Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 41

Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30-9.15, vinnustofa kl. 9-16.30, baðþjónusta kl. 10-16.30, bingó kl. 14-15, söngstund við píanóið kl. 15.30-16.30. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl 8.15-16. Opin smíða- stofa kl. 9-16.30, bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Helgistund með sr. Hans Mark- úsi kl. 10, félagsvist kl. 13.30, hárgreiðsla, böðun, al- menn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaað- gerð, hádegisverður, kertaskreyting, kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 21, ath.: breyttur tími. Klassík leikur fyrir dansi Félagsheimilið Gjábakki | Bossía og málm- og silf- ursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, hádegisverður og félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi og síðan hádeg- isverður kl. 10.30, bingó kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, gönguhóp- ur kl. 11, glerskurðarhópur kl. 13. Ath.: Biblíulestr- inum lauk síðasta mánudag á þessari önn. Ath.: áð- ur auglýst leikhúsferð í mars fellur niður. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9– 16.30, m.a. bókband, kl.10, prjónakaffi, Bragakaffi, á eftir er lagt upp í létta göngu um nágrennið, leik- fimi kl.10.30 (frítt) í ÍR-heimilinu v/Skógarsel, á eft- ir er heitt á könnunni og dægurmálaspjall. Frá há- degi er spilasalur opinn, kóræfing kl. 14.20 Furugerði 1, félagsstarf | Smíði og útskurður kl. 9, hádegismatur, söngstund í salnum kl. 14,15, Að- alheiður Þorsteinsdóttir og Anna S. Helgadóttir verða við píanóið, kaffiveitingar kl. 15. Hraunbær 105 | Baðþjónusta kl. 9-14, almenn handavinna kl. 9-12, hádegismatur kl. 12-12.30, bókabíllinn kl. 14.45-15.30, bingó kl. 14, kaffi kl. 15. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, bridge kl. 13, boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning, jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Bíó kl. 13.30, kaffiveitingar í hléi. Hæðargarður 31 | Müllersæfingarnar kl. 9.15, Bör Börsson kl. 11 í Baðstofunni á þriðjudögum. Bók- menntafólk er minnt á Akureyrarferð 14.–16. maí, kíktu við í morgunkaffi í Betri stofunni og kynntu þér dagskrána, listasmiðjan alltaf opin, uppl. í Ráðagerði, s. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi– blaðaklúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, spilað vist/brids kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Hárgreiðslustofa, s. 862 7097, og Fótaaðgerða- stofa s. 552 4162, eru á staðnum. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9.15-14.30, handavinna kl. 10.15, spænska, byrj- endur kl. 11.45, hádegisverður, sungið v/flygilinn kl. 14, kaffiveitingar, dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leirmótun, morgunstund, leikfimi, hárgreiðslu- og fótaaðgerð- arstofan opinn, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411- 9450. Þórðarsveigur 3 | Framhaldssaga lesin og spjall kl. 13.30, kaffiveitingar. Kirkjustarf Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | V/heimsóknar Raafats Kamal, starfsmanns Evrópudeildar að- ventista og fyrrverandi leiðtogi Hjálparstarfs að- ventista, verður samkoma allra safnaða okkar í Loftsalnum, Hólshrauni 3, Hf., kl. 11 á morgun, sam- eiginleg máltíð að samkomu lokinni. Raafat verður með fyrirlestur kl. 14. Áskirkja | Sr. Hans Markús Hafsteinsson verður með guðsþjónustu á Dalbraut 27, kl. 14, í dag. Fé- lagar úr kór Áskirkju leiða söng undir stjórn Magn- úsar Ragnarssonar organista. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins kl. 20, samkomur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára. Lofgjörðarhópur kirkju unga fólksins sér um tónlistina, nánari upplýsingar um starfið og dag- skrá er á www.filo.is Samfélag aðventista á Akureyri | Við hottumst í Sunnuhlíð í sal KFUM/K á morgun kl. 10.30, Biblíu- rannsókn og hugvekja í umsjón Ómars Torfasonar. Vídalínskirkja, Garðasókn | Eldri borgaranefnd Garðasóknar stendur fyrir sýningu myndarinnar, „Leitin að hamingjunni“ með Will Smith í aðal- hlutverki, í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 14, kaffi og umræður á eftir. Þorlákur sækir þá sem óska, sími: 869-1380, upplýs. í síma 895-0169. 70ára afmæli. Sjötug er ídag 28. mars Helga Þórdís Tryggvadóttir. Í til- efni dagsins mun Helga Þór- dís ásamt eiginmanni sínum, Eyjólfi Gíslasyni, börnum og tengdabörnum, taka á móti ættingjum og vinum í Odd- fellowhúsinu Grófinni 6, Keflavík kl. 19.30 á afmæl- isdaginn. 80ára afmæli. Mánudag-inn 31. mars verður Sigurður A. Magnússon rit- höfundur áttræður. Laug- ardaginn 29. mars tekur hann á móti vinum og velunnurum milli kl. 15 og 19 í Félagsheim- ili Í.R., Skógarseli 12, Reykja- vík (í Mjódd). dagbók Í dag er föstudagur 28. mars, 88. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Lækna mig, Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír. (Jer. 17, 14.) Skýrslutæknifélag Íslands fagn-ar í dag 40 ára afmæli meðhófi á Hótel Nordica. SvanaHelen Björnsdóttir er einn af skipuleggjendum dagsins og fráfar- andi formaður félagsins: „Skýrslutæknifélagið var stofnað í aðdraganda þess að fyrstu tölvurnar voru keyptar til landsins og fyrirtækið Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar (Skýrr) stofnað. Skýrslu- tæknifélagið var myndað sem fagfélag um þessa nýju tæknigrein, en orðið tölva var ekki til í íslensku á þessum tíma, og tæknin því kennd við það sem risastóru tölvuhlunkarnir gerðu eink- um: að skrifa út skýrslur,“ segir Svana Helen. Á fjórum áratugum hefur félagið þróast mikið, rétt eins og tölvutæknin, og er í dag vettvangur allra sem áhuga hafa á upplýsingatækni eða nota hana í störfum sínum. „Félagið er þverfaglegt, enda er upplýsingatækni notuð í öllum starfsgreinum – orðin hluti af hversdagslífi okkar allra bæði í starfi og einkalífi: allt frá bílum og þvottavélum til banka og stjórnsýslu.“ Í dag stendur Skýrslutæknifélagið fyrir fræðsluviðburðum, fundum og ráðstefnum um það sem efst er á baugi í upplýsingatækni og tækni- lausnum: „Félagið starfar í faghópum þar sem meðlimir geta unnið nær sínu áhugasviði og störfum,“ segir Svana Helen, en hjá félaginu starfar m.a. faghópur um upplýsingatækni í heil- brigðisþjónustu, hópur um fjarskipti, hópur um upplýsinga- og öryggismál, og deildin UT-konur sem starfar að því að efla konur sem starfa í upplýs- ingatækni og auka áhuga ungra stúlkna á tækninámi. Einnig starfar innan félagsins öldungadeild eldri fé- laga sem vinna m.a. að skráningu sögu upplýsingatækni á Íslandi. Félagið gefur út fagtímaritið Tölvumál og síð- ast en ekki síst má nefna orðanefnd félagsins sem hefur frá stofnun félags- ins lagt mikinn metnað í að auðga ís- lenskt mál með því að þýða þau er- lendu tækniorð sem fylgja upplýsingatækninni. Hefur nefndin ís- lenskað þúsundir tækniorða til þessa og gefið reglulega út Tækniorðasafn, bæði í bókarformi og sem rafræna uppflettingu og leit á vef félagsin, www.sky.is Iðnaður | Afmælishátíð Skýrslutæknifélags Íslands haldin í kvöld Upplýsingatækni alstaðar  Svana Helen Björnsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1960. Hún stundaði nám í rafmagns- verkfræði við HÍ og lauk meistara- gráðu í rafmagns- verkfræði frá Tækniháskólanum í Darmstadt 1987. Svana Helen stofn- aði árið 1992 fyrirtækið Stiku, og hef- ur verið framkvæmdastjóri þar síðan. Hún hefur setið í stjórn Skýrslutækni- félagsins í 8 ár, þar af 4 ár sem for- maður. Eiginmaður Svönu Helenar er Sæmundur Þorsteinsson rafmagns- verkfræðingur og eiga þau þrjá syni. Myndlist Geysir, Bistro-bar | Málverkasýning Eddu Guðmunds- dóttur, Vetur, er á Geysi Bistro, Aðalstræti 2. Sýningunni lýkur 16 apríl. Ráðhús Reykjavíkur | Í dag opnar Ljósmyndafélagið Fókus ljósmyndasýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur, í þema sýning- arinnar: Fyrir og Eftir var leitast við að koma á framfæri upplifun ljósmyndarans á tengdum atburðum, hlutum eða hugmyndum í tveimur ljósmyndum. Sýningin stendur til 13. apríl n.k. Mannfagnaður Samfylkingin í Hafnarfirði | 60+ Hafnarfirði stendur á hverjum þriðju- og föstudegi kl. 10-12 fyrir kaffi- og spjall- setri í Samfylkingarhúsinu Strandgötu 43. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands, Oddi v/Sturlugötu, stofa 101 | Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir heldur fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofu í vinnuvernd kl. 12.15. Fyrirlesturinn nefnist: Jafnvægi vinnu og einkalífs, hvernig upplifa starfsmenn samþættingu fjölskyldulífs og atvinnu í tengslum við sveigjanleika í starfi? Ókeypis aðgangur. Nafnfræðifélagið | Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, BA-nemi í ís- lensku við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur 29. mars, sem hún nefnir Bátanöfn í Vestmannaeyjum frá 16. öld til 1950. Fyrirlesturinn verður haldinn að Neshaga 16, 3. hæð og hefst kl. 13.15. Útivist og íþróttir Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (SJÁ) | Næsta laugardagsganga Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd verður 29. mars. Þátttakendur hittast kl. 11 í strætóstöð- inni í Mjódd og ákveða hvert verður farið. Gangan tekur um 2–3 klst. og oft farið í kaffi á eftir. FRÉTTIR 65ára afmæli. JónasHelgi Guðjónsson húsasmíðameistari er sextíu og fimm ára í dag 28. mars. YFIR tvö hundruð leikarar og skemmtikraftar léttu veg- farendum í Madríd lundina í gær í tilefni Alþjóða leiklist- ardagsins. Trúðar, loftfimleikafólk og látbragðsleikarar mættu íbúum og gestum borgarinnar á hverju götuhorni og í almenningsvögnum. Dagurinn hefur verið haldinn há- tíðlegur um allan heim síðan árið 1962. Reuters Leiklistin heiðruð á haus VALAMED ehf., nýstofnað þjón- ustufyrirtæki á heilbrigðissviði, stendur fyrir málþingi sunnudaginn 30. mars þar sem lyfjanæmispróf, aðferð við að meta fyrirfram mögu- legan árangur af lyfjameðferð krabbameinssjúklinga, verður kynnt. Á málþinginu flytja þrír vís- indamenn á þessu sviði framsöguer- indi auk krabbameinslæknis sem nýtt hefur þessa aðferð við að velja lyfjameðferð, segir í fréttatilkynn- ingu. Í lyfjanæmisprófi er tekið sýni úr krabbameinsæxli og áhrif mismun- andi krabbameinslyfja á krabba- meinsfrumurnar síðan mæld. Til- gangurinn með málþingi ValaMeder að kynna þessa að- ferðafræði hér á landi, sérstaklega krabbameinslæknum, vísindamönn- um og forstöðumönnum innan heil- brigðiskerfisins, segir í fréttinni. Meðal fyrirlesara á málþinginu verður Larry M. Weisenthal, Wei- senthal Cancer Group, Bandaríkj- unum, en hann telst frumherji á sviði lyfjanæmisprófa á krabba- meinsfrumum sem hann hefur stundað frá því seint á níunda ára- tugnum, segir í fréttatilkynningu. Hann er einn af stofnendum Onco- tech. Málþing um lyfjanæmis- próf á krabba- meinsfrumum ORKUGANGAN sem er skíða- ganga fyrir almenning verður haldin laugardaginn 29. mars kl. 10 og hefst við Kröfluvirkjun í Mývatnssveit. Genginn verður 60 km hringur á Kröflusvæðinu og er þetta því lengsta skíðagangan hér á landi. Mývetningur, íþrótta- og ungmennafélag, og björg- unarsveitin Stefán eru fram- kvæmdaaðilar göngunnar. Gengið verður að mestu um ósnortið land og verður leiðin troðin fyrir þátttakendur og lagt verður að minnsta kosti eitt spor alla leið. Drykkjarstöðvar verða með reglulegu millibili þar sem boðið verður upp á orkudrykki og súkkulaði. Allir fá svo súpu og brauð eftir að komið er í mark. Þátttökugjald er 4.000 kr. og er innfalið í því aðgangur að Jarðböðunum við Mývatn eftir gönguna og lokahóf með léttum veitingum sem hefst kl. 18 í Hótel Reynihlíð þar sem veittar verða viðurkenningar og dregið verður nafn eins þátttakanda sem hlýtur utanlandsferð að eigin vali í vinn- ing. Skíðasvæðið við Kröflu verð- ur opið fram eftir degi en þar er togbraut og góð aðstaða til skíða- iðkunar. Nægt gistirými er í sveitinni og eru sumir ferðaþjón- ustuaðilar með „Orkugöngu- tilboð“ þar sem í boði er helg- arpakki með gistingu og fæði á góðu verði, segir í fréttatilkynn- inu. Allar nánari upplýsingar og skráning er hjá upplýsinga- miðstöð staðarins í síma 464 4390 eða í netfangið orkuganga- @visitmyvatn.is Einnig má fræðast um gönguna á www.visitmyvatn.is/vidburdir Orkuganga í Mývatns- sveit Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.