Morgunblaðið - 29.04.2008, Page 32
Kæri mágur.
Senn slokkna öll mín litlu gleði-
ljós,og líf mitt fjarar senn við dauð-
ans ós,og húmið stóra hylur mína
brá:Ó, Herra Jesús, vertu hjá mér
þá.
(Matthías Jochumsson.)
Ralph.
Kæra Jóna Magga, elsku-
legu börn og barnabörn ykk-
ar Valla, hjartanlegar sam-
úðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Helga, Ralph og Emma.
Valli minn.
Við stóðum á árbakkanum
og föðmuðum laxana. Við
vorum holdvotir meira eða
minna. Þú brostir út í annað
eins og alla tíð. Slíkar upplif-
anir urðu margar.
Ég votta Jónu Möggu,
börnum og barnabörnum
mína dýpstu samúð.
Vertu Guði falinn, elsku
frændi minn.
Þinn,
Jón Már.
HINSTA KVEÐJA
32 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Valdimar ÓskarJónsson fæddist
í Holti undir Eyja-
fjöllum 13. júlí 1940.
Hann lést á Líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 17.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
sr. Jón M. Guð-
jónsson, f. 31.5.
1905, d. 18.2. 1994
og Jónína Lilja Páls-
dóttir, húsfreyja, f.
15.1. 1909, d. 5.9.
1980. Systkini Valdi-
mars eru Ást, f. 1.11. 1930, d. 2.11.
1930, Pétur Guðjón, f. 15.12. 1931,
d. 12.7. 2007, Margrét, f. 22.2.
1933, Sjöfn Pálfríður, f. 14.11.
1934, Ólafur Ágúst, f. 28.2. 1936,
Helga Gyða, f. 22.10. 1937, Guð-
ríður Þórunn, f. 13.5. 1939, d.
30.11. 2006, Gyða Guðbjörg, f. 13.6.
1943, Edda Sigríður, f. 16.5. 1946
og Jóhanna, f. 2.8. 1951.
Valdimar kvæntist 1966 Jónu
Margréti Guðmundsdóttur bóka-
verði, f. á Ísafirði 12.7. 1945. For-
eldrar hennar eru Guðmundur
Guðmundsson framkvæmdarstjóri,
f. 11.4. 1916 og Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja, f. 12.12. 1916, d. 15.11.
1981. Börn Valdimars og Jónu
Margrétar eru: 1) Guðmundur
Stefán bátsmaður hjá Landhelg-
isgæslunni, f. 3.10. 1966. Kvæntur
Hjördísi Kvaran Einarsdóttur,
nema í HÍ., f. 21.12. 1970. Dætur
Guðrún Lilja, f. 25.9. 1994, Þuríður
sveit á ýmsum bæjum undir Eyja-
fjöllum. Síðar starfaði hann m.a. í
fiski, uppskipunum úr togurum svo
og við vinnslu á skreið hjá Bæj-
arútgerð Akraness. Þá vann hann
um tíma í Sementsverksmiðju rík-
isins á Akranesi og á árunum 1958-
59 sigldi hann á Gullfossi.
Vorið 1961 lauk Valdimar námi í
Loftskeytaskólanum í Reykjavík
og hóf störf sem loftskeytamaður
hjá Landhelgisgæslunni á varð-
skipinu Ægi. Hann starfaði hjá
Landhelgisgæslunni, á sjó, á flug-
vélum og í landi næstu 25 árin, að
undanskildu rúmu ári er hann
vann hjá Almannavörnum ríkisins
við skipulagsstörf (1973-74). Á veg-
um Landhelgisgæslunnar fór hann
tvívegis á radarnámskeið erlendis,
1965 og 1977. Árið 1981 fékk hann
kennsluréttindi í skyndihjálp frá
RKÍ. Af og til leysti hann af sem
loftskeytamaður á millilandaskip-
um.
Árið 1986 hóf Valdimar störf
sem tæknimaður hjá RÚV Sjón-
varp, en þar lét hann af störfum
1995 vegna veikinda. Hann sat í
stjórn Starfsmannafélags Land-
helgisgæslunnar, m.a. sem formað-
ur 1972. Hann sat í einnig í stjórn
félags íslenskra loftskeytamanna,
m.a. sem varaformaður 1977 til
1979. Hann sat í öldungaráði Land-
helgisgæslunnar frá stofnun til
hinsta dags og var heiðraður á sjó-
mannadaginn 2006, fyrir sjó-
mannsstörf, en fyrst og fremst fyr-
ir söfnun og varðveislu gamalla
muna tengdra sjómennsku.
Valdimar verður jarðsunginn
frá Áskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 11.
Kvaran, f. 4.6. 1997,
og Jóna Margrét, f.
30.1. 2002. 2) Ragn-
heiður hugbún-
aðarsérfræðingur hjá
Landsteinum Streng,
f. 4.11. 1967. Sam-
býlismaður Gunnar
Skúli Guðjónsson
framkvæmdastjóri, f.
13.9. 1968. Börn:
Ágústa Hannesdóttir,
f. 16.6. 1985, Stefanía
Svavarsdóttir, f. 20.8.
1992, Steinunn Svav-
arsdóttir, f. 20.8.
1992, Melkorka Gunnarsdóttir, f.
23.5. 2002 og Valdimar Gunn-
arsson, f. 30.8. 2004. 3) Katrín, f.
2.1. 1970, d. 15.3. 1970. 4) Davíð
Þór slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamaður hjá Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins, f. 6.5. 1973.
Kvæntur Erlu Dögg Ragn-
arsdóttur hjúkrunarfræðingi, f.
27.3. 1976. Dóttir hans og Höllu
Drafnar Þorsteinsdóttur er Erna
Hörn, f. 4.6. 1997. Dætur Davíðs
Þórs og Erlu Daggar eru Katrín
Helga, f. 8.3. 2001 og Kristín Gyða,
f. 6.10. 2003. 5) Margrét skrif-
stofustjóri hjá Verkefnalausnum
ehf., f. 7.5. 1974. Gift Ormari
Gylfasyni Líndal hagfræðingi, f.
27.10. 1970. Dóttir Íris Birta, f.
29.6.2005.
Valdimar lauk landsprófi 1957.
Árið 1958 fór hann í garðyrkju-
skóla í Svíþjóð. Frá níu ára aldri og
til unglingsára var hann á sumrin í
Okkur langar, í örfáum orðum, að
minnast hans pabba. Hann var fyr-
irmynd okkar allra, maður sem átti
ekki í vandræðum með að redda hlut-
unum. Byggja hús með öllu, múra,
smíða, sparsla og mála, alveg sama
hvað var. Listasmiður, þegar hann
tók sig til, t.d. við rennibekkinn að
renna nálahús fyrir mömmu, ljósa-
krónur á heimilið eða þegar hann
dundaði sér við að gera naglamyndir.
Öll enduðu þessi listaverk í höndum
vina og vandamanna. Pabbi sat aldrei
auðum höndum. Um að gera að drífa
hlutina af, þá væru þeir ekki eftir.
Húmorinn var alltaf í lagi og það sást
vel í því hvernig hann tókst á við veik-
indi sín. Við viljum þakka honum fyrir
allar þær góðu stundir og minningar
sem við eigum og höfum rifjað upp
undanfarna daga. Endalaust bætast
við skemmtilegar sögur.
Við þökkum honum fyrir allar þær
yndislegu stundir sem við höfum átt
saman og að þeim mömmu hafi tekist
að gera okkur að þeim manneskjum
sem við erum í dag.
Fjölskylda Valdimars vill koma
fram þakklæti til þess góða fagfólks
sem kom að umönnun hans undanfar-
in 13 ár og þá sérstaklega starfsfólks
Grensásdeildar fyrir hið ómetanlega
starf sem þar er unnið.
Megi guð geyma elsku pabba,
Guðmundur Stefán, Ragnheiður,
Davíð Þór og Margrét.
Kær vinur, mágur og tengdasonur
hefur nú lagt upp í enn eina ferðina
sem að þessu sinni er ekki sjóferð
heldur ferðalag inn í aðrar víddir, á
nýjar slóðir. Valdimar verður tæplega
í vandræðum með að stilla inn á réttar
bylgjulengdir með reynslu loftskeyta-
mannsins í farteskinu.
Fyrir rúmum 40 árum sigldi hann
borðalagður og glæsilegur inn í líf
fjölskyldu okkar þegar hann og Jóna
Magga stilltu saman strengi sína.
Hún eignaðist þá kærleiksríka og
stóra tengdafjölskyldu, sem við sann-
arlega nutum góðs af, og við fengum
hann.
Valdimar var fjölhæfur með ein-
dæmum, listrænn þannig að allt lék í
höndum hans, hann hafði yndi af
góðri tónlist, var fróðleiksfús og af-
burða minnugur. Hann var eins og al-
fræðibók sem hægt var að fletta upp í
um ótrúlegustu hluti allt fram á síð-
ustu daga. Hann var gott fordæmi um
hvernig rækta má vináttu við sam-
ferðamenn og tengsl við fortíðina.
Eftir hann liggja mörg góð verk.
Hann gerði sér grein fyrir mikilvægi
þess að halda til haga sögulegum
verðmætum og lét ekki sitt eftir liggja
í þeim efnum. Hann naut þess að
leggja öðrum lið og nutu ófáir góðs af
því. Hann ávann sér traust samferð-
armanna og átti vini sem héldu
tryggð við hann alla tíð.
Það sem einkenndi Valdimar var
heiðarleiki og hreinskiptni, eljusemi,
ótrúlegt æðruleysi og góð kímnigáfa
sem kom sér ekki síst vel í löngum og
erfiðum veikindum. Aldrei heyrðist
hann kvarta heldur tók hverju sem að
höndum bar með einstöku jafnaðar-
geði. Hann var í raun mikill kennari á
lífsins leið um þau gildi sem skipta
máli og hvernig maður tekst á við lífið
og erfiðleika þess.
Valdimar var mikill fjölskyldumað-
ur. Þau Jóna Magga eiga sannarlega
miklu barnaláni að fagna þrátt fyrir
að hafa þurft að takast á við sorgina
sem fylgdi missi litlu Katrínar aðeins
rúmlega tveggja mánaða gamallar.
Jóna Magga hefur staðið eins og
klettur við hlið eiginmanns síns í veik-
indum hans og engin orð fá því lýst
hvílíka ást og umhyggju hún hefur
sýnt á undanförnum árum sem og alla
tíð.
Börnin þeirra fjögur og barnabörn-
in tólf eru sannarlega gleðigjafar,
hafa verið foreldrum sínum mikill
styrkur og bera þeim gott vitni.
Kærleikur, samúð og væntum-
þykja var lífsmáti Valdimars og
þeirra eignleika naut fjölskylda hans
og samferðamenn í ríkum mæli, á allt
of stuttri ævi.
Far þú í friði, kæri vinur.
Fyrir hönd tengdafjölskyldunnar,
Bryndís, Ingibjörg og Guð-
mundur Guðmundsson.
Minningabrotin renna hjá. „Vertu
trúr allt til dauða.“ Árið er 1954, ferm-
ing í Akraneskirkju. Langþráður
draumur pabba og mömmu hefur
ræst. Fermingarkyrtlarnir teknir í
notkun í fyrsta sinn. Valli bróðir er í
þessum hópi.
Árið er 1940. Barn er að fæðast í
Holti undir Eyjafjöllum. Það er ljúf-
lingurinn okkar og við eldri systkinin
rígmontin. Valdimar Óskar er nafnið
hans, eftir bræðrum pabba, sem lét-
ust í barnæsku. Lítill kútur, bjartur
yfirlitum með ljósa lokka, hvers
manns hugljúfi.
Árin líða og drengurinn vex úr
grasi. Alltaf sami ljúflingurinn, vin-
sæll meðal foreldra, systkina og allra
vinanna. Svolítið uppátektarsamur
eins og tíðkast í systkinahópnum.
Oddur, fréttaritari á Skaganum,
fréttir af glæfraför á pramma í
Krókalóni. Þetta fer í Moggann.
Unglingurinn, góða skapið, skopið,
hlýleikinn. Sjórinn heillar og nú er
það ekki prammi heldur messagutti á
Gullfossi. Árin líða hjá og guttinn orð-
inn að glæsilegum ungum manni, sem
heillar alla. Hann verður hugfanginn
af sígildri tónlist, helst eru það óp-
erurnar, svolítið óvenjulegt á þessum
árum. Hann er farinn að stunda nám í
Loftskeytaskólanum. Kannske eru
óperur og loftskeyti ekki svo ólík. Svo
segir hann sögur, skemmtilegar sög-
ur.
Okkar maður fer óvenjumargar
ferðir að Bifröst í Borgarfirði. Hvað
er þar? Jú ung stúlka að vestan, með
græn augu, Jóna Magga. Þvílík ger-
semi, enda af vestfirsku kjarnafólki
komin. Árið er 1966. Brúðkaup, blik í
augum sem boða fögur fyrirheit.
Kærleikurinn, sem umber allt og fell-
ur aldrei úr gildi. Valli fer að starfa
hjá Gæslunni eftir skóla. Það kemur í
hlut Jónu Möggu að sjá um börn og
bú. Eflaust hefur það ekki verið auð-
velt hjá sjómannskonunni að sinna
öllu sem sneri að heimilinu og barna-
uppeldi. Jóna Magga er svo sannar-
lega starfi sínu vaxin og það er ynd-
islegt að sjá hvað þau bera alltaf
virðingu og væntumþykju hvort í
annars garð. Valli kemur miklu í verk
fyrir utan vinnuna. Ótal áhugamál.
Fleiri hundruð mynda í tölvunni, ætt-
armótin, minningarsteinarnir, sem
hann hannaði við gamla Garðahúsið á
Akranesi. Hann hefur alltaf verið
heilsugóður og því kemur það eins og
þruma úr heiðskíru lofti, er hann
greinist með æxli í höfði. Þar með
hefst baráttan mikla, sem stendur í
um 12 ár. Maður á eiginlega ekki orð
yfir þessum hetjum, sem mæta hverj-
um degi með bros á vör, húmorinn og
æðruleysið alltaf til staðar. Þau Jóna
Magga og Valli hafa gefið okkur hin-
um heilmikið, sem við ættum að til-
einka okkur betur.
Árið er 2006. 50 ára fermingaraf-
mæli og ljúflingurinn okkar ætlar að
stíga í stólinn. En hvernig? Hann er í
hjólastól. „Þú getur flutt ávarpið þitt
svona sitjandi,“ segir meðhjálparinn.
„Ég ætla í stólinn“, svarar hann og
gerir það si svona. „Vertu trúr allt til
dauða og Guð mun gefa þér lífsins
kórónu.“ Lífsbókinni hans hefur verið
lokað, en á landi lifenda finnumst við
aftur.
Við systkini hans og tengdafólk
viljum þakka Jónu Möggu alla þá ást-
úð og kærleika, er hún tókst á við í
veikindum hans. Þar fór engin með-
almanneskja. Hún er gimsteinn af
Guði gerð og gefin.
Systkinin og fjölskyldur þeirra.
Hann kom brosandi í þennan heim
og hélt því til æviloka, hjartkær elsku
bróðir okkar sem við nú kveðjum.
Hjartahlýr, kærleiksríkur og hugul-
samur var hann og hafði einstaka
kímnigáfu. Æskuheimilið á Kirkju-
hvoli var okkar griðastaður, enda
ríkti þar mikill kærleikur og friður.
Þar var annasamt, enda bæði heimili,
safnaðarheimili og þar fóru athafnir
fram. Því giltu þar ákveðnar reglur
sem bar að fylgja. Aldrei komu upp
nein vandamál, við lærðum að ganga
um hljóðlega og það fylgdi okkur út í
lífið. Valli okkar átti stóran þátt í að
skapa þann anda. Hann var einstakur
sonur, um það ber minningarsteinn-
inn um föður okkar í Görðum á Akra-
nesi vitni. Hann hannaði hann að öllu
leyti. Öll árin sem hann kom af sjón-
um hringdi hann til foreldra okkar til
að láta vita að allt hefði gengið vel.
Eitt hans síðasta verk var að sam-
þykkja nýjan legstein yfir þau, sem
komin er nú upp, en þá var hann orð-
inn lamaður og búinn að missa málið.
Ungur að árum kynntist hann Jónu
Möggu sínum lífsförunaut. Við teljum
að enga hefði hann getað valið betri.
Þessi einstaka hetja sem aldrei hefur
frá honum vikið. Aldrei heyrðist
æðruorð frá þeirra munni. Ástin og
umhyggjan sem þau báru gagnvart
hvert öðru er ólýsanleg. Við þetta ól-
ust börnin þeirra upp og munu þau
skila því til sinna barna. Samheldnari
fjölskyldu er vart að finna.
Fyrir þrettán árum hófst hans
þrautaganga, en hann lét ekki deigan
síga. Fann sér verðugt verkefni og fór
að vinna við söfnun mynda, m.a. fyrir
Landhelgisgæsluna. Í dag er hún rík-
ari af gömlum minningum, m.a. úr
þorskastríðinu. Allt var þetta hug-
sjónastarf sem hann innti af hendi
með bros á vör. Til merkis um hug-
ulsemi hans þá var hann óþreytandi
að senda systrum sínum sem dvöldu
erlendis upptökur með ýmiskonar
efni sem hann hafði tekið upp. Fastur
liður á föstudögum var að senda ætt-
ingjum og vinum skemmtisögur á
netinu, sem hann gerði þar til mátt-
urinn þvarr, en þá tók Jóna Magga til
við að aðstoða hann.
Þó söknuðurinn sé sár er hjarta
okkar yfirfullt af þakklæti fyrir að
hafa átt hann sem bróður og vin.
Jóna Magga okkar, börnin ykkar,
tengdabörn og barnabörn, megi al-
góður Guð styrkja ykkur og vernda á
þeim erfiðu tímum sem framundan
eru.
Vertu Guði falinn, elskulegur.
Gyða, Edda, Hanna.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Kæri bróðir minn og sólargeislinn,
vertu Guði falinn
Helga systir.
„Á grænum grundum lætur Hann
mig hvílast“. Þessi hending úr 23.
Davíðssálmi komu mér í hug þegar
okkur hjónum var tilkynnt lát okkar
einstaka vinar Valdimars Jónssonar.
Ekki duldist okkur þó við síðustu
heimsókn til hans að stutt væri í enda-
lokin. Hetjan sanna var að láta í minni
pokann fyrir illvígum sjúkdómi sem
hafði í rúman áratug tekið sinn toll og
sett mark sitt á þennan glaðværa öð-
ling. Um hugann fljúga ótal minning-
ar um liðlega fjörutíu ára vináttu.
Fundum okkar bar fyrst saman um
borð í v/s Óðni árið 1964, en þar um
borð var Valdi loftskeytamaður. Ekki
tók það langan tíma fyrir nýja háset-
ann að átta sig á því að Valdi var einn
öflugasti hlekkurinn í þeim góða anda
og samheldni sem ríkti þar um borð,
um og upp úr miðjum sjöunda áratug
síðustu aldar. Ávallt lifandi, kátur og
hress og einn aðalforsprakkinn í út-
gáfu Óðinshanans sem var vélritað
blað sem tók á helstu málum líðandi
stundar um borð í Óðni. Þegar háset-
inn hafði öðlast þroska til að gegna
stöðu stýrimanns fannst Valda tími til
kominn að kynna honum óperutónlist.
Leiddi það til margra sameiginlegra
hlustunarstunda í loftskeytaklefanum
á Óðni. Smám saman bar þessi mús-
iktilraun árangur þó hún næði ekki al-
veg að kaffæra bítlahljóminn í kolli
drengsins. Einnig pældum við í bók-
menntum og eru mér þar hugstæð-
astar bækurnar Brekkukotsannáll,
Gerpla og Íslandsklukkan, ásamt
ævisögu séra Árna Þórarinssonar.
Um þær bækur var margt skrafað og
mikið hlegið.
Árið 1972 skildu leiðir um tíma, er
ég hóf störf hjá Almannavörnum rík-
isins, en þó ekki lengi því í febrúar-
byrjun 1973 var Valdi kallaður til
starfa hjá Almannavörnum við upp-
haf Heimaeyjargossins. Þar starfaði
hann í liðlega 3 ár sem gagnaðist hon-
um vel þar sem hann stóð í húsbygg-
Valdimar Jónsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BOGI TH. MELSTEÐ
yfirlæknir,
Svíþjóð,
lést laugardaginn 26. apríl.
Ingibjörg Þorláksdóttir,
Páll Melsteð,
Anna Guðríður Melsteð,
Jón Þorlákur Melsteð,
tengdabörn og barnabörn.