Morgunblaðið - 29.04.2008, Page 29

Morgunblaðið - 29.04.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 29 einnig í skátastarfi. En hæst mun þó bera starf hans við drengja- heimilið að Ástjörn í Kelduhverfi. Fyrir 38 árum gekk Bogi til liðs við Gídeonhreyfinguna, sem er al- þjóðafélagsskapur kristinna manna. Þar bættist honum nýr starfsvettvangur og gafst honum nú kostur á að leggja Orð Guðs, Heilaga ritningu, í hendur skóla- barna, á hótel, til aldraðra og víð- ar. Síðar fær Bogi löngun til að heimsækja fanga í fangahúsinu á Akureyri, ræða við þá og gefa þeim kost á að kynnast Heilagri ritn- ingu. Allt sitt líf var Bogi árrisull mað- ur, maður bænarinnar. Þegar starfskrafta þraut og veikindi komu breytti það ekki venju hans. Morgunstundirnar gat hann nú notað meir til bæna. Á þeim stund- um munu mörg nöfn hafa verið nefnd fyrir hástóli Almættisins, ekki aðeins nöfn Gídeonfélaga. Í starfinu fyrir Gídeonfélagið kom Bogi að öllum þeim trúnaðar- störfum sem annast þurfti og gerði það af vandvirkni, fórnfýsi og trú- mennsku. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir að hafa fengið að njóta starfs- krafta hans. Gídeonfélagið vottar Margréti eiginkonu hans, Arthuri syni hans og fjölskyldu innilega samúð. Far í Guðs friði, kæri bróðir Bogi. Gídeonfélagar á Akureyri. Á lífsleiðinni kynnist maður stöku sinnum fólki sem ber eld í hjarta. Eld sem ber það yfir hvern þann þröskuld sem á vegi þess verður og hrasar hvergi. Fyrir mörgum er þessi eldur leið sérvitr- inga. Fyrir öðrum, sem bera gæfu til að kynnast slíku fólki, eru kynn- in opinberun. Sú opinberun felst í því að skilja að eldburður þessa fólks, hefur ekki borið það af vegi, heldur gert það að fyrirmynd ann- arra manna. Bogi boðaði sína sannfæringu af mildi og skóp þannig öðrum leið- sögn með fyrirmynd sinni. Þeir sem fangað hafa Krist í hjarta sér gætu lært af fordæmi hans. Harð- ræði bókstafsins réði aldrei för, heldur andi hans í verki. Þegar upp er staðið skiptir minna máli hver trúin var: Miklu fremur, að þessi trú mótaði manninn, gerði hann betri og að þeirri fyrirmynd sem upp úr stóð í samfélagi manna og gerði það betra. Upplag Boga til uppeldismála og skilningur þar á bar vott um innsæi langt á undan samtíð hans. Lempni hans og lagni vann hvert barn á hans band. Hann sýndi af sér innsæi í eðli og þarfir barna, sem tekur fram hverri kenningu, því aðferð hans var kenning í verki, byggð á djúpstæðu hyggju- viti. Því hyggjuviti, sem er sér- hverjum uppalanda óskaviðmið. Bogi var í lítillæti sínu faðirinn sem laðaði drengina til sín. Hann var þeim strangur á stundum, því hann vissi hvert upplag þeirra var og hvað til friðar þeirra heyrði, þannig ól hann upp fleiri mann- kostamenn og börn en mörgum foreldrum var oft ljóst í fyrstu. Bogi bar líka gefu til að vera hagkvæmur á veraldlegu sviði og framkvæmdamaður. Þess ber vitni uppbyggingarstarf hans á Ástjörn. Hann var hagkvæmur og séður við ráðamenn og tókst í krafti eldmóðs síns að sannfæra samferðamenn sína í forsvari samfélagins um að veita starfinu fyrir samfélagi barna brautargengi. Hann vélaði með hætti töfra- mannsins út úr þeim hús, kost og fé og þeir stóðu stoltir af á eftir. Slíkur var töframáttur sannfæring- arkrafts hans, því hann trúði á það sem hann tók sér fyrir hendur. Líf hans allt var gjöf til annara manna, gjöf þess sem hlífir sjálfum sér hvergi. Þess fékk ég að njóta og þakka. Hann var vinur sem hafði ekkert að gefa nema kærleika. Þannig maður var Bogi Péturs- son. Jörundur Guðmundsson. Hann Bogi er farinn heim til Drottins. Bogi tók á móti Drottni um tvítugt og fylgdi honum upp frá því allt sitt líf. Það var hans gæfa og hann talaði oft um það. Hann fór að sækja samkomur á Sjón- arhæð og fór fljótlega eftir það til Ástjarnar í fyrsta sinn. Ekki varð það síðasta ferðin því hann kom þangað hvert sumar upp frá því og var forstöðumaður í heil 40 ár. Ég átti þeirri gæfu að fagna að starfa við hlið hans í mörg ár, bæði sem starfsmaður og síðar sem sumar- búðastjóri þar til hann lét af störf- um sem forstöðumaður haustið 1999 og undirritaður tók við. Margar góðar minningar fara í gegnum hugann þegar hugsað er til baka. Ég minnist vel drengja- fundanna í gamla daga á Sjónar- hæð þar sem við sátum og hlust- uðum á hann segja sögur. Man sérstaklega eftir einum fundi þar sem við vorum aðeins þrír drengir en Bogi lét það ekki á sig fá, heldur settist við borðið, tók Biblíuna sína upp úr snjáðu töskunni sem hann hafði alltaf með sér og fór síðan að fræða okkur um Guðsorð. Það var gott að hlusta á Boga. Vinnuferðirnar að Ástjörn voru ávallt skemmtilegar og eftirminni- legar. Bogi stóð oft vaktina í eld- húsinu að elda ofan í liðið og kjöt- súpan hans gleymist engum. Það var gaman að undirbúa starfið með honum því það var svo mikill drif- kraftur í honum og hann vildi helst strax hefjast handa ef góða hug- mynd bar á góma. Bogi hafði marga góða eiginleika. Ein hans sterkasta hlið var auð- mýkt. Ef honum varð eitthvað á þá var hann fljótur að biðjast afsök- unar og skipti engu máli hvort það var barn eða starfsmaður. Bogi var einnig gríðarlegur dugnaðarforkur og var margra manna maki í allri vinnu. Hann hlífði sér aldrei í neinu verki. Er mér minnisstæð ein af síðustu vinnuferðum hans við Ástjörn vorið 2000. Verið var að reisa nýtt starfsmannahús. Bogi greip skóflu og fór að hjálpa til við að grafa skurð. Ég frétti seinna að hann hefði haft svo mikla verki í hnjánum að verki loknu að hann hefði verið að hugsa um að láta aka sér heim til Akureyrar, en hann harkaði af sér – eins og ávallt. Bogi var mikill bænamaður. Hann hvatti börnin til að hafa sín eigin bænarjóður úti í skógi og það eru ófá börnin sem hafa farið upp í herbergið hans Boga í gegnum árin til að biðja með honum. Hann hafði oft hjá sér nafnalista og bað fyrir öllum börnunum með nafni. Guð einn veit hvað bænir hans hafa hjálpað mörgum. Kvöldstundirnar við Ástjörn þar sem Bogi sagði sögur eru ógleym- anlegar. Það er ljúfsárt að rifja upp allar góðu stundirnar í salnum í Maríubúð þegar Bogi kenndi börn- unum úr Guðsorði. Síðustu árin kom Bogi í heim- sókn að Ástjörn einu sinni á sumri. Hann kom síðast í júlí 2006 þegar við héldum upp á 60 ára afmæli sumarbúðanna. Það var yndislegt að fá hann og Margréti konu hans í heimsókn þann dag. Bogi elskaði Ástjörn, hann elskaði að vera hjá börnunum og segja þeim frá Jesú. Nú er hann kominn heim til Jesú, hann er loksins kominn heim. Ég votta Margréti konu hans, Arthuri syni þeirra og öðrum ætt- ingjum samúð mína. Guð blessi minningu Boga Pét- urssonar. Árni Hilmarsson. Drengirnir hans Boga Péturs- sonar voru ekki bara á Ástjörn. Hann átti líka aðra drengi. Þeir voru í fangelsinu á Akureyri. Flest- ir þeirra höfðu hraðað sér um of út í lífið og ekki kunnað fótum sínum forráð. Og margir þeirra höfðu ekki fengið það veganesti til lífsferðar- innar sem öllum er nauðsynlegt og uppeldi þeirra hafði verið sem eld- ur. Þegar þeir voru komnir í fang- elsið varð Bogi á vegi þeirra. Þang- að kom hann í hartnær tvo áratugi einu sinni í viku. Alltaf á mánudög- um. Fráleitt hávaðasamur maður heldur hógvær og prúður. Hann gekk hægum skrefum með lúna tösku undir hendi og í henni var Biblían. Þegar inn var komið tók hann sér sæti við borð í setustof- unni. Opnaði tösku sína með vinnu- lúnum höndum og tók upp Biblí- una. Sat og fletti henni um stund. Drengirnir hans tíndust inn í setu- stofuna, oft allir og stundum fáir. Það kom fyrir að enginn lét sjá sig. En hann sat þá bara einn og las í helgri bók og baðst fyrir. Bað fyrir þeim. Þeir sátu við borðið og hlýddu á þennan gamla mann og urðu sem drengir enda þótt ung andlit sumra þeirra væru rúnum rist eftir ill- viðrasamt líferni. Og það var ekki laust við að mörgum jaxlinum þætti óvænt skjól í því að vera kominn aftur á drengsaldur fjarri barningi veraldar þegar svo mild návist bauðst þeim sem Boga. Hann las þýðri röddu úr bók bókanna og lagði síðan út frá orðum hennar. Hvatti drengina til að láta í ljós skoðun sína, ræddi við þá. Úr varð samtal. Samtal sem væri milli föður og sona. Þó var hann þeim vanda- laus. Hann varð þeim sem góður faðir er þeir höfðu sumir aldrei kynnst og það eitt varð þeim oft umhugsunarefni. Bogi leit aldrei á drengina þessa sem afbrotamenn heldur sem hjartfólgna þeim er lífið gaf. Þeir skynjuðu þetta fordóma- leysi gamla mannsins og hlýjuna sem streymdi frá honum. Þeir fundu að hann bar með sér andblæ himinsins inn í gráan hversdags- leika fangelsisins og hafði deilt með þeim heilagri stund. Fundu að hjá honum var gott að vera. Sem fangaprestur þjóðkirkjunnar leyfi ég mér að þakka þessa þjónustu sem svo gott var að vita af þar nyrðra. Þakka hana fyrir hönd þeirra fjölmörgu fanga sem nutu hennar og hafa ekki tækifæri til að láta í ljós þakkir sínar. Guð blessi minningu Boga Pét- urssonar. Hreinn S. Hákonarson. Við vinirnir vorum svo lánsamir sem ungir drengir að vera sendir til sumardvalar að drengjaheim- ilinu að Ástjörn en þar var þá þessi einstaki hugsjónamaður nýlega tek- inn við því starfi, sem hann átti eft- ir að gegna í a.m.k. fjóra áratugi. Ástjörn og hið fjölbreytta ægifagra umhverfi var á þessum tíma algjör ævintýraheimur fyrir unga drengi sem bjuggu yfir endalausri orku og hugmyndaflugi. Bogi og hans fólk sáu til þess, með hugvitsamlegri blöndu að leik og starfi frá morgni til kvölds, að hlúa að þessari ynd- islegu tilveru okkar. Að sjálfsögðu fylgdu með drjúgir skammtar af Guðs ótta og góðum siðum, sem okkur voru innprentaðir og létu engan drenginn ósnortinn, enda fram bornir með sérstaklega nota- legum hætti. Með Boga Pétursyni er genginn ótrúlegur maður. Ef nota ætti eitt eða tvö orð til að lýsa honum þá er það sem fyrst kemur upp í hugann að hann var einstakt góðmenni og ef hann hefði verið kaþólskrar trú- ar þá er klárt að hann hefði nú þegar verið tekinn í dýrðlingatölu. Við æskufélagarnir þökkum af heil- um hug fyrir þau góðu áhrif sem Bogi Pétursson hafði á okkur og erum þess fullvissir að við tölum fyrir hönd hundraða Ástjarnar- drengja sem kveðja nú þennan aldna heiðursmann. Fjölskyldunni vottum við okkar innilegustu sam- úð. Árni Bjarnason og Þorsteinn Vilhelmsson. „Veistu ekki að ég er tilbúinn að hitta Herrann?“ Eitthvað á þessa leið heyrði ég haft eftir Boga stuttu áður en hann kvaddi þetta líf. Það eru forréttindi kristins manns að eiga fullvissu um hvað tekur við þegar lífi okkar á jörðinni lýkur. Bogi gaf Jesú Kristi líf sitt ungur að árum og helgaði honum líf sitt eftir það. Þegar Bogi var tvítugur var hafinn undirbúningur að stofn- un sumarbúða fyrir börn að Ástjörn í Kelduhverfi. Bogi tók virkan þátt í undirbúningnum og starfinu þar. Starfið að Ástjörn óx og dafnaði. Árið 1960 var Bogi svo kosinn forstöðumaður á Ástjörn. Sinnti hann því starfi áratugum saman. Árið 1970 gekk Bogi til liðs við Gídeonfélagið á Íslandi. Eitt af markmiðum félagsins er að dreifa og gefa Nýja testamentið. Þetta var hugsjón sem Bogi gat heilshug- ar tekið þátt í. Eitt stærsta verk- efnið sem Gídeonfélagið tekur þátt í er dreifing Nýja testamentisins til allra 10 ára grunnskólabarna á landinu. Þar var Bogi á heimavelli. Hann náði vel til barna og unglinga og reynsla hans frá Ástjörn nýttist honum vel þegar hann sagði börn- unum frá því hversu mikils virði Nýja testamentið væri honum. Bogi var einnig duglegur að heim- sækja fanga í fangelsið og gat þar sagt þeim sem þar dvöldu hversu gott það væri að geta talað um öll sín hjartans mál við þann sem öllu ræður um leið og hann gaf þeim Nýja testamenti frá Gídeonfélag- inu. Bogi gegndi margvíslegum trún- aðarstörfum innan Gídeonfélagsins og var einn af burðarásum deild- arinnar á Akureyri þar sem hann starfaði. Þar fyrir utan vissi Bogi hversu mikilvæg bænin er í öllu kristilegu starfi. Var hann, ásamt fáeinum öðrum, manna duglegastur að sækja vikulegar bænastundir Gídeonfélagsins. Þegar heilsu Boga hrakaði og hann átti ekki lengur heimangengt á bænastundir, þótti tilhlýðilegt að bæta við bænastund- um og hafa þær í herberginu hans á elliheimilinu Hlíð. Voru þær stundir afar dýrmætar. Gídeonfélagar á Íslandi þakka Boga af alhug trúfesti hans og dugnað í þágu félagsins um leið og við vottum Margréti konu hans, Arthuri syni hans og öðrum ástvin- um samúð okkar. Nú hefur Bogi hitt Herrann. F.h. Gídeonfélagsins á Íslandi, Fjalar Freyr Einarsson, kapelán. ✝ Faðir okkar, ANDRÉS GUÐNASON, Langholtsvegi 23, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 25. apríl. Örn Úlfar, Kristín Rós, Gunnar Már og Sigrún. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR RUNÓLFSSON, Víkurbraut 30, Hornafirði, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Hornafirði, laugardaginn 26. apríl, verður jarð- sunginn frá Hafnarkirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið og Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. Halla Bjarnadóttir, Gunnlaugur Höskuldsson, Linda Tryggvadóttir, Jón Haukur Hauksson, Sesselja Steinólfsdóttir, Hulda Laxdal Hauksdóttir, Páll Róbert Matthíasson, Runólfur J. Hauksson, Svanhildur Karlsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkæri, ÁRNI JÓNSSON trésmíðameistari, Meðalholti 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum Landakoti mánudaginn 14. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Haukur Franz Jónsson. ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, fósturfaðir, fv. sambýlismaður, mágur og bróðir, STURLA BJÖRNSSON, Kyrkegårdsvägen 81, Enskede Stockholm, lést á sjúkrahúsinu Dalen Stockholm fimmtudaginn 24. apríl. Björn Halldór Sturluson, Hannah Linderoth, Ina My Esther Björnsdóttir, Birgir Leifur Jónsson, Ægir Sigurbjörn Jónsson, Carlotta Björk Leifsdóttir, Hreinn Björnsson, Sigríður Sigtryggsdóttir, Þorsteinn Björnsson, Guðrún Halldórsdóttir, Sveinbjörn Björnsson, Ólína Geirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.