veit aldrei – og vill sennilega ekki vita fyrirfram hvar maður finnur stóra kikkið en leitin er góð. Hver er uppskriftin að galdri? » Þessi bók lét ekkertyfir sér, ég vissi ekki og veit ekki enn neitt um höfundinn, hún var ekki um neitt sérstakt. Galdrakarl Dannie Richmond var trommuleikari George Adams og Don Pullen kvartettsins. Hann var feiknagóður trymbill. begga@mbl.is AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.