Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 66

Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 66
HEIMILDARMYNDIN KING OF KONG: A FISTFUL OF QUARTERS, SEM SÝND ER Á BÍÓDÖGUM GRÆNA LJÓSSINS, SEGIR AF BAR- ÁTTU TVEGGJA MANNA UM HEIMSMETIÐ Í TÖLVULEIKNUM DONKEY KONG. HELGI SNÆR SIG- URÐSSON RÆDDI VIÐ FRAMLEIÐANDA MYND- ARINNAR, ED CUNNING- HAM, OG FYRRVERANDI HEIMSMETHAFA Í LEIKN- UM, STEVE WIEBE. Kóngur í ríki sínu Sósumeistarinn og heimsmethafinn Billy Mitchell. Mitchell rekur fyrirtæki sem framleiðir bragðsterkar sósur, og nýtur töluverðrar velgengni. Þ að væri auðveldlega hægt að afgreiða efni heimildarmyndar- innar King of Kong: A Fistful of Quarters þannig að hún fjallaði um nörda sem gera ekkert annað en að hanga í spilasölum og spila tölvu- leiki daginn út og inn, í von um að verða skráðir á spjöld sögunnar sem heimsmethafar í hinum eða þessum leiknum. Málið er þó ekki svo einfalt. Myndin afhjúpar stór- merkilegt samfélag, þá fyrst og fremst karlmanna, sem virðast svo færir í því að leika tölvuleiki að jaðrar við snilligáfu. Kannski eru þeir snillingar, hver veit? Í stuttu máli fjallar myndin um baráttu tveggja manna, Steves Wie- bes og Billys Mitchells, um heims- meistaratitil í leiknum Donkey Kong. Mitchell er goðsögn í þessum spilakassaheimi, Wiebe er óþekktur grunnskólakennari sem dreymdi eitt sinn um að verða rokkstjarna. Mitchell á sér stóran aðdáendahóp sem líkist að mörgu leyti mafíu, en Wiebe er svo að segja einn á báti en EKKERT APASPIL Hetjan Steve Wiebe reynir við heimsmetið í Donkey Kong í spilasalnum Fun Spot. Vantar þig leiðbein- ingar um hvernig á að klæða hunda í föt …? 75 » reykjavíkreykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.