Morgunblaðið - 28.04.2008, Page 20
20 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞRIÐJA LEIÐIN
Forystumenn vestrænna ríkjaeiga í vandræðum vegna opn-
unarhátíðar Ólympíuleikanna í Pek-
ing. Sumir þeirra komast ekki hjá
því að fara, eins og Bush Bandaríkja-
forseti, vegna þess hversu miklir
hagsmunir eru í húfi í samskiptum
Bandaríkjamanna og Kína á öðrum
vígstöðvum.
Aðrir eru staðráðnir að fara ekki
eins og Angela Merkel, kanslari
Þýzkalands, og enn aðrir eru tvístíg-
andi eins og forseti Frakklands, sem
tvístígur yfirleitt.
Í grein um þetta mál í Morgun-
blaðinu í gær segir m.a.: „Nú telja
Vesturlönd, að þau hafi fundið
„þriðju leiðina“ með því að hóta að
sniðganga opnunarhátíð Ólympíu-
leikanna en ekki leikana sjálfa. Með
þeim hætti verða kínverskur almenn-
ingur, íþróttamenn heimsins og á
plánetunni allri sólgnir í „brauð og
leika“ ekki sviknir um skemmtunina
og kínverskir ráðamenn munu ekki
komast upp með að ganga alla leið í
fyrirlitningu sinni á mannréttindum
og alþjóðlegu almenningsáliti. Vand-
inn er sá að slíkur kostur krefst þess
að ríkisstjórnir séu algerlega stað-
ráðnar í að standa við orð sín.“
Fjarvera ráðamanna á Vesturlönd-
um mun engin áhrif hafa á framkomu
Kínverja við íbúa Tíbet. En fjarvera
þeirra undirstrikar ákveðna afstöðu
með sama hætti og nærvera þeirra er
til marks um að þeim er alveg sama.
Er okkur sama? Er Þorgerði Katr-
ínu Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra sama? Er Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálf-
stæðisflokksins sama?
Er hún með nærveru sinni, sem
menntamálaráðherra, að endur-
spegla afstöðu íslenzks almennings
til meðferðar Kínverja á Tíbetbúum í
60 ár eða svo?
Tæplega.
Er hún með nærveru sinni að end-
urspegla afstöðu flokksmanna í
Sjálfstæðisflokknum til málefna Tíb-
et.
Tæplega.
Af hverju eru íslenzkir ráðamenn
svo sólgnir í að sækja alþjóðavið-
burði af þessu tagi?
Við Íslendingar eigum engra
þeirra viðskiptalegu hagsmuna að
gæta í Kína, að þeir kalli á nærveru
menntamálaráðherra eða annarra ís-
lenzkra ráðamanna.
Það getur varla verið að ferðalagið
til Kína höfði til ráðamanna hér. Á
undanförnum árum hefur verið stöð-
ugur straumur fólks á milli Kína og
Íslands. Er ekki komið nóg?
MILLISTIG
Grein Árna Tryggvasonar leik-ara sem birtist hér í Morg-unblaðinu fyrir skömmu hef-
ur vakið upp þarfar umræður um
málefni geðsjúkra. Árni lýsti þeirri
skoðun í grein sinni, að það gæti
verið erfitt fyrir sjúklinga á bata-
vegi að vera innan um mjög veikt
fólk.
Í gær birtist hér í blaðinu grein
eftir Herdísi Benediktsdóttur, með-
lim í Hugarafli, þar sem hún tekur
upp þráðinn frá grein Árna
Tryggvasonar og segir:
„Við sem höfum glímt við geð-
sjúkdóma vitum að eftir útskrift af
geðdeild tekur við mjög erfiður tími.
Öll vildum við halda áfram námi,
takast á við vinnuna sem við vorum
í, eða bara að lífið haldi áfram eins
og ekkert hafi í skorist. En dæmið
er ekki svona einfalt. Starfsorkan er
skert, minnið er oft á reiki og því
miður, það er erfitt að segja það,
flestir eru brotnar manneskjur.“
Þessi lýsing Herdísar Benedikts-
dóttur er hárrétt. Hún víkur svo að
því hvað sé til ráða og segir:
„En meginmálið í þessari grein er
þessi hugmynd okkar í Hugarafli og
það er að geðheilbrigðiskerfið, geð-
deildirnar, hefðu á sínum snærum
eftirfylgdarfulltrúa sem talaði við
einstaklinga sem eru að fara að út-
skrifast af geðdeild og útskýrðu fyr-
ir þeim þá valkosti sem eru í boði
eftir útskrift og fylgdu þeim af stað
af festu … Eftirfylgdarfulltrúinn,
t.d. iðjuþjálfi eða notandi í góðum
bata, myndi vera eins og áður segir
einstaklingur sem bæri ábyrgð á að
koma hinum nýútskrifaða í höfn,
sem hann finnur sig í og er ekki úti
á reginhafi og veit ekki hvert á að
stefna.“
Þessi hugmynd þeirra í Hugarafli
er góð og er reyndar þannig, að slíkt
starf á að vera sjálfsagt á geðdeild-
um, þegar sjúklingur, sem þar hefur
verið, er útskrifaður og hverfur á
braut. Þetta á að vera auðvelt að
framkvæma.
En spurningin er hvort stíga eigi
eitt skref til viðbótar til þess að
mæta þeim aðstæðum, sem Árni
Tryggvason gerði að umtalsefni og
Herdís Benediktsdóttir lýsir svo vel
í grein sinni.
Þegar sjúklingur hefur verið út-
skrifaður af geðdeild bíður hvers-
dagslífið hans með öllu því daglega
áreiti, sem því fylgir, og hann er
sjaldnast tilbúinn til að takast á við.
Hér er raunverulega um tvenns
konar vanda að ræða. Annars vegar
er erfitt fyrir sjúklinga, sem eru á
batavegi, að vera innan um mikið
veikt fólk. Hins vegar er erfitt fyrir
þá, sem útskrifast, að fara beint
heim.
Það er hægt að leysa þennan tví-
þætta vanda á einn og sama veg.
Koma upp húsnæði og þjónustu, sem
er eins konar millistig á milli geð-
deildar og heimilis. Þjónustu, sem
dugar fyrir þá, sem eru á batavegi
og þurfa ekki lengur að vera inni á
geðdeild, þar sem mikið veikt fólk er
til meðferðar og um leið fyrir þá,
sem eru ekki tilbúnir til að fara
beint út í hversdagslífið með verk-
efnum þess og vandamálum. Hús-
næði og aðstöðu, sem er hálfa vegu
á milli bráðageðdeildar og heimilis.
Það blasir við að þessa þjónustu
vantar og hún mundi leysa þau
vandamál, sem þau Árni Tryggvason
og Herdís Benediktsdóttir hafa gert
að umtalsefni í greinum hér í
blaðinu.
Það þarf ekki mikið til. Það þarf
viljann.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ríkið og Samband ís-lenskra sveitarfélagahafa nú undirritaðsamkomulag um mik-
ilvægar aðgerðir í húsnæðis-
málum. Á grundvelli þess munu
húsaleigubætur hækka um
næstu mánaðamót í fyrsta skipti
frá árinu 2000. Samkomulagið
kveður á um að hámarksfjárhæð
húsaleigubóta hækki úr 31.000
kr. í 46.000 kr. á mánuði eða um
48%.
Lög um húsaleigubætur tóku gildi árið
1995. Reynslan hefur sýnt að þær eru
skilvirk aðferð til að lækka húsnæð-
iskostnað leigjenda. Skattlagningu bót-
anna var aflétt 2002 en það styrkti þátt
þeirra í að jafna húsnæðiskostnað lág-
launafólks. Frá þeim tíma hafa bæturnar
staðið í stað og grunnfjárhæðir húsa-
leigubóta hafa, eins og áður sagði, verið
óbreyttar frá árinu 2000.
Heimilum sem fá
húsaleigubætur fjölgar
Á árinu 2007 fengu 9.348 heimili að
meðaltali greiddar húsaleigubætur.
Markmið samkomulagsins er að þessi
heimili fái hærri bætur til að mæta vax-
andi húsnæðiskostnaði og að bæturnar
nái til fleiri heimila. Meðfylgjandi tafla
sýnir hækkun bótanna.
Bæturnar byrja að skerðast þegar árs-
tekjur ná 2 milljónum. Með hækkun bót-
anna nú falla hámarksbætur niður við 6,6
millj. kr. árstekjur í stað 5,1 milljónar áð-
ur. Heimilum se
leigubótum fjöl
innar.
Sérstakar hú
Samkomulag
að ríkið komi nú
greiðslu sérstak
bætur eru ekki
sveitarfélögum
þær upp til að v
næðisvanda fólk
lagslegar aðstæ
leigubæturnar
húsaleigubótum
marki, 70.000 k
samræmdar reg
yrði fyrir þeim
móts við þá sem
næðismarkaði.
Stefnumótun
húsnæðismálu
Á næstu dögu
mótunarvinna í
Loksins hækka húsaleigubæ
»Markmið samkomu-
lagsins er að þessi
heimili fái hærri bætur til
að mæta vaxandi húsnæð-
iskostnaði og að bæturnar
nái til fleiri heimila. Á
grundvelli þess munu húsa-
leigubætur hækka um
næstu mánaðamót í fyrsta
skipti frá árinu 2000.
Halldór
Halldórsson
Jóhanna
Sigurðardóttir
Eftir Jóhönnu Sigurðar-
dóttur og Halldór
Halldórsson
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Það er engin regla lengur, helduróreiða á alheimsvísu,“ segirChristopher Coker, prófessor íalþjóðastjórnmálum við London
School of Economics. Hann ræddi um
hernað í hnattvæddum heimi á vegum Al-
þjóðamálastofnunar Háskóla Íslands á
dögunum.
Coker hefur lengi rannsakað stríð.
Hann bendir á að einkenni stríða hafi
breyst mikið frá tímum kalda stríðsins. Í
kalda stríðinu hafi menn glímt við ógn
sem þeir álitu áþreifanlega. „Það var hægt
að reikna hættuna út frá tölum um vopna-
eign Sovétmanna,“ bendir hann á. Þetta
sé nú breytt. Þegar ríki leggi mat á
áhættu sé ekki lengur gert ráð fyrir því að
hún sé staðbundin. „Hættan getur læðst
alls staðar að,“ segir Coker og bætir við að
ennfremur sé orðið erfiðara að segja til
um hvenær vá ber að dyrum. Hryðju-
verkamenn gætu verið við æfingar í búð-
um í Afganistan, þótt þeir geri engar árás-
ir næstu fimm til tíu árin. Raunar sé það
mjög umdeilt nú um stundir hver sé óvin-
urinn. „Á tímum kalda stríðsins var aldrei
deilt um það en í dag er ekkert sam-
komulag um þetta. Sumir segja að það séu
loftslagsbreytingar, aðrir nefna hryðju-
verk, orkumál, eða sjúkdóma.“
Stöðugt óöryggi
Að sögn Cokers hafa þau markmið sem
ráðamenn valdamestu ríkja heims setja
sér breyst. Hann segir þennan mun krist-
allast hjá Bush-feðgunum. Að loknu
Persaflóastríðinu við upphaf tíunda ára-
tugarins lofaði Bush eldri nýrri skipan
heimsmála (New World Order). „Bush
yngri hefur ekki lofað neinu slíku,“ bendir
Coker á. Þetta tengist óreiðunni sem nú
sé uppi. „Í kalda stríðinu bjuggum við við
vopnaðan frið, en nú við stöðugt óöryggi,“
segir hann. Vestrænir ráðamenn reyni „að
lágmarka óöryg
inn í Afganistan
ástæðum er ráð
ýmsum toga. Þa
næmi og fleira.
breyst en hugta
þess að hafa áhr
sér fé.“ Stríð sé
áhættustjórnun
„Engin regla he
óreiða á alheims
Alþjóðleg bandalög og al-
menningur á Vesturlönd-
um stjórnast af því sama:
Áhugaleysi á langtíma-
skuldbindingum og
skammtíma gróðasjón-
armiðum. Þetta segir
Christopher Coker, pró-
fessor í alþjóðastjórn-
málum við LSE.
Bandamenn Coker bendir á að Bandaríkin virðist ekki len
á bandamenn til langs tíma. Þetta hafi skapað árekstra, t.d