Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 30

Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björg Svein-björnsdóttir fæddist á Jaðri í Hrunamannahreppi 21. nóvember 1945. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ í Reykjavík 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar Bjargar voru Jóhanna Guðnadóttir frá Jaðri, f. 1.6. 1925, d. 24.7. 2005 og Svein- björn Sveinbjörns- son, prófastur í Hruna, f. 9.12. 1916, d. 22.11. 1996. Systir sammæðra er Lilja Ólafs- dóttir, f. 28.3. 1943. Bræður sam- eru: 1) Kristján Valur, f. 8.11. 1970, kvæntur Erlu Óskarsdóttur, f. 29.10. 1971, dóttir þeirra er Katla, f. 31.1. 2007. 2) Steinvör, f. 12.3. 1976, sambýlismaður Finnur Ingi Einarsson, f. 3.10. 1973. Börn þeirra eru Ylfa Björg, f. 25.3. 1998 og Arngrímur Ari, f. 30.6. 2007. Eiginmaður Bjargar frá 18.6. 1999 er Þórhallur Aðalsteinsson bifvélavirki, f. 9.1. 1947. Börn hans af fyrra hjónabandi eru Margrét, f. 17.1. 1964, Elín, f. 6.5. 1967 og Rík- arður, f. 7.1. 1973. Á unglingsárum stundaði Björg nám í Héraðsskólanum á Skógum. Hún starfaði í Ósló árin 1966 til 1971 þar sem Jón var við nám og þar dvöldu þau svo aftur 1976 til 1977. Björg starfaði lengst af hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, ýmist við mælaaflestur eða skrif- stofustörf á meðan heilsan leyfði. Útför Bjargar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. feðra eru Sveinbjörn, f. 5.10. 1952 og Páll, f. 24.4. 1955. Stjúp- systkin Bjargar eru Herdís Petrína Páls- dóttir, f. 10.11. 1947 og Magnús Pálsson, f. 2.8. 1949. Björg ólst upp á Jaðri hjá móð- urforeldrum sínum, Kristínu Jónsdóttur, f. 2.4. 1892, d. 3.6. 1988 og Guðna Jóns- syni, f. 20.4. 1895, d. 7.11. 1982. Hinn 13.8. 1966 gekk Björg að eiga Jón Krist- jánsson fiskifræðing, f. 22.9. 1943. Þau skildu. Börn Bjargar og Jóns Af leiksviði lífsins er horfin enn ein hetja hlutverk sitt erfitt af æðruleysi tók. Blessuð sé sála þín, klökk við munum setja stundirnar saman, í minninganna bók. ( SHL.) Minning um góða konu lifir. Pabbi, Steinvör, Kristján Valur, Lilja og fjölskyldur, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Margrét, Elín og Ríkarður Þórhallsbörn. Sárt er að kveðja hjartfólgna syst- ur og nánustu vinkonu en þó blandast það vissum feginleika fyrir hennar hönd. Nú er hún laus úr viðjum veik- indanna, loks getur hún flogið frjáls eftir áralangt fjötur í aflvana líkama. Björg systir mín var tápmikill krakki og unglingur, áræðin, atorku- söm og viljasterk. Hún vílaði verkin ekki fyrir sér og var ekki með vafst- ur. Þess er meðal annars minnst í fjölskyldunni þegar unglingarnir hún og Árni frændi okkar drifu af kvöld- mjaltirnar til að verða fyrst á sveita- böllin. Hún þekkti hverja skepnu og var góður hestamaður. Hefði orðið góður bóndi þótt það ætti ekki fyrir henni að liggja. Þótt hún væri fremur smávaxin skorti hana ekki krafta og ég minnist þess þegar þau Nonni ákváðu að skipta um klæðningu á húsinu í Skipasundinu að Björg stóð í stiga með kúbeinið og reif gamla bárujárn- ið af. Hún ræktaði og hirti garðinn sinn af mikilli nákvæmni og nostraði við heimili sitt. Sama ofursnyrti- mennska ríkti utan dyra sem innan húss. Eftir að þau fluttu heim frá Noregi fór hún að vinna á skrifstofu Raf- magnsveitu Reykjavíkur. En fljót- lega breytti hún um starfssvið og fór að lesa á orkumæla, þar sem sveigj- anlegur vinnutími hentaði vel með lít- il börn. Hún var fyrsta konan til að gegna því starfi hjá Rafmagnsveit- unni og sýnir það tíðarandann að ýmsir höfðu vantrú á að mælaaflestur væri kvenmannsverk. Skömmu fyrir fertugt greindist Björg með MS-sjúkdóminn, sem ágerðist jafnt og þétt þar til öll hreyfigeta var horfin. En því meira sem líkaminn gaf sig því betur efldist hennar innri styrkur. Það var aðdá- unarvert að fylgjast með æðruleysi hennar og því jafnvægi hugar og til- finninga sem hún öðlaðist. Jafnframt fylgdist hún með þjóðlífinu og heims- málunum, hafði ákveðnar pólitískar skoðanir, naut bókmennta af hljóð- diskum, hlustaði á útvarp og horfði á sjónvarp. Þá voru þær ófáar stundirnar sem við sátum og ræddum almættið og æðri svið án nokkurs vafa um fram- hald að jarðvist lokinni. Með slíka vissu er léttbærara að kveðja. Barnabörnin skiptu Björgu miklu. Hún naut Ylfu Bjargar nöfnu sinnar í tíu ár og sá litlu krílin Kötlu og Arn- grím Ara komast dálítið á legg. Það var hennar lokatakmark og fyrir nokkrum vikum brosti hún kankvís- lega til mín og sagði: „Nú sit ég bara við hótelgluggann og bíð.“ Ég þakka að leiðarlokum náið sam- band okkar systra, þakka þá fyrir- mynd sem hún var mér í veikindum sínum og þakka almættinu fyrir að hafa leyft henni að skipta um tilve- rusvið á meðan hún hafði enn getu til að tjá sig. Blessuð sé minning Bjargar syst- ur. Lilja. Við fráfall frænku okkar, Bjargar frá Jaðri, rifjast upp gamlar minn- ingar. Hugurinn leitar ósjálfrátt aft- ur í tímann til áranna um og eftir miðja síðustu öld, þegar við systurnar fórum ásamt foreldrum okkar í næst- um árvissar sumarheimsóknir til frændfólksins austur í Hrunamanna- hrepp. Við héldum til í Tungufelli en trítluðum oft yfir túnið vestur að Jaðri. Á Jaðri bjó móðurbróðir okkar ásamt fjölskyldu sinni og þar áttu frænkur okkar Lilja og Björg heima. Þær voru á líkum aldri og við, Björg aðeins einum degi eldri en sú yngri okkar. Við frænkurnar lékum okkur oft í búleik þar sem hefðbundinn sveitabúskapur var stundaður og ým- is örnefni í nágrenninu bar á góma- .Við systurnar úr borginni vorum venjulega í byrjun smeykar við hús- dýrin sem voru lifandi en frænkurnar hjálpuðu okkur til að yfirvinna þann ótta. Við fengum innsýn inn í það um- hverfi sem þær systur ólust upp í, kynntumst náttúruperlunum Hvítá og Gullfossi og horfðum á Langjökul með Jarlhetturnar í forgrunni sem blasti við í fjarska. Þetta voru ánægjulegar og ógleymanlegar stundir sem voru stór þáttur í bernsku okkar. Björg ólst upp á Jaðri hjá ömmu sinni og afa ásamt Lilju systur sinni og móðursystkinum umvafin um- hyggju og kærleika. Þar ríkti regla og hirðusemi og guðsótti og góðir sið- ir voru í heiðri hafðir. Þarna hefur Björg án efa fengið veganesti sem hjálpaði henni síðar í lífinu að takast á við þá erfiðleika sem mættu henni, en það gerði hún með æðruleysi og still- ingu. Ung glæsileg kona, tveggja barna móðir, greindist hún með ólæknandi sjúkdóm sem smám saman dró úr henni allan líkamlegan þrótt. En þrátt fyrir að hún væri bundin við hjólastól og ætti erfitt með að tjá sig, fylgdist hún vel með öllu sem gerðist. Þannig hagaði til að á síðari árum höfum við ekki haft mörg tækifæri til að halda sambandinu við Björgu sem skyldi. En við fylgdumst með henni úr fjarlægð og þegar við hittum hana var alltaf yfir henni einhver reisn og innri ró og í augunum var glampi sem minnti okkur á liðna daga. Við sendum eftirlifandi eigin- manni, börnunum og fjölskyldum þeirra, svo og Lilju og öðrum ætt- ingjum einlægar samúðarkveðjur. Við minnumst Bjargar frænku okkar með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Svandís og Sigríður ( Sigga). Nú erum við að kveðja Björgu frænku. Það ber ekki brátt að, veik- indin búin að vera löng og ströng. Og sárt er það. Minningarnar hrúgast fram. Það er gott að eiga svo góðar minningar. Öll mín uppvaxtarár var Björg og hennar fjölskylda svo sjálfsagður hluti af okkar daglega lífi að það var varla nokkur sá atburður að þau komu ekki þar nærri. „Stelpurnar“, sem mamma kallaði þær systurdæt- ur sínar, Lilju og Björgu, ólust upp sem systur hennar. Og þær hefðu ekki verið nánari þótt svo hefði verið. Aldísi, systur mína, kallaði mamma Björgu svo oft að við leiðréttum það ekki lengur. Það var heldur ekki leið- um að líkjast. Björg var ein af mínum fyrirmyndum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir henni. Hún var glæsi- leg, fjörleg, kvik og skemmtileg. Glæsileikann bar hún fram á síðasta dag, hann gátu veikindin ekki tekið frá henni. Hláturinn og glettnisblikið í augunum er mér svo í fersku minni líka. Mér þótti eiginlega allt flott hjá Björgu. Hún var nákvæm og vann verk sín af mikilli kröfuhörku til sjálfrar sín. Heimilið hennar var mjög smekklegt og alltaf fallegt. Mér þótti garðurinn hennar svo fallegur og gott að koma til þeirra í Skipa- sundið. Þegar ég fékk fyrst minn garð að vinna í leitaði ég til hennar með að fá ráð um ýmsa hluti. Þegar ég var að móta mitt umhverfi á full- orðinsárum, hugsaði ég svo oft til Bjargar og þeirrar tilfinningar að koma til hennar. Svipuðum áhrifum vildi ég ná hjá mér – það tókst nátt- úrulega ekki, en maður miðar við það besta. Með Björgu fór ég fyrst á sjó á trillunni Skreppi, kynntist hunda- haldi, hlustaði á svo mikið af sögum frá Noregi að landið skipaði óséð allt- af sérstakan sess hjá mér. Féll fyrir garðskúrum og gróðurhúsum – svo- leiðis var nefnilega hjá Björgu. Kiddi og Steinvör voru næstum eins og yngri systkin okkar, og alltaf er jafngott að hitta þau aftur þótt lengra líði á milli núna. Ég er svo glöð yfir að Björg fékk að sjá og kynnast litlu börnunum þeirra þremur. Ég veit að það var henni mjög dýrmætt. Elsku Þórhallur, Kiddi og Erla, Steinvör og Finnur og börn. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ég veit að missirinn er mikill. Guð gefi ykkur styrk til að vinna úr sorginni. Kristín Ingimarsdóttir (Sigga Stína). Ævilöng vinátta varð til fyrir meira en 40 árum, þegar vinur minn Jón Kristjánsson rak mig út úr „Mosk- anum“ á gamla rúntinum, til að bjóða tveimur glæsilegum yngismeyjum í bíltúr. Önnur þessara stúlkna, sem þenn- an yndislega vordag í Reykjavík skartaði sínu fegursta, var Björg Sveinbjörnsdóttir. Þetta „frumlega“ tiltæki til að húkka stelpur varð til þess að innan fárra ára varð úr hjónaband Bjargar og Jóns. Fljótlega fluttu þau til Nor- egs, þar sem Jón nam fiskifræði. Á þessum árum ól Björg þeim tvö ynd- isleg börn, sem eru Kristján og Stein- vör. Og sól skein í heiði. Þegar síldarævintýrinu sem við Jón höfðum báðir tekið virkan þátt í lauk 1967 bauðst okkur frítt far til Englands með hafrannóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Við vorum reynd- ar á leið til Noregs þar sem Björg og Jón voru að búa sig undir Noregs- dvölina. Ég hef lengi síðan litið á þessa Noregsferð sem eitt aðal-happ mitt í lífinu, meðal annars til þess að kynn- ast Björgu og mannkostum hennar betur en orðið hefði ella. En stað- reyndin varð sú að þau sátu hreinlega uppi með kappann í marga mánuði. Þessi túr varð líka til þess að ég ákvað sjálfur að fara í framhaldsnám, þegar ég hafði kynnst því hvílík sæld það var að vera íslenskur námsmaður erlendis. Með öllum þeim fríðindum, Frydenlund-bjór og skíðaferðum í Norefjeld, sem þetta frábæra land bauð upp á. Nokkrum árum eftir heimkomu fjölskyldunnar til Íslands aftur barði að dyrum vágestur sá, sem örlögin af óbilgjörnu örlæti skenktu Björgu að glíma við öll þau ár ævinnar, sem með réttu hefðu átt að verða hennar bestu. Þetta var hinn illvígi tauga- sjúkdómur MS, sem varð að hennar miskunnarlausu baráttu fyrir lífinu í meir en tvo áratugi. Þungur harmur var kveðinn að fjölskyldu hennar og vinum, að sjá þennan ósérhlífna dugnaðarfork í endalausri þjónustu sinni við fjöl- skyldu og vini þurfa nú að takst á við þessi vægðarlausu veikindi. Við vor- um þiggjendur sem öll nutum góðs af hennar dugnaði, styrk og fórnfýsi. Jafnvel eftir að kraftar hennar voru á þrotum. Það hefur oft verið vitnað í Söknuð, kvæði Jóhanns Jónssonar; „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað“. Ég leyfi mér að fullyrða að við, sem þekktum til Bjargar og fórnfýsi hennar í baráttunni við veikindin og dauðann, getum verið sammála um að hetjuskapur hennar og æðruleysi hafi borið þessa ljóðlínu ofurliði, það er að baráttuviljinn, andlegt jafnvægi og jákvæðni gagnvart dapurlegu hlutskipti sínu hafi þegar upp var staðið orðið til þess að dagar lífs hennar hafi ekki eitt einasta andar- tak lit sínum glatað. Þessu ber kannski vitni síðasta samverustund okkar, þegar ég bar gæfu til að heimsækja hana nokkrum dögum fyrir dánarstund hennar. Þennan dag var hún jafn-björt og glöð og í öll hin skiptin sem ég hafði heimsótt hana á síðasta heimili henn- ar. Við ákváðum að í næstu heimsókn kæmi ég með hálfa hvítvínsflösku, sem við myndum deila með okkur. Þegar ég gekk út gólfið og vinkandi henni brosandi, kallaði hún; „Hafðu hana sæta.“ Yfir móðuna miklu sendi ég Björgu Sveinbjörnsdóttur kærar þakkir fyr- ir allt sem hún gaf mér og mínum af sínu göfuga hjartalagi og rausnar- skap. Ég sendi börnum hennar og barna- börnum, ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður R. Þórðarson. Það var mikil gæfa fyrir mig að eignast tvær systurdætur meðan ég var barn og unglingur þar sem ég var yngst af systkinum mínum, fyrir utan tvíburabróður minn sem var svo langt í burtu. Þær ólust upp á heimili mínu svo ég var eins og stóra systir. Ég gætti þeirra og lék mér bæði við þær og að þeim. Í öll þessi rúmlega 60 ár höfum við haldið mjög þétt saman bæði í blíðu og stríðu. Björg sem ég er að kveðja núna var alltaf litla stelpan mín, hún var mjög fljót að komast á fót og lét sitt ekki eftir liggja við heimilisstörfin. Eins og gefur að skilja var það í byrj- un ekki alltaf vel þegið, en hún var þó ekki gömul þegar hún náði tökum á viðfangsefninu. Alla tíð síðan sá Björg um að um- hverfi hennar væri hreint og fágað og allir hlutir á sínum stað. Á heimili hennar gilti það jafnt úti sem inni. Garðurinn hennar var alltaf í topp- standi og garðhúsið hennar mjög vin- sæll íverustaður svo ekki sé meira sagt. Og sem dæmi um hversu jafnvíg Björg var úti, inni og í öllum verkum þá vann hún með fyrri manni sínum við að gera upp gamla húsið sem afi og amma hans höfðu átt. Björg hafði næma tilfinningu fyrir öllum skepnum. Ærnar þekkti hún allar með nafni og hún var góður hestamaður. Áður en hún var fær um að sitja hest var hún farin að venja komur sínar í hesthúsið. Þessi fjör- kálfur, sem aldrei virtist geta verið kyrr, gat varið löngum stundum sitj- andi á hækjum sér í stallinum, horf- andi á hrossin eta og hlustandi á skrjáf þeirra í útheyinu. Oft naut ég aðstoðar Bjargar, svo sem eins og þegar við Ingimar byggðum okkur hús í Langagerði. Þá kom sér vel að hafa Björgu til að að- stoða við aðdrætti því hún var manna flinkust að bakka jeppakerrunni sem mér var ofviða. Svo kom sjúkdómurinn sem breytti lífi Bjargar en hún var ekki tilbúin að gefast upp og stóð á meðan stætt var. Sjúkdómsgreiningin var harður dómur og það tók á alla fjöl- skylduna að sætta sig við óumflýjan- leg örlög. Þótt kraftarnir þyrru missti hún aldrei þá reisn sem alltaf hafði einkennt hana. Ég minnist einn- ar af síðustu heimsóknum mínum til hennar þar sem hún sat í stólnum sín- um, teinrétt og vel til höfð eins og ekkert væri að. Við ræddum þjóð- félagsmál og fjölskyldumál og ég fann hina einlægu ánægju sem hún hafði af barnabörnunum sínum þremur. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða Björgu í gegnum lífið. Ég óska henni velferðar í nýjum heimkynnum, þar sem vel er tekið á móti henni. Börnum og eiginmanni votta ég samúð mína. Guðrún Guðnadóttir. Björg Sveinbjörnsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, REGÍNA L. RIST, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 28. apríl. Óttar Guðmundsson, Gíslunn Jóhannsdóttir, Kristín G. Ísfeld, Haukur Ísfeld, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, STEINUNN JÓSEFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Deildartúni 5, andaðist þriðjudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 2. maí kl. 14.00. Adda Ingvarsdóttir, Viðar Karlsson, Elsa Ingvarsdóttir, Böðvar Jóhannesson, Ellert Ingvarsson, Svanhildur Kristjánsdóttir og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.