Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 14
14 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VISTVÆNAR SAMGÖNGUR
H
lutdeild hjólhestsins í samgöngum er mikil
víða um lönd. Svo hefur ekki verið á Íslandi.
Morten Lange, formaður Landssamtaka hjól-
reiðamanna (LHM), hefur samt tilfinningu
fyrir því að reiðhjólum fari fjölgandi í um-
ferðinni. Hann tekur þó fram að nýjar tölur vanti í
þessu sambandi. Þá hafi þetta aðallega verið kannað
þegar fæstir eru að hjóla, seint um haust og á veturna.
„Samkvæmt sex ára gömlum tölum frá Reykjavík-
urborg eru 1% ferða farnar á reiðhjóli um hávetur en
2,6% seint á haustin, samkvæmt tölum frá 2005. Gaman
væri að sjá nýrri tölur og sambærilegar tölur fyrir
sumarið,“ segir hann.
Morten viðurkennir að íslenska veðrið sé á löngum
köflum ekki til þess fallið að hvetja til hjólreiða en seg-
ir fleiri og fleiri veita höfuðskepnunum viðnám. „Ég
hef ekki fengið upplýsingar í vetur en nokkur und-
anfarin ár hafa nagladekk fyrir reiðhjól selst upp. Það
er ákveðin vísbending.“
Annað sem hefur áhrif á hjólreiðar er hönnun, skipu-
lag og viðhald á stígum en Morten segir stjórnvöld
mega gera betur varðandi alla þessa þætti. „Það skort-
ir á virðingu fyrir þessum samgöngumannvirkjum. Oft
og tíðum eru þau grafin í sundur og eru í kjölfarið
ónothæf í langan tíma. Þá er víða of lítið gert í því að
hreinsa burt möl, glerbrot og annað slíkt af stígunum.“
Hjólað á götunum
En útivistarstígar eru ekki eina leiðin sem er hjól-
reiðamönnum fær og Morten segir Landssamtök hjól-
reiðamanna og Íslenska fjallahjólaklúbbinn hvetja til
þess nú að fólk hjóli í auknum mæli á götunum, eins og
skýr heimild er fyrir í umferðarlögum. Rannsóknir
sýna líka að fyrir vana hjólreiðamenn er þetta öruggari
og skilvirkari leið.
„Reiðhjól eru ökutæki og við höfum að mestu sömu
réttindi og skyldur á götunum og ökumenn bifreiða. Ég
veit að fáum finnst það fýsilegur kostur að hjóla á um-
ferðarþungu götunum, allavega til að byrja með, en ég
hvet fólk til að prófa sig áfram á fáförnum íbúðagötum
og muna að umferðin er samvinna.“
Um þessar mundir vinnur LHM að uppbyggingu
námskeiða, „Hjólafærni: Hjólum og verum klár í um-
ferðinni“, og hefur starfsfólk hjá nokkrum opinberum
stofnunum, að sögn Mortens, þegar sýnt þessu áhuga
sem leið til að efla hjólreiðar sem alvöru samgöngu-
máta. „Þessi samgöngumáti lengir lífið um 5-10 ár,
sparar peninga einstaklinga og samfélagsins og bætir
umhverfið á mjög marga vegu.“
Hærri fjárveitingar
Að dómi Mortens þarf að veita meira fé til þessara
mála og taka hjólreiðar alvarlega sem samgöngumáta.
„Þess vegna var ánægjulegt þegar borgin tilkynnti í
vetur að hún ætlaði að verja 100 milljónum króna, á
fjárhagsáætlun 2008, til að efla hjólreiðar sem sam-
göngumáta, bæði með framkvæmdum og ímynd-
arvinnu. Þá hefur samtökum hjólreiðamanna verið
boðið að mæta á fundi vinnuhóps samgöngunefndar
borgarinnar um hjólreiðar og við erum þakklátir fyrir
að vera hafðir með í ráðum. VGK Hönnun (núna Mann-
vit) hefur líka leitað ráða hjá okkur varðandi hjólreiða-
samgöngur á Akureyri. Það fyrirtæki byrjaði reyndar
nýlega að borga fólki sem hjólar í vinnuna sem sam-
svarar strætókorti fyrir það að spara bílastæði við fyr-
irtækið og stunda heilbrigðar samgöngur. Þetta er allt
í áttina.“
Morten finnst eins og hjólreiðavakning sé í uppsigl-
ingu. „Bensínverðið á bara eftir að hækka og hlutdeild
kyrrsetusjúkdóma í heilbrigðisútgjöldum eftir að
aukast verulega, nema við spyrnum við fótum. Hvort
tveggja hvetur til hjólreiða. Við sjáum líka þróunina úti
í heimi, t.d. í París og Lundúnum en þar hefur verið
gert átak í þessum málum með mjög góðum árangri.
Reiðhjólið er í tísku.“
LENGIR LÍFIÐ OG
SPARAR PENINGA
Hjólreiðamaðurinn Morten Lange segir hjólreiða-
vakningu í uppsiglingu hér eins og víða erlendis.
SAFT MÁLÞING UM ALLT LAND
SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga
netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum
miðlum, stendur fyrir opnum málþingum um allt
land í apríl og maí 2008.
Akureyri•
Egilsstaðir•
Ísafj örður•
Grundarfj örður•
Höfn•
Nánari upplýsingar á www.saft .is
Borgarnes•
Sauðárkrókur•
Vestmannaeyjar•
Selfoss•
Reyðarfj örður•
SAFT MÁLÞING
ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ
GERIR Á NETINU