Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 28
athafnamaður 28 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Frikki Efnahagsvandinn „Ég held að Seðlabankinn hafi gert allt sem í hans valdi stendur,“ segir Lárus Welding. stað þess hefur Íbúðalánasjóður stigið á bensíngjöfina. Eina leiðin fyrir bankana til að keppa við það hefur verið með erlendu lánsfé. Þeg- ar sú uppspretta þornaði komu stýrivextirnir inn af fullum þunga. Við erum því komin út í horn og þurfum að vinda ofan af þessu. En það eru jákvæð teikn á lofti. Veiking krónunnar eykur sam- keppnishæfni útflutningsfyrirtækja og jafnvægi mun komast á við- skiptahallann. Um leið er léttara yfir erlendum lánsfjármörkuðum. En við megum ekki rasa um ráð fram. Það þarf að endurfjármagna alla banka heimsins og Íslendingar eru ekki fremstir í röðinni, þannig að við megum ekki fara strax af stað. Við búum við kerfisbundin vandamál, sem taka þarf á. Ef við ætlum að halda krónunni þurfa vextir Seðla- bankans í framtíðinni að vera lægri og virkari.“ „Árans bankarnir!“ – Er ekki skiljanlegt að sumum blöskri veislugleði bankanna und- anfarin ár, ekki síst þegar þeir tala núna um að herða sultarólina? „Íslensk fjármálafyrirtæki hafa skilað gríðarlegum tekjum til lands- ins. Auðvitað er þróunin hér sú sama og erlendis. Nú erum við að ganga í gegnum mikla niðursveiflu og þá þurfa allir að einbeita sér að rekstr- inum. Í uppsveiflu einbeita menn sér að því að ná vexti í tekjum. Ef sú lína vex hraðar en kostnaðarlínan, þá eykur það hagnað hluthafa. Horft til langs tíma, þá erum við að ná tekjum upp í ákveðnar hæðir, sem skapar okkur meira svigrúm. Við höfum náð lánasöfnum sem skila góðum vaxta- tekjum og þannig verður það áfram. Svo þegar tekjulínan vex ekki nógu hratt, þá einbeita menn sér að kostn- aðaraðhaldi. Það er ekkert órökrétt við það. En jú, auðvitað hefur vöxturinn verið mikill og svona virkar kapítal- isminn. Þegar vel gengur er glatt á hjalla, svo koma timburmennirnir. Talað var um að fara varlega af stað eftir niðursveifluna árið 2001, en ekki leið á löngu þar til fjárfestar voru farnir að trúa því að ekkert gæti farið úrskeiðis! Þú mátt ekki gleyma því að fjár- málakreppan í Bandaríkjunum er ein sú alvarlegasta sem þar hefur skollið á og bandaríski seðlabankinn hefur aldrei brugðist jafn hratt og harkalega við. Þetta eru áhugaverðir tímar. En við megum ekki grípa til þess að segja bara: „Árans bank- arnir!“ Jú, auðvitað hafa verið gerð mistök hér eins og annars staðar. Og markaðurinn mun á endanum dæma. Vissulega hafa bankarnir vaxið hratt, en hagnaðurinn er gríð- arlegur sem það hefur skilað inn í hagkerfið, meðal annars í formi skattgreiðslna. Nú eru starfsmenn bankanna heima og erlendis yfir 8 þúsund, en voru 5 þúsund fyrir rúm- um tveimur árum.“ Hann fær sér sopa af diet-kók, hallar sér fram og segir: „Veistu hvernig ég held þetta verði núna? Nú munu orkufyrirtæki spretta upp. Fólk mun vilja vinna í þeim geira. Ísland er orkuvænt land og ef fókusinn verður á það, þá skap- ast mjög áhugaverð stoð undir ís- lenska þjóðarframleiðslu. Geturðu ímyndað þér hvernig afkoma Lands- virkjunar er núna?! Orkuverðið er tengt álverði! Í þessu felst mikið tækifæri fyrir Ísland, að vera með lága skatta og endurnýjanlega orku. Nú þurfum við bara að markaðssetja það!“ – Svo höfum við þessa fallegu nátt- úru? „Jú, jú,“ segir hann og brosir. „Það er önnur auðlind sem við verðum að varðveita.“ Þurfum erlenda fjárfesta – Það hefur verið talað um samein- ingar? „Einmitt, við erum að fara sam- eina bankana,“ segir hann hátt og snjallt, smellir fingri og bendir á blaðamann: „Þú færð skúbbið!“ Svo brosir hann. „Án gríns þá held ég að það verði hagræðing í geiranum – það er óhjá- kvæmilegt. Við erum með bestu markaðshlutdeild í viðskiptabanka- starfsemi á Íslandi miðað við fjölda útibúa, þannig að á vissan hátt erum við með hagkvæmustu starfsemina þar. Fjármálaeftirlitið hefur sagt að frekari hagræðing sé æskilegt, hún er þegar hafin í sparisjóðakerfinu og mun verða hraðari.“ – Ertu að fara að vinna aftur með Sigurjóni? „Við Sigurjón [Þ. Árnason, for- stjóri Landsbankans] erum góðir fé- lagar, en þú verður samt að átta þig á því að sameiningar munu ekki leysa nein vandamál, eins og staðan er í dag. Nú eru allir að einbeita sér að því að taka til á sínu borði. Einn plús einn eru ekkert endilega tveir í því dæmi. Það þarf að tryggja und- irstöður bankanna og sækja erlenda fjárfesta. Hvernig stendur á því að við eigum þessa fínu alþjóðlegu banka, en það eru nánast engir er- lendir fjárfestar meðal hlutahafa?“ – Já, hvernig stendur á því? „Krónan er stærsta skýringin. Það er vandamál að geta ekki lokað krónuáhættunni og þessi síðasta veiking færir okkur nokkur ár aftur í tímann. Svo hefur okkur ekki tekist nógu vel að vekja traust og tiltrú á ís- lensku bönkunum. Það eru erlendir fjárfestar í öllum stærstu fjármála- fyrirtækjum á Norðurlöndum nema þeim íslensku. Þar held ég að við hjá Glitni getum komið á óvart, því við finnum mikinn áhuga, ekki síst út af markaðssyllunum okkar. Það eru er- lendir fjárfestar í álverunum, en við þurfum líka að fá erlenda fjárfesta A Ð A L F U N D U R S A 1 8 . A P R Í L - H A F N A R H Ú S I N U 16:00 ÚT ÚR UMRÓTINU - INN Í FRAMTÍÐINA Ræ›a Ingimundar Sigurpálssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins Ræ›a Geirs H. Haarde, forsætisrá›herra Inn í framtí›ina: Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums Edda Rós Karlsdóttir, forstö›uma›ur greiningardeildar Landsbanka Íslands Ólöf Nordal, alflingisma›ur Brug›i› ver›ur upp svipmyndum af íslenskum vinnumarka›i 17:15 Lokaorð: N‡r forma›ur SA - móttaka hefst Fundarstjóri er Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group Fundarmenn fá n‡tt rit SA um alfljó›avæ›ingu vinnumarka›arins English translation ÚT ÚR UMRÓT INU - I N N Í F R A M T Í Ð I N A O P I N D A G S K R Á          Skráning á vef SA – w w w . s a . i s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.