Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ásgeir Ingvarsson og Steinþór Guðbjartsson KAPPKOSTAÐ verður að halda úti eins góðri þjónustu á Lands- spítalanum og mögulegt er miðað við aðstæður. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra við Morgunblaðið eftir fund sem boð- að var til seint í gærkvöldi með stjórnendum spítalanna á Akra- nesi, Selfossi, í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Á fundinum var rædd aðkoma spítalanna og samvinna við lausn á þeim mikla vanda sem fyrirsjáanlegur er á Landspítalan- um þegar uppsagnir skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga taka gildi 1. maí. Á fundinum voru einn- ig rædd viðbrögð við boðuðum að- gerðum geislafræðinga, að sögn ráðherra. Vísa aðgerðum annað Gripið verður til viðbragðsáætl- unar sem verður nánar skipulögð í dag og á morgun. „Lýstu forsvars- menn spítalanna allir vilja sínum til að koma að áætluninni í góðu samstarfi við sitt starfsfólk. Einn- ig verður haft samstarf við sjúkra- húsið á Akureyri,“ sagði Guðlaug- ur Þór. Áætlunin felur í sér að hægt verður að viðhalda lágmarksbráða- þjónustu á Landspítala, þ. á m. gera keisaraskurði og skurðað- gerðir vegna krabbameins, en öðr- um aðgerðum verður vísað til sam- starfsspítalanna eins og unnt er. Vonast eftir lausn á deilunni Þeim breytingum sem boðaðar hafa verið á störfum skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga segir heilbrigðisráðherra að sé einkum ætlað að uppfylla ákvæði tilskip- unar Evrópusambandsins um lág- markshvíldartíma og að óveruleg- ur sparnaður hljótist fyrir spítalann af hinu nýja fyrirkomu- lagi. Vel hafi gengið að innleiða sams konar breytingar við aðrar deildir á spítalanum. Guðlaugur Þór vonast til að deil- an muni leysast og að þeir hjúkr- unarfræðingar sem sagt hafa upp komi aftur til starfa. „Ég held að allir hlutaðeigandi séu reiðubúnir til þess að finna leið til að leysa málið,“ segir hann.“ Anna Stefánsdóttur og Björn Zoëga, sem hafa verið sett til að gegna starfi forstjóra Landspítal- ans til hausts, segja að ákvörðun hjúkrunarfræðinga um að standa við uppsagnirnar valdi þeim mikl- um vonbrigðum. Björn segir að ákveðin sáttar- hönd hafi verið rétt fram og farið hafi verið að tilmælum Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga en það hafi ekki dugað til. Margoft hafi komið fram að óbreytt ástand sé ólöglegt en hjúkrunarfræðingar hafi ekki verið til viðræðu um breytingar. Þar sem ekki væri um hópupp- sagnir að ræða sagðist Björn vona að einhverjir hjúkrunarfræðingar sæju möguleika í stöðunni. Að sögn Björns eru engar laga- heimildir fyrir því að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar starfi áfram í ákveðinn tíma. Í starfs- mannalögunum segi að hægt sé að krefjast slíks allt að sex vikum áð- ur en uppsagnir taki gildi en það sé hugsað í sambandi við hópupp- sagnir og fyrir sex vikum hafi eng- um dottið í hug að þessi staða gæti komið upp. Anna Stefánsdóttir segir að neyðaráætlunin verði kynnt í dag og hún taki mið af stöðunni. Landspítalinn vinnur að neyðar- áætlun með öðrum spítölum Geta ekki krafist að uppsögnum hjúkrunarfræð- inga verði frestað Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Neyðarfundur Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hélt í gærkvöldi fund með forstöðumönnum sjúkrahúsa um málefni Landspítalans. völl fyrir því að ræða frekar saman því að stjórn spítalans ætli sér greinilega að koma vaktabreyting- unum á. „Við treystum þeim ekki í samningaviðræður um þessi mál,“ segir hún. 96 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu og segir Vigdís að rúmlega 80 þeirra hafi verið á fund- inum en aðrir bundnir í vinnu. Hún segir að margir hjúkrunarfræð- ingar hafi þegar ráðið sig í vinnu annars staðar og aðrir þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki vinnu. Hjúkrunarfræðingar vildu gjarnan vinna á sínu sérsviði en starfsfriður hefði ekki verið góður í mörg ár og ekki væri gaman að vinna á vinnustað þar sem stanslaust væri verið að rjúfa vinnufriðinn. Mikil samstaða væri í hópnum og með frestun til hausts væri verið að reyna að rjúfa þessa samstöðu. Að sögn Vigdísar gefa hjúkr- unarfræðingar lítið fyrir rökin fyrir boðuðum breytingum á vaktafyr- irkomulaginu. Boðaðar vaktir geti valdið löngum vinnutíma og sam- rýmist ekkert frekar kröfum Evr- ópusambandsins en núverandi fyr- irkomulag. ESB sé því bara afsökun. Erfitt sé fyrir utanaðkomandi aðila, sem hugsi bara um peninga, að segja hvernig vinnutilhögunin eigi að vera og hjúkrunarfræðingar viti best hvernig standa eigi að málum. Geislafræðingar funduðu í gær- kvöldi. Þeir sögðust ætla að ræða við yfirmenn sína á Landspítalanum árla dags í dag og tilkynna í kjölfar- ið hvort þeir stæðu við uppsagnir sínar og gengju út á miðnætti eða drægju þær til baka. Uppsagnir hjúkrunarfræðinganna standa Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SKURÐ- og svæfingarhjúkr- unarfræðingar á Landspítalanum samþykktu einróma á fundi sínum í gær að standa við uppsagnir sínar sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í yfirlýsingu frá hjúkrunarfræð- ingunum kemur fram að þeir sjái sér ekki fært að verða við tilmælum stjórnenda spítalans um að draga uppsagnir sínar til baka því með því sé aðeins verið að fresta vandanum. Ekkert hafi komið fram sem bendi til samningsvilja yfirmanna um að hvika frá fyrirhuguðum breytingum á vaktafyrirkomulagi. Ábyrgð á því ástandi sem kunni að skapast er vís- að á hendur yfirmanna og heilbrigð- isráðherra og lýst er yfir vantrausti á yfirstjórn Landspítalans. Vigdís Árnadóttir skurðhjúkr- unarfræðingur segir að hjúkr- unarfræðingarnir telji ekki grund- Morgunblaðið/Frikki Biðstaða Geislafræðingar funduðu í gærkvöldi og taka af skarið í dag. Geislafræðingar sýndu ekki spilin AÐSTANDENDUR netkosningar um Gjábakkaveg og aðra valkosti í samgönguúrbótum við Þingvallavatn hvetja landsmenn til að taka þátt í kosningunni og minna á að sam- kvæmt lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum á þjóðgarðurinn að vera helgistaður allra Íslendinga. Á for- síðu mbl.is er að finna tengil á kosn- ingavefinn. Kosið er um fimm leiðir: Leið 1 er lagfærður núverandi vegur, leið 2 er vegur norðan Lyngdalsheiðar og vestur að Miðfelli, leið 3 er vegur norðan Lyngdalsheiðar og sunnan Þingvallavatns, leið 4 er vegur sunn- an Lyngdalsheiðar og upp á Hellis- irfarandi hætti: 1. sæti fyrir þann kost sem þeir telja bestan, 2. sæti fyr- ir þann næsta og svo koll af kolli. Ekki þarf þó að velja nema einn kost. Þessi sama aðferð var notuð þegar kosið var um þjóðarblómið og varð þá Holtasóley fyrir valinu. Slóðin á kosn- ingavefinn er www.landvernd.is/ gjabakki og þar má nálgast mats- skýrslu fyrir vegagerðinni, úrskurð Skipulagsstofnunar og úrskurð um- hverfisráðherra auk frétta um Gjá- bakkaveg og nánari upplýsingar um kosningaraðferðina raðval. Aðstandendur kosningarinnar eru Landvernd, Lýðræðissetrið, Morg- unblaðið og mbl.is. heiði og leið 5 er vegur sunnan Lyng- dalsheiðar og niður Grafninginn. Kosningaraðferðin sem notuð er heitir raðval. Kjósendur geta raðað mögulegum leiðum í sæti með eft- Hvetja til þátttöku í kosn- ingu um Gjábakkaveg Tært Margir hafa áhyggjur af því að mengun spilli Þingvallavatni. Morgunblaðið/ÞÖK Héðinn segir að flestar þær breyt- ingar sem til stóð að gera á kjörum og vaktafyrirkomulagi læknanna hafi verið dregnar til baka auk þess sem skipulagsbreytingar og til- færslur hafi komið í veg fyrir kjara- skerðingu. Bjartsýn á framhaldið „Við sjáum nú fram á sameiningu heilbrigðisstofnananna á Blönduósi og Sauðárkróki sem þýðir breytta yfirstjórn,“ segir Héðinn. Starfs- menn stofnunarinnar geti því flestir horft fram á betri tíma en sam- kvæmt tillögu ráðherra standi til að styrkja innviði stofnunarinnar og bæta þjónustuna. LAUSN hefur verið fundin í deilu heilbrigðisstofnunarinnar á Blöndu- ósi og þeirra lækna sem þar starfa. Læknarnir hugðust segja upp störf- um 1. apríl en höfðu fallist á að fresta því til 1. maí. Þeir hafa nú ákveðið að halda áfram störfum. „Við gátum ekki staðið í samn- ingaviðræðum við forstjóra stofnun- arinnar vegna langvarandi sam- skiptaörðugleika, þeir örðugleikar voru stór þáttur í því að við ákváðum að segja upp,“ segir Héðinn Sigurðs- son, trúnaðarmaður Læknafélags Norðvesturlands og læknir á Heil- brigðisstofnun Blönduóss. Íhlutun heilbrigðisráðuneytisins til að leysa deiluna hafi því verið óhjákvæmileg. Læknar á Blönduósi halda áfram störfum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.