Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 29

Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 29 heimsóknirnar. Aðrir kunna betri skil á ýmsum öðrum störfum Þórð- ar en hann var greinilega eftirsótt- ur og ósérhlífinn í hinum ýmsu fé- lagsstörfum sem á hann hlóðust. Það var eðlilegt þar sem þar fór traustur og áhugasamur maður sem lét sér annt um samfélagsmálin - ekki síst íþróttahreyfinguna í landinu. Pólitík og íþróttir - þar var allt á hreinu. Hann var Valsari og hann var sjálfstæðismaður. Því fékk enginn hreyft við. Hann hélt sínu striki og lét ekki æsa sig um of þótt oft hafi hann mætt andstæðum skoðunum og stundum blési á móti. Við munum sakna þess Oddaverj- ar að eiga ekki von á Þórði í fleiri heimsóknir. Genginn er mætur maður en að leiðarlokum viljum við þakka af alhug einstaklega gott samstarf, sem var fyrirtækinu og starfsmönnum þess mikils virði. Aðstandendum Þórðar vottum við okkar dýpstu samúð. Þorgeir Baldursson. Kveðja frá Íslenskri getspá Eins og hendi væri veifað, ein- mitt þegar vorboðinn ljúfi hefur minnt á sig, barst mér sú harma- fregn að vinur minn og góður félagi Þórður Þorkelsson væri látinn. Þó að Þórður væri kominn á efri ár bjóst ég einhvern veginn ekki við að hans tími væri kominn. Glaðværð og hlýja, hreinleiki og kraftur og mikið heilbrigði einkenndu þennan góða mann og því fannst mér að hans hlyti að njóta lengur við á lífs- ins vegi. En eigi má sköpum renna. Þórður Þorkelsson var félags- málamaður í besta skilningi þess orðs. Hann var heiðarlegur, fram- sýnn og réttsýnn. Hann horfði á heildarhagsmuni og leiddi mál til lykta á þann veg að allir voru sáttir með niðurstöðuna. Það þarf sterkan leiðtoga til slíkra verka. Þórði var treyst til forystu í íþróttahreyfing- unni, var t.d. formaður Vals og gjaldkeri ÍSÍ til margra ára. Á þessum vettvangi vann Þórður gríðarlega mikilvæg störf í þágu ís- lensks samfélags. Þórður var heið- ursfélagi bæði í Val og hjá ÍSÍ. Það kom því ekki á óvart að Þórð- ur skyldi fenginn til að setjast í fyrstu stjórn Íslenskrar getspár 1986 og sat hann þar sem stjórn- arformaður fyrstu tvö árin og leiddi hann ásamt félögum sínum félagið af festu fyrstu skrefin. Þar voru mörkuð mörg gæfusporin. Þórður sat í stjórn Íslenskrar getspár til ársins 1993. Undirritaður kynntist Þórði árið 1988 á vettvangi íþróttanna og úr varð vinskapur sem stóð alla tíð. Þórður var heið- ursmaður í orði og verki og það var sannur heiður að fá að starfa með honum. Íslensk getspá hefur misst góðan félaga. Hans verður sárt saknað. Stjórn og starfsfólk Íslenskrar get- spár sendir Svanhildi, Guðrúnu og öðrum fjölskyldumeðlimum samúð- aróskir. Megi minningin um góðan dreng lifa. Stefán Konráðsson. Fallinn er frá traustur liðsmaður íþróttahreyfingarinnar. Þórður Þorkelsson var heiðurs- félagi ÍSÍ en slíka heiðursnafnbót hljóta þeir sem starfað hafa ötul- lega og óeigingjarnt innan vébanda íþróttahreyfingarinnar um langt árabil. Þórður sat í framkvæmdastjórn ÍSÍ árin 1978-1986. Hann var for- maður bygginganefndar vegna ný- bygginga Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og var fulltrúi ÍSÍ í fyrstu stjórn Íslenskrar getspár við stofnun fyrirtækisins 1986, þar af stjórnarformaður fyrstu tvö árin. Eftir standa minningar um glað- væran félaga, mikinn félagsmála- mann sem átti auðvelt með að um- gangast fólk. Hans verður sárt saknað. Íþróttahreyfingin kveður góðan liðsmann og vin og sendir fjöl- skyldu Þórðar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu hans. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands. ✝ BjarnheiðurDavíðsdóttir fæddist á Kóng- sengi í Rauða- sandshreppi 13. ágúst 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Davíð Jóhannes Jónsson, f. 17. des- ember 1884, d. 10. janúar 1930 og Andrea Andr- ésdóttir, f. 20. október1887, d. 3. maí 1968. d. 26.8. 1987, er Davíð, f. 11.3. 1943. Börn hans og Guðrúnar Sifjar Jónsdóttur, f. 23.9. 1944, eru Andrés Jón, f. 24.3. 1968 og Guðrún Bríet, f. 10.10. 1973. Davíð og Guðrún Sif skildu. Eiginkona Davíðs er Ingunn A. Ingólfsdóttir. Hún á tvo syni með Sigfúsi Bjarnasyni, þau skildu, Þeir eru: Ingólfur Bjarni, f. 1975 og Ásgeir, f. 1977. Bjarnheiður giftist Andrési Hermannssyni, f. 22.5. 1924, d. 5.2. 1994. Þau skildu. Dóttir þeirra er Hrönn, f. 11.3. 1950, gift Vilmundi Jónssyni, f. 2.10.1949. Þau eiga þrjú börn: Bjarnheiði, f. 16.1. 1971, Sig- urgeir, f. 8.7. 1972 og Andreu, f. 14.6. 1985. Útför Bjarnheiðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Systkini Bjarnheið- ar eru Hörður raf- virkjameistari, f. 19.10. 1917 og Sig- ríður, f. 13.8.1919, og látin eru þau Leifur, f . 5.12. 1924, d. 1947, Andr- és, f. 14.9.1921, d. 1998, Sigurjón, f. 14.9. 1921, d. 1996 og Vikar, f. 1.9. 1923, d. 2005. Bjarnheiður eign- aðist tvö börn: Son- ur hennar og Guð- mundar Árnasonar, f 11.8. 1920, Elsku mamma mín. Þá er þinni þrautagöngu lokið eftir löng og erfið veikindi síðustu áratugi. Loksins kom svefninn langi sem þú varst farin að þrá svo mikið og er ég viss um að amma Andrea tekur vel á móti þér. Það verður tómlegt hér þar sem þú varst svo stór partur af mínu lífi. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt þar sem þú þjáðist mestalla þína ævi af slæmri liðagigt sem lék þig illa, en lengi framan af reyndir þú að létta þér lífið og gera það sem þú hafðir gaman af, þar var söngurinn efst á blaði. Þú söngst í mörg ár í Fílharm- óníukórnum og í Dómkirkjunni og það gaf þér mikla ánægju. Þú lærðir ung að sauma og á með- an heilsan leyfði urðu til margar flottar flíkur sem ég naut góðs af. Mér hefur oft verið hugsað til þess hverju þú fékkst áorkað, oftast meira af vilja en mætti en þar kom þrjóskan, á henni komstu býsna langt, þú skyldir ekki láta fjandans gigtina stoppa þig. Síðustu tvö ár hefur þú dvalið á Hrafnistu í Reykjavík við frábæra umönnun yndislegs starfsfólks og hafðir þú á orði hvað þær væru þér góðar og nærgætnar og ég dáist að því mamma mín hvað þú varst sátt og það gerði hlutina svo miklu auð- veldari, en þú varst orðin þreytt og þráðir hvíldina. Mamma mín, þín verður ávallt minnst og saknað. Hvíl þú í friði. Dauðinn og ástin eru vængirnir sem bera góða konu til himins. Hinir dánu eru ekki horfnir að fullu, þeir eru aðeins komnir á und- an. Þín dóttir, Hrönn. Bjarnheiður Davíðsdóttir, tengda- móðir mín, er látin. Hún var orðin södd lífdaga og fegin svefninum langa. Lífið tekur iðulega á sig undarleg- ar myndir. Við Davíð, sonur hennar, kynntumst 9 ára gömul í Melaskól- anum. Hann sagðist hafa séð svolítið skondna stelpu sem vakti athygli hans. Á unglingsárunum vorum við í sömu „klíkunni“ sem var álitin dálítið baldin. Á þessum árum kynntist ég Bjarn- heiði, frúnni sísyngjandi. Hún var á þönum á milli kirkna og kóra. Söng- urinn var hennar yndi og þær tví- burasysturnar, Sigríður, áttu söng- inn sameiginlegan. Þá fengum við táningarnir stund- um að passa litlu systur, Hrönn, sem í dag er góð vinkona mín. En leiðir skildu. Við Davíð geng- um sinn æviveginn hvort og ég missti sjónar á Bjarnheiði þótt ég hefði allt- af fylgst með fjölskyldunni úr fjar- lægð. Enginn veit sína ævina... Hin síðari ár, eftir endurnýjuð kynni, kynntist ég Bjarnheiði og systkinum hennar, Sigríði, Herði og Vikari, sem nú er látinn. Ég var hálfkvíðin að hitta Bjarn- heiði aftur því ég vissi sem var að frúin gat vissulega haft munninn fyr- ir neðan nefið þegar sá gállinn var á henni. En hún tók mér opnum örm- um eins og henni þætti ekkert eðli- legra en að ég væri komin aftur inn í líf hennar. Við áttum góðar stundir, við Dav- íð, tvíburasysturnar og fjölskyldur okkar á heimili okkar á Klappar- stígnum yfir góðum mat og sérrítári. Þá var margt sagt og mikið hlegið. Systurnar voru sjór af fróðleik, höfðu skoðanir á einu og öllu og vissu með sanni hvar þær stóðu í pólitík. Synir mínir, Ingólfur Bjarni og Ás- geir tóku miklu ástfóstri við þær og tjáskiptin voru ærleg. Nú er dagur að kvöldi kominn. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um Bjarnheiði, það vita þeir sem til þekkja. En hún tók því með reisn. Ég þakka henni fyrir væntum- þykjuna og virðinguna sem hún sýndi mér. Mér þótti vænt um það. Ingunn Anna Ingólfsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar með miklum söknuði. Amma var stórglæsileg kona sem barðist við veikindi allt sitt líf en lét þau aldr- ei buga sig. Hennar ástríða var tón- list sem hún tók með sér inn í fjöl- skylduna og það voru ekki jól án tónlistar og söngs. Hún hélt tónlist- inni lifandi með söng og á áttræð- isaldri söng hún eins og áður. Amma hafði mikinn áhuga og ákveðnar, sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og oft áttum við skemmtilegar rök- ræður við hana um þau mál sem voru efst í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni. Það var fátt sem gladdi ömmu meira en góður handboltaleikur og hafði hún brennandi áhuga á öllum íþróttaviðburðum og beinar útsend- ingar frá handboltaviðburðum voru hennar jólastund. Fyrir utan þessi áhugamál elskaði hún ljóð, leikrit, óperur, heimsbókmenntir og allt sem tengdist listum og menningu. Elsku amma, margt leitar á hug- ann að leiðarlokum og við munum ávallt minnast þín með kærleik í huga og að lokum kveðjum við þig með ljóði Valdimars Briem: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Bjarnheiður, Sigurgeir og Andrea. Bjarnheiður Davíðsdóttir ✝ Einar WernerIpsen fæddist í Danmörku 25. nóv- ember 1938. Hann lést á Landspít- alanum Fossvogi hinn 18. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Carl Christian August Ipsen f. 7. 11. 1922, d. í Reykjavík 1969 og Ida Katinka Carla Ipsen, f. 31.8. 1920, d. í Kaup- mannahöfn 1990. Hálfsystur hans eru Inger Bjarna Ipsen, f. 5.8. 1944, Winny Jacob- sen, f. 30.8. 1945 og Anna Ipsen, f. 20.2. 1948. Einar Werner flutti til Íslands alkominn árið 1963. Hann giftist hinn 2. október 1965 Guðfinnu Ír- isi Þórarinsdóttur, f. 27.1. 1943. Börn þeirra eru: 1) Jón Rúnar Ipsen, f. 15.2. 1965, d. 16.5. 1967, 2) Guðrún Jóna Ip- sen, f. 21.8. 1967, d. 23.2. 1999, gift Víði Valgeirssyni, þau áttu tvö börn, 3) Jón Rúnar Ipsen, f. 3.9.1969, 4) Karl Ágúst Ipsen, f. 13.11. 1978 og Hall- dór Bjarki Ipsen, f. 12.12. 1979. Einar Werner gegndi ýmsum störfum til sjós og lands en var lengst af sjómaður á Vigra RE-71. Útför Einars Werners fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þau voru þung sporin sem fjöl- skyldan þurfti að taka daginn sem þú kvaddir þennan heim. Þau voru orðin ófá skiptin sem þú þurftir að dvelja á spítala vegna veikinda þinna. Þú komst þó alltaf aftur heim, okkur og þér til ánægju. Þeg- ar við heimsóttum þig síðasta dag- inn þinn á spítala varstu hress og bjartsýnn, þér leið vel. Stuttu seinna varstu kominn á gjörgæslu og atburðarásin var hröð því að því er virtist nokkrum andartökum seinna hafðir þú kvatt okkur. Nú þegar dag er tekið að lengja eru mér minnisstæð öll þau skipti sem þú talaðir um veiðiferðirnar sem við ætluðum saman í; ferðina vestur og Danmerkurferðina sem við ætluðum að fara í til að fagna sjötugsafmæli þínu. Það verður ekkert úr þeim ferðum en ég trúi því að þú munir fara, þó við kom- umst ekki með. Kæri pabbi, nú ertu kominn á betri stað og laus við verki. Megi Guð geyma þig og vernda og veita mömmu og bræðrum mínum styrk. Jón Rúnar Ipsen. Það var skrýtin tilfinningin sem fór um okkur þar sem við stóðum á spítalaganginum. Þú varst dáinn. Ég gat vart trúað því, þú varst svo hress þegar þú fórst á spítalann að- eins tveimur dögum fyrr. Auðvitað vissum við að bak við grímuna varstu veikur en þú hafðir yfirstigið erfiðari hindranir og þú hafðir bar- ist við fleiri og sterkari andstæð- inga og unnið. Þegar við komum heim fannst mér sem þú biðir eftir okkur eins og þú gerðir oft þegar þú varst heima en þegar við opnuðum dyrn- ar og við blasti tóm íbúðin var það augljóst að þú varst ekki heima, þú varst kominn á betri stað, laus við alla verki og sjúkdóma. Raunveru- leikinn skall á manni eins og flóð- bylgja. Þegar mesta áfallið var yf- irstaðið komu allar minningar uppí hugann: hvernig þú kenndir mér að veiða og allar þær veiðiferðir sem við fórum saman í, þegar við fórum á landsleik og KR leiki og allur sá fróðleikur sem þú miðlaðir enda hafðir þú upplifað margt. Þú hafðir ekki oft til margs að hlakka en nú horfði öðruvísi við. Við höfðum ákveðið að fara í veiðiferð til kunningja þíns á Rauðasandi sem þú hafðir kynnst á Grensás- deildinni. Það var gaman að sjá hvernig það birti yfir þér þegar þú talaðir um þessar áætlanir og ekki hlakkaðir þú síður til að hitta kunn- ingja þinn aftur. Þú ferð eflaust í þennan veiðitúr en við komumst ekki með þér. Í vetur beið þín ekki minni at- burður, þú ætlaðir að halda uppá sjötugsafmæli þitt í heimalandi þínu. Þú varst svo spenntur að halda upp á þennan áfanga þar í faðmi fjölskyldunnar. Nú ertu farinn en við höfum minningarnar og þær mun ég geyma alla mína tíð. Takk fyrir allt. Halldór Bjarki Ipsen. Í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá og skipið lagði landi frá. Hvað mundi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, er sumir kveðja. (Davíð Stefánsson.) Sjórinn á alltaf hjarta sjómanns- ins. Pabbi var sjómaður alla sína tíð, allt þar til hann slasaðist á sjó. Þá gat hann ekki siglt meir en hjarta hans var ávallt á sjó og hann talaði oft um hve mjög hann þráði sæinn. Hann átti alltaf erfitt með að sætta sig við að geta ekki unnið, hann þoldi ekki að sitja aðgerð- arlaus á meðan aðrir unnu. En hann vann nóg fyrir mörg líf og þegar slysið hafði gert hann óvinnu- færan var eins og líkaminn gæfist upp, hann átti ekki meira inni. Mínar bernskuminningar um pabba snúa flestar að sjósókninni. Pabbi að fara eða pabbi að koma. Stundum fengum við fjölskyldan að fara með í siglingar til útlanda. Það voru góðir tímar og gott að rifja upp þær stundir nú. Pabbi var sjúklingur upp frá því að hann slasaðist. Eitt og annað bjátaði á og oft var okkur sagt að nú skyldum við fara að gera okkur klár fyrir endalokin. Í eitt skiptið var hringt frá spítalanum og sagt að hann ætti nokkrar mínútur eftir, við skyldum flýta okkur sem mest við mættum. Hjarta hans hafði fengið nóg, nýrun og lungun voru einnig að gefast upp. En hið ótrúlega gerðist, hann vaknaði og var hinn hressasti. Þetta var ekki eina skipt- ið og því kom það manni einhvern veginn á óvart þegar allt var um garð gengið, við máttum búast við þessu en við gerðum það ekki. Hví skyldi þetta vera öðruvísi nú en áð- ur? Pabbi fæddist í Danmörku og var Dani í húð og hár. Hann kom barn að aldri til Íslands en sneri svo aft- ur til Danmerkur með föður sínum. Pabbi kom aftur hingað ungur mað- ur og bjó hér upp frá því. Þó að hann hafi verið mikill Dani í hjarta sér, var hann líka Íslendingur. Hon- um fannst fátt betra en þorramatur og kæst skata, honum þótti allur ís- lenskur matur herramannsmatur og hann hélt fast í íslenskar hefðir um jól og páska. Hann hugsaði samt alltaf heim og hugði á ferð í heimahagana í tilefni sjötugsafmæl- is síns. Lífið tók pabba engum vettlinga- tökum, hann missti tvö börn sín og var veikur síðustu árin. En hann kveinkaði sér ekki, tók því sem lífið gaf honum og barðist áfram. Pabba líður betur núna, hann hefur fengið friðinn. Ég þakka stundirnar sem við áttum saman, þær hefðu átt að vera fleiri. Karl Ágúst Ipsen. Einar Werner Ipsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.