Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 39 V i n n i n g a s k r á 48. útdráttur 27. mars 2008 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 2 8 5 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 6 4 0 2 9 2 9 0 2 3 6 4 9 6 3 7 4 3 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 8158 17076 21027 31950 53574 70248 15574 18816 31020 45899 69087 75897 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 9 5 8 1 1 6 1 7 1 4 3 2 7 4 6 9 3 7 2 2 0 4 8 4 3 6 5 8 2 1 6 7 1 3 5 3 1 0 4 8 7 0 2 1 8 0 3 7 2 7 7 1 3 3 8 0 2 9 4 9 5 7 3 5 9 5 0 0 7 2 2 4 1 7 6 5 8 7 4 8 1 9 2 8 9 2 7 8 8 6 3 9 4 3 9 4 9 9 4 2 5 9 5 1 3 7 2 5 0 1 8 3 2 9 1 6 8 2 0 5 9 0 2 8 3 5 4 3 9 6 3 4 5 0 8 6 2 6 1 1 3 2 7 2 7 3 0 3 2 4 8 9 7 0 0 2 2 2 3 6 2 9 1 7 7 4 0 8 4 9 5 2 5 6 4 6 1 4 7 3 7 4 5 4 9 3 4 8 8 9 9 1 1 2 2 3 2 0 3 1 3 1 3 4 1 1 6 7 5 5 2 1 7 6 3 4 0 7 7 5 2 4 9 4 3 4 5 9 9 2 5 2 3 6 2 8 3 1 4 8 8 4 1 7 4 5 5 5 5 8 7 6 6 1 7 6 7 6 0 5 2 5 4 4 0 1 0 5 9 7 2 4 1 7 7 3 2 7 5 4 4 2 8 9 5 5 5 8 2 6 6 7 1 3 7 7 6 6 0 0 5 7 2 1 1 2 0 9 4 2 5 9 5 1 3 3 7 5 3 4 6 0 3 4 5 7 0 9 5 6 8 4 9 3 7 9 1 5 6 5 8 7 3 1 4 1 6 4 2 6 7 3 5 3 4 2 0 8 4 7 1 5 4 5 7 2 4 3 6 8 5 7 9 6 0 0 9 1 4 7 7 0 2 7 1 2 7 3 4 7 6 8 4 7 4 9 5 5 7 4 9 3 6 9 9 0 2 6 7 1 5 1 6 4 0 1 2 7 3 3 1 3 5 9 8 7 4 7 7 5 8 5 7 8 4 3 7 0 8 0 7 6 7 7 2 1 6 7 7 8 2 7 3 9 5 3 7 0 6 4 4 7 9 0 7 5 8 0 5 6 7 0 8 3 9 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 24 9736 17681 24575 31661 37211 43676 53174 62570 72242 209 9755 17685 24780 31688 37921 43779 53498 62828 72345 422 10232 17879 24991 31879 37954 44258 53863 62922 73173 809 10943 17987 25303 32179 38134 44271 54478 63854 73223 1270 11164 18062 25448 32356 38328 44575 54489 64042 73406 2209 11677 18208 25485 32394 38568 44625 54974 64208 73639 2494 11939 18280 25495 32444 38963 44646 55296 64377 73674 2646 12016 18368 25543 32492 39565 44665 55394 64545 73702 2938 12277 18504 25609 32527 39789 45205 55992 64559 73782 3000 12368 18625 25894 32689 39941 45295 56092 64719 74184 3013 12495 18707 25898 32804 39977 45296 56300 64830 74256 3217 12535 18725 25949 33143 40032 45398 56313 64837 75024 3363 12648 18860 25972 33353 40166 45426 56651 65034 75181 3531 12672 20001 26015 33457 40199 45427 56721 65249 75235 3540 12771 20419 26073 33458 40239 45636 57539 65381 75546 3663 13222 20468 26280 33513 40280 45720 57737 65821 75710 4361 13252 20702 26505 33795 40305 45953 57750 66208 75755 4371 13854 20767 26573 34066 40348 46083 57818 66222 75865 4380 14103 20927 26857 34074 40448 46263 57848 66564 76027 4882 14415 21045 27438 34398 40600 46350 57866 66691 76101 5417 14426 21224 27459 34697 40649 46614 57867 66696 76134 5838 14646 21263 27613 34807 40691 47723 58338 67073 76988 6012 14702 21440 28192 34844 41431 47756 58582 67303 77061 6120 14730 21607 28402 34956 41491 48134 58624 67371 77183 6143 14846 21708 28489 35147 41667 48291 58816 67903 77366 6330 14903 21873 28501 35320 42014 48838 59183 67916 77449 6847 15066 21925 28579 35482 42044 49725 59346 68169 77513 6893 15131 22057 28586 35526 42065 50102 59386 68217 77629 7342 15276 22121 28602 35633 42134 50219 59840 68373 77685 7556 15485 22430 29227 35788 42446 50233 60092 68402 77796 7727 15704 22766 29543 35960 42450 50240 60796 69240 77960 7918 15805 23013 29610 36059 42468 50301 60961 69408 78077 8185 15990 23026 29665 36288 42483 50696 61170 70385 78582 8479 16210 23089 29953 36465 42680 51113 61330 70526 78660 8531 16307 23170 30633 36540 42882 51497 61531 70582 78805 8548 16403 23173 30821 36564 42950 51679 62070 70602 78835 8845 16535 23943 30895 36647 43064 51772 62204 70866 78856 8923 16853 24022 31121 36910 43099 52610 62340 71121 79062 9014 17055 24221 31236 36970 43270 52886 62459 72172 79493 9068 17268 24390 31554 37080 43452 52970 62556 72212 79613 Næstu útdrættir fara fram 3.apríl 10. apríl 17. apríl & 23.apríl 2008 Heimasíða á Interneti: www.das.is „Smáratúnsfjölskyldunni“ í mínu hjarta. Mér fannst þú alltaf svo sterk per- sóna, lást ekki á skoðunum þínum varðandi lífið og tilveruna og gast verið svolítið stóryrt en alltaf var stutt í hláturinn og gleðina sama hvað bjátaði á. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Það átti fyrir okkur að liggja að búa saman í 13 ár, ég krakkageml- ingurinn var allt í einu orðin húsmóð- irin á heimili þínu til margra ára, hvorki óskastaða þín né mín. Það væri ekki rétt gagnvart minn- ingu þinni að láta sem þau ár hafi alltaf verið auðveld, en þau voru lær- dómsrík og gengu nokkuð slysa- laust, væntanlega vegna þess að við vorum báðar okkur meðvitandi um að það var ekkert annað í boði í bili og því á okkar valdi að láta þessa sambúð okkar blessast. Það fjölgaði jafnt og þétt á Smára- túnsheimilinu, þú sem búin varst að koma til manns 6 börnum þurftir aft- ur að fara að taka þátt í barnastússi. Sast á endanum uppi með þrjú til viðbótar sem gátu sótt til þín jafn mikið og til foreldranna og þau nutu svo sannarlega góðs af ömmu Diddu. Það var alltaf hægt að stóla á að fá gott í gogginn og matarsmekkur þeirra, sérstaklega Hafsteins Más, smitaðist á skemmtilegan hátt af matarsmekk ömmu Diddu sem kenndi honum að meta hrossaskræð- ur, krassandi hvítlauksbrauð og framandi kjötkássur frá Júgóslavíu. Þegar ég fluttist í Smáratún hafðir þú hafið það skipulag og vinnu sem síðar varð að ævintýralegum skrúð- garði sem öll stórfjölskyldan átti þátt í að skapa, ýmist með afleggj- urum eða vinnu við að snyrta, gróð- ursetja og færa til plöntur, svo mikl- ar og stórar stundum að fullvaxta karlmönnum þótti nóg um þær fram- kvæmdir. Ég veit að þú sást eftir garðinum þegar við ákváðum að flytja frá Smáratúni en þú talaðir ekkert mikið um það, þú áttir sögu hans á ljósmyndum sem þú hafðir verið svo dugleg við að taka vetur, sumar, vor og haust. Við erum líka svo lánsöm að eiga vatnslitamynd sem þú málaðir af garðinum þar sem hann er í haustlit- unum, litir himins og jarðar svo fal- legir eins og svo oft á haustin í Þykkvabænum. Árið 2001 fluttist þú í Kópavoginn, fékkst þá tækifæri til að blómstra, fórst á námskeið og ræktaðir list- ræna hæfileika þína, alltaf máttir þú samt vera að því að sinna barna- hópnum þínum. Þú kynntist Viðari og þótt þú nytir frelsisins að búa ein þótti þér það ómetanlegt að eiga hann að. Eftir að þú og ég vorum báðar fluttar að Hellu gerðum við það að reglu að hittast hvert þriðjudags- kvöld ýmist heima hjá þér, mér eða mömmu minni. Þetta voru notalegar stundir sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta með þér. Þín verður sárt saknað, elsku Didda mín. Særún Sæmundsdóttir. Elsku Didda. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að þakka þér samfylgd- ina síðastliðin 35 ár. Sérstaklega ber að þakka hjálpina sem þú veittir okk- ur Sighvati undanfarnar vikur. Ég veit að þið Sighvatur áttuð góðar stundir saman sem honum voru kær- ar. Þér féllu sjaldan verk úr hendi og situr eflaust núna og hannar eitthvað huggulegt handa litlu englunum þarna uppi eða málar fallegar vatns- litamyndir af fjallahringnum sem ef til vill er enn fegurri séður frá þínum nýju heimkynnum en héðan frá okk- ur. Eitt er víst, að þín verður sárt saknað á samverustundum stórfjöl- skyldunnar þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar. Okkur til huggunar vitum við að þú hittir nú fyrir hann Hadda þinn, móður þína, aðra ætt- ingja og vini og heldur þeim áreið- anlega veglegar veislur. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Höf: Þórunn Sigurðardóttir.) Nú kveð ég þig, kæra Didda, í hinsta sinn með virðingu og þökk. Þín tengdadóttir, Una. Hún amma Didda var ekkert á leiðinni að deyja. Það var svo margt sem hún átti eftir að gera. Hún var með ókláraðar húfur á prjónunum, skipulagða dagbók langt fram í tím- ann og fullan ísskáp af mat. Það var svo ótrúlegt að hún amma okkar, sem var svo hress og í okkar augum eilíf, skyldi kveðja svona skyndilega. Hún amma var mikill skörungur og kletturinn okkar og var alltaf til í að hjálpa þeim sem þurftu á hjálp að halda. Hún hafði mörg áhugamál sem hún stundaði eftir bestu getu. Hún ýmist prjónaði, málaði eða samdi ljóð og var dugleg að gefa gjafir sem hún hafði sjálf búið til. Amma bjó lengi hjá okkur í Smá- ratúni og átti mikinn þátt í okkar uppeldi. Það var alltaf svo gott að laumast inn til ömmu á morgnana, þegar komið var að því að fara á fæt- ur, og skríða upp í rúm til hennar. Auk þess var iðulega stunduð morg- unleikfimi í herberginu hennar. Amma var sú eina í Smáratúni sem bjó við þann munað að hafa sjónvarp í svefnherberginu og það kom ósjald- an fyrir að við systkinin sofnuðum öll saman með ömmu fyrir framan sjón- varpið. Amma og herbergið hennar var eins konar griðastaður bæði fyr- ir okkur krakkana og mömmu og pabba. Amma var dugleg að gera hina ýmsu hluti með okkur og það leið ekki sá dagur að hún fyndi ekki upp á einhverju sniðugu fyrir okkur að bardúsa við saman. Eitt af því vin- sælasta sem amma gerði með okkur var að fara með okkur að veiða í Dammskurði, þar sem við veiddum ýmist ekki neitt eða eitthvað góðgæti fyrir kettina. Amma hafði auk þess mjög gaman af því að tína ber og það var nánast ógerlegt að stoppa hana þegar hún hafði hafist handa við að tína, hvort sem það var í garðinum heima eða í berjamó. Elsku amma Didda okkar, það er erfitt að þurfa að horfast í augu við það að við fáum ekki að njóta fleiri yndislegra stunda með þér. En við erum þakklát fyrir þig og allar þær stundir sem við höfum átt með þér og minning þín mun alltaf lifa í hjört- um okkar. Þín ömmubörn, Hafsteinn Már, Hrafndís Brá og Heimir Smári. Elsku amma mín. Ég get ekki með nokkru móti lýst með orðum hvað ég sakna þín. Ég veit þú ert komin til afa Hadda og hann mun passa upp á þig fyrir okkur öll. Ég hef aldrei verið sú besta í að tjá tilfinningar mínar og þetta skipti er engin undantekning. Tárin renna bara niður við minnsta tilefni og ég ræð ekkert við þau. Get ekki og vil helst ekki deila sársaukanum með neinum, en ég reyni að muna allar skemmtilegu minningarnar sem ég á um þig. Þú og afi eignuðust 6 yndisleg börn og ég get ekki þakkað ykkur nógsamlega fyrir þau öll. Á svona stundum finnur maður best hvað maður er lánsamur með fólkið í kringum sig. Þú skildir eftir þig svo mikið af fal- legum ljóðum, myndum, smásögum og fleira sem við erum mjög þakklát fyrir að geta skoðað og huggað okk- ur við. Þú varst svo listræn og klár þrátt fyrir að þú hafir nú aldrei verið nógu ánægð með þig sjálf að mínu mati. Ég heyri ennþá röddina hennar mömmu óma þar sem hún segir mér fréttirnar og ég vona ennþá að ég vakni upp og þetta hafi verið draum- ur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar, göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðar skaut. Þín, Maríjon. Elsku hjartans amma Didda. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur, minningarnar koma upp í hugann ein af annarri; Nestið sem þú bjóst til fyrir kart- öflugarðana, allar krukkurnar og plastpokarnir sem þú safnaðir, snyrtipinninn í þér, glettnin og síð- ast en ekki síst listrænir hæfileikar þínir. Þú gast málað svo fallega, prjónað, heklað og samið sögur og ljóð. Það sem við minnumst þó ofar öllu var hversu hjartahlý þú varst og góð amma, gleymdir aldrei afmælum þó þú ættir 22 barnabörn og lang- ömmubörnunum sýndir þú sömu ást og alúð. Litlu ljóðin og fallegu orðin í kortunum frá þér er eitthvað sem við geymum til minningar um þig. Við vildum að við hefðum fengið meiri tíma með þér, að þú hefðir til dæmis fengið að sjá öll langömmu- börnin fæðast og vaxa úr grasi. „Smáratúnshittingarnir“ verða ekki samir án þín en við vitum að þú og afi Haddi verðið með okkur í anda. Takk fyrir allt, elsku amma mín, við sjáumst síðar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Alda Jóna og Rakel Rut Nóadætur. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum hana ömmu okkar Diddu. Hún hugsaði svo ósköp vel um stóra hópinn sinn af börnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um. Það var alltaf jafn notalegt að koma í ömmukot og fá kex og heima- bakaðar kökur, fá að velja sér trefil eða húfu sem hún hafði prjónað, skoða fallegu myndirnar sem hún málaði og hlusta á það sem hún hafði að segja. Hún amma vissi svo mikið og kunni svo margar skemmtilegar sögur. Henni ömmu var reyndar svo margt til lista lagt; hún prjónaði, saumaði, málaði og orti, og var að auki listakokkur. Það var líka hægt að segja henni allt, þó að margir áratugir skildu okkur að í aldri. Hún hneykslaðist aldrei á bjánaskapnum í okkur barnabörnunum; brosti kannski út í annað, en skildi mann samt betur en flestir hefðu gert. Elsku amma, þín er sárt saknað. Yfir liðna lífsins daga lítum við á kveðjustund. Minningarnar mörgu streyma mildar fram í hljóðri lund: Þú hið besta vildir veita, vaxta allt, er fagurt var, vinna, fórna, vaka og biðja vinunum til blessunar. Börnin þín og barnabörnin blessa og þakka liðinn dag, þakka alla ástúð þína, allar fórnir þeim í hag. Liðnar stundir ljúft við geymum, leiðir hér þá skilja nú. Frelsarans í faðminn blíða felum þig í bjartri trú. (Ingibjörg Sigurðard.) Hafdís, Sandra, Svala og Reynir. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Með þessum orðum viljum við votta öllum ástvinum ömmu Diddu okkar innilegustu samúð. Við kveðjum hana með söknuði og þökkum fyrir allt og allt. Anna Lilja og Torfi Geir.  Fleiri minningargreinar um Sigurjónu Sigurjóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.