Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÞAÐ má segja að með þessum upp- skriftum viljum við kippa kart- öflunni inn í 21. öldina. Það kunna allir að sjóða og baka, en færri hafa kynnst kartöflubrauði og súkku- laðikökum sem gerðar eru úr kart- öflum,“ segir Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kart- öflubænda, í tilefni af því að sam- bandið hefur gefið út uppskrifta- bækling í tilefni af ári kartöflunnar. Einar K. Guðfinnsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, var á meðal gesta á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri í fyrrakvöld þegar sem bæklingurinn var kynnt- ur og gestum boðið að smakka á tíu kartöfluréttum sem finna má upp- skriftir af í bæklingnum. Var Einari afhent fyrsta eintak bæklingsins. Bæklingurinn mun liggja frammi í matvöruverslunum án endurgjalds fyrir þá sem vilja kynnast nýjum hliðum á kartöflunni. „Kartaflan á sér tryggan sess í eldhúsum landsmanna enda eru rétt 250 ár síðan kartöflurækt hófst hér á landi,“ segir Sigríður Bergvinsdóttir sem sér um útgáfu bæklingsins og hefur staðið í ströngu við að búa til uppskriftir og elda kartöflurétti fyr- ir verkefnið. „Við finnum þó að neyt- endur vilja prófa eitthvað nýtt og þess vegna erum við að gefa út ný- stárlegan bækling með nýjum upp- skriftum og fróðleik. Nokkrir ein- staklingar leggja okkur lið með skemmtilegum frásögnum sem tengjast kartöflunni og það er öruggt að flestir ættu að finna sinn uppáhaldskartöflurétt í bækl- ingnum,“ segir Sigríður ennfremur. Ljósmynd/Kristján Kartöflur Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir og Svanur Berg Jóhannsson afhentu Einari K. Guðfinnssyni bæklinginn. Til hægri er Sigríður Bergvinsdóttir. Kippa kartöflunni inn í 21. öldina HELGI og Hljóðfæraleikararnir bjóða í dans í kvöld á Græna hatt- inum á Akureyri, í tilefni 20 ára starfsafmælis hljómsveitarinnar. Þetta verður fyrsti viðburðurinn í röð ýmissa skemmtana sem staðið verður fyrir á árinu, en á döfinni eru t.a.m. bókaútgáfa, bolaprentanir og nýr diskur til að gleðjast yfir þessum merka áfanga. „Já, þetta er alveg dagsatt,“ segir Helgi Þórsson forsprakki hljóm- sveitarinnar. „Við erum víst orðnir þetta gamlir. En látum samt hvergi á sjá og höfum hreinlega aldrei verið ferskari. Við erum reyndar engan veginn sambærilegir við klisjuna um rauðvínið, hún endist illa og verður verri og verri eftir því sem hún er endurtekin oftar. Við erum aftur á móti ferskir eins og nýbruggað rabb- arbaravín og komum sterkir undan vetrinum, albúnir í nýja vertíð í rokkinu.“ Helgi lofar góðri skemmtun í kvöld og segir að áhersla verði lögð á gamla smelli í bland við sjaldheyrð- ari lög. „Já, við ætlum nú að bjóða okkar yndislega múgi og margmenn- inu upp á nýtt lag, en reiknum ann- ars fastlega með að spila lögin sem lifað hafa lengst á tónleikum. Svo pússum við rykið af nokkrum göml- um perlum líka. Þetta verður alveg himnesk kvöldstund, reikningsskil fyrir 20 dásamleg ár.“ Upphafið má rekja til hljómsveit- ar í Hrafnagilsskóla; hún hét því ag- gressíva nafni Attack og meðlimirnir voru Atli Rúnarsson trommari, gít- arleikarinn Brynjólfur Brynjólfsson, Bobbi, og bassaleikarinn Beggi, Bergsveinn Þórsson, sem allir eru enn að. „Þá vantaði söngvara. Höfðu heyrt ógurleg org í mér þegar ég gerði tilraun með það hve hátt ég gæti öskrað, fengu mig í prufu og ég var ráðinn,“ segir Helgi. Þegar þarna var komið hét sveitin reyndar Múspellssynir. Nafnið sótt í Snorra Eddu. „En það voru vandaræði með nafnið; menn spurðu Mús hvað? Það gekk ekki. Á þessum tíma hétu hljómsveitir gjarnan ... og eitthvað; Langi Seli og skuggarnir, Adam and The Ants. Þetta var okkar svar við því; Helgi og Hljóðfæraleikararnir. Hljómsveitin fór hraustlega af stað, segir Helgi, síðan dormaði hún um tíma, „en við höfum samt verið með tónleika og alls kyns uppákom- ur á hverju ári, misjafnlega margar þó. En síðustu 10 ár höfum við spilað mikið.“ Sveitarmennirnir koma hver úr sinni tónlistaráttinni þannig að úr verður einhvers konar popprokk- grautur, að sögn Helga. Þeim finnst gaman að spila hart rokk „en stund- um erum við þverflautur og getum verið á blíðu nótunum.“ Textarnir eru alltaf frumsamdir og Helgi og félagar hans semja stöð- ugt nýtt efni. „Sköpunin á sinn þátt í því að hljómsveitin lifir,“ sagði hann. „Þetta hefur aldrei snúist um biss- ness – bara gleði.“ „Hefur aldrei snúist um bissness – bara gleði“ Helgi Forsprakkinn, Helgi Þórsson, á góðri stundu á sviði með félögum sínum, Hljóðfæraleikurunum, í sveitinni sem við hann er kennd. Helgi og Hljóð- færaleikararnir fagna 20 árum AKUREYRI ALCAN á Íslandi hefur samið við verktaka- fyrirtækið Klæðningu um lagningu um 2,3 km langrar vatnsleiðslu frá álverinu í Straumsvík að golfvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði og ennfremur um gerð uppi- stöðulóns á golfvellinum. Kælivatnið úr ál- verinu hefur hingað til farið beint í sjóinn en verður nú nýtt til að vökva golfvöllinn og greiðir Alcan kostnaðinn við verkið. Framkvæmdir hófust eftir páska. Karl H. Jónsson, yfirverkstjóri Klæðningar, seg- ir að ljúka eigi 1. áfanga 15. apríl og verkinu í heild 1. október í haust. Lögð verður niðurgrafin lögn frá álverinu yfir hraunið inn að 8. braut golfvallarins. Þar verður gerð um 1.300 fermetra sett- jörn, sem verður annars vegar hindrun á golfvellinum og hins vegar nokkurs konar miðlunarlón fyrir vökvunarkerfið. Jafn- framt verður byggður dælubrunnur með tveimur dælum til að dæla vatni í tjörnina. Ólafur Ágústsson, vallarstjóri Keilis, seg- ir Keilismenn vera mjög þakkláta Alcoa fyr- ir þennan rausnarskap, sem muni lækka rekstrarkostnað á vellinum. Lögnin bjóði líka upp á spennandi kosti varðandi ræktun á grasi, því vatnið sé allt að 20 gráða heitt. Vatn frá Alcan á velli Keilis Framkvæmdir Unnið við lagningu vatns- leiðslunnar, sem verður niðurgrafin, en göngustígur verður lagfærður í leiðinni. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SAMKVÆMT skýrslu slökkviliðs- ins á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 1.254 manns í óleyfilegum íbúðum í atvinnuhúsnæði á svæði slökkvi- liðsins í febrúar 2007. Könnun í Hafnarfirði og Garðabæ í ár gefur vísbendingar um að fjöldinn hafi tvöfaldast á einu ári, að sögn Bjarna Kjartanssonar, sviðsstjóra forvarnarsviðs slökkviliðsins á höf- uðborgarsvæðinu. Mikil fjölgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæð- inu kortlagði í janúar og febrúar í fyrra fjölda og dreifingu óleyfi- legra íbúða í atvinnuhúsnæði á starfssvæði slökkviliðsins. Sam- bærileg könnun var gerð 2003. Þá var farið í fullgilda eldvarnaskoðun í hverju húsi sem búseta fannst í en fjöldi íbúa ekki áætlaður. Til að fá hugmynd um fjölgun íbúa í um- ræddu húsnæði milli áranna 2003 og 2007 var áætluð íbúatala fyrir árið 2003 út frá hlutfalli áætlaðrar íbúatölu 2007 og fjölda búsetuein- inga 2007 (íbúðir eða sjálfstæð her- bergi). Bjarni Kjartansson segir að fyrri könnunin hafi verið gerð, þegar ljóst hafi verið að farið var að búa í iðnaðarhúsnæði í auknum mæli og eldvarnir ekki verið í lagi. Í fyrra hafi aftur verið farið af stað vegna skýrra vísbendinga um mikla aukn- ingu íbúa í þessum byggingum. Niðurstaðan varð sú að bygg- ingum með óleyfilega búsetu fjölg- aði um meira en 60% á tímabilinu og búsetueiningum um 115%. Var- lega áætlað jókst íbúafjöldi svipað og fjöldi búsetueininga eða um 115%. 2003 voru 124 byggingar á höf- uðborgarsvæðinu með óleyfilega búsetu en 201 bygging 2007. Bú- setueiningum fjölgaði úr 394 í 842 og íbúum úr 587 í 1.254. Búsetuein- ingunum fjölgaði mest í Reykjavík eða úr 185 í 423. Í Kópavogi fóru þær úr 102 í 213, úr 73 í 138 í Hafn- arfirði, úr 8 í 37 í Mosfellsbæ, úr 25 í 29 í Garðabæ, úr engri í eina á Sel- tjarnarnesi og talan var óbreytt á Álftanesi eða ein búsetueining hvort ár. Nýjustu tölur úr Hafn- arfirði og Garðabæ eru frá því á þessu ári. Bjarni Kjartansson segir að nú séu húsin metin eftir alvarleika ágalla og eigendur varaðir við lok- un ef þurfa þykir. Hins vegar fái eigendur nokkurt svigrúm til þess að leysa sín mál, annaðhvort með úrbótum þar sem þær séu heim- ilaðar eða með því að láta af þessari notkun húsanna. Um miðjan mánuðinn lét slökkviliðsstjóri loka þremur íbúð- um á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni segir að reynt sé að forðast lokanir en þeim sé beitt sé þörf á því. Ólöglegt húsnæði kortlagt Íbúum í óleyfi- legu húsnæði fjölgar ört Í HNOTSKURN » Slökkviliðið skráir ólög-legar íbúðir í atvinnu- húsnæði og sýna tölur að slík- um íbúðum og þar með íbúum hefur fjölgað mjög mikið á skömmum tíma. » Oft vantar flóttaleiðir ogreykskynjara í íbúðir í iðn- aðarhúsnæði. » Kortlagningin nær ekki tilólöglegra íbúða í sam- þykktum íbúðahverfum og er vísað á byggingafulltrúa. Morgunblaðið/Frikki Breytingar Iðnaðarhúsnæði hentar oft ekki fyrir þá starfsemi sem það var hugsað fyrir í byrjun og bæjaryf- irvöld í Hafnarfirði ætla til dæmis að breyta skipulagi í iðnaðarhverfi til að búseta verði heimiluð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.