Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 15 MENNING NOKKRIR breskir rithöfundar, sem allir hafa átt bækur ofarlega á metsölulistum þar í landi og víðar, saka bresku verslanakeðjuna Tesco um að bregðast of harkalega við gagnrýni á starfs- hætti fyrirtæk- isins í Taílandi. Rithöfundarnir eru Nick Hornby, Mark Haddon, Joanne Harris og Deborah Mog- gach. Dótturfyrirtæki Tesco í Taí- landi, Tesco Lotus, höfðaði mál gegn þremur Taílendingum sem gagn- rýndu viðskiptahætti fyrirtækisins þar í landi. Einn þeirra, Jit Siratr- anont, á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist fyrir vikið og jafn- framt að þurfa að greiða Tesco Lo- tus skaðabætur upp á allt að 16,6 milljónir punda. Hornby og félagar segja of hart gengið gegn málfrelsi þessa fólks þó svo þeir skilji að fyr- irtækið vilji verja sig. Siratranont er varaformaður viðskiptaráðs Taí- lands. Hann lét þau ummæli falla að Tesco Lotus væri að ýta minni fyr- irtækjum út af markaði með harðri útþenslustefnu. Annar gagnrýnandi Tesco Lotus, Kamol Kamoltrakul, er lausráðinn blaðamaður og gagn- rýndi hann fyrirtækið í blaðagrein. Þriðji maðurinn er einnig blaðamað- ur, Nongnart Harnvilai, og hann var lögsóttur fyrir að skrifa í blaðagrein: „Fuss, Tesco Lotus elskar ekki Taí- lendinga.“ Tesco segist styðja lagaaðgerðir dótturfyrirtækisins þar sem ráðist hafi verið gegn fyrirtækinu og það hafi viljað fá opinberar afsök- unarbeiðnir frá mönnunum. Ekkert hafi hins vegar bólað á þeim og því hafi komið til lögsókna. Samtök rithöfunda sem standa vörð um málfrelsi, PEN, segja það sérstakt áhyggjuefni að Tesco Lotus skuli lögsækja mennina of svo mikilli hörku að komið geti til fangels- isvistar. Tesco noti „stóran hamar til að brjóta litla hnetu“. Þá hefur Tesco höfðað mál á hendur ritstjóra breska dagblaðsins Guardian, Alan Rusbridger, fyrir að breiða út lygar um fyrirtækið, nánar tiltekið til- raunir þess til að komast undan skattgreiðslum í Bretlandi. Tesco ber því við að Guardian hafi ekki beðist afsökunar á rangfærslunum. Stór hamar, lítil hneta Metsöluhöfundar gagnrýna Tesco Rithöfundurinn Nick Hornby KAMMERKÓR Mosfellsbæjar held- ur vortónleika sína í bókasafni bæjarins á morgun klukkan fjögur. Yfirskrift tónleikana er „Salut d́Amor“ og á efnisskránni eru söngperlur frá sjö mismunandi löndum. Einsöngvari er Auður Árnadóttir og meðleikari er Arnhildur Valgarðsdóttir. Aðrir hljóðfæraleik- arar eru Auður Árnadóttir flautuleikari og Eva Þórdís Ebenezardóttir fiðluleikari. Nemendur úr Listaskóla Mosfellsbæjar og Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar koma einnig fram. Stjórnandi Kammerkórs Mosfellsbæjar er Símon H. Ívarsson. Tónlist Kammerkór Mosfellsbæjar Söngperlur í Mosfellsdal Á MORGUN verða fjórðu tón- leikar ársins í hádegistón- leikaröð Hafnarborgar. Píanóleikarinn Antonía He- vesi er listrænn stjórnandi tón- leikaraðarinnar. Að þessu sinni er það ten- órinn Kolbeinn J. Ketilsson sem er gestur hádegistónleik- anna. Hann hefur starfað mik- ið erlendis undanfarin ár, en fór með hlutverk Bakkusar í uppsetningu Íslensku óperunnar á síðasta ári. Á efnisskránni á morgun eru íslenskar og ítalskar aríur. Tónleikarnir hefjast klukkan tólf og standa í um hálfa klukkustund. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Aríur í hádeginu í Hafnarborg Kolbeinn J. Ketilsson Á MORGUN verður Sjón- listadaginn hald- inn hátíðlegur í annað sinn. Af því tilefni verður opið hús á Korpúlfsstöðum í Reykjavík frá klukkan eitt til fimm. Á Korpúlfsstöðum eru fjörutíu myndlist- armenn og hönnuðir með vinnuaðstöðu. Sýn- ingin FLÓÐ verður í kjallara hússins og vinnu- stofur listamannanna verða opnar. Þá verður einnig sýning á verkum nemenda úr Myndlist- arskólanum í Reykjavík, en skólinn rekur útibú á Korpúlfsstöðum. Aðgangur er ókeypis og kaffiveitingar verða seldar á staðnum. Myndlist Sjónlistadagurinn á Korpúlfsstöðum Korpúlfsstaðir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í NÆSTU viku verður frumflutt í Síbelíusarhöllinni í Lahti í Finn- landi, verkið ORA eftir Áskel Más- son tónskáld. Flytjendurnir eru slagverkssextettinn Kroumata frá Svíþjóð og sinfóníuhljómsveitin í Lahti, undir stjórn Osmo Vänskä. „Þetta er töluvert umfangsmikið verk,“ segir Áskell, sem er nýkom- inn frá Stokkhólmi þar sem hann vann með einleikurunum í Krou- mata, sem hann segir einhvern fín- asta slagverkshóp í heimi. „Þesir aðilar pöntuðu verkið sér- staklega. Vänskä hefur verið að- alstjórnandi hljómsveitarinnar í Lahti. Þetta verður síðasti konsert- inn sem hann stjórnar sem slíkur í húsinu, en hann hefur gegnt stöð- unni í 20 ár.“ Áskell segir slagverkið fyrir miðju í verkinu, enda sólistarnir sex allir slagverksleikarar. En hvað skyldi heiti þess tákna? „Ora er latína og þýðir strönd. Á abstrakt hátt var ég með strendur nágrannalanda okkar Íslendinga í huga. Sextettinn er að vissu leyti fulltrúi þessarra landa á sviðinu, Ís- lands, Grænlands, Færeyja, Orkn- eyja, Norður-Skotlands og Norður- Írlands. Það myndast einskonar bogi ef maður dregur línu milli stranda landanna og slagverksleik- ararnir standa í slíkum boga meðan þeir spila. Þeir mynda strandir í hafsjó hljómsveitarinnar. Hljóm- sveitin er einnig sett upp á sér- stakan hátt; fiðluleikararnnir eru ein deild, fjarri lægri strengjunum sem eru gegnt þeim, og ég skipti tré- og málblásurunum einnig upp.“ Áskell lýsir verkinu sem einni stórri heild með umtalsverðri ka- densu, þar sem slagverksleik- ararnir leika allir. Hann segist hafa unnið að verkinu um hríð, samtímis öðrum stórum verkefnum. „Ég er á kafi núna í heljarmikilli óratoríu fyrir Hallgrímskirkju, sem heitir Cecilia. Hún er skrifuð fyrir nánast alla tónlistarkrafta innan kirkjunnar, þrjá kóra, hljómsveit, tvö orgel og einsöngvara. Frum- flutningur verður á Degi tónlistar- innar, 22. nóvember.“ Spennandi heimur slagverksins Áskell hefur samið talsvert af verkum fyrir slagverk. „Ég er mik- ið orðaður við slagverk. Þetta er spennandi heimur, þetta eru hljóð- færi nútímans, svipað og píanóið var á dögum Mozarts og Beetho- ven. Þetta er sú hljóðfæragrúppa sem mest ber á í heiminum í dag og mest er að gerast í. Ég hef þó einn- ig skrifað fyrir flest önnur hljóðfæri í hljómsveitinni, bæði fyrir strengi og blásara: einleiksverk, kamm- erverk og konserta.“ Flutningnum á fimmtudags- kvöldið 8. maí verður útvarpað beint á vefnum www.classiclive- .com. Hljóðfæri nútímans  Nýtt verk Áskels Mássonar verður frumflutt í Lahti  Síðustu tónleikar stjórnandans Osmo Vänskä eftir 20 ár í brúnni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tónskáldið „Á abstrakt hátt var ég með strendur nágrannalanda okkar Ís- lendinga í huga,“ segir Áskell Másson um tónverkið ORA. Í HNOTSKURN » ORA, nýtt tónverk ÁskelsMássonar, verður frumflutt í Síbelíusarhöllinni í Lahti í næstu viku. Flytjendur eru Kroumata- hópurinn og sinfóníhljómsveit undir stjórn Osmo Vänskä. » Fyrirhugað er að flytja verk-ið í nýja tónlistarhúsinu í Reykjavík árið 2010. » Áskell vinnur um þessarmundir að óratoríu fyrir Hallgrímskirkju, sem frumflutt verður 22. nóvember. RAFLISTAHÁTÍÐIN Raflost hefst í dag og verður tónlist í fyrirrúmi að þessu sinni. Raflist er sú list þar sem rafmagn og tækni skiptir verulegu máli í listsköp- uninni. Hátíðin er haldin öðru sinni, sú fyrsta var haldin í fyrra, og vonast skipuleggjendur til þess að hún verði árviss viðburður. Raftónlist er „tónlist þar sem þú vinnur með hljóð“, eins og einn skipuleggjenda, Ríkharður H. Friðriksson, lýsir því. Hljóðið þurfi ekki upphaflega að hafa komið úr raftæki en unnið sé úr því með rafmagni. Ríkharður bendir á að stór hluti popptónlistar sé orðinn þannig að hljóð komi úr raftækjum og menn farnir að fjarlægjast nótur og vinna með hrein hljóð. Hljóðin geta engu að síður komið úr náttúrunni og þá unnið með þau í tölvu. Aðalgestur hátíðarinnar er Morton Subotnick, banda- rískur raftónlistarfrumkvöðull sem fyrstur manna var beðinn um að semja raftónverk fyrir LP hljómplötu sem kom út árið 1967, Silver Apples of the Moon. Rík- harður segir þá sem fylgst hafa með raftónlist án efa þekkja Subotnick. Hann heldur fyrirlestur í Listahá- skóla Íslands í Laugarnesi í hádeginu í dag kl. 12.30-14 og tónleika 1. maí kl. 20 í Sölvhóli, tónleikasal tónlist- ardeildar LHÍ við Sölvhósgötu. Subotnick er orðinn 75 ára og enn í fullu fjöri við tónsmíðar og tónleikahald. Aðrir erlendir gestir verða á hátíðinni, vídeólistamenn- irnir Teijo Pellinen frá Finnlandi og Monika Frycova frá Tékklandi, sem koma fram með íslenskum lista- mönnum á tón- og myndleikum í Möguleikhúsinu við Hlemm 2. maí kl. 20. Dagskrá hátíðarinnar er á vefsíð- unni raflost.is. Raftónlistarfrumkvöðullinn Subotnick á Raflosti 2008 Morton Subotnick Var fyrstur manna beðinn um að semja raftónverk fyrir LP hljómplötu, árið 1967. Plat- an heitir Silver Apples of the Moon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.