Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 31 ✝ Sigurður SveinnMásson fæddist í Reykjavík 9. sept- ember 1955. Hann varð bráðkvaddur í Vilnius í Litháen 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Fanný Guðbjörg Guðmannsdóttir hárgreiðslumeist- ari, f. 24. október 1932 og Már Sveins- son, f. 16. nóvember 1933. Þau slitu sam- vistum. Sveinn átti einn albróður; Jón Guðmann Jónsson, f. 1952 og þrjár hálf- systur sammæðra, þær eru Hall- dóra Elín, f. 1959, Valdís, f. 1960 og Sólveig Fanný, f. 1961, Magn- úsdætur. Samfeðra systkini Sveins eru Sigþór Sveinn, f. 1959, Ingvar, f. 1964, Sigurður, f. 1968 og Sveina María, f. 1973. Sveinn giftist árið 1998 Vaidu Másson frá Litháen. Sonur þeirra er Samúel, f. 27. maí 1999. Sveinn ólst upp í Reykjavík. Hann stundaði nám í Stýrimannaskól- anum í Reykjavík og síðar í Bergen í Noregi. Þar bætti hann við sig námi og lauk þar námi í rafmagnsverkfræði. Starfaði hann lengst af á olíuborpöllum við Nor- egsstrendur eða til ársins 2007. Sveinn vann að stofnun eigin fyr- irtækis í Vilnius þegar hann varð bráðkvaddur. Sveinn og Vaida voru búsett í Vilnius í Litháen. Sveinn verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hvít snjóbreiða var yfir landinu okkar og sólin skein, sveitin mín skartaði sínu fegursta. Þá kom hringingin sem ég mun aldrei gleyma. Svenni bróðir er dáinn af hjartaáfalli 52 ára, getur það verið? Elsku besti bróðir minn, ég finn ennþá sterka faðmlagið hans, lyktina af honum, hlýjuna og traustið þegar hann kvaddi okkur á flugvellinum í Vilnius síðastliðið haust. Svenni var annað barn mömmu, eldri var Jón, f. ’52, foreldrar þeirra skildu. Mamma bjó með þá bræður í kjallaranum hjá ömmu og afa á Laug- arnesveginum. Mamma giftist aftur pabba mínum Magnúsi Jónssyni og fluttu þau í Nökkvavoginn. Lilla fæddist ’59, ég ’60 og Solla ’61. Svenni bróðir minn var mikill töffari, hann var ekki auðveldasta barnið hennar mömmu. Pabbi tók litla töffaranum vel og ól hann upp sem sinn son. Pabbi dó ’68. Hafði það mikil áhrif á okkur öll, ekki síst Svenna. Svenni fluttist til Noregs fyrir rúmum 20 árum og kynntist Vaidu sinni þar, hún er frá Litháen, þau eiga einn son, Samúel f. ’99, fluttu þau með hann ungan til Vilinius. Svenni var rafmagnsverkfræðing- ur og vann á borpöllunum í Norðursjó í mörg ár. Samúel átti hug hans allan, þeir voru miklir vinir og töluðu alltaf saman á íslensku. Svenni var norskur ríkisborgari og einn af stofnendum Noregsfélagsins í Litháen og formaður þess í nokkur ár. Hann barðist fyrir því að koma á legg heimili fyrir munaðarlaus börn í Litháen en á því var mikil þörf. Hans er sárt saknað af skjólstæðingum sín- um. Hann var mikill Íslendingur og oftar en ekki kom bréf: Hvernig gerir maður flatkökur (eins og amma gerði eða slátur og rúgbrauð)? Hvernig heldurðu að rúgmjöl sé á ensku? Þú hlýtur að vita þetta, sveitakonan. Hann elskaði Íslenskan mat og allt sem viðkom Íslandi. Hann vildi fylgj- ast með börnunum okkar og var alltaf að biðja um fréttir og myndir. Það er ekki nema rúmt ár síðan við jörðuð- um Kidda stjúpa okkar. Er Svenni búinn að hafa miklar áhyggjur af mömmu síðastliðið ár. Hann og mamma voru oft daglega í símasambandi, þau voru mjög tengd. Kom það vel í ljós þegar við fórum, systkinin og mamma, á afmælisdegi Jóns og mömmu til Vilnius síðastliðið haust að heimsækja Svenna og fjöl- skyldu hans. Ekki veit ég hver kom okkur öllum saman þangað, en sá tími sem við áttum þar saman er okkur öllum ógleymanlegur og mjög dýr- mætur. Engan óraði fyrir að þetta væri okkar síðasta knús. Ekki veit ég hvernig mamma kemst í gegnum þessa daga, en við reynum að styðja hana og styrkja eins og við getum. Það voru þung sporin sem Jón stóri bróðir okkar fór þegar hann fór að sækja litla bróður sinn fyrir fáum dögum. Komu þeir saman heim bræðurnir. Er það trú mín, Vaidu og okkra allra að hann hefði viljað vera jarðsettur hér á Íslandi. Íslendingur- inn hann Svenni bróðir minn. Elsku besti Svenni minn, takk fyrir allt. Kveðjuorðin á flugvellinum í Vil- níus eru mér oft í huga þegar þú kreistir mig svo fast og sagðir: Bless, elsku besta miðsystir mín, sú róleg- asta en örugglega sú ákveðnasta. Við söknum þín líka mjög, mjög mikið. Þín systir Valdís. Meira: mbl.is/minningar Þegar ég sest niður til að minnast Svenna kemur fyrst upp í hugann þegar hann kom í sveit að Kálfhóli á Skeiðum til foreldra minna. Þangað komu margir krakkar til dvalar sum- arlangt og ekki voru þessir vinnu- menn eða konur öll há í loftinu. Svenni kom þegar hann var 6 ára, og tók strax til hendinni við sveita- störfin. Ég hugsa það oft núna hvað Svenni var duglegur að moka flórinn og fara með kýrnar og svo ná í þær líka, en auðvitað hjálpuðumst við að við þessi störf, enda öll góðir vinir og mikill tími var líka til að leika sér eins og gengur. Ekki slitnuðu tengslin við Svenna þó við eltumst, því hann varð mágur minn síðar er ég og Jón bróðir hans giftumst. Við Jón fluttumst til Noregs og bjó hann þá hjá okkur um tíma. Svenni var alltaf hlýr og góður strákur. Vil ég með þessum fátæk- legu orðum þakka Svenna fyrir sam- fylgdina. Elsku Vaida, Samúel, Fanný, Már og systkini, öllum votta ég ykkur samúð mína. Megi guð gefa ykkur styrk. Með kveðju, Guðrún Auðuns. Svenni frændi minn er látinn og mikið ofboðslega er það sárt. Hann sem var svo fallegur og dug- legur, mikill húmoristi og góðhjart- aður. Ég hef alla tíð hugsað til Svenna frænda með stjörnur í augunum. Ég hugsa til þess þegar hann fór með mig á rúntinn á svakalega flotta mót- orhjólinu sínu. Ferð sem ég man svo vel eftir og í sumar rifjuðum við Svenni upp þessar stundir, þá var hann fljótur að ná í tölvuna sína og sýna mér myndir af nýja mótorhjól- inu sínu, þær voru ófáar, skal ég segja ykkur. Hann var svo mikill töffari og svo lífsglaður. Hann var svo ham- ingjusamur í sumar að vera kominn heim í frí, vera í kringum Fanný ömmu og systkini sín. Ég fann að hann langaði svo að koma heim. Nú er hann kominn heim en í annarri mynd. Það eru ekki sanngjörn spilin sem Samúel 8 ára fær upp í hendurnar, hann sem sá ekki sólina fyrir pabba sínum og eyddi með honum öllum sín- um stundum. Svenni skipulagði allan sinn tíma í kringum Samúel og var honum svo góður faðir. Nú er sá tími liðinn. Nú eigum við sem eftir erum minningarnar, þær eru góðar og dýr- mætar. Þegar ég hugsa til Svenna mun ég hugsa til hans sitjandi á sín- um flotta mótorfák, glottandi út í ann- að. Fanný Guðbjörg Jónsdóttir. Sigurður Sveinn Mássonmín átti fallegt lítið rautt hjól, en égsá hana aldrei hjóla á því, en það passaði vel fyrir mig. Hún horfði einnig á fótboltann með afa. Það þótti henni gott, því þá gat hún nýtt tímann til að prjóna og hekla, allt frá litlum sokkum upp í heilu rúmtepp- in. Hún kunni líka að nota tímann vel, t.d. þegar hún lá handleggsbrot- in úti í vegarkanti á Hellisheiðinni eftir bílveltu. Fyrsta manneskjan sem kom á svæðið var maðurinn sem að hennar mati framleiddi besta graflaxinn. Notaði hún þá tækifærið til að panta hjá honum graflax fyrir væntanlega fermingu. Eftir þetta hvatti afi ömmu til að taka bílpróf, ökutímarnir urðu nokkuð margir. En hún var þá orðin langamma og kláraði prófið, auðvitað, eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Að mínu mati vissi amma mín allt. Hún seldi plöntur á vorin, auk þess að elda og sjá um vinnuflokka á sumrin. Ég fór í margar af þessum ferðum og lærði margt af henni, t.d. um náttúruna og að leika mér og nota ímyndunaraflið. Ég mun aldrei gleyma þegar ég flutti suður. Amma skrifaði þá símanúmerið hjá sér og afa í lófann á mér, 99-1271. Sofðu vært, elsku amma mín, ég mun sakna þín. Þinn tími var kominn og ég veit að þú ert nú í ljósinu hjá afa, mömmu og Jóni. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Helga Móeiður og fjölskylda. Dagarnir lengjast og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóa í brekku og mó. (Þorsteinn Gíslason.) Er ég las þetta brot úr kvæði Þor- steins Gíslasonar varð mér hugsað til góðrar vinkonu minnar og ná- grannakonu sem kvödd er í dag, Mó- eiðar Helgadóttur. Það var árið 1977 er við hjónin ásamt fjórum börnum okkar urðum svo lánsöm að flytja í húsið að Hlaðavöllum 10 og gerast nágrannar Móu og Garðars. Þetta var í byrjun júní og allur gróður að vakna til lífsins, garðurinn við húsið stór og gróður mikill, þannig að það tók ærinn tíma að klippa tré og runna, kantskera og síðan fengum við vörubíl, fullan af mold, til að jafna beðin. Fljótlega fór að mynd- ast stígur á milli trjánna, yfir í garð Móu og Garðars. Þau hjónin hafsjór fróðleiks um allan gróður. Garðar lærður til þeirra verka og gott að leita til þeirra til að fá hjálp og leið- sögn. Litlir fætur fóru fljótlega að trítla stíginn góða og restin af fjöl- skyldunni fylgdi á eftir. Þau voru okkur sem bestu foreldrar og upp frá því bestu vinir alla tíð. Fyrir hver jól fengu svo börnin okkar að velja sér lifandi jólatré, það var fyrir okk- ur bæði nýtt og ævintýralegt. Móa var mikil listakona í höndun- um og í gegnum árin hef ég eignast marga fallega hluti tengda jólum frá henni. Og í hvert skipti sem ég tek þessa hluti fram minnist ég hennar með hlýju og aðdáun. Fyrir þetta allt saman og samverustundir okkar heima hjá þeim hjónum og í sum- arhúsi þeirra. Er við fjölskyldan fluttum svo í okkar hús að Fagur- gerði höfðum við með okkur mikinn sjóð af plöntum, stórum sem smáum, sem Móa hafði kennt mér að koma til, úr sínum garði. Hún Móa ræktaði garðinn sinn vel sem og vináttuna við okkur. Fyrir það allt viljum við þakka. Bráðum Glóey gyllir geimana blá. Vorið tánum tyllir tindana á. (Þorsteinn Gíslason.) Í geimnum bláum bíða opnir arm- ar eiginmanns og tveggja barna. Með þessum örfáu orðum, sem á engan hátt geta skilað til baka þeim verðmætu stundum sem við áttum með þér og þinni fjölskyldu, sendum við hjónin og fjölskylda okkar inni- legar samúðarkveðjur. Jóhanna, Steingrímur og börn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI STEFÁNSSON fv. hótelstjóri, Höfn í Hornafirði, sem lést að morgni páskadags, 23. mars, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Þeim sem vija minnast hans er bent á Hafnarkirkju. Svava Sverrisdóttir, Hjördís Árnadóttir, Sigurbjörg Árnadóttir, Kristín Þóra Kristjánsdóttir, Gísli Sverrir Árnason, Guðrún Baldursdóttir, Guðlaug Árnadóttir, Hólmgrímur Elís Bragason, Gauti Árnason, Ragnheiður Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRSÆLL ÁSGEIRSSON, Bröttuhlíð 2, Seyðisfirði, sem andaðist miðvikudaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Guðrún Karlsdóttir, Jón Ársælsson, Saga Valsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR INGI GUÐJÓNSSON, Neðri Þverá, Fljótshlíð, verður jarðsunginn frá Hlíðarendakirkju laugar- daginn 29. mars kl. 14.00. Kristín Aradóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Smáragrund 1, Sauðárkróki, lést á heimili sínu mánudaginn 24. mars. Útförin fer fram í Sauðárkrókskirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Björn Jónasson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, BIRGITTE LAXDAL PÁLSSON, Sólvallagötu 28, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn 26. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Einarsson, Þorsteinn Gunnar Einarsson. ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR, dómstjóri, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 29. mars kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Listasjóð Ólafar, kt. 670308-1540, banki: 1105 - 18 - 640900. Friðrik Pálsson, Marta María og Ingibjörg Guðný Friðriksdætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.