Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 26

Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMSKIPTAVANDI Það er nokkuð ljóst að vanda-málið, sem upp er komið áLandspítala, er ekki fyrst og fremst ágreiningur um vaktakerfi heldur samskiptavandi. Stjórnendur spítalans kunna ekki að umgangast starfsfólk af þeirri virðingu, sem það á kröfu til. Í samtali við Morgunblaðið sl. laug- ardag sagði Anna Stefánsdóttir, sett- ur forstjóri Landspítalans: „Við mun- um ekki hætta við vaktabreytingar.“ Í gær var tilkynnt að þeim hefði verið frestað fram á haustið til þess að skapa svigrúm til frekari við- ræðna. Þá kemur í ljós að skurðhjúkr- unarfræðingar og svæfingarhjúkrun- arfræðingar gefa lítið fyrir þá aðferð og halda fast við uppsagnir sínar, sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Þessi viðbrögð eru skýr vísbending um að þessum starfshópum er nóg boðið. Þeir eru búnir að fá nóg af því sem að þeim hefur snúið frá stjórnendum spítalans. Þetta þýðir að neyðar- ástand er að skapast á spítalanum. Viðbrögð hjúkrunarfræðinganna, sem hlut eiga að máli, benda til þess að þeir vilji ekki lengur vinna á spít- alanum. Stjórnendur spítalans eru áreiðanlega ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu og starfaðstöðu. Þeir standa frammi fyrir hörðum kröfum frá fjárveitingavaldinu um sparnað. En þeir hafa augljóslega gengið fram af þessu starfsfólki. Ella hefði það ekki brugðizt svona við þegar til- kynnt var um frestun vaktabreyt- inga. Það er liðin tíð að það sé hægt að stjórna fólki með valdboði. Ágrein- ingsefni á vinnustöðum verður að leysa með samtölum og samráði, ekki með úrslitakostum og fyrirmælum. Af einhverjum ástæðum virðist skorta skilning á þessum veruleika samtímans í æðstu stjórn Landspít- alans. Af hverju? Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hlýtur að taka for- ystu um að leysa þessa deilu, eins og hann gerði raunar þegar síðdegis í gær. Landspítalinn heyrir undir hann og þegar hér er komið sögu er ekki hægt að vísa málinu til annarra. Ráð- herrann verður að hafa forystu um lausn. Fyrst verður að finna lausn á þeim vandamálum sem augljóslega hafa verið til staðar í samskiptum starfs- manna og stjórnenda. Það þarf að endurreisa traust sem er horfið í þeim samskiptum. Þegar fundinn hef- ur verið farvegur fyrir lausn þess vanda getur ráðherrann snúið sér að því að finna lausn á deilu spítalans og skurðhjúkrunarfræðinga og svæfing- arhjúkrunarfræðinga. Þessi deila þurfti ekki að koma upp og komast í þennan hnút. En nú reyn- ir á ráðherrann og samskiptahæfni hans, sem hingað til hefur verið í góðu lagi. Skurðhjúkrunarfræðingar og svæfingarhjúkrunarfræðingar eru að knýja stjórnendur Landspítala og yf- irstjórn heilbrigðismála í landinu til að horfast í augu við sjálf sig. Í RÉTTA ÁTT Til þess að tryggja góða menntunþarf góða kennara. Til þess að góðir kennarar haldist í starfi þarf góð laun. Þetta virðist einfalt, en engu að síður hefur reynst erfitt að hysja upp laun kennara. Nú ber hins vegar svo við að með markvissri vinnu Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hefur tekist að semja um laun, sem að sögn viðsemjenda gera laun grunnskóla- kennara samkeppnishæfari við sam- bærilegar stéttir. Samkvæmt hinum nýja samningi munu laun hækka um 15 til 23 pró- sent og er sérstök áhersla lögð á að bæta kjör hinna lægst launuðu og jafna laun við sambærilega starfs- hópa. Þarna hefur vissulega ekki tek- ist að stíga skrefið til fulls, en þessir samningar eru spor í rétta átt og verður vonandi hægt að byggja á þeim þegar næst verður gengið til samninga. Samningarnir gilda nefni- lega aðeins í eitt ár. Hinn stutti samn- ingstími skýrir meðal annars að ekki var hægt að ná fram meiri hækkunum á launum grunnskólakennara. Vinnubrögðin við gerð samning- anna hafa verið til fyrirmyndar. Eitt og hálft ár er frá því að Ásmundur Stefánsson leiddi formenn samninga- nefndanna saman til óformlegra við- ræðna. Formlegar viðræður hófust í febrúar og voru til lykta leiddar mán- uði áður en gildandi samningar renna út. Hlutverk kennarans skiptir stöð- ugt meira máli í mótun og uppeldi barna á Íslandi. Kjör kennara hafa hins vegar verið með þeim hætti að það hefur ekki verið boðlegt. Fyrir tæpum fjórum árum fóru kennarar í verkfall, sem stóð í sjö vikur. Þær kjarabætur, sem þá náðust, reyndust ekki vera til frambúðar. Í vetur hefur verið þungt hljóð í kennurum. Kennarar hafa verið óánægðir með kjör sín og þótt sem þeir hafi staðið í stað. Með hinum nýju samningum er vonast til þess að snúa megi við blaðinu og fá kennara, sem horfið hafi í betur launuð störf, til að snúa aftur í kennslustofuna. Nú þarf að bera hinn nýja samning undir kennara, en það er alveg ljóst að samninganefndirnar hafa lítinn tíma til að slappa af. Næsta árið þarf að leggja grunninn að framhaldinu og það gæti orðið erfitt vegna óvissunn- ar, sem nú ríkir í efnahagsmálum. Laun kennara þurfa að vera í sam- ræmi við þær kröfur, sem til þeirra eru gerðar. Metnaður í skólastarfi á ekki bara heima í yfirlýsingum og stefnuskrám, hann verður að koma fram í verki. Með samningunum, sem undirritaðir voru á mánudag, var lagður grunnur að því að rétta hag kennara. Eins og margoft hefur verið bent á í Morgunblaðinu var orðið tímabært að það yrði gert og nú er að halda áfram þannig að þessi samn- ingalota hafi ekki verið til einskis. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is Umræða um sameiningu ííslenska bankakerfinuhefur verið allnokkur aðundanförnu, ekki síst eft- ir að hin alþjóðlega lánsfjárkreppa skall með öllum sínum þunga á ís- lensku viðskiptabankana, með þeim afleiðingum að verulega hefur hægt á öllum umsvifum viðskipta- og at- vinnulífs hér á landi. Peningar eru drifkraftur atvinnulífsins, eldsneyti þess, rétt eins og bensínið eða dísil- olían knýr bílana okkar áfram. Þorsteinn Már Baldvinsson, nýr bankaráðsformaður Glitnis, sagði í viðtali hér í Morgunblaðinu skömmu eftir að hann varð formaður banka- ráðsins að hann sæi fyrir sér ein- hverja sameiningu í bankakerfinu á þessu ári. Orðrétt sagði Þorsteinn Már m.a.: „Ég hef til dæmis ekki trú á því að í lok þessa árs verði jafn- margar fjármálastofnanir á Íslandi og eru í dag … Ég trúi því, eins og ég sagði, að Glitnir verði áfram til en sé það fyrir mér að það verði hagstætt að slá Glitni og öðrum fjármálafyr- irtækjum, eins og til dæmis ein- hverjum sparisjóðum, saman.“ En fljótlega í kjölfar aðalfundar Straums sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums, eitthvað á þá leið að það væru erlendir lánardrottnar íslensku bankanna sem réðu því hvort ís- lenskir bankar gætu sameinast, en ekki hluthafar og stjórnendur bank- anna. Þessi ummæli Björgólfs Thors vöktu að vonum nokkra athygli þeg- ar þau voru látin falla en síðan logn- aðist umræðan út af eins og gjarnan gerist hér á landi. Hér verður leitast við að skýra hvers vegna íslensku viðskiptabank- arnir og Straumur fjárfesting- arbanki geta sig hvergi hreyft í sam- einingarátt, jafnvel þótt eigendur og stjórnendur teldu sameiningu vera skynsamlega, út frá sjónarmiðum hagræðingar og samlegðaráhrifa. Þess skal þó getið að hér er síður en svo um séríslenskan vanda banka- kerfisins að ræða, heldur á hann við um banka hvar sem er í heiminum. Tvær tegundir erlendra lána Íslenskir viðskiptabankar eru í grófum dráttum með tvær tegundir af lánum hjá erlendum lánardrottn- um sínum. Annars vegar er um lánalínur að ræða, svo nefndar skammtímalána- línur sem miðast við það að bankarn- ir hafi yfir því fjármagni að ráða, sem til þarf, til þess að reka banka frá degi til dags. Þar á meðal eru heim- ildir til þess að geta gert framvirka samninga, kaupa og selja gjaldeyri, og svo framvegis. Það sem stjórnendur íslensku bankanna óttast, þegar sameiningu innan íslenska bankakerfisins ber á góma, er að ein slík skammtímalína hjá einum viðskiptabanka og önnur um lánveitingar á hæ Hvortveggja jafnslæmt sameinaða banka. Þessi vandkvæði h Straum og Landsbanka auðvitað ímynduð þar s eining er ekki á teikn minnsta kosti ekki nú eiga einnig við um aðra sameiningar þótt með hætti sé. Ef til dæmis Lands Glitnir vildu sameinast að viðbrögð erlendra þeirra yrðu með ólíkum niðurstaðan í báðum tilv líkindum svipuð. Líklega myndu erle drottnar Landsbankans hvað í þessa veru: Þes gjörbreytir ykkar viðs Þið hafið alltaf lagt áhe væruð að auka umsvif y is, einkum í Bretlandi. N vera að stórauka umsvi landi og á Norðurlöndun ekki í neinu samræmi við hingað til hafið sagt, og semja um öll lán upp á ný Ef lánardrottnar Gli hefðu orðið gætu viðbrö þann veg að Glitnir hefð um stórsókn á Norður staklega í lánastarfsemi arútvegi en nú virtist á að færast meira heim t svo aftur til Bretland kalli að sjálfsögðu á að s nýjan leik um allar lang ur. Bíða eins og hrægam Það sem er í húfi fyrir ardrottna og íslensku b engir smápeningar því ingarálag bankanna er hæðum þótt það hafi læ vert á undanförnum vik á umsömdum, útistan slík lánalína hjá öðrum viðskipta- banka, yrði ekki tvöföld lánalína að sameiningu lokinni, þ.e. að í þessu til- felli gildi barnaskólareikningsdæmið einn plús einn er sama og tveir, alls ekki, heldur yrði niðurstaðan sú að einn plús einn yrði einn! Þetta þarfnast líklega frekari skýringa. Stjórnendur og eigendur íslensku viðskiptabankanna telja að erlendir lánardrottnar bankanna myndu nota tækifærið, þegar og ef farið yrði að undirbúa sameiningu eða sameiningar innan íslenska bankakerfisins af fullum þunga og reyna þegar í stað að minnka eigin áhættu hér á landi með því að segja sem svo að þeir vildu ekki vera með svo stóra áhættu á einn íslenskan banka. Hættan sé því sú að tvær lánalínur verði ekki ein stór, heldur áfram ein lítil þar sem annarri lána- línunni verði sagt upp og gerð krafa um uppgreiðslu. Ef sú yrði niðurstaðan yrði enn frekar dregið úr athafnagetu ís- lensku viðskiptabankanna. Það sem erlendir lánardrottnar gætu gert er ýmist að segja upp lána- línum sem þeir gætu gert vegna þeirra skilmála sem almennt lánalín- urnar eru háðar, svo sem ákvæði um breytta yfirstjórn sem nefnist „Change of Control“ ákvæði á ensku eða að nota tækifærið og hækka láns- kjörin á þeim línum sem eru opnar. Hvorugt væri fýsilegt fyrir íslensku bankana því þannig væri erfiðara að halda áfram starfsemi eins samein- aðs banka, jafnvel þótt hann liti út fyrir á pappírunum að vera efnahags- lega sterkari eining. Strangari skilyrði um eigið fé Hinn fjármögnunarþáttur við- skiptabankanna og Straums fjárfest- ingarbanka er sá sem hefur mest ver- ið til umfjöllunar á undanförnum vikum og mánuðum og hann er sá sem lýtur að langtímafjármögnun. Bankarnir fjármagna sig til langs tíma á erlendum vettvangi og þeir þurfa að uppfylla alls konar skilyrði fyrir fjármögnuninni. Til dæmis þarf Straumur að upp- fylla mun strangari skilyrði um hlut- fall eiginfjár en viðskiptabankarnir vegna eðlis bankans sem fjárfesting- arbanka. Því er alls ekki létt um vik fyrir Straum að sameinast t.d. Landsbankanum sem gjarnan hefur verið rætt um að undanförnu að væri augljós sameiningarkostur þar sem svo náin eigendatengsl eru á milli bankanna í ljósi stórs eignarhlutar Samson, eignarhaldsfélags þeirra Björgólfsfeðga. Ef Straumur sameinaðist Lands- bankanum myndi eiginfjárhlutfall Straums lækka við sameininguna en Landsbankans hækka en eiginfjár- hlutfall hins sameinaða banka yrði lægra en var í Straumi einum og sér. Þannig væru ákveðnir skilmálar fyrir langtímafjármögnun Straums í upp- námi og erlendir lánardrottnar gætu ýmist sagt að nú hefði lánum verið sagt upp og Straumi bæri að greiða þau upp eða að þeir vildu endursemja Samruni algjört óráð nú Fráleitt væri að reyna að ráðast í bankasam- runa á Íslandi því við núverandi aðstæður á lánsfjármörkuðum gætu erlendir lánardrottnar notað tækifærið og sagt upp lánalínum, vegna breyttra forsendna, krafist uppgreiðslna og mun hærri greiðslna fyrir nýjar lánalínur. Hagsmunir Gífurlegir h langtímalánalínum hald  Íslensku bankarnir geta sig hvergi hrært, hvað varða kerfisins  Erlendir lánardrottnar gætu sagt upp lánum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.