Morgunblaðið - 29.04.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 29.04.2008, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FORSTJÓRAR Landspítalans sögðu í gær að með ákvörðun sinni um að fresta breytingum á vaktafyr- irkomulagi geislafræðinga og skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga til hausts væru þeir að rétta fram sátt- arhönd í þeirri von að í málinu næð- ist sátt sem allir gætu unað við. Öryggi allra og kröfur Í máli Önnu Stefánsdóttur og Björns Zoëga, sem hafa verið sett til að gegna starfi forstjóra til hausts, kom fram að mikilvægt væri að tryggja öryggi sjúklinga og hags- muni starfsmanna og samfara því skipti miklu máli að nýja vaktafyr- irkomulagið samrýmdist þeim kröf- um sem þyrfti að uppfylla í tengslum við vinnutímatilskipun Evrópusam- bandsins, sem hefði verið innleidd með breytingum á lögum um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum. Stjórnendum viðkomandi deilda var greint frá ákvörðuninni í gær og þeim falið að koma henni áfram til starfsmannanna, að sögn Önnu Stef- ánsdóttur. Anna segir að tíminn til hausts verði notaður til samráðs við starfs- menn um vaktatímabreytinguna í þeirri von að farsæl niðurstaða fáist í málinu. Hún segist treysta því að nú muni allir leggjast á eitt og þeir sem sagt hafi upp dragi uppsagnir sínar til baka. Björn Zoëga tekur í sama streng. Hann segir að hugmyndin sé meðal annars að nota tímann til hausts til að veita hjúkrunarfræðingum þjálf- un í aðgerðum sem þeir hafi ekki sinnt en muni sinna eftir breyting- arnar. Uppsagnirnar miðast við 1. maí og því lítill tími til stefnu. Björn segir að óhjákvæmilegt hafi verið að grípa í taumana með fyrrgreindum hætti. Óformlegar viðræður frá 2004 hafi ekki dugað, óskað hafi verið eftir meira samráði og með frestun sé rétt fram sáttarhönd í þeirri von að málið leysist. Leið Landspítala til sátta Aukið samráð við starfsmenn og breytingu frestað Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tilboð Forstjórar Landspítalans, Anna Stefánsdóttir og Björn Zöega, til- kynna um frestun gildistöku nýs vaktakerfis til 1. október í haust. GEIR H. Haarde og Matti Vanha- nen, forsætisráðherra Finnlands, funduðu í gær í tilefni opinberrar heimsóknar Vanhanens hér á landi. Á fréttamannafundi sem haldinn var í kjölfarið spurðu finnskir blaðamenn íslenska forsætisráð- herrann ítrekað út í efnahags- ástandið á Íslandi og jafnframt um hugsanlegan ímyndarvanda lands- ins. Fréttamennirnir spurðu Geir hvort hann gæti staðfest þann orð- róm, sem þeir höfðu orðið varir við frá nærri öllum viðmælendum sín- um úr viðskiptageiranum hér á landi, að viðskiptaímynd Íslands í Finnlandi hefði beðið töluverðan hnekki vegna versnandi efnahags- ástands. Geir svaraði því til að hann gæti ekki sagt til um hvort um ímynd- arvanda væri að ræða í einkageir- anum þar sem það væri ekki innan hans valdsviðs að henda reiður á því. Reyndist það svo þyrftu fyr- irtækin að leysa þann vanda. Hann sagðist ekki hafa áhyggjur af ímynd Íslands í Finnlandi hvað op- inber samskipti ríkjanna varðaði og tók Vanhanen í sama streng, sam- skipti Íslands og Finnlands væru mjög góð. Samskipti ríkjanna við Rússland voru einnig á dagskrá en stjórn- málaleg og viðskiptaleg samskipti Finnlands við Rússland eru mjög mikil og fara hratt vaxandi. Geir greindi Vanhanen einnig frá áhyggjum íslenskra stjórnvalda af flugi rússneskra flugvéla á íslensku flugstjórnarsvæði sem síðast átti sér stað í liðinni viku. Morgunblaðið/Friðrik Forsætis- ráðherrar funda Spurðu ítrekað um efnahagsmálin KONAN sem lést í eldsvoðanum í þjónustuíbúð aldraðra á Dal- braut á sunnudag hét Sigríður Ingi- marsdóttir. Sigríður var 84 ára gömul, fædd 1. október 1923. Hún var um ára- bil ritstjóri Hús- freyjunnar og varaformaður Kven- félagasambands Íslands. Þá var hún einn af stofnendum Styrkt- arfélags vangefinna. Sigríður lætur eftir sig fimm börn, tíu barnabörn og þrjú lang- ömmubörn. Lést í eldsvoðanum Sigríður Ingimarsdóttir BENSÍNVERÐ hækkaði enn eina ferðina í gær. Samkvæmt upplýs- ingum á bensínstöðvum í gær hækkaði verð á bensíni hjá N1 og Skeljungi um tvær krónur en á dís- ilolíu um þrjár. Hjá Olís var sagt að hækkunin þar væri einni kr. minni. Algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensíni hjá stóru félögunum þrem- ur er nú 151,6 til 152,6 kr. og á dís- ilolíu 162,50 til 165,60 kr. Á heimasíðum ÓB, EGO, Orkunn- ar og Atlantsolíu kom fram að al- gengasta verð á bensíni væri frá 148,90 til 149,90 kr. en 160,90 fyrir dísilolíu. Athygli vekur að mörg olíufélag- anna bjóða sérstaklega gott verð á Akranesi en þar er bensínlítrinn á um 144,4 til 145,50 kr. Bensínið orðið enn dýrara Dýrtíð Um þetta leyti fyrir ári var lítrinn á 122,9 kr. og þótti nógu dýr. Morgunblaðið/Frikki STARFSMENN á verkstæði heim- ilistækjaverslunar Einars Farest- veit munu taka til athugunar mögu- lega orsök þess að ísskápur sprakk með miklu afli upp úr þurru inni á heimili við Kvisthaga aðfaranótt laugardags. Að sögn Ragnars Ey- þórssonar, eiganda ísskápsins, kom vinnuflokkur frá tryggingafélagi hans til að þrífa eldhúsið eftir sprenginguna og jafnframt var skipt um rúðu í eldhúsglugga. „Þeir hjá Einari Farestveit ætla síðan að taka ísskápinn inn á verk- stæði til sín til að rannsaka ítarlega hvað gæti hafa sprungið. Fram að þeirri rannsókn er það ráðgáta hvað gerðist.“ Ísskápurinn rannsakaður FRÁ OG með 17. maí næstkomandi verða gerðar þær breytingar á lottó- inu að dregið verður úr 40 tölum en undanfarin 20 ár hefur verið dregið úr 38 tölum. Vinningsmöguleikarnir breytast þannig úr 1/501 þúsund í 1/ 650 þúsund. Fyrstu tvö ár lottósins, 1986-88, var dregið úr 32 tölum. Fylgja fólksfjölgun Að sögn Stefáns Konráðssonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar get- spár, eru þessar breytingar gerðar til að fylgja fólksfjölgun í landinu en árið 1988 voru Íslendingar 251 þús- und en eru nú 313 þúsund. Stefán segir þessa fjölgun talna í pottinum því eðlilega en Íslensk getspá hafi reynt að bíða með þær eins lengi og mögulegt var. Stefán segir lykilatriði að ekki er verið að breyta fjölda útdreginna talna, þær verða áfram fimm, en það yrði töluvert meiri breyting en að stækka talnapottinn eins og nú á að gera. Telur Stefán líklegt að með þessu breytta fyrirkomulagi muni vinn- ingsupphæðirnar hækka eins og gerðist þegar tölunum var fjölgað árið 1988 því þegar vinningslíkurnar minnka geta „pottarnir“ stækkað. Stefán segir Íslendinga „mjög potta- sækna þjóð“ og eykst áhugi þeirra þegar potturinn er margfaldur. Fjölga kúlunum í lottó- vélinni úr 38 í 40 í maí Líkurnar á fimm réttum verða þá 1:658008 en voru 1:501942 Morgunblaðið/Árni Sæberg Happ Það verður erfiðara en áður að hreppa stóra vinninginn Í HNOTSKURN »Með fleiri kúlum minnka lík-urnar á stóra vinningnum. »Um leið gerist það oftar aðfyrsti vinningurinn verður margfaldur. »Þegar lottóið byrjaði 1986voru 32 kúlur í vélinni. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir manni sem réðst að öryggisverði verslunar 10- 11 í Austurstræti aðfaranótt 6. apríl sl. Maðurinn verður í haldi lögreglu til miðvikudagsins 21. maí nk. á grundvelli almannahags- muna. Í greinargerð lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins kemur fram að maðurinn hafi játað árásina, sem bæði var tilefnislaus og afar fólskuleg, en maðurinn sló örygg- isvörðinn fyrirvaralaust með gler- flösku í höfuðið þar sem hann var við störf sín í versluninni. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. Rannsókn málsins er nánast lok- ið en lögregla bíður eftir frekari niðurstöðum lækna um afleiðingar árásarinnar, ástand öryggisvarðar- ins og batahorfur. Gæsluvarð- hald staðfest Beðið eftir upplýs- ingum um batahorfur LÖGREGLAN á Hvolsvelli stöðvaði átta bílstjóra fyrir of hraðan akstur skammt austan við Hvolsvöll frá klukkan 17 til 20 í gærkvöldi. Þeir sem hraðast óku voru spænskir ferðamenn á tveimur jeppum sem báðir mældust á 145 km hraða þar sem 90 er hámarkshraði. Annar ferðamaður sem var stöðvaður fyrir of hraðan akstur ók á 130 km hraða. Þungir bensínfætur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.