Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 21
UNDANFARIN ár hefur það ver-
ið skýr stefna velferðarráðs Reykja-
víkurborgar að styðja fólk til að
dvelja sem lengst á eigin heimili,
með þeirri þjónustu sem til þarf og
seinka þar með stofnanavistun eins
og kostur er. Velferðarsvið Reykja-
víkurborgar ber ábyrgð á að þeirri
stefnu sé framfylgt.
Stefna velferðarráðs
hefur endurspeglast í
starfsáætlunum vel-
ferðarsviðs Reykjavík-
urborgar þar sem lögð
er áhersla á áfram-
haldandi þróun úrræða
og lausna sem stuðla
að því að fólk geti dval-
ið sem lengst á eigin
heimili.
Frá árinu 2004 hefur
verið unnið að því að
samþætta félagslega
heimaþjónustu
Reykjavíkurborgar og heima-
hjúkrun sem veitt er af Miðstöð
heimahjúkrunar, en ráðist var í það
verkefni í framhaldi af samkomulagi
ríkisstjórnarinnar og Lands-
sambands eldri borgara frá árinu
2002. Markmið með samþættingu
þjónustunnar er fyrst og fremst að
bæta þjónustu inni á heimilum fólks,
auka og efla samvinnu milli þeirra
aðila sem sinna þjónustunni og auka
sameiginlega ábyrgð þjónustuaðila á
því að styðja fólk til að búa á eigin
heimili eins lengi og unnt er. Einnig
hefur verið unnið að því mikilvæga
verkefni að koma á sameiginlegu
matstæki (RAI-hc) til að meta þjón-
ustuþörf fólks í heimahúsum. Sam-
hliða samþættingarvinnunni hefur
verið lögð aukin áhersla á að efla
kvöld- og helgarþjónustu í öllum
hverfum borgarinnar, einnig í sam-
vinnu við Miðstöð heimahjúkrunar.
Reynslan hefur sýnt að skipulegt
samstarf milli aðila skilar betri yf-
irsýn yfir þarfir notenda þjónust-
unnar og heildstæðari þjónustu við
hvern og einn. Árangurinn end-
urspeglast í því að árið 2007 fengu
578 heimili í Reykjavík samþætta
þjónustu en það er u.þ.b. 21% af
þeim heimilum sem fá félagslega
heimaþjónustu í Reykjavík sam-
anborið við 17% árið 2004. Árið 2007
fengu um 10% heimila sem fá fé-
lagslega heimaþjónustu einnig
kvöld- og helgarþjónustu sam-
anborið við 5% heimila árið 2005.
Frá september 2007 hefur einnig
verið í gangi samstarfsverkefni milli
velferðarsviðs Reykjavíkurborgar,
Miðstöðvar heimahjúkrunar og Ör-
yggismiðstöðvar Ís-
lands um rekstur ör-
yggissíma fyrir aldraða
sem búa heima. Mark-
mið með starfrækslu
öryggissíma er að veita
fólki í heimahúsum
aukna öryggistilfinn-
ingu og möguleika á
þjónustu á þeim tíma
sólarhringsins sem það
hefur þörf fyrir. Sér-
hæft starfsfólk er sent
á vettvang ef þörf kref-
ur.
Nú standa yfir við-
ræður milli Reykjavíkurborgar og
heilbrigðisráðuneytis um þriggja ára
tilraunaverkefni sem gengur út á að
sameina stjórnun félagslegrar
heimaþjónustu og heimahjúkrunar
undir stjórn Reykjavíkurborgar með
það að markmiði að efla þjónustuna
enn frekar og ná enn betri samhæf-
ingu og samfellu í þjónustunni til
hagsbóta fyrir notendur hennar.
Ennfremur er að störfum starfs-
hópur á vegum félags- og trygginga-
málaráðuneytisins og Reykjavík-
urborgar sem vinnur að tillögum um
samstarf ráðuneytisins og borg-
arinnar um stefnu og skipulag í öldr-
unarþjónustu í Reykjavík til næstu
ára. Í þeirri vinnu er m.a. horft til
reynslu annarra þjóða.
Skipulagðar heimsóknir til íbúa í
Reykjavík 80 ára og eldri sem ekki
hafa heimaþjónustu eða heima-
hjúkrun eru í gangi í öllum hverfum
borgarinnar. Markmið heimsókn-
anna er að veita ráðgjöf og upplýs-
ingar um þá þjónustu sem eldri
borgurum stendur til boða í Reykja-
vík.
Í hverfum Reykjavíkurborgar
hafa verið settir á laggirnar svokall-
aðir nærþjónustuhópar sem þjón-
ustumiðstöðvar borgarinnar leiða.
Nærþjónustuhóparnir hafa það hlut-
verk að kortleggja þjónustu fyrir
eldri borgara í hverfinu og koma
með tillögur um það sem betur má
fara. Í nærþjónustuhópunum sitja
auk starfsmanna Reykjavík-
urborgar, fulltrúar íbúasamtaka, fé-
lags eldri borgara, Rauða krossins,
heilsugæslustöðva og kirkjusókna.
Hjá Reykjavíkurborg er einnig
verið að skoða hvernig hægt er að
koma til móts við eldri borgara sem
vilja búa lengur á eigin heimili en
þurfa að breyta eða bæta aðgengi að
heimilinu eða á heimilinu vegna
minnkaðrar færni.
Mikilvægir hlekkir í þjón-
ustukeðju við aldraða eru einnig fé-
lagsstarf sem starfrækt er víða í
borginni með það að markmiði að
efla virkni og frumkvæði, aksturs-
þjónusta og heimsending matar.
Einnig þurfa að standa til boða dag-
vistarrými, hvíldarpláss, sérhæfðar
þjónustu- eða öryggisíbúðir og
hjúkrunarrými þegar á þarf að
halda.
Markmiðið með öflugri og fjöl-
breyttri þjónustu á heimili er að
aldraðir séu virkir og haldi miklum
lífsgæðum eins lengi og verða má.
Til að standa undir nafni þarf slík
þjónusta að vera einstaklingsmiðuð í
þeim skilningi að hún þarf að taka
mið af þörfum fólks hverju sinni, hún
þarf að vera sveigjanleg og veitt af
virðingu og metnaði. Allir þeir aðilar
sem koma að þjónustu inn á heimili
fólks þurfa að leggjast á eitt með það
að markmiði að þjónustan verði sam-
þætt, samfelld og mæti þörfum not-
andans sem best hverju sinni.
Þjónusta við aldraða –
þjónustan heim
– hvert erum við komin?
Stella K. Víðisdóttir segir frá
þróun úrræða og lausna sem
stuðla að því að fólk geti dvalið
sem lengst á eigin heimili
»Markmið með sam-
þættingu þjónust-
unnar er fyrst og fremst
að bæta þjónustu inni á
heimilum fólks.
Stella K. Víðisdóttir
Höfundur er sviðsstjóri velferð-
arsviðs Reykjavíkurborgar
VIÐ gerð þeirra tillagna sem
sendar voru inn í samkeppninni um
skipulag Vatnsmýrar, virðist sem
höfundar hafi miðað við að þeir
væru að móta borgarhverfi, sem
þyrfti að skipuleggjast sem ein
stakstæð heild. Þ.e. ein heild með
öllu því sem ný borgarhverfi þurfa
á að halda, þ.á.m. út-
vistarsvæðum. Ekki
hefur nægjanlega ver-
ið horft til þess að
hverfið er skipulagt á
svæði þar sem er
ágætlega séð fyrir
opnum svæðum og því
ástæða til að leggja
enn frekari áherslu á
þéttari byggð.
Vatnsmýrarhverfið
verður umlukið
Öskjuhlíð, Nauthóls-
vík og nær-umhverfi
Norræna húss og
Hljómskálagarðs, og
því ekki þörf fyrir
stór útivistarsvæði til
viðbótar þessum
svæðum, sem þar eru
fyrir. Mér er til efs að
nægjanlega hafi verið
horft til þessara
möguleika til útivistar
þegar stórum svæð-
um í Vatnsmýrinni
sjálfri, er fórnað fyrir
tjarnir og opin svæði, mitt á hinu
verðmæta landi.
Vel er séð fyrir flestum teg-
undum íbúðahverfa
Í Reykjavík og nágrannabyggð-
um er vel séð fyrir flestum teg-
undum íbúðahverfa nú þegar. Þar
má finna einbýlis- og raðhúsahverfi,
blokkahverfi með stórum gras-
flötum á milli húsa og nú upp á síð-
kastið einnig bryggjuhverfi. Sú teg-
und íbúðahverfa sem sáran hefur
vantað er hverfi þar sem íbúðarhús
standa þétt við gangstéttir og sam-
an fer, í sömu húsum, íbúðir, versl-
anir og skrifstofur. Flest okkar
þekkja hverfi af þessu tagi frá ná-
grannalöndunum einfaldlega vegna
þess að slík byggð er eftirsótt, bæði
til að búa í og ekki síður, til þess
einfaldlega að ganga um og njóta
þess mannlífs sem þar er að finna.
Þessi tegund hverfa er gjarnan til
hliðar við eiginlega miðbæi en ekki
endilega hluti af miðbænum.
Hér nægir að nefna Nørrebro í
Kaupmannahöfn, Eixample í Barce-
lona, Schwabing í München, Söder-
malm í Stokkhólmi og Prenzlauer
Berg í Berlín svo fáein slík hverfi
séu nefnd. Öll þessi hverfi eiga það
sameiginlegt að þar eru hús yf-
irleitt 4-6 hæðir, þau
standa þétt við gang-
stétt og oftar en ekki
eru þau byggð í kring-
um mismundandi stóra
bakgarða. Á jarðhæð
og jafnvel annarri hæð
má finna þjónustu af
einhverju tagi og íbúðir
á efri hæðum þó sú
skipan sé alls ekki ein-
hlít.
Vinningstillaga
Vatnsmýrarhverfis
gerir einnig ráð fyrir
raðhúsabyggð á til-
teknu svæði sem verð-
ur að teljast afar hæp-
in nýting þegar um
jafn verðmætt land er
að ræða og í Vatns-
mýrinni.
Uppskrift eftirsókn-
arverðra hverfa er
til
Þar sem nú stendur
yfir úrvinnsla borg-
aryfirvalda á samkeppnistillög-
unum þá er ástæða til að benda á
þennan mikilvæga þátt. Nægj-
anlega er séð fyrir útivistarsvæðum
í næsta nágrenni hverfisins sem
þ.a.l. á að skipuleggjast með tilliti
til nálægðar þessara opnu svæða.
Vatnsmýrarhverfinu sjálfu nægja
fáein græn torg en ekki stór úti-
vistarsvæði til viðbótar við þau sem
fyrir eru. Það er þekkt hvaða teg-
und byggðar er eftirsóknarverðust
og ástæðulaust að leita langt yfir
skammt. Fyrirmyndirnar eru til og
einfalt að leita þeirra á þekktum
slóðum til að skipuleggja þá byggð í
höfuðborginni sem mest er þörf
fyrir. Sú byggð er umtalsvert þétt-
ari en vinningstillaga Vatnsmýr-
arinnar gerir ráð fyrir.
Meiri borg –
minni opin svæði
Bolli Héðinsson skrifar um
borgarskipulagsmál
Bolli Héðinsson
» Það er þekkt
hvaða teg-
und byggðar er
eftirsóknarverð-
ust og ástæðu-
laust að leita
langt yfir
skammt.
Höfundur er hagfræðingur.
Í BYRJUN apríl birtist grein eft-
ir bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ með
ofangreindri yfirskrift í Mosfellingi.
Eitthvað fannst mér efni grein-
arinnar ríma illa við titilinn sem
leiddi til þess að ég
fór að velta málinu
fyrir mér.
Vestræn iðnríki
hafa um langt skeið
ofnýtt náttúru-
auðlindir Jarðar. Í
samskiptum manns
og náttúru hefur sá
hugsunarháttur ráðið
ríkjum að maðurinn
sé herra yfir nátt-
úrunni með þeim af-
leiðingum að gæðum
hennar hefur verið
spillt, - oft á óaft-
urkræfan hátt. Samspilið hefur ver-
ið á einn veg, þ.e. að maðurinn hef-
ur leikið einleik án tillits í ríki
náttúrunnar. Hugtakið samspil er
því lítið annað en upphafning á
tengslum sem vart fyrirfinnast í
neyslusamfélögum samtímans. Af
umgengni hins iðnvædda manns við
náttúruna má ráða að náttúran hafi
ekkert gildi í sjálfu sér, heldur ein-
ungis notagildi sem miðast við að
þjóna þörfum hans á meðan auð-
lindin gefur eitthvað af sér.
En snúum okkar aftur að grein
bæjarfulltrúans sem að mínu viti
fjallaði um samskipti bæjaryf-
irvalda við íbúa í Mosfellsbæ.
Greinarhöfundur kvartar yfir því að
alltof algengt sé að „rætt (sé) um
yfirvöld og almenning
sem andstæða póla. Yf-
irvöld á móti almenn-
ingi. Að yfirvöld vilji
ekki taka tillit til at-
hugasemda og að búið
sé að taka ákvarðanir
um framkvæmdir og
skipulagsferlið sé sýnd-
armennskan ein.“ Telur
höfundur hina nei-
kvæðu afstöðu „al-
mennings“ ekki eiga
rétt á sér. Hún sé ým-
ist byggð á misskilningi
eða mótist af pólitík og
eiginhagsmunum frekar en um-
hyggju fyrir umhverfinu. Hinir
raunverulegu handhafar sannleik-
ans eru sem sagt yfirvöld.
Engum dylst sem til þekkir við
hverja hér er átt en bæjarfulltrúinn
kýs að sveipa dylgjurnar dulúð og
nefna ekki nöfn. En til hvers að
gefa umfjöllun um raunverulegt
ágreiningsmál yfirbragð hlutleysis
og fræðimennsku?
Til að varpa ljósi á forsöguna hef-
ur núverandi bæjarstjórnarmeiri-
hluti í Mosfellsbæ af mikilli einurð
vísað öllum athugasemdum Var-
mársamtakanna við skipulagstil-
lögur sem verið hafa í farvatninu á
bug. Í svörum sínum og yfirlýs-
ingum hvers konar hafa fulltrúar
meirihlutans afgreitt tillögur sam-
takanna ýmist sem misskilning,
pólitískan áróður eða sem eig-
inhagsmunapot. Ekki eitt augnablik
virðist hafa hvarflað að þeim að
sýna „almenningi“ þá virðingu að
taka málefnalega afstöðu til tillagn-
anna sem flestar hafa þó snúist um
að gæta hagsmuna almennings, þ.e.
að varðveita náttúru og menning-
arminjar sveitarfélagsins og um leið
þá sérstöðu sem bærinn hafði áður
en framkvæmdagleðin tók völdin.
Í athugasemdum við skipulagstil-
lögur hafa Varmársamtökin ítrekað
beðið bæjaryfirvöld um að leyfa
ekki byggingar á náttúruvernd-
arsvæðum á bökkum Varmár og
Skammadalslækjar, heldur nýta
svæðið til útivistar fyrir almenning
eins og lög gera ráð fyrir. Bendum
við á að skynsamlegra sé að taka
framtíðarútivistarhagsmuni íbúa í
Helgafellslandi og Mosfellsbæ fram
yfir einkahagsmuni landeigandans,
- en hagnaður af sölu einbýlis-
húsalóða við gljúfur Skammadals-
lækjar var mikill. Fulltrúar Var-
mársamtakanna sem frekar vildu
gæta hagsmuna almennings lögðu
til að 50-100 m hverfisvernd á
svæðinu yrði ekki aflétt. En bæj-
arstjórnarmeirihlutinn aflétti hverf-
isverndinni og tók með því hags-
muni landeigandans fram yfir þau
lífsgæði sem almenningur hefði
annars orðið aðnjótandi. Í svari
Mosfellsbæjar er athugasemdum
samtakanna vísað á bug með þeim
rökum að þær byggi bara á skoð-
unum samtakanna. Það er skemmst
frá því að segja að engin málefnaleg
rök koma fram í svari frá bænum
fyrir því að hverfisvernd var aflétt
á þessu svæði.
Þegar yfirvöld valta yfir skoðanir
íbúa án rökstuðnings gefur augaleið
að til verða andstæðir pólar. Sam-
spil getur aldrei byggst á því að
annar aðilinn eigi alltaf leik.
Skammadalsgljúfur og umhverfi
þess er eitt fallegasta kennileitið í
landslagi Mosfellsbæjar. Það voru
því hvorki sjónarmið lýðræðis né
náttúruverndar sem hér réðu ferð.
Í stað samspils var leikinn ein-
leikur.
Í greininni talar bæjarfulltrúinn
ennfremur um mikilvægi þess að
virða lög um umhverfismat og nátt-
úruvernd en það er eins og þetta
hafi gleymst þegar á reyndi við at-
kvæðagreiðslu í bæjarstjórn. Sömu
sögu er að segja um yfirlýsingu
hans um nauðsyn þess að grípa til
mótvægisaðgerða til að forðast
náttúruspjöll í tengslum við fram-
kvæmdir. Er ekki nokkuð seint að
krefjast mótvægisaðgerða þegar
jarðvegsframkvæmdum er að
mestu lokið? Í þessu sambandi skal
tekið fram að íbúar í Mosfellsbæ
hafa margítrekað beðið nefndir og
ráð bæjarins að grípa til aðgerða
vegna þess mikla magns af aur sem
verktakar í Helgafellslandi hafa lát-
ið renna í árnar frá upphafi fram-
kvæmda.
Það er aldrei gott fyrir stjórn-
málamenn að vera vitrir eftir á og
enn verra að íklæðast sauðargæru
þegar brjóta þarf málefni til mergj-
ar sem brenna á íbúum. Óljósar
dylgjur geta aldrei markað upphaf-
ið að málefnalegri umræðu. Í þeim
tilgangi að opna fyrir slíka umræðu
um umhverfismál í Mosfellsbæ ger-
ir undirrituð að tillögu sinni að bæj-
arfulltrúinn færi rök fyrir því af
hverju húsbyggingar voru leyfðar á
hverfisverndarbelti við Skamma-
dalsgljúfur.
Samspil manns og náttúru?
Sigrún Pálsdóttir skrifar um
skipulagsmál í Mosfellsbæ » Samspil getur aldrei
byggst á því að ann-
ar aðilinn eigi alltaf
leik.
Sigrún Pálsdóttir
Höfundur er stjórnarmaður í Var-
mársamtökunum.