Morgunblaðið - 28.04.2008, Side 17
|mánudagur|28. 4. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Þegar fólk er með fugla sem gæludýrþá vill það stundum verða svo aðþeim er ekki nægilega vel sinnt. Þaðer nefnilega ýmislegt sem þarf að
hafa í huga þegar kemur að umhirðu fugla.
Anna Jóhannesdóttir dýralæknir á dýralækn-
isstofunni Dagfinni segir að algengasta vanda-
málið sem hún sjái í þeim málum sé mis-
brestur á fóðrun fuglanna.
„Að sumu leyti er það ekkert óeðlilegt,
vegna þess að við höfum þessa mynd af fugl-
um úti í náttúrunni að borða fræ. En þeir
borða fjölmargt annað en fræ. Ef fugl sem er
gæludýr í búri, fær einvörðungu fræ, þá fær
hann fæðu sem er allt of feit og orkurík fyrir
hann. Það þarf alltaf að gefa fuglum eitthvað
annað með, fæðu á borð við grænmeti eins og
til dæmis brokkolí, gulrætur eða spínat. En
svo er líka hægt að setja fuglana á heilfóður,
og þá helst fóður þar sem hlutföll næringar-
efna eru eins og þau eiga að vera. Ég hef séð
ótrúlega jákvæðar breytingar á fuglum við
það eitt að skipt er um fóður hjá þeim.“
Fituæxli getur myndast
Anna segir að einhæft fæði fyrir fugla geti
valdið veikindum. „Þrátt fyrir þessa miklu fitu
sem er í fræjunum, þá verða fuglar sem fá ein-
göngu fræ, ekki feitir af því, þó ég hafi séð
dæmi um slíkt hjá einstaka tegund. Oftast
verða fuglar of grannir af einhæfri fæði, því
þeir geta ekki nýtt fituna ef þá vantar önnur
efni.
Gárar mynda til dæmis ekki fitu utan um
allan kroppinn eins og mannfólkið, heldur
myndast stundum hjá þeim fituæxli, sem er
auðvitað ekki æskilegt. Slík æxli sitja oft inni í
kviðarholinu og því er ekki hægt að fjarlægja
þau. Þetta eru góðkynja æxli og verða því ekki
mikið vandamál fyrir fuglinn fyrr en æxlin eru
orðin mjög stór og umfangsmikil. Ef fuglinn
er settur nógu snemma á rétt fóður, þá stend-
ur æxlið í stað eða getur jafnvel minnkað að-
eins. Fuglinn losnar hins vegar aldrei alveg
við það, þó hægt sé að lengja líftíma hans um
nokkurn tíma, jafnvel einhver ár, með réttu
fóðri.“
Popp og pasta er ekki
það sem fuglar þurfa
Anna segir að þeir sem eigi stóra fugla séu
yfirleitt meðvitaðri um að þeir þurfi fjölbreytt
fæði. Hún segir flesta fugla kunna sér maga-
mál en ekki sé svo um alla fugla og því þurfi að
gæta þess að hafa grænmetisbitana ekki of
stóra, og mikilvægt sé að grænmetið sé ferskt.
„Vissa hluti þarf að forðast þegar valin er
fæða handa fuglum. Avókadó-ávöxturinn er
dæmi um mat sem er eitraður fyrir fugla.
Sama er að segja um súkkulaði, sem er reynd-
ar slæmt fyrir öll dýr. Það er heldur ekkert
sniðugt að gefa fuglum hvað sem er. Sumir
gefa fuglunum sínum það sama og þeir borða
sjálfir, en það er ekki endilega heppilegt fyrir
fuglinn. Þó hann sé kannski brjálaður í popp-
korn og pasta, þá er það ekki það sem hann
þarf, því fuglar nýta slíka fæðu ekki vel.“
Kaffibollar hættulegir
Anna segir að í umhirðu fugla sé mjög mik-
ilvægt að búr fuglanna sé af réttri stærð.
„Stærðin þarf að vera þannig að fuglinn geti
breitt út vængina inni í búrinu og æskilegt er
að þeir geti svifið aðeins um í búrinu.“
Hún segir að það sé allt í lagi að sleppa fugl-
inum stundum út úr búrinu og leyfa honum að
flögra um heimilið. „En það er ekki æskilegt
að gera það nema undir ákveðnu eftirliti, því
hætturnar eru margar fyrir lítinn fugl. Kaffi-
bollar fullir af sjóðheitu kaffi eru til dæmis
mjög hættulegir fyrir litla og létta fugla sem
kannski langar að kíkja og detta ofan í. Þeir
geta stórslasast á nokkrum sekúndum ef þeir
lenda ofan í kaffibolla.
Mjög lítil rifa á glugga getur líka dugað
gára til að sleppa út og týnast. Eins eru dæmi
um að litlir fuglar hafi orðið á milli stafs og
hurðar þegar einhver skellir og veit ekki af
fljúgandi skepnunni. Uppgufun af teflon-
pönnum sem fólk notar í eldamennsku er
sömuleiðis eitruð fyrir fugla. Þeir eru mjög
viðkvæmir fyrir öllu slíku.“
Samskipti nauðsynleg
Anna segir að mikilvægt sé að hafa búr
fuglsins staðsett á heimilinu þar sem fuglinn
geti átt í samskiptum við heimilisfólkið. „Þeir
hafa mikla þörf fyrir félagsskap og þeir þurfa
örvun sér og eigandanum til skemmtunar. Það
er nefnilega ekkert gaman að eiga fugl ef
maður eyðir ekki smá tíma með honum dag-
lega og leikur við hann. Fuglar sem eru mikið
einangraðir eða þeim illa sinnt geta tekið upp
á því að plokka fjaðrirnar hver af öðrum.
Reyndar geta verið margar ástæður fyrir
slíkri hegðun, til dæmis fóður, hormónar eða
samskipti. Stundum festast þeir líka í svona
hegðunarmunstri og þá getur það orðið að
vandamáli sem þarf að leita til dýralæknis
með. Það er betra að fyrirbyggja plokkunar-
vandamálin en að taka á þeim eftir á. Fyr-
irbyggjandi aðgerðir eru til dæmis að hafa
búrið nógu stórt, umhverfið örvandi, nógu
mikið af leikföngum inni í búrinu og skipta
þeim reglulega út til að skapa tilbreytingu.
Einnig er gott að tala mikið við fuglinn og
eiga sem mest samskipti við hann. Svo er aldr-
ei of oft minnt á nauðsyn þess að skipta um
vatn hjá fuglinum á hverjum degi og þrífa búr-
ið daglega.“
Fuglar eru ekki bara fræætur
Reuters
Frelsi Páfagaukum finnst gaman að fá stundum frelsi úr búrinu en það skal vera undir eftirliti.
Fjölbreytt fæði Fuglar hafa gott af því að fá
grænmeti, til dæmis spínat, brokkólí og gul-
rætur auk frætegunda.
DEPURÐ hrjáir orðið fjölmarga
unglinga, samkvæmt niðurstöðum
nýrrar rannsóknar, sem gerð var á
vegum Children’s Society í Bret-
landi. Meira en fjórðungur unglinga,
sem rannsóknin náði til, á aldrinum
14 - 16 ára kannaðist við einkenni
depurðar sem sérfræðingar segja að
kalli á aukinn stuðning og úrræði til
handa þessum hópi.
Í gegnum tíðina hafa menn gjarn-
an skellt skollaeyrum við hugarvíli
unglinga, en nú eru menn að vakna
upp við það að vaxandi skilningur
skili sér margfalt til lengri tíma litið
í betri velferð og vellíðan ungdóms-
ins, að sögn sérfræðinga, enda ætti
geðheilsa barna og unglinga að
koma öllum við.
Vitað er að eitt af hverjum tíu
ungmennum glímir við e.k. geð-
vanda og því er það vitaskuld
áhyggjuefni að meira en fjórðungur
aðspurðra kannist við geðlægðir og
depurð. Mikilvægt er að ungt fólk fái
sjúkdómsgreiningu á ástandi sínu
svo hægt sé að ganga úr skugga um
hve alvarlegur vandinn sé og hægt
að veita meðferð sem fyrst, að því er
sérfræðingar segja í nýlegu viðtali
við vefmiðil BBC. Þar kemur jafn-
framt fram að UNICEF, Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, hafi í fyrra
flokkað evrópsk börn með tilliti til
velferðar og munu bresk börn hafa
lent í botnsætinu miðað við jafnaldra
annars staðar í Evrópu á grundvelli
menntunarskorts, óhamingju og
óheilbrigðis.
Depurð er
alvöru ung-
lingavandi
Morgunblaðið/Ásdís
Depurð Vandi sem þarf að taka á.
er staðið. Auk þess er
flest fréttaefni að-
gengilegt á netinu
eða í dagblöðum og
skynsamlegra að
sækja sér fréttaefnið
þaðan á þeim tíma
dags sem hentar en
að vakta í sífellu
fréttatíma.
x x x
Önnur rök eru aðbörnin séu svo
háð tækinu og erfitt
sé að svipta þau
teiknimyndum og
annarri afþreyingu.
Það verður þó að
segjast að með hækkandi sól er ólík-
legt að þau muni sakna tækisins og
jafnvel betra að það sé ekkert að
flækjast fyrir í sumarsólinni.
Reyndar hefur sú ákvörðun verið
tekin á heimili Víkverja að hætta
áskrift að erlendum stöðvum og tak-
marka þannig magnið og spara pen-
inga í leiðinni. Það verður að teljast
skref í rétta átt og hver veit nema
skrefið verði tekið til fulls
áður en langt um líður.
x x x
Annars er Víkverjifullur bjartsýni á
sumarið og hlakkar til að
fara í veiðiferðir og úti-
legur innanlands. Skipu-
lagning sumarleyfisins er
langt á veg komin og
stefnt á Íslandssumar.
Víkverji lætur smám
saman smitast af veiði-
bakteríu og fór í sjóbirt-
ingsveiði snemma í apríl.
Enginn fiskur beit á í
Grímsánni enda svo sem
ekki við því að búast svo
snemma árs.
Glampandi sólskin og logn gerðu
veiðina þó að prýðis útivist. Víkverji
á langt í land með að ná færni í flugu-
kasti og var feginn að ekki voru
margir viðstaddir þá hryllingssjón
sem frumraunin var. Ekki urðu þó
meiðsli á mönnum við tilfæringarnar
svo það er bara að halda áfram að
æfa sig.
Víkverja langar óskaplega til aðlosa sig við sjónvarpstækið.
Hugmyndin hefur oftar en ekki verið
rædd á heimilinu en skrefið virðist
hreinlega of stórt og breytingarnar
of róttækar til að af því hafi orðið
enn.
Víkverji heyrir reglulega af fólki
sem hefur tekið af skarið og lýsir
undantekningarlaust yfir ánægju
með framtakið.
Heimilisfriðurinn sé orðinn hreint
með eindæmum ótrúlegur og kvöld-
stundirnar jafnframt lengri og
ánægjulegri. Auk þess sem fjöl-
skylduböndin hafi eflst og útvarps-
hlustun og bóklestur tekið við af
heilaletjandi störunum. Hljómar vel
ekki satt?
x x x
En af hverju ætli þetta sé svonaerfið ákvörðun? Er þar um að
kenna lítilli sjálfsstjórn eða sjón-
varpssýki Víkverja? Víkverji telur
sér trú um að það sé fyrst og fremst
fréttaefnið sem heldur í hann, þó
minnstur hluti sjónvarpsáhorfsins
fari í þann hluta dagskrár þegar upp
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is