Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 28

Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 28
athafnamaður 28 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Frikki Efnahagsvandinn „Ég held að Seðlabankinn hafi gert allt sem í hans valdi stendur,“ segir Lárus Welding. stað þess hefur Íbúðalánasjóður stigið á bensíngjöfina. Eina leiðin fyrir bankana til að keppa við það hefur verið með erlendu lánsfé. Þeg- ar sú uppspretta þornaði komu stýrivextirnir inn af fullum þunga. Við erum því komin út í horn og þurfum að vinda ofan af þessu. En það eru jákvæð teikn á lofti. Veiking krónunnar eykur sam- keppnishæfni útflutningsfyrirtækja og jafnvægi mun komast á við- skiptahallann. Um leið er léttara yfir erlendum lánsfjármörkuðum. En við megum ekki rasa um ráð fram. Það þarf að endurfjármagna alla banka heimsins og Íslendingar eru ekki fremstir í röðinni, þannig að við megum ekki fara strax af stað. Við búum við kerfisbundin vandamál, sem taka þarf á. Ef við ætlum að halda krónunni þurfa vextir Seðla- bankans í framtíðinni að vera lægri og virkari.“ „Árans bankarnir!“ – Er ekki skiljanlegt að sumum blöskri veislugleði bankanna und- anfarin ár, ekki síst þegar þeir tala núna um að herða sultarólina? „Íslensk fjármálafyrirtæki hafa skilað gríðarlegum tekjum til lands- ins. Auðvitað er þróunin hér sú sama og erlendis. Nú erum við að ganga í gegnum mikla niðursveiflu og þá þurfa allir að einbeita sér að rekstr- inum. Í uppsveiflu einbeita menn sér að því að ná vexti í tekjum. Ef sú lína vex hraðar en kostnaðarlínan, þá eykur það hagnað hluthafa. Horft til langs tíma, þá erum við að ná tekjum upp í ákveðnar hæðir, sem skapar okkur meira svigrúm. Við höfum náð lánasöfnum sem skila góðum vaxta- tekjum og þannig verður það áfram. Svo þegar tekjulínan vex ekki nógu hratt, þá einbeita menn sér að kostn- aðaraðhaldi. Það er ekkert órökrétt við það. En jú, auðvitað hefur vöxturinn verið mikill og svona virkar kapítal- isminn. Þegar vel gengur er glatt á hjalla, svo koma timburmennirnir. Talað var um að fara varlega af stað eftir niðursveifluna árið 2001, en ekki leið á löngu þar til fjárfestar voru farnir að trúa því að ekkert gæti farið úrskeiðis! Þú mátt ekki gleyma því að fjár- málakreppan í Bandaríkjunum er ein sú alvarlegasta sem þar hefur skollið á og bandaríski seðlabankinn hefur aldrei brugðist jafn hratt og harkalega við. Þetta eru áhugaverðir tímar. En við megum ekki grípa til þess að segja bara: „Árans bank- arnir!“ Jú, auðvitað hafa verið gerð mistök hér eins og annars staðar. Og markaðurinn mun á endanum dæma. Vissulega hafa bankarnir vaxið hratt, en hagnaðurinn er gríð- arlegur sem það hefur skilað inn í hagkerfið, meðal annars í formi skattgreiðslna. Nú eru starfsmenn bankanna heima og erlendis yfir 8 þúsund, en voru 5 þúsund fyrir rúm- um tveimur árum.“ Hann fær sér sopa af diet-kók, hallar sér fram og segir: „Veistu hvernig ég held þetta verði núna? Nú munu orkufyrirtæki spretta upp. Fólk mun vilja vinna í þeim geira. Ísland er orkuvænt land og ef fókusinn verður á það, þá skap- ast mjög áhugaverð stoð undir ís- lenska þjóðarframleiðslu. Geturðu ímyndað þér hvernig afkoma Lands- virkjunar er núna?! Orkuverðið er tengt álverði! Í þessu felst mikið tækifæri fyrir Ísland, að vera með lága skatta og endurnýjanlega orku. Nú þurfum við bara að markaðssetja það!“ – Svo höfum við þessa fallegu nátt- úru? „Jú, jú,“ segir hann og brosir. „Það er önnur auðlind sem við verðum að varðveita.“ Þurfum erlenda fjárfesta – Það hefur verið talað um samein- ingar? „Einmitt, við erum að fara sam- eina bankana,“ segir hann hátt og snjallt, smellir fingri og bendir á blaðamann: „Þú færð skúbbið!“ Svo brosir hann. „Án gríns þá held ég að það verði hagræðing í geiranum – það er óhjá- kvæmilegt. Við erum með bestu markaðshlutdeild í viðskiptabanka- starfsemi á Íslandi miðað við fjölda útibúa, þannig að á vissan hátt erum við með hagkvæmustu starfsemina þar. Fjármálaeftirlitið hefur sagt að frekari hagræðing sé æskilegt, hún er þegar hafin í sparisjóðakerfinu og mun verða hraðari.“ – Ertu að fara að vinna aftur með Sigurjóni? „Við Sigurjón [Þ. Árnason, for- stjóri Landsbankans] erum góðir fé- lagar, en þú verður samt að átta þig á því að sameiningar munu ekki leysa nein vandamál, eins og staðan er í dag. Nú eru allir að einbeita sér að því að taka til á sínu borði. Einn plús einn eru ekkert endilega tveir í því dæmi. Það þarf að tryggja und- irstöður bankanna og sækja erlenda fjárfesta. Hvernig stendur á því að við eigum þessa fínu alþjóðlegu banka, en það eru nánast engir er- lendir fjárfestar meðal hlutahafa?“ – Já, hvernig stendur á því? „Krónan er stærsta skýringin. Það er vandamál að geta ekki lokað krónuáhættunni og þessi síðasta veiking færir okkur nokkur ár aftur í tímann. Svo hefur okkur ekki tekist nógu vel að vekja traust og tiltrú á ís- lensku bönkunum. Það eru erlendir fjárfestar í öllum stærstu fjármála- fyrirtækjum á Norðurlöndum nema þeim íslensku. Þar held ég að við hjá Glitni getum komið á óvart, því við finnum mikinn áhuga, ekki síst út af markaðssyllunum okkar. Það eru er- lendir fjárfestar í álverunum, en við þurfum líka að fá erlenda fjárfesta A Ð A L F U N D U R S A 1 8 . A P R Í L - H A F N A R H Ú S I N U 16:00 ÚT ÚR UMRÓTINU - INN Í FRAMTÍÐINA Ræ›a Ingimundar Sigurpálssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins Ræ›a Geirs H. Haarde, forsætisrá›herra Inn í framtí›ina: Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums Edda Rós Karlsdóttir, forstö›uma›ur greiningardeildar Landsbanka Íslands Ólöf Nordal, alflingisma›ur Brug›i› ver›ur upp svipmyndum af íslenskum vinnumarka›i 17:15 Lokaorð: N‡r forma›ur SA - móttaka hefst Fundarstjóri er Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group Fundarmenn fá n‡tt rit SA um alfljó›avæ›ingu vinnumarka›arins English translation ÚT ÚR UMRÓT INU - I N N Í F R A M T Í Ð I N A O P I N D A G S K R Á          Skráning á vef SA – w w w . s a . i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.