Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SVONEFNDIR vogunarsjóðir
hafa verið nokkuð til umræðu hér
uppi á Íslandi að undanförnu.
Sögur hafa verið á kreiki um
jafnvel skipulagða atlögu nokk-
urra þeirra að íslensku krónunni
og íslensku efnahagslífi. Tilteknir
ráðamenn hafa, að því er virðist,
fremur ýtt undir þann orðróm en
hitt, enda ekki við þá að sakast ef
óvinurinn er jafn fjarlægur og
ópersónulegur aðili eins og vond-
ir vogunarsjóðir og áhættu-
fjárfestingarsjóðir erlendis.
Hér er ekki ætlunin að ræða
frekar að hve miklu leyti vog-
unarsjóðir hafa sannanlega komið
við sögu í okkar efnahagsóáran
en hitt er víst að sá vandi er að
stærstu leyti heimatilbúinn og á
ábyrgð núverandi og fyrrverandi
ríkisstjórnar en ekki utanaðkom-
andi aðila. Árásir spákaupmanna
eða vogunarsjóða á hagkerfi
verða hvort sem er ekki til úr
engu og upp úr þurru heldur eru
áhlaup af því tagi reynd ef menn
meta það svo að veikleikar við-
komandi hagkerfis eða gjaldmið-
ils séu svo miklir að það sé til
vinnandi að gera áhlaup. En nóg
um það.
Hér skal tekinn fyrir annar
þáttur í framgöngu tiltekinna
vogunarsjóða og öllu svakalegri
en sá að sæta færis á opnum, al-
þjóðlegum mörkuðum og sam-
kvæmt þeim leikreglum sem þar
tíðkast. Talsmenn
óheftrar samkeppni
og markaðsvæðingar
í efnahagslífinu hafa
litla stöðu til að fara
að væla þegar þeir
hitta sjálfa sig og
sína eigin hug-
myndafræði fyrir í
formi siðlausrar
græðgisvæðingar við-
skiptalífsins, eins og
nýfrjálshyggjan og
nýkapítalisminn hef-
ur að sjálfsögðu
meira og minna
gengið út á. Græðgin
er orðin dyggð og svo til allt
leyfilegt til að kreista fram skjót-
fenginn gróða, eins og kunnugt
er.
Grætt á þeim veikustu
En það nýjasta sem rekið hefur
á fjörur undirritaðs og tengist
framferði sumra vogunarsjóða (á
ensku er stundum talað um „vult-
ure funds“ eða „hrægammasjóði“
í þessum tilvikum) er af því tagi,
að það vekur spurningar um
hvort siðleysi og græðgi í þessum
heimi séu yfirhöfuð einhver tak-
mörk sett. Hér vísa ég til þess að
nú liggur fyrir að allmargir vog-
unarsjóðir hafa tekið upp á því að
kaupa upp skuldir fátækra og oft
mjög skuldugra ríkja, höfða síðan
mál gegn ríkjunum eða knýja þau
með málaferlum eða
hótunum um mála-
ferli og jafnvel hót-
unum um skemmd-
arverk á veikburða
efnahagslífi þeirra til
að greiða lánin að
fullu til baka og hina
upphaflegu kröfu
með vöxtum. Hér er
um það að ræða að í
gangi hafa verið að-
gerðir til að létta
skuldum af fátækum
og skuldugum ríkj-
um. Fyrstu umfangs-
miklu aðgerðirnar af
því tagi voru á vegum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða-
bankans og löndin sem í hlut áttu
þá oft skammstöfuð sem HIPC
(Heavily Indebted Poor Count-
ries). Nú er svo í gangi, til við-
bótar eða í framhaldi af HIPC-
verkefninu, svonefnt MDRI-
verkefni (Multilateral Debt Re-
lief Initiative), sem átta stærstu
iðnríkin samþykktu árið 2005.
Hinir gráðugu vogunarsjóðir
virðast ekki hika við að nýta sér
tækifærin sem opnast þegar ver-
ið er að lækka skuldir með eft-
irgjöf lánveitendanna og beita þá
bolabrögðum af því tagi sem áður
voru nefnd: að höfða mál eða
hóta málaferlum eða árás á efna-
hagslíf viðkomandi ríkja ef þau
borgi ekki að fullu hina upp-
haflegu lánsupphæð með vöxtum.
Sjóðirnir nýta sér að hafa harð-
skeytta lögfræðinga á hverjum
fingri til að finna leiðir til að
komast hjá samningum um
skuldaafléttingu á sama tíma og
vestrænar ríkisstjórnir og al-
þjóðastofnanir eru að reyna að
tryggja framkvæmd hins gagn-
stæða. Þannig hefur t.d. Kens-
ington-sjóðurinn keypt upp
skuldir lýðveldisins Kongó fyrir
að talið er 1,8 milljarða dollara
og ætlar sér að græða fast að 300
milljónir dollara á athæfinu.
Þúsaldarmarkmið í uppnámi
Ekki þarf að fara mörgum orð-
um um hversu stórháskalegar
þessar aðgerðir eru gagnvart
viðkomandi ríkjum, fyrir nú utan
siðleysið og grimmdina sem þær
endurspegla. Ljóst er að þúsald-
armarkmiðin um að helminga fá-
tækt í heiminum fyrir árið 2015
og byggja meðal annars á að af-
létta skuldum fátækra ríkja eru
sums staðar í uppnámi af þess-
um sökum. Er þó ekki á bætandi
þau áföll sem mörg þessi sömu
ríki verða fyrir einmitt nú vegna
stórhækkaðs matvælaverðs á
heimsmarkaði. Samkvæmt upp-
lýsingum frá alþjóðasamtökunum
Oxfam eru a.m.k. 40 málaferli af
þessu tagi komin af stað sem
beinast að fátækum skuldugum
ríkjum og hefur Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn opinberlega lýst
áhyggjum sínum af þessu fram-
ferði vogunarsjóðanna. Enn sem
komið er hafa hins vegar til-
raunir til að leysa málin ekki
borið árangur.
Ekki veit ég hvort einhverjir
vogunarsjóðanna, sem eyddu
hinni frægu kvöldstund saman á
barnum á 101 Hótel á liðnum
vetri, eigi hlut að máli. En telji
menn það grimmdarlegt og sið-
laust að gera áhlaup á íslenska
hagkerfið og íslensku krónuna –
ja, hvað má þá segja um slíkt
svívirðilegt framferði gagnvart
fátækustu og skuldugustu ríkj-
um heims og slík skemmdarverk
á veiklulegum tilburðum þróaðra
ríkja til að aðstoða þau?
Græðgi sem þekkir engin takmörk
Steingrímur J. Sigfússon
skrifar um vogunarsjóði » Talsmenn óheftrar
samkeppni og mark-
aðsvæðingar í efnahags-
lífinu hafa litla stöðu til
að fara að væla þegar
þeir hitta sjálfa sig og
sína eigin hugmynda-
fræði fyrir í formi sið-
lausrar græðgisvæð-
ingar viðskiptalífsins...
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar græns framboðs.
ÁSÓKN barna og unglinga í
áfengi og eiturlyf er mörgum
áhyggjuefni. Áföll, kvíði og þjáning
eru hlutskipti alltof margra ung-
menna. Þjáning og sársauki eru
óbærileg og lífsflóttinn er auðveld-
aður með vímugjöfum. Ásókn í vímu
er ekki gleðileikur, þvert á móti flótti
frá óbærilegum veruleika, kvöl og
pínu.
Hvað getum við
gert, hvernig getum
við forðað ungu fólki
frá slíkum örlögum?
Við getum byrjað á
því að vera ungu fólki
góðar fyrirmyndir með
því að vera sjálfum
okkur samkvæm, gera
rétt þola ei órétt,
ástunda heiðarleik og
sanngirni.
Við eigum líka að
uppræta ofbeldi gegn
börnum með opinni
umræðu, fræðslu og
aðstoð.
Við verðum að ráðast gegn kyn-
ferðislegri misnotkun barna og ung-
linga.
Þá eigum við að bæta grunnskól-
ann svo hann skili betur því hlut-
verki mannræktar og mennta til lífs-
leikni sem honum ber, tryggi ungviði
áfallalausa skólagöngu, uppræti van-
mátt, kvíða, kjarkleysi og feimni og
geti heilað og grætt þau sár sem á
falla utan skólans.
Innan grunnskólans má vinna for-
varnastarf, skilgreina áhættuhópa
og aðstoða þá sem þeim tilheyra. Ég
vil benda á þá áhættuhópa sem ég tel
skilgreinanlega.
Fyrstan áhættuhóp tel ég stúlkur,
sem hafa orðið fyrir kynferðislegri
áreitni eða misnotkun. Flest verða
slík áföll utan skólans en einnig er
það til að kennarar bregðist svo
trausti og misnoti svo aðstöðu sína
að nemendur þeirra verði aldrei
samir eftir. Þolendurnir lifa í þögn
og kvöl.
Annan áhættuhóp tel ég unglinga
sem í einangrun og einsemd glíma
við óræða kynhneigð sína, uppgötva
jafnvel sér til skelfingar að þeir séu
samkynhneigðir.
Þriðja hópinn vil ég nefna þau
ungmenni sem bognað hafa og
guggnað, eru með brotna sjálfs-
mynd, óörugg, kjarklaus, óframfær-
in og feimin; félagslega fötluð.
Fjórða hópinn nefni ég drengi,
sem 14-16 ára eru taldir svo illa sett-
ir námslega og sýna af sér slíka
hegðan að þeir eigi ekki lengur sam-
leið með „venjulegum“ nemendum.
Oftast eru þessir drengir vel greind-
ir, misþroska og hafa lent í erf-
iðleikum með lestrarnám, jafnvel illa
læsir við skólalok. Vegna lestr-
arvanda hefur allt nám þeirra meira
og minna misfarist.
Sumir hafa alla tíð ver-
ið erfiðir og jafnvel
„hafðir fyrir öllu illu“
en aðrir týnst og skól-
inn látið þá afskipta-
lausa. Þegar líður að
leikslokum fara gjarn-
an allir að brjótast um
og draga að sér nei-
kvæða athygli og
harkaleg viðbrögð.
Aðstæður skóla leyfa
sjaldan vandaða upp-
eldisvinnu eða hand-
leiðslu. Er þá oft gripið
til þeirra uppeldisaðferða sýna þeim
ýmist afskiptaleysi eða hörku. Úr-
ræðaleysi rekur skólann til þess að
beita þessum aðferðum sem jafnan
gefast verst og virðast öðrum að-
ferðum fremur auka á vansæld, óör-
yggi, mótþróa og andfélagslega
hegðan ungmenna og þá er oft orðið
stutt í vímuefnanotkun.
Þessu verður að breyta. Við get-
um breytt áherslum í lestrarkennslu
svo erfiðleikar sumra nemenda við
að ná tökum á lestri verði ekki til
þess að buga þá og brjóta, yf-
irskyggja allar þeirra sterku hliðar,
spilla skólagöngunni og jafnvel
skaða þá fyrir lífstíð.
Leggja verður áherslu á að þroska
almennt og fumlaust lesnæmi skyn-
getu okkar, tilfinninga og þá greind-
ar, jafnt á innhverfi okkar sem um-
hverfi.
Nú er því haldið fram, að þeir sem
glíma við svo nefnda „dyslexiu“ séu
almennt vel greindir og búi auk þess
yfir sérstökum hæfileikum er snýr
að skynjun, hugmyndaauðgi og
innsæi. Þá er því haldið fram að
gjarnan fari saman ofurburðir til
íþróttaafreka, listsköpunar, tækni-
og verkfræði eða stjórnkænsku og
vangeta til „hefðbundins“ lestr-
arnáms.
Sú reynsla hlýtur að vera sár og
bitur að búa yfir hæfni og styrk sem
einskis er metinn en vera dæmdur
og markaður bás af veikleikum sín-
um. Er það ekki einelti?
Raunhæfasta forvarnastarfið er í
því fólgið að forða börnum og ung-
lingum frá auðmýkjandi og nið-
urlægjandi reynslu, afskiptaleysi,
ranglæti og harðræði.
Við getum þegar hafist handa og
dregið úr áföllum í skóla. Við getum
litið að uppeldisaðferðum eða stíl í
skólastarfi.
Leitt hefur verið í ljós að börnum
og unglingum, sem búa við uppeld-
islegt afskiptaleysi er öðrum erf-
iðara að fóta sig í lífinu og leita meira
í áfengi og eiturlyf en jafnaldrar.
Börn og unglingar, sem búa við skip-
andi uppeldi standa þeim næst sem
áhættuhópur, þá koma þau í þriðja
sæti sem búa við undanlátssemi.
Langbest standa svo þau ungmenni
sem búa við leiðandi uppeldi.
Þessar niðurstöður virðast sjálf-
gefnar og gefa kjörið tækifæri til
þróunarvinnu í skólum um samskipti
og uppeldisstíl.
Látum börnin okkar finna að þau
séu mikils metin, ávinningur þess-
arar kynslóðar, fyrirheit um framtíð.
Hjálpum þeim að efla með sér sjálfs-
virðingu og jákvæða sjálfsmynd.
Sýnum skilning á vandamálum, leið-
beinum, hrósum og hvetjum alla til
að leggja sig fram, finna styrk sinn
og takmörk.
Sýnum þeim umhyggju og athygli,
hvetjum þau til dáða og veitum þeim
skilyrðislausa ást, sem elur af sér ör-
yggi og traust.
Forvarnir
Sturla Kristjánsson
skrifar um skólasýn » Leggja verður
áherslu á að þroska
almennt og fumlaust
lesnæmi skyngetu okk-
ar, tilfinninga og þá
greindar, jafnt á inn-
hverfi okkar sem um-
hverfi.
Sturla Kristjánsson
Höfundur er sálar- og uppeldisfræð-
ingur og Davis ráðgjafi.
TENGLAR
..............................................
www.les.is
VELFERÐARRÁÐ Reykjavík-
urborgar er fagráð velferðarsviðs og
mótar stefnu í velferðarþjónustu í
Reykjavík. Velferðarsvið ber ábyrgð
á að stefnu ráðsins sé fylgt auk þess
að annast áætlanagerð
og eftirlit með fram-
kvæmd þjónustunnar.
Þjónustumiðstöðvar í
hverfum Reykjavík-
urborgar og Barna-
vernd Reykjavíkur
heyra undir velferð-
arsvið Reykjavík-
urborgar og bera
ábyrgð á framkvæmd
viðamikillar velferð-
arþjónustu í borginni.
Til að fylgjast með
viðhorfum notenda til
þjónustunnar eru gerð-
ar þjónustukannanir. Nýverið voru
framkvæmdar þjónustukannanir á
þjónustumiðstöðvum Reykjavík-
urborgar og hjá Barnavernd Reykja-
víkur. Hér er um svokallaðar út-
göngukannanir að ræða, þar sem
notendur þjónustunnar eru spurðir
álits þegar þeir yfirgefa þjón-
ustuvettvang. Niðurstöður voru frá-
bærar sem er mjög jákvætt séð í ljósi
þess að þjónustumiðstöðvarnar og
Barnavernd hafa afar mikilvægu
hlutverki að gegna gagnvart íbúum
borgarinnar og miklu skiptir að þar
sé veitt góð og fagleg þjónusta.
Þjónustumiðstöðvarnar eru sex í
hverfum borgarinnar; þjónustu-
miðstöðin sem þjónar íbúum í Vest-
urbæ – Vesturgarður – er til húsa á
Hjarðarhaga 45-47, þjónustumiðstöð
í Miðborg og Hlíðum er á Skúlagötu
21, þjónustumiðstöð í Laugardal og
Háaleiti er í Síðumúla 39, þjónustu-
miðstöð í Árbæ og Grafarholti er á
Bæjarhálsi 1, þjónustumiðstöð í
Breiðholti er í Álfabakka 12 og þjón-
ustumiðstöðin Miðgarður, sem þjón-
ar íbúum í Grafarvogi og Kjalarnesi,
er í Langarima 21. Þjónustu-
miðstöðvarnar annast félagslega ráð-
gjöf og þjónustu við einstaklinga og
fjölskyldur, sálfræði- og sér-
kennsluráðgjöf við leik- og grunn-
skólabörn, frístundaráðgjöf og for-
varnarstarf, auk
upplýsingamiðlunar um
starfsemi Reykjavík-
urborgar. Í starfi þjón-
ustumiðstöðvanna er
mikil áhersla lögð á
samþætta og þverfag-
lega þjónustu, en hluta
verkefna sinna vinna
þjónustumiðstöðvarnar
skv. þjónustusamningi
við menntasvið Reykja-
víkur, leikskólasvið
Reykjavíkur og íþrótta-
og tómstundasvið í
Reykjavík.
Barnavernd Reykjavíkur er til
húsa í Skipholti 50b og hennar hlut-
verk er að tryggja að reykvísk börn
sem búa við óviðunandi aðstæður fái
nauðsynlega aðstoð.
Niðurstöður sýna að almenn
ánægja er með þjónustuna. Á heild-
ina litið kváðust rúm 86% notenda
mjög eða frekar ánægð með þjónustu
þjónustumiðstöðvanna og rúm 58%
þeirra sem heimsóttu Barnavernd
Reykjavíkur. Sérstaklega ánægju-
legt er að mikill meirihluti notenda
taldi viðmót og framkomu starfsfólks
vera mjög eða frekar góða, eða 93%
svarenda á þjónustumiðstöðvum og
84% svarenda hjá Barnavernd
Reykjavíkur. Þjónustukannanir eru
mjög mikilvægt tæki til að nálgast
álit notenda á þjónustunni, bæði svo
hægt sé að bregðast við ef eitthvað
fer úrskeiðis og einnig til að styrkja
enn frekar það sem vel er gert.
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar
leggur áherslu á að áfram verði öt-
ullega unnið að því veita framúrskar-
andi þjónustu þar sem áhersla er
lögð á gæði þjónustunnar, þjón-
ustulund og samstarf.
Almenn ánægja
með þjónustuna
Sigríður Jónsdóttir fjallar
um barnaverndar- og þjónustu-
miðstöðvar í Reykjavík
Sigríður Jónsdóttir
» Ánægjulegt er að
mikill meirihluti
notenda taldi viðmót og
framkomu starfsfólks
vera mjög eða frekar
góða...
Höfundur er skrifstofustjóri rann-
sókna og þjónustumats, velferðarsviði
Reykjavíkurborgar.