Morgunblaðið - 29.04.2008, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Bogi Péturssonfæddist á Mjó-
eyri við Eskifjörð
hinn 3. febrúar
1925. Hann lést á
Sjúkrahúsi Ak-
ureyrar hinn 17.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Pétur B. Jóns-
son, f. 27.11. 1889,
d. 1966, og Sig-
urbjörg Péturs-
dóttir, f. 14.2. 1902,
d. 1996. Eftirlifandi
systkini Boga eru:
Guðlaug, f. 6.6. 1930, maki Karl
Hjaltason (látinn), Stefán Guð-
mundur, f. 8.5. 1931, maki Krist-
björg Magnúsdóttir, Jón Pétur, f.
5.3. 1934, maki Guðrún Lár-
usdóttir (skildu), Sigurlína, f. 4.4.
1936, maki Eyvindur Pétursson,
Halldór, f. 2.10. 1941, maki Bryn-
dís Björnsdóttir, Ingi Kristján, f.
22.7. 1943, maki Helga Jónsdóttir
(látin) og Þorsteinn Sigurjón, f.
27.5. 1945, maki Snjólaug Að-
alsteinsdóttir. Systkini látin: El-
ísabet, f. 20.3. 1922, d. 1946, Jó-
gamall og hóf sama ár störf hjá
skóverksmiðjunni Iðunni. Þar
starfaði hann í tæp 50 ár sem
verkamaður og verkstjóri.
Bogi er þjóðþekktur fyrir störf
sín að æskulýðsmálum. Hann
starfaði í 54 ár við sumarbúðirnar
að Ástjörn í Kelduhverfi og þar af
í 40 ár sem forstöðumaður. Hann
starfaði í um 25 ár við ylfingastarf
hjá skátahreyfingunni á Akureyri.
Bogi endaði starfsferilinn sem
gangavörður í Gagnfræðaskóla
Akureyrar, þar sem hann var inn-
an handar 450 börnum og ung-
lingum. Í 26 ár heimsótti hann
nánast vikulega fanga í fangelsinu
á Akureyri og ræddi við þá um
andleg mál. Þá var Bogi virkur í
Gideonhreyfingunni til áratuga og
var mjög annt um það starf. Hann
starfaði og að fjölmörgum öðrum
sjálfboðaliðasörfum, s.s. sunnu-
dagaskólum fyrir börn og afþrey-
ingu fyrir heimilisfasta á dval-
arheimilum aldraðra.
Bogi hlaut fjölda viðurkenninga
fyrir störf að æskulýðsmálum. Ár-
ið 1990 var hann sæmdur ridd-
arakrossi Hinnar íslensku fálka-
orðu.
Bogi verður jarðsunginn frá
Gleráreyrakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
hanna Fanney, f.
26.2. 1923, d. 1963,
maki Lesley Ashton
(látinn), María, f.
22.2. 1924, d. 1968,
Stefanía Una, f. 29.3.
1926, d. 2004, maki
Sigurður Þórðarson
(látinn), Jóna Vil-
borg, f. 26.2. 1927, d.
2005, maki Matthías
Jóhannsson (látinn),
Hjálmar, f. 20.5.
1931, d. 1997, sam-
býliskona Hjördís
Einarsdóttir, fyrri
eiginkona Ólöf Kristjánsdóttir
(skildu) og Valgerður, f. 6.7. 1937,
d. 1937.
Bogi kvæntist 16. júní 1951
Margréti S. Magnúsdóttur, f. 5.4.
1930. Sonur þeirra er Arthur Örn,
f. 21.8. 1955, sambýliskona Dagný
Elsa Einarsdóttir, f. 5.3. 1959,
dóttir þeirra er Dagbjört, f. 21.6.
2000. Synir Dagnýjar eru Ingi
Freyr, f. 14.9. 1976, Ívar, f. 15.9.
1983, og Baldvin Logi, f. 8.6. 1988.
Bogi flutti ásamt fjölskyldu til
Akureyrar er hann var 14 ára
Finn ég þrátt mig þrýtur mátt,
þrotin brátt er glíma.
Guð, mig láttu sofna í sátt,
sígur að háttatíma.
(Pétur B. Jónsson)
Verkamaður sem lokið hefur
löngum starfsdegi fagnar hvíldinni,
atorkumaður sem lokið hefur verki
sínu, sáttur og þakklátur, eftirlæt-
ur verkin í annarra hendur og trú-
maðurinn fer héðan í fullvissu þess
að búið sé að undirbúa honum betri
stað. Bróðir okkar Bogi Pétursson
yfirgaf jarðvist sína í þessari full-
vissu, síðasta orð hans var er hann
tók undir í lok bænastundar: Amen.
Minningarnar hafa að undan-
förnu hrannast upp. Dýrmætt er að
þær skuli vera fullar þakklætis og
hlýju.
Fullhlöðnum jeppa með ofhlaðna
kerru er ekið frá Akureyri. Bifreið-
in staðnæmist, bílstjórinn tekur
niður gamlan sixpensara, spennir
greipar og fer með ferðabæn.
Þarna var á ferðinni trú- og at-
hafnamaðurinn Bogi Pétursson á
leið til Ástjarnar. Í yfir fimmtíu ár
var þetta jafn öruggt og farfugl-
arnir, Bogi að hlaða jeppann og
kerruna. Vorið krafðist undirbún-
ings fyrir dvöl barna sem ætluðu að
dvelja á Ástjörn. Ótrúlegt hvernig
hann hafði búið tengslanet Ástjarn-
arvina sem gáfu til Ástjarnar. Aldr-
ei keyptur fiskur. Bræður Boga á
togurum ÚA og vinir sem stjórn-
uðu fyrirtækinu gáfu fisk. Síðar
þeir Samherjabræður sem gáfu svo
ríkulega að á stundum var Bogi af-
lögufær, honum þótti það ekki
verra. Margar hjálparhendurnar
komu að Ástjörn, útilokað að nefna
þær allar en Bogi var þakklátur öll-
um.
Fyrir nokkrum árum varð Bogi
að leggja af ferðir þessar, heilsan
leyfði ekki að hann héldi þeim
áfram. Erfiðisvinna og vökur slíta
jafnvel hinum sterkustu mönnum.
Hugurinn var þó ferskur og ráða-
gerðir snerust um Ástjörn.
Ungur eignaðist Bogi trú, tók við
Jesú Kristi sem frelsara sínum.
Allt hans líf snerist um það að
segja öðrum frá, bera út trúna.
Hann sagði frá að eitt af því sem
hafði djúp áhrif á hann var er einn
af yngstu bræðrunum veiktist mik-
ið og var vart hugað líf. Gekk þá
Bogi afsíðis og bað til Guðs að ef
þessi bróðir mætti lifa mundi hann
fylgja honum alla tíð. Þetta efndi
Bogi trúfastlega.
Við systkini hans nutum þess að
eiga hann fyrir stóra bróður,
traustan og trúfastan. Vænst þótti
honum um börnin og þau voru fljót
að sjá vin í Boga. Hann gat verið
ákveðinn, vildi láta hlýða sér. Jafn-
vel mestu ólátabelgir voru hlýðnir
hjá Boga.
Stóra lífslán Boga var Magga,
Margrét Magnúsdóttir frá Sunnu-
hvoli. Magga var þeim eiginleikum
búin að sættast við athafnamanninn
sem stöðugt var að koma og fara.
Vottum við henni, syninum Arthúr
eiginkonu hans og dóttur okkar
dýpstu samúð.
Nú er vor í lofti og sunnanþeyr-
inn ber hlýja loftstrauma yfir land-
ið. Góður dagur til að lesta jeppa
og kerru og halda í vinnuferð. En
Bogi er farinn heim í himininn. Far
þú í friði kæri bróðir.
Halldór, Ingi og
Þorsteinn Péturssynir.
Enginn hefur dregið upp jafn
skýra og litríka mynd fyrir mér af
því hvað það þýðir að fylgja Jesú
Kristi og Bogi föðurbróðir minn
sem margir þekkja sem Boga á
Ástjörn. Nú hefur Bogi kvatt þenn-
an heim og er farinn héðan til frels-
ara síns, Jesú Krists. Ég veit að
Drottinn tekur vel á móti þessum
trúfasta þjóni sínum.
Ef við hefðum þá visku að setja
þjónustuna við náungann í forgang
að hætti Boga þá væri það sam-
félag sem við búum í skrefinu him-
neskara. Minningin geymir ótal
augnablik þjónustu Boga við
náungann í krafti þess kærleika
sem Drottinn Jesús Kristur gaf
honum til starfsins.
Við vorum mörg börnin sem sett-
umst á hverjum sunnudegi upp í
Broncoinn hans Boga og nutum
þess að vera í sunnudagaskólanum
í Glerárskóla. Hann þekkti okkur
öll með nafni og mætti alltaf sjálfur
til að ná í okkur. Hann var fullorð-
inn einstaklingur og vinur sem
hafði tíma fyrir okkur krakkana.
Við vorum margir ylfingarnir
sem urðum þess aðnjótandi að taka
þátt í ylfingastarfinu hans Boga í
skátaheimilinu Hvammi. Sögurnar,
leikirnir og nærveran sem Bogi
miðlaði okkur af var allt til þess
fallið að maður lét sig ekki vanta á
einn einasta ylfingafund. Og auðvit-
að mættum við allir sem einn þegar
heimsækja átti sjúkrahús eða aðrar
stofnanir til að gleðja fólkið sem
þar bjó. Útilegan á vorönn var að
sjálfsögðu hápunkturinn þar sem
við tókum virkan þátt, fullir af
trausti til þess foringja sem Bogi
var.
Við erum nærri óteljandi mörg
sem fengum að dvelja hjá Boga á
Ástjörn í þá rúmu hálfu öld sem
hann starfaði þar. Nærvera hans,
vinátta, frásagnargleði og innileg
trúarfullvissa gerðu það að verkum
að mörg okkar fundu innri frið á
Ástjörn. Sem enginn annar kunni
Bogi að miðla okkur að Jesús
Kristur tæki við okkur skilyrðis-
laust, aftur og aftur. Söngurinn,
sögurnar, útivist á fögrum stað og
ekki síst mandolínleikur Boga
fylgir okkur sem dvöldum á
Ástjörn.
Við erum fleiri en við gerum okk-
ur grein fyrir sem höfum átt bæna-
samfélag við Boga. Það fyrirbæna-
starf sem hann og Margrét kona
hans hafa sinnt í gegnum árin er
dýrmætara en orð fá lýst. Ófeimin
við að nefna fólk og aðstæður þess
frammi fyrir Drottni voru þau vön
að taka sér góðan tíma til fyr-
irbæna.
Við erum ekki margir sem höfum
setið á biblíu- og bænastund með
Boga í Fangahúsinu á Akureyri.
Það var sá þáttur í þjónustu Boga
við náungann sem fæstir vissu um
enda var Bogi aldrei í starfi til að
hreykja sjálfum sér. Í yfir 30 ár fór
Bogi í hartnær hverri viku í fanga-
húsið og bauð hverjum sem vildi að
deila með honum bænasamfélagi,
samfélagi þar sem hann játaði líka
sína sekt og baðst fyrirgefningar
eins og sá sem veit um eigin ófull-
komleika.
Mér er ljóst sem aldrei fyrr að
Bogi átti meira hrós skilið en hann
fékk að heyra úr mínum munni og
fátækleg orð mín nú fá ekki bætt.
En fullvissa mín er sú að Drottinn
mun launa honum ríkulega þjón-
ustu hans, þjónustu sem við sem
hennar nutum fáum seint þakkað.
Elsku Margrét og Arthur, elsku
systkini Boga, elsku ættingjar,
tengdafólk og vinir. Ég votta ykkur
öllum samúð mína.
Pétur Björgvin Þorsteinsson.
Elsku Bogi minn, mig langar að
þakka þér fyrir allt. Það var ynd-
islegt að koma á Ástjörn þegar ég
var lítill strákur. Það var nú stund-
um erfitt að segja bless við pabba
og mömmu, en það var svo gaman
hjá þér að ég var fljótur að gleyma
því. Ég kom ekki eingöngu til þín á
Ástjörn, ég sótti líka skátafundi,
fundi á Sjónarhæð og gekk í sunnu-
dagaskóla þar sem þú varst. Það
var rosalega gaman að fara í vinnu-
ferðir á vorin á Ástjörn. Þú rækt-
aðir trú þína af heilum hug og
kenndir drengjunum á Ástjörn að
biðja. Ég fór oft með þér austur til
Ástjarnar og þá stoppuðum við æv-
inlega á Leiruvegi og báðum bæn
fyrir ferðinni.
Þú varst duglegur að fá þér
göngutúr og komst oft við heima
hjá pabba og mömmu. Þær heim-
sóknir voru ómetanlegar og ég
hugsa með miklu þakklæti til þess
hversu gott samband þið pabbi
höfðuð. Þið voruð góðir vinir og ég
hef ávallt borið mikla virðingu fyrir
þér.
Okkur langar öll að þakka þér
hjartanlega fyrir alla þá aðstoð sem
þú veittir okkur. Þegar mamma dó
vékst þú ekki frá okkur. Þú sast
með okkur við dánarbeð hennar og
baðst fyrir henni og unnir þér ekki
hvíldar fyrr en það var afstaðið.
Það er ómetanlegt og mig langar
að nota þetta tækifæri og þakka
þér af heilum hug fyrir það.
Þegar ég giftist Toggu minni
hélst þú ræðu í veislunni og hún
var alveg yndisleg. Við erum mjög
þakklát fyrir aðild þína að brúð-
kaupinu.
Kvöldið eftir að þú kvaddir sett-
umst við Togga niður og horfðum á
viðtal sem Ingvi Hrafn Jónsson tók
við þig árið 1988 á Ástjörn og það
var nú aldeilis gaman að rifja upp
sumrin á Ástjörn. Þú varst svo góð-
ur maður og hugsaðir vel um þig
og þína. Í þessu viðtali kom fram
hvað þú varst þakklátur fyrir að fá
drengina til þín og það traust sem
foreldrar þeirra báru til þín. Þú
sagðir jafnframt að þú værir stund-
um harður eins og harðfiskur en
gætir lítið við því gert. Þú sagðir:
„Ég er eins og ég er og nákvæm-
lega eins og Guð skapaði mig“. Þú
varst bara yndislegur maður og
Guð var svo elskulegur að skapa
þig. Við áttum virkilega góðan
mann að og þökkum Guði fyrir það.
Nú þökkum við Guði fyrir að
veita þér hvíld og frið. Hafðu þökk
fyrir allt, elsku Bogi frændi minn.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Valdimar Briem.)
Kveðja frá frænda þínum;
Ingi Rafn Ingason.
Þegar ég minnist vinar míns og
samverkamanns, Boga Pétursson-
ar, þá koma mér orð úr Rómverjav-
bréfinu í huga: „Hversu fagurt er
fótatak þeirra sem boða fagnaðar-
erindið um hið góða.“ Eða orðin úr
Filippíbréfinu: „Verið ávallt glöð í
Drottni. Ljúflyndi ykkar verði
kunnugt öllum mönnum.“ Eða orð
Jesú úr Jóhannesarguðspjalli:
„Eins og ég hef elskað yður skuluð
þér einnig elska hvert annað. Á því
munu allir þekkja að þér eruð mín-
ir lærisveinar.“
Öll þessi ritningarorð lýsa Boga
betur en fátækleg orð mannshug-
ans. Fótatakið var hæglátt en fum-
laust. Hann vissi hverslags land
hann hafði undir fótum, bjargið ei-
lífa, sem aldrei bifast eða bregst.
Jafnvel ekki þrátt fyrir torfærur á
stundum og mikil él. Hann hélt
ávallt ótrauður áfram sínu góða
verki af óbilandi trú og trausti til
frelsara síns og lífgjafa sem hann
nú hefur fengið augum að líta og
þegið hvíldina hjá. Staðfesta hans,
trúarvitnisburður og ljúfmennska
var fágæt enda víðfræg og kunnug
miklu fleirum en þeim sem höfðu
orðið svo lánsamir að komast í per-
sónuleg kynni við hann.
Með líf og starf, framkomu og
viðmót Boga Péturssonar fyrir aug-
um var það eftirsóknarvert að vera
lærisveinn Jesú Krists og vilja leit-
ast við að koma fram við náungann
eins og um Krist sjálfan væri að
ræða eða vegna þess sem Jesús
Kristur hafði fyrir okkur gert.
Þannig var Bogi Pétursson eld-
hugi sem náði að vekja sálir af doða
með einlægum og allt að því barns-
legum vitnisburði sínum, umhyggju
og veru allri. Hann sinnti sannri
jafningjafræðslu með virðingu fyrir
samferðarfólki sínu og af stakri
geðprýði. Hann vissi ekkert mik-
ilvægara mannkyninu til heilla en
Jesú Krist, hinn eilífa Guðsson,
krossfestan og upprisinn frelsara
öllum mönnum til eilífrar sáluhjálp-
ar, öllum þeim er þiggja vilja.
Boga á Ástjörn heyrði ég fyrst
minnst á þegar ég var drengur en
náinn æskuvinur minn Kjartan
Guðjónsson leikari, sem gekk undir
nafninu Óperan, á Ástjörn, hafði
dvalið þar svo vikum skipti sumar
eftir sumar. Sagði hann sögur af
Boga og lék hann af eftirminnilegri
snilld ef því var að skipta. Ætíð var
þó undirliggjandi mikil virðing fyrir
forstöðumanninum og öllu því sem
hann sagði, gerði og kenndi.
Faðir minn hafði einnig kynnast
Boga í gegnum sameiginlegt starf
þeirra í Gídeonfélaginu og talaði
hann ætíð um hann með sérstakri
aðdáun og virðingu, allt að því lotn-
ingu. Þegar ég síðan var svo lán-
samur að fá að ganga til liðs við Gí-
deonfélagið 21 árs gamall, árið
1985, á 40 ára afmælismóti félags-
ins sem haldið var á Hrafnagili við
Eyjafjörð var Bogi að sjálfsögðu
þar. Tókust upp frá því með okkur
góð kynni sem leiddu til djúprar
vináttu í gegnum náið samstarf
okkar í Gídeonfélaginu og er ég
þakklátur fyrir öll okkar gefandi
samtöl og nærandi samverustundir.
Bogi Pétursson var þjóðsagna-
persóna í lifanda lífi og er hann í
hópi merkari manna sem á vegi
mínum hafa orðið. Vonandi var
hann ekki einn af síðustu alvöru
hugsjónamönnunum í okkar landi.
Góður Guð blessi okkur öllum dýr-
mæta minningu hans.
Sigurbjörn Þorkelsson.
Það má með sanni segja og er
ekki ofmælt að það hafi orðið ríkur
fögnuður innan veggja Gagnfræða-
skóla Akureyrar þegar skólastjóri
tilkynnti að Bogi Pétursson hefði
verið ráðinn að skólanum sem
gangavörður á haustdögum 1988.
Bogi var þjóðþekktur fyrir störf sín
sem sumarbúðastjóri við Ástjörn í
Kelduhverfi í 40 sumur en frum-
kvöðull að því starfi var Arthur Go-
ok, breskur trúboði sem fluttist
hingað til Akureyrar árið 1905 en
hornsteininn að Ástjarnarstarfinu
lagði hann 1945.
Að vetrinum starfaði Bogi hjá Ið-
unni, skóverksmiðju SÍS á Gler-
áreyrum, lengst af sem verkstjóri.
Þegar starfsþrekið fór að minnka
ákvað hann að söðla um, hætta hjá
Iðunni og þá var nærtækast að
velja það starf sem hann kunni öðr-
um betur en það var að leiðbeina
ungu fólki að feta lífsleiðina því til
gæfu.
Bogi var snillingur í mannlegum
samskiptum. Góðvild hans og
gæska samfara glöðu sinni smitaði
út frá sér og jafnvel forhertustu
prökkurum datt ekki í hug að
bekkjast við Boga. Hann hafði ein-
stakt lag á því að stilla til friðar. Ef
Bogi kom að þar sem drengir voru
í slagsmálum brýndi hann röddina
og oftar en ekki dugði það.
Til þess að treysta friðarböndin
sagði Bogi gjarnan drengjunum
viðeigandi sögur og friðurinn síðan
innsiglaður með handabandi. Ríkur
þáttur í fari Boga var samkennd
með þeim sem bágt áttu eða stóðu
höllum fæti.
Öllum vildi hann hjálpa og spar-
aði hann hvorki eigið fé eða fyr-
irhöfn. Hann var óspar á bílinn
sinn og ófáar ferðir fór hann með
veika krakka heim úr skólanum eða
slasaða á spítala. Að loknum vinnu-
degi í erilsömu starfi mætti ætla að
Bogi færi beint heim til Margrétar
sinnar. Nei. Fyrst vildi hann líta
inn til fanganna á Lögreglustöðinni
til að biðja fyrir þeim, uppörva og
vísa þeim veginn til birtunnar. Þá
fyrst var hann ánægður.
Það voru forréttindi að fá að
kynnast Boga og eiga hann að vini.
Við þökkum honum samfylgdina.
Margréti og fjölskyldu vottum við
dýpstu samúð.
Magnús Aðalbjörnsson,
Baldvin Jóh. Bjarnason.
Kveðja frá
Gídeonfélögum á Akureyri
Í dag kveðja Gídeonfélagar á Ak-
ureyri kæran félaga, Boga Péturs-
son, sem lést þann 17. apríl sl. á
sjúkrahúsinu á Akureyri.
Bogi eignaðist þegar á unga aldri
lifandi trú á frelsara sinn Jesúm
Krist. Hann helgaði honum æ síðan
starfskrafta sína jafnframt með
daglegum skyldustörfum sínum.
Fjölmargir, sem komnir eru á efri
árin, þekktu og minnast Boga fyrir
kristilegt starf hans með ungling-
um, börnum í sunnudagaskóla og
Bogi Pétursson