Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Hvítar buxur, síðar og kvart. Mikið úrval. Str. 35-56 20% afsláttur af Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 heimakjólum M bl .9 89 14 9 Sportlegir sumarjakkar kr. 9.900,- Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T N‡r sjúkrafljálfari Sandra Dögg Árnadóttir sjúkrafljálfari Bc er komin aftur til okkar. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Stuttkápur Stuttjakkar 20% afsláttur af völdum slám Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is MIKILL fengur væri að því ef hægt væri að tímasetja jökulhlaupin úr Skaftárkötlum og framrás vatnsins undir jöklinum með meiri nákvæmni en unnt hefur verið fram til þessa. Með nýjustu niðurstöðum mælinga eru menn komnir nær því takmarki en áður þótt enn sé nokkuð í land. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur en hann mun kynna niðurstöður rannsókna á Skaft- árkötlum á árunum 2006-2008 á vor- fundi Jöklarannsóknafélags Íslands sem fram fer í kvöld kl. 20 í sal 132 í Öskju. Þorsteinn var leiðangursstjóri í samstarfsverkefni Vatnamælinga, Veðurstofunnar, Jarðvísindastofn- unar Háskóla Íslands, Matís og Hawaii-háskóla, en alls tóku tíu vís- inda- og tæknimenn þátt í rannsókn- unum í Skaftárkötlum. Verkefnið er styrkt af RANNÍS, Orkustofnun, Vegagerðinni, Landsvirkjun, Kví- skerjasjóði og NASA. Öflugt hringstreymi í lóninu „Norðvestan Grímsvatna í Vatna- jökli eru tvö öflug jarðhitasvæði sem bræða stöðugt jökulísinn að neðan og sökum þessa safnast vatn blandað jarðhitavökva í lón undir jöklinum. Lónin tæmast með 1-3 ára millibili í jökulhlaupum, sem koma fram í Skaftá. Við þetta myndast lægðir á yfirborði jökulsins, Skaftárkatlarnir svonefndu, og okkur tókst með bræðsluborunum sumrin 2006 og 2007 að bora gegnum 300 metra þykkan ísinn yfir lónunum tveim. Síð- an voru sett niður tæki til hitamæl- inga og sýnasöfnunar,“ segir Þor- steinn og tekur fram að þetta séu fyrstu rannsóknir af þessu tagi í kötl- unum. „Það hefur tekist að mæla hita í lónunum báðum allnákvæmlega. Það hefur þýðingu fyrir skilning á því hvernig þessi jökulhlaup hefjast, hvernig þau hegða sér og til þess að skilja hringrás vatnsins í þessum 100 metra djúpu lónum,“ segir Þorsteinn. Aðspurður segir hann fram komin gögn eindregið benda til þess að öfl- ugt hringstreymi sé í lóninu undir vestari katlinum og líklega einnig í þeim eystri. „Það þýðir að það eru jarðhitastaðir á botni þar sem jarð- hitavökvi streymir upp og hitar vatn- ið í lóninu sem svo stígur upp af því það verður eðlisléttara við hitunina og flytur þá varma upp undir botninn á jökulísnum og bræðir hann. Kalt bræðsluvatn sígur svo niður annars staðar og þá er komin á eins konar hringrás í lóninu. Síðan blandast þetta líka leysingarvatni sem streym- ir inn í lónið með botninum,“ segir Þorsteinn. Bendir hann á að með lík- anreikningum hafi verið áætlað að um 70% af vatninu í lóninu sé jök- ulbráð, um 20% sé ættað úr jarð- hitakerfinu undir ísnum og um 10% sé leysingarvatn ættað frá yfirborði, sem streymir inn með botninum. Sækja gögn undan jökli með aðstoð gervihnattasíma Að sögn Þorsteins reyndist lónið undir vestari Skaftárkatli 110 metra djúpt undir borstaðnum og vatnshit- inn mældist um 4,7 gráður, en kald- ara vatn (þ.e. 3,5-4,5 gráður) mældist þó í neðstu 20 metrum lónsins. Vatnið í eystra lóninu var nærri 4 gráðum en við botninn mældist hitinn allt að 13 gráður. Að lokinni borun í eystri Skaftárkatli í júní 2007 var hitanema- strengur settur niður um borholuna og á botninum var komið fyrir skynj- ara sem skráir vatnshita og vatns- dýpi. „Öðru hvoru hringjum við í skráningartækið um gervihnattasíma og sækjum gögnin,“ segir Þorsteinn og tekur fram að menn bindi vonir við að skynjarinn geti veitt upplýsingar fram að næsta hlaupi, sem sennilega verður í sumar eða haust. Aðspurður segir Þorsteinn mikinn feng felast í þessum upplýsingum, vegna þess að þær geri kleift að segja til um upphaf hlaups úr lóninu og hversu lengi flóð- ið sé á leiðinni undir ísnum niður að jökuljaðri í hlaupi en um þetta hafi ekki verið til gögn fyrir fyrri hlaup. Auk þessara mælinga er að sögn Þorsteins einnig verið að mæla hæð- arbreytingar á jöklinum með aðstoð GPS-tækja sem komið hefur verið fyrir á jöklinum, en þess má geta að þegar hlaup kom úr vestari Skaft- árkatli haustið 2006 skráði GPS-tæki hæðarbreytingu um miðbik ketilsins sem nam tæplega 70 metra lækkun á tveimur sólarhringum. „Nú fyrir stuttu voru tvö GPS-tæki til viðbótar sett upp á jöklinum á stöðum þar sem við vitum að hlaupið fer undir þegar þar að kemur. Þegar vatnið fer sína leið eftir botninum í hlaupi getur það lyft jöklinum svolítið og þessum tækj- um er ætlað að skrá hæðarbreytingar samfara hlaupinu í þeim tilgangi að átta sig betur á eðli og hraða hlaup- faldsins meðan hann ferðast undir jöklinum.“ Örverulíf þrífst undir 300 metra þykkum jöklinum Einnig voru að sögn Þorsteins tek- in sýni úr báðum kötlum og þau greind af jarðhitafræðingum auk þess sem sýni voru tekin til örveru- greininga hjá Matís. „Þær nið- urstöður eru jákvæðar. Það þýðir að það þrífst örverulíf undir 300 metra þykkum jökli í dimmu og kulda,“ seg- ir Þorsteinn. Bendir hann á að aðeins sé vitað af vatnslónum undir tveimur jöklum á jörðinni, annars vegar undir Vatnajökli og hins vegar á Suð- urskautslandinu. Enn sem komið er hefur ekki verið rannsakað hvort ör- verulíf þrífst undir jökli á Suð- urskautslandinu. Spurður um framhaldið segir Þor- steinn að samstarfsverkefninu ljúki formlega undir lok þessa árs, enda sé um þriggja ára verkefni að ræða sem styrkt sé af Rannís og fleirum. „Við höldum þessum mælitækjum gang- andi eins lengi og mögulegt er. Og síðan er verið að huga að möguleikum á framhaldi á þessum rannsóknum,“ segir Þorsteinn og bendir á að Jökla- rannsóknafélagið hafi um áratuga- skeið staðið fyrir reglubundnum at- hugunum í Grímsvötnum. „Það væri mjög gott ef hægt væri að útvíkka þá starfsemi þannig að í framtíðinni verði fylgst reglubundið með Skaft- árkatlalónunum með svipuðum hætti og verið hefur í þessu verkefni,“ segir Þorsteinn að lokum. Skref í átt að nánari kortlagningu Skynjara komið fyrir Vilhjálmur Kjartansson borstjóri (t.v.) fylgist með er Bergur Einarsson jarðeðl- isfræðingur slakar skynjaranum niður um borholuna í vestara Skaft- árkatli vorið 2006. Hringsprungur Flogið yfir vestari Skaftárketilinn við lok jökulhlaups haustið 2006. Þarna má sjá hvar myndast hafa hringsprungur enda ketill- inn sigið um 70 metra. Það sig er skjalfest með GPS-tæki á jöklinum.                                    !   " #                             $              Eykur skilning manna á því hvernig jökulhlaupin hefjast smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.