Morgunblaðið - 29.04.2008, Side 17

Morgunblaðið - 29.04.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 17 AKUREYRI ANNA Gunnarsdóttir textíllista- kona og Anna Richardsdóttir fjöl- listakona fá starfslaun listamanna á Akureyri frá júní 2008 til maí 2009. Stjórn Akureyrarstofu hélt árlega Vorkomu í Ketilhúsinu á dögunum þar sem tilkynnt var um starfslaunin og jafnframt veittar viðurkenningar Húsverndarsjóðs fyrir endurbætur á eldri byggingum. Alls barst vel á annan tug um- sókna um starfslaun listamanna. Í ræðu sinni á vorkomunni sagði Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu, að þessi fjöldi umsókna og fjölbreytileiki listamannanna sjálfra og listgreina þeirra væri til marks um gróskuna sem einkenndi listalífið á Akureyri og fæli jafnframt í sér heilmikið að- dráttarafl fyrir bæinn. Á síðasta ári fengu Björg Þórhallsdóttir söng- kona og Kristján Ingimarsson leik- ari starfslaun til sex mánaða hvort. Viðurkenningar Húsverndarsjóðs voru annars vegar veittar fyrir end- urbyggingu á Hafnarstræti 53, Gamla barnaskólanum, sem hýsir nú fjárfestingarbankann Saga Capital, og hins vegar fyrir miklar end- urbætur á Kaupvangsstræti 6, Gömlu bögglageymslunni þar sem veitingahúsið Friðrik V er nú til húsa. Eiður Gunnlaugsson, núver- andi eigandi Gamla barnaskólans, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, for- stjóri Saga Capital, tóku við við- urkenningum fyrir Hafnarstræti 53, en fyrir Kaupvangsstræti 6 tóku Halldór Jóhannsson, framkvæmda- stjóri KEA, og Friðrik Valur Karls- son veitingamaður við viðurkenn- ingum. Gamla bögglageymslan er í eigu Klappa, fasteignafélags KEA. Vorkoma Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Elín Mar- grét Hallgrímsdóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu, Friðrik V. Karls- son, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og Eiður Gunnlaugsson. Sitjandi frá vinstri: Halldór Jóhannsson, Anna Gunnarsdóttir og Anna Richardsdóttir. Anna og Anna fá listamannalaunin FLUGFÉLAG Íslands hefur samið við Fallorku á Akureyri um öll orku- kaup félagsins. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands, segir samninginn mikið ánægjuefni. „Tilboð þeirra var hag- stætt og að auki fáum við ráðgjöf í orkunotkun. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Fallorku,“ er haft eftir honum í frétt frá fyrirtækinu. Fallorka ehf. er dótturfyrirtæki Norðurorku hf. og sérhæfir sig í sölu raforku á smásölumarkaði. Um nokkurn tíma hefur verið samkeppni um sölu á raforku en skv. upplýs- ingum frá Fallorku er lítill munur á raforkuverði á milli orkusala. „Þrátt fyrir þetta hafa nokkur stór fyrir- tæki á landsvísu, flest með höfuð- stöðvar sínar á höfuðborgarsvæðinu, flutt raforkuviðskipti frá raforkusöl- um á landsbyggðinni og jafnvel án skoðunar á verði og gæðum þjónust- unnar.“ Að sögn talsmanns Fallorku kom fljótt í ljós, eftir að fulltrúar Flug- félags Íslands komu að máli við for- svarsmenn félagins, að Flugfélagið lagði áherslu á mat á öllum forsend- um bæði verðs og gæða þeirrar þjón- ustu sem er í boði. Samningurinn sem skrifað er und- ir í dag gildir frá 1. maí 2008 og felur í sér orkusölu á mörgum stöðum á landinu. Franz Árnason, fram- kvæmdastjóri Fallorku, lýsir yfir sérstakri ánægju með þess ákvörðun Flugfélagsins „sem er Fallorku mik- ils virði, ekki bara af fjárhagsástæð- um, heldur sýnir þessi ákvörðun fé- laginu að það er á réttri braut“. Skv. upplýsingum frá Fallorku er hlutur raforkusala og framleiðanda á mánuði ekki hærri samtals en fasta- gjaldið fyrir síma á heimili á mánuði, sem sé dæmi um það hve verð á raf- orku er lágt miðað við annað sem þarf til að reka heimili. Tekið er dæmi frá Akureyri, sem sé sambæri- legt við aðra staði á landinu. Nefnt er raðhús sem notar 4.300 kílóvatt- stundir á ári; þar kostar raforkan 3.732 kr. á mánuði og af því fá raf- orkusalinn og framleiðandinn (Fall- orka) 1.566 kr. Til dreifiveitu fara 2.166 kr., þar af 513 kr. til Landsnets fyrir flutning um kerfi þess. FÍ kaupir alla orku af Fallorku Samið Árni Gunnarsson og Franz Árnason handsala samninginn. Hagstætt tilboð og ráðgjöf um notkun, segir Flugfélagið Í HNOTSKURN »Sjö fyrirtæki selja raforku áÍslandi, í Reykjavík eru það Orkusalan og Orkuveita Reykja- víkur. Á landsbyggðinni eru það Fallorka Akureyri, Hitaveita Suðurnesja, Orkuveita Húsavík- ur, Rafveita Reyðarfjarðar og Orkubú Vestfjarða. NEMENDUR í lífsleikni 4. bekkjar MA standa í kvöld fyrir tónleikum í Kvosinni, sam- komusal Mennta- skólans, til styrktar samtök- unum Barna- heillum. Allur ágóði rennur til þeirra. Fram koma Magni, sem gerði garðinn frægan í Rock Star Supernova, Eyþór Ingi Gunn- laugsson, sem sigraði í keppninni Bandið hans Bubba á Stöð 2, hin eina sanna Helena Eyjólfsdóttir, Álftagerðisbróðirinn Óskar Pét- ursson, dúettinn Hundur í óskilum, Helga Maggý sem var í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir MA og Flashy Hannes. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir skóla- fólk. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Syngja til styrktar Barnaheillum Eyþór Ingi Gunnlaugsson ALDURSTAKMARK að tjaldsvæð- unum við Þórunnarstræti og að Hömrum á Akureyri verður 18 ár í sumar. Samningur bæjarins og skátafélagsins Klakks, sem rekur tjaldstæðin, hefur raunar alltaf miðast við aðgengi frá 18 árum en ákveðið var í fyrra að yngri en 23 ára fengju ekki aðgang um versl- unarmannahelgina. Það olli mikl- um deilum. Áfram verður lögð áhersla á að um sé að ræða fjöl- skyldutjaldstæði og fólki undir 18 ára verður ekki heimill aðgangur nema í fylgd með forráðamönnum. Aldurstak- mark 18 ár AUSTURLAND Seyðisfjörður | Einn vorboðanna á Austurlandi er að Herðubreiðarbíó á Seyðisfirði hefur á ný hafið kvik- myndasýningar eftir nokkurra miss- era hlé. Menn kættust mjög þegar kvikmyndahús opnaði á Reyðarfirði í upphafi virkjunar- og stóriðjufram- kvæmda á svæðinu, en það lagði upp laupana fyrir tæpu ári. Herðubreiðarbíó opnaði sem sagt með bravúr á laugardaginn var og sýndi íslensku myndina Brúðgum- ann. Bæjarfélagið bauð upp á popp og drykk í tilefni dagsins. Bíóið held- ur sínu dásamlega gamla yfirbragði að mestu og því líkast að stökkva um borð í tímavél aftur til árdaga kvik- myndasýninga. Það er þó blekkingin ein, því tækjakostur hefur verið end- urnýjaður, m.a. eru nýir hátalarar, ný sýningarvél, magnari og Dolby Digital-hljóðkerfi. Hluti tækjanna var einmitt keyptur frá hinu andaða Fjarðabíói. Í Herðubreiðarbíói eru 126 sæti og vænta íbúar á Seyðisfirði og nær- sveitamenn góðs af kvikmyndasýn- ingum sumarsins. Herðubreiðarbíó tekið til starfa á Seyðisfirði á ný Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Lögð verður fram til- laga um sölu fimm skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs (FFF) norðan Vatnajökuls á aðalfundi félagsins í maí. Stofna á Vatnajökulsþjóðgarð formlega í júní nk. og eru skálarnir innan hans. Um er að ræða skálana í Kverkfjöllum, Geldingafelli, Hvanna- lindum, við Kollumúla og Snæfell. Sigurðarskáli í Kverkfjöllum er sam- eign FFF og Ferðafélags Húsavíkur. FFF á og rekur að auki skála í Breiðuvík og Húsavík. Ferðafélag Ís- lands hefur gert formlegt tilboð í skál- ana fimm og vill greiða fyrir þá 45 milljónir króna. Tryggingaverðmæti þeirra er í kringum 80 milljónir kr. Fá ekki félaga í sjálfboðavinnu Þórhallur Þorsteinsson, formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, segir svona komið vegna þess að aðeins örfáir félagsmenn fáist til að vinna sjálfboðastörf að viðhaldi skálanna og umsjón þeirra yfir sumartímann. Fé- lagið sé of lítið til að bera launaðan starfsmann til að sinna skálunum, en slíkt myndi kosta um tvær milljónir á ári. „Vinna við skálana hefur upp á síðkastið verið á höndum örfárra ein- staklinga og skiptir orðið hundruðum vinnustunda fyrir þá sem mest koma nálægt þessu. Svona hefur þetta verið of lengi og komið að ákveðnum enda- punkti. Að selja frá sér 38 ára upp- byggingu er ekki gert nema að vand- lega athuguðu máli og fyrir að mönnum finnst þeir vera búnir að reyna það sem hægt er,“ segir Þór- hallur. Talsverð andstaða er innan fé- lagsins gegn sölunni. Segja sumir til- raunarinnar virði að halda áfram og reyna að ná inn peningum til að kosta starfsmann. Brýnt sé að skálarnir haldist í eigu heimamanna, ekki síst vegna tækifæra sem slíkt geti skapað í ferðaþjónustu innan Vatnajökuls- þjóðgarðs. Þórhallur segir mikið hafa verið reynt að fá fjármagn til að styrkja rekstur skálanna, en ekki gengið. Viðræður séu í gangi við Fljótsdalshérað um stuðning og nið- urstöður þeirra ættu að verða ljósar fyrir aðalfund. Það verði þó alltaf fé- lagsmenn sjálfir sem ákveði endan- lega hvort af sölu verður. Hann segir enga tryggingu fyrir að FFF, stærsti aðilinn með rekstur inn- an Vatnajökulsþjóðgarðs, hafi eitt- hvað að segja um stjórn svæðisins norðan jökuls. Fulltrúi FFF sitji í svæðisráði Austursvæðis sem fulltrúi frjálsra útivistarsamtaka en aðild þeirra hafi fengist í gegn með naum- indum. Lög þjóðgarðsins verði endur- skoðuð að fjórum árum liðnum og þá alls óljóst hvort FFF komi þar nokk- uð að málum í framhaldinu. Þess beri þó að geta að náðst hafi samningur milli þjóðgarðsins og ferðafélaga um notkun skála fyrir húsnæði og að- stöðu starfsfólks garðsins og sé hann hagstæður báðum aðilum. Tækifærum glutrað eða grunnur treystur? Ljósmynd/ÞÞ Öflugur Sigurðarskáli í Kverkfjöllum er í eigu Ferðafélags Fljótsdalshér- aðs og Ferðafélags Húsvíkinga. Hugsanlega verður hann nú seldur. Nauðugur kostur að selja fimm skála Í HNOTSKURN »Skiptar skoðanir eru um til-lögu stjórnar Ferðafélags Fljótsdalshéraðs um að selja beri fimm skála félagsins norðan Vatnajökuls. »Hörgull er á félögum til sjálf-boðavinnu við umhirðu skál- anna og félagið ber ekki kostnað við starfsmann. Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.