Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 21 LANDIÐ Reykhólar | Kvikmyndin Heiðin var sýnd um páskana á Reykhólum. Vel á þriðja hundrað manns mætti á sýninguna. Myndin var sýnd í íþróttahúsinu á Reykhólum. Þar eru 250 stólar í rekkum og voru þeir nánast full- setnir. Sýningin tafðist vegna þess að fólk streymdi að og bæta þurfti við stólum. Um 130 manns búa á Reykhólum og um 260 manns eru skráðir með búsetu í Reykhólahrepp öllum, en einnig mátti sjá gesti úr Dalasýslu og frá Búðardal. Nemendur skólans á Reykhólum seldu popp og kók til fjáröflunar fyrir Danmerkurferð sína og mynd- aðist mikil bíóstemming í íþrótta- húsinu. Frítt var á sýninguna en aðstand- endur vildu endurgjalda góðar móttökur heimafólks er myndin var tekin upp á staðnum sl. vor og sum- ar 2007. Leikstjórinn, Einar Þór, var viðstaddur sýninguna. Aðsókn á Heiðina í Reykjavík og á Akureyri hefur verið jöfn, en myndin fór í 14. sæti á aðsókn- arlista kvikmyndahúsanna eftir fyrstu sýningarhelgi 16. mars sl. Fjölmenni á Heiðina á Reykhólum Heiðin Gunnar Eyjólfsson í hlutverki sínu í Heiðinni. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Snæfellsnes | Nýir eigendur ferða- þjónustufyrirtækisins Snjófells á Arnarstapa hafa verið að endurnýja tækjakost fyrirtækisins vegna ferða á Snæfellsjökul og endurbæta að- stöðuna á Arnarstapa. Auk hefð- bundinna snjósleðaferða leggja þeir áherslu á útsýnis- og skíðaferðir á jökulinn. „Við höfum tekið í notkun 14 nýja snjósleða og tekið allt í gegn,“ segir Hjalti Sverrisson, markaðsstjóri Snjófells og Arnarstapa. Sverrir Hermannsson og Björgvin Þor- steinsson keyptu Snjófell í félagi við Rúnar Má Jóhannesson fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins og Hjalta. Sverrir og Björgvin reka fjölda hótela, meðal annars Hótel Ólafsvík og Hótel Stykkishólm. Snjófell er með snjótroðara-, snjó- sleða- og jeppaferðir á Snæfellsjökul og rekur veitingastaðinn Arnarstapa ásamt gistiheimili og tjaldsvæði þar. „Við getum tekið stærri hópa en áður. Mikil aukning er á útsýnisferð- um á jökulinn og skíða- og snjó- brettaferðum. Útsýnið þaðan er ein- stakt og það er ótrúleg upplifun að skíða niður,“ segir Hjalti. Einnig hefur verið aukin áhersla á hópferð- ir og hvataferðir fyrirtækja. Fyrir- tækið annast alla þjónustu, í sam- vinnu við hótelin í Ólafsvík eða Stykkishólmi ef það hentar hópun- um. Mörg tækifæri Ferðaþjónustan á Snæfellsjökli hófst í febrúar og hefur Snjófell tek- ið á móti mörgum hópum það sem af er ári. Viðskiptin aukast með betra veðri og færi. Háannatíminn er þó fyrrihluta sumars, í júní og júlí, og ef nægur snjór er er hægt að þjóna fólki fram í ágúst eða september. Eigendur Snjófells láta ekki elds- neytishækkanir og spár um að Snæ- fellsjökull hverfi á þessari öld vegna loftslagsbreytinga slá sig út af lag- inu. Hjalti segir að nýrri tækin séu sparneytnari en þau eldri og það vegi hluta hækkanana upp. Smækkuð útgáfa af Íslandi Þá vill hann ekki hugsa til þess að jökullinn hverfi. „Snæfellsnes er einn fallegasti staður landsins, finnst mér, og er eins og smækkuð útgáfa af Íslandi. Svæðið hefur upp á svo margt að bjóða. Við erum að- eins í tveggja og hálfs tíma aksturs- fjarlægð frá höfuðborginni og þá er fólk komið út í stórbrotna náttúru,“ segir Hjalti Sverrisson, markaðs- stjóri Snjófells og Arnarstapa. Nýir eigendur endur- nýja tækjakostinn Á toppnum Mikið er um að vera á Snæfellsjökli og umferðin eykst þegar líður á vorið. Boðið er upp á útsýnis- og skíðaferðir og snjósleðaferðir. Í HNOTSKURN »Snæfellsjökull er 1.446 metrahár. Sést hann víða að af Vesturlandi og Reykjanesi. »Hann er hluti af samnefndumþjóðgarði sem nær yfir vest- asta hluta Snæfellsness. »Snæfellsjökull er sögusviðbókarinnar Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne. Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Brúsastaðir í Vatnsdal voru afurðahæsta kúabúið í Austur- Húnavatnssýslu á síðasta ári. Bær- inn ber nafn með rentu. Kúabændur í Austur-Húnavatns- sýslu héldu aðalfund sinn á dög- unum. Gunnfríður Hreiðarsdóttir, landsráðunautur í nautgriparækt, flutti erindi um skýrsluhaldið og nautgriparæktina almennt og Bald- ur H. Benjamínsson, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, fór yfir stöðu greinarinnar í landinu. Á fundinum komu fram upplýs- ingar um að afurðahæstu búin í Austur-Húnavatnssýslu eru Brúsa- staðir í Vatnsdal með 6.613 kg eftir árskúna, Hlíð í Skagabyggð með 6.156 kg og í þriðja sæti voru Hösk- uldsstaðir í Skagabyggð með 6.014 kg. Afurðahæstu kýrnar á svæðinu á síðasta ári voru Sóley frá Steinn- ýjarstöðum en hún skilaði eigendum sínum 10.956 kg af mjólk. Næst kom Heiðbrá frá Hnjúki með 9.460 kg og Villa frá Auðólfsstöðum var þriðja með 9.353 kg. Fundarmenn lýstu miklum áhyggjum af hækkandi verði á að- föngum og fjármagnskostnaði. „Fundurinn telur brýnt að leiðrétta afurðaverð til samræmis við hækk- anir þessar strax, svo stéttinni verði búin viðunandi lífskjör og matvæla- öryggi þjóðarinnar verði tryggt.“ Stjórn félags kúabænda í Austur- Húnavatnssýslu skipa Magnús Sig- urðsson Hnjúki, formaður, Jóhann- es Torfason Torfalæk, Gróa Lár- usdóttir Brúsastöðum, Jóhann Bjarnason Auðólfsstöðum og Jens Jónsson Brandaskarði. Brúsastaðir bera nafn með rentu Egilsstaðir | 700IS Hreindýra- land, alþjóðleg og árleg kvikmynda- og myndbands- verkahátíð á Austurlandi, verður formlega sett á morgun. Hátíðin stend- ur fram til 5. apr- íl. Í kringum hundrað myndir verða sýndar á há- tíðinni í ár en mun fleiri bárust í keppnina. Listnemar frá Listahá- skóla Íslands, Manchester Metropo- litan-háskólanum og Tempe Arizona taka þátt í námskeiðum á vegum há- tíðarinnar auk nemenda af listabraut Menntaskólans á Egilsstöðum, frá Verkmenntaskóla Austurlands og norskra nemenda úr kvikmynda- skóla í Vesteralen. Hátíðin verður opnuð í Sláturhús- inu á Egilsstöðum kl. 20 á laugar- dagskvöld og hefst með ávarpi Ólaf- ar Nordal alþingismanns. Opnuð verður sýning nöfnu hennar Ólafar Nordal myndlistarmanns, í sam- starfi við Ásgerði Júníusdóttur óp- erusöngkonu og Þuríði Jónsdóttur tónskáld. Dagskráin færist svo yfir á Gistihúsið Egilsstöðum síðar um kvöldið. Hátíðin fer víða á næstu dögum og verður m.a. í Sláturhús- inu, á Skriðuklaustri, á Höfn í Hornafirði, á hreindýraslóðum á Jökuldal, á Eiðum og Café Valný á Egilsstöðum. 700IS er haldin í sam- starfi við Menningarmiðstöð Fljóts- dalshéraðs og styrkt af Fljótsdals- héraði, menningarráði Austurlands, Glitni og Alcoa Fjarðaráli. Deigla Fjölbreytt verk sýnd á 700IS. 100 mynd- ir sýndar á 700IS Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Í dag er í síðasta skiptið pakkað mjólk í mjólkurstöð MS á Egilsstöðum. Umtalsverðar breytingar verða nú á starfseminni þar. „Það stefnir í síðasta mjólkur- pökkunin hér verði í dag“ segir Guttormur Metusalemsson, vinnslu- stjóri MS á Egilsstöðum. „Nú fer öll pökkun og tiltekt á vörum í pantanir til Akureyrar. Allir þeir sem panta vörur gera það á Akureyri og þær verða teknar til þar og fluttar aust- ur.“ Guttormur segir að pakkað hafi verið að meðaltali á milli fimm og sjö tonnum af mjólk á dag, einkum nýmjólk, léttmjólk og undanrennu. Öll sérvara, t.d. jógúrt, hefur verið pakkað á Selfossi og víðar, þar tekn- ar til pantanir og ekið á Austurland þar sem þær hafa verið afgreiddar út frá Egilsstöðum. Framvegis verður þetta gert á Akureyri. Öll mjólkin í mosarellaost „Nú verður einungis um osta- framleiðslu að ræða hér hjá okkur og einnig munum við sjá um dreif- inguna á Austurlandi. Hingað á að koma bíll fimm daga vikunnar með vörur frá Akureyri, vörurnar verða svo fluttar á milli bíla og þeim dreift um fjórðunginn, að mestu leyti eins og verið hefur.“ Mosarellaostur verður framvegis framleiddur úr allri þeirri mjólk sem af Austurlandi kemur, þ.e. af svæðinu frá Vopnafirði til Beru- fjarðar, en það eru hátt í fimm millj- ónir lítra á ári. Söfnun á mjólk af þessu svæði verður með sama hætti og áður. Mjólk frá Höfn og því svæði er sótt frá Selfossi. Í mjólkurstöð MS á Egilsstöðum verða nú átta starfsmenn. Líklega þarf þó að bæta einum mjólkurbíl- stjóra við þann mannskap, þar sem bíllinn sem ekur milli Akureyrar og Egilsstaða verður gerður út frá Eg- ilsstöðum. Þrír af þeim sex starfs- mönnum sem sagt var upp störfum fyrir áramót eru hættir og hinir þrír hætta nú um mánaðarmótin. „Þetta breytir auðvitað talsverðu hjá okkur hér á Egilsstöðum og maður áttar sig ekki alveg á hvaða vinna verður í kringum dreifinguna. Þá minnkar stórlega það rými sem við notum í húsnæði mjólkurstöðv- arinnar. Ekki hef ég heyrt neinar hugmyndir um að nýta afganginn af húsnæðinu í annað tengt mjólkur- vinnslu en eitthvað hefur verið talað um að leigja út umframhúsnæðið. Slíkt yrði algerlega að aðskilja frá okkar starfsemi,“ segir Guttormur. Starfsmenn hafa miklar efasemd- ir um þá hagræðingu sem á að verða í kjölfar breytinganna á Egilsstöð- um. Þeir hafa gert tillögur um við- bótarhagræðingu sem minnka myndi akstur um allt að 130 þúsund km árlega en þær ekki hlotið hljóm- grunn hjá yfirstjórn MS. Pakka ekki lengur mjólk á Egilsstöðum Öll mjólk af Austurlandi fer framvegis til ostagerðar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Breytingar Starfsfólki hefur nú verið fækkað og framleiðslunni breytt í mjólkurstöð MS á Egilsstöðum. Þar fer framvegis öll mjólk í mosarellaost. Egilsstaðir | Flutningafyr- irtækið Að- alflutningar, sem stofnað var árið 1998, hætt- ir starfsemi í dag. Fyrirtækið hefur haft starfsstöðvar á Egilsstöðum, Djúpavogi og í Reykjavík og missa ellefu starfs- menn þess vinnuna. Fyrirtækið Betri flutningar keyptu Aðalflutninga árið 2004 og voru með vöruflutninga til og frá höfuðborgarsvæðinu og innan Austurlands. Eigendur Aðalflutninga segja ekki rekstrargrundvöll lengur fyrir fyrirtækið, enda sam- keppnin hörð. Fyrirtækið sé þó ekki á leið í gjaldþrot, heldur hafi verið ákveðið að leggja reksturinn af. Aðalflutningar hætta rekstri Rekstrarlok Aðal- flutningar hætta. Egilsstaðir | Leikfélag Mennta- skólans á Egilsstöðum frumsýnir í kvöld verkið Lísu í Undralandi, eft- ir Lewis Carroll, í leikgerð Sig- urðar Ingólfssonar. Leikstjóri er Halldóra Malín Pétursdóttir. Leik- gerðin er nútíma útgáfa af Lísu þar sem dægurtónlist er fléttað saman við. LME hefur vegna skorts á boð- legri leiklistaraðstöðu á Egils- stöðum orðið að byggja upp frá grunni leikhús í gömlu húsnæði Trésmiðju Fljótsdalshéraðs í Fella- bæ og þar fer sýningin fram. Sýningin hefst kl. 20. Lísa á fjal- irnar í kvöld AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.