Morgunblaðið - 30.04.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.04.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 35 Elsku besta amma mín, ég sakna þín óendanlega mikið. Það er ennþá svo óraunverulegt að þú skulir vera farin frá okkur, að geta ekki hringt í þig, að fá ekki aftur símtal frá þér né geta farið vestur til Ólafsvíkur að hitta þig. Þú hringd- ir alltaf reglulega til að fylgjast með okkur, fá fréttir og nú síðustu ár til að sjá hvernig Kristín Sól hefði það. Það verður svo erfitt og skrítið að koma til Ólafsvíkur og engin amma þar en andi þinn verð- ur ætíð hjá mér, ég veit það. Margar minningar hafa átt hug minn allan síðan þú kvaddir okkur en það er ómögulegt að segja frá öllu. Það er svo skrítið að lifa líf- inu án þín, elsku amma, þar sem þú hefur alltaf verið mér stoð og stytta og verið til staðar fyrir mig. Í rauninni finnst mér eins og þú sért bara fyrir vestan og við í bænum. Og svo þegar við komum til Ólafsvíkur hitti ég þig aftur eins og alltaf. Raunin er víst önn- ur. Það er gott að rifja upp allar þær yndislegu stundir sem við höf- um átt saman, bæði í Ólafsvík og í bænum. Alltaf þegar komið var vestur og keyrt inn Ólafsbrautina, beiðstu við gluggann góða. Það var svo gott að kyssa þig og knúsa. Þú varst svo mjúk og það var alltaf sama góða ömmulyktin af þér. Við höfðum alltaf nóg að gera og gerðum ýmislegt saman, spjöll- uðum, lituðum, spiluðum. Ófá spil- in kenndir þú mér. Þú sast aldrei auðum höndum, en gafst þér þó alltaf tíma fyrir mig. Þú varst og ert ætíð í huga mér svo falleg, elsku amma mín; húðin þín, augun, hendurnar, hárið. Ég er þér svo óendanlega þakk- lát hversu vel þú hugsaðir alltaf um mig, hvort sem var á Ólafs- brautinni eða í Furugrundinni. Það var einfaldlega best í heimi að fá að vera ein með þér og fá að kúra með þér á Ólafsbrautinni og vakna á morgnana í kyrrðinni. Þá var amma liðuga gjarnan frammi í stofu að gera morgunleikfimi með Rás 1. Kæfubrauð minnir mig allt- af svo mikið á þig amma mín, svo áttir þú alltaf til gosbland a la Adda amma í ísskápnum og ísblóm í frystinum. Hjá þér átti ég alltaf Barbie-sængurfötin sem biðu mín tilbúin þegar ég kom til þín. Ég vil þakka þér, elsku amma mín, fyrir allar þær yndislegu minningar sem ég á um þig og okkur saman. Ég verð ávallt þakk- lát fyrir að við fengum að hafa þig lengur hjá okkur og þá gafst tæki- færi fyrir þig að kynnast Kristínu Sól, sem þú fylgdist svo vel með frá því hún fæddist. Við mæðgur áttum alveg yndislega samveru- stund hjá þér stuttu áður en þú veiktist, þar sem hún vildi bara fara úr fötunum sínum og kúra í ömmu rúmi. Frá því að ég man eftir mér kvaddir þú mig alltaf með sömu orðunum: „Megi guð og góðu engl- arnir vaka yfir þér, ástarengillinn minn.“ Með þessum orðum og ljóði, sem þú fórst svo oft með fyrir mig áður en ég fór að sofa, vil ég kveðja þig, elsku amma mín, og ég trúi því að afi og allir englarnir taki vel á móti þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring ✝ Arnbjörg Her-mannsdóttir fæddist á Hellis- sandi 22. september 1919. Hún lést á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík 16. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju 26. apríl. sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín, Steinunn Dúa. Elsku Adda amma er dáin. Við systkinin viljum þakka þér fyr- ir samfylgdina og hlýju og elskulegheit í okkar garð í gegn- um tíðina. Þín verður sárt saknað. En minningarnar eru ljúfar og góðar, má þar nefna allar okkar ferðir á Ólafsbraut 30 með pabba, aðfangadagskvöldin þegar allir komu til ömmu í ís og ávexti og þá var nú þröngt um allan mannskapinn. Amma fylgdist mjög vel með öllum sínum börnum og barnabörnum og vissi alltaf hvað var að gerast hjá hverjum og ein- um. Snyrtileg var hún og hver hirsla var vel skipulögð og allt átti sinn stað. Við litum aldrei á ömmu sem gamla konu því ung var hún í anda og hægt að ræða við hana um hvað sem var. Ósköp verður til- veran skrýtin þegar þú ert farin og er missir barnanna þinna níu mikill, en lífið tekur víst enda hjá okkur öllum. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau, er heitast unna þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið mesta gafst þá hverju sinni. Þinn trausti faðmur okkur opinn stóð og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá, í hljóði sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku amma, takk fyrir allt. Hermann, Páll Hrannar Jóhanna Snædís og Hákon Þorri. Nú þegar komið er að kveðju- stund er margs að minnast og margs að sakna. Adda, eða Arn- björg Hermannsdóttir, var fædd og uppalin á Hellissandi, mágkona mömmu, gift frænda okkar Magn- úsi Kristjánssyni. Þau hjónin og fjölskylda þeirra voru nágrannar okkar öll uppvaxt- arárin, bjuggu í næsta húsi við okkur og var alltaf mikill sam- gangur á milli enda einstaklega kært með þeim systkinum mömmu og Magga. Adda var mikill Sand- ari, þar bjuggu foreldrar hennar og systkini. Það voru ekki miklar samgöngur á milli Ólafsvíkur og Sands á þessum árum enda Ennið á milli en í dag tekur ekki nema tíu mínútur að keyra á milli stað- anna. Það var því Öddu mikil ánægja þegar systur hennar og Hemmi bróðir komu í heimsókn. Við krakkarnir á Ólafsbrautinni fengum stundum að fara gangandi fyrir Ennið og út á Sand í heim- sókn til ættingja Öddu þar sem vel var tekið á móti okkur. Þegar kom að heimferð var viðtekin venja að Verónika, systir hennar, fékk fjöl- skylduvin til að keyra okkur á jeppa til baka því hún vildi ekki láta okkur fara fyrir Forvaðann þegar farið var að falla að, hún vildi tryggja að við kæmumst klakklaust heim. Adda hafði oft á orði að það væri alltaf sól á Sandi, það varð til þess að ég uppgötvaði fyrr en ella að ekki eru aðstæður alstaðar þær sömu því hér í Ólafsvík sést ekki til sólar í meira en mánuð og mér fannst að það hlyti að vera þannig á öðrum stöðum. Adda var glæsileg kona með sitt rauða hár og brúnu augu og hafa börnin hennar öll erft háralitinn. Þau hjónin Adda og Maggi eign- uðust átta börn, þau voru miklar fjölskyldumanneskjur og hugsuðu fyrst og fremst um hag heimilisins og barnanna. Þegar um hægðist og börnin komust á legg fór Adda að vinna úti, vann hún þá hjá fjölskyldufyr- irtækinu. Á þessum árum gafst henni tími til að ferðast, var m.a. farið til Norðurlandanna og Rín- arlandanna og fleiri staða. Þá ferðaðist tengdafólkið oft saman og hafði gaman af. Eftir að hún missti mann sinn og hluti barnanna var farinn til Reykjavíkur ákvað hún að flytja suður til að vera nær þeim. Á síð- asta ári ákvað hún að koma aftur heim og fá vistun á Jaðri og var ánægjan mikil hjá vistmönnum þar að fá hana í samfélagið en þar þekkti hún alla. Okkur finnst nú að hún hafi notið þess í alltof stuttan tíma. Langri ævi er lokið, Adda og samferðafólk hennar hefur lifað ótrúlegar breytingar og víst er að ekki hefur alltaf verið auðvelt að sjá fyrir sér og sínum. Með ótrú- legri þrautseigju og dugnaði komu þau hjón Adda og Maggi upp börnum sínum sem öll eru vel gerð og hafa komið sér vel fyrir í lífinu. Markmið þeirra hjóna var áreiðanlega velferð og hamingja barnanna, það gekk fyrir öllu. Kæru frændsystkin, við hugsum til ykkar og vitum að minningin um góða foreldra og gott heimili fylgir ykkur um ókomna tíð. Við systurnar og mamma kveðj- um Öddu með söknuði Frænkurnar, Ólafsbraut 28. Arnbjörg Hermannsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix                          ✝ Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, HÓLMARS FINNBOGASONAR, Frostafold 44, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 6. apríl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og hjúkrunarþjónustu Karitas fyrir kærleiksríka umönnun og hlýhug. Karitas Magný Guðmundsdóttir, Íris Hildigunn Hólmarsdóttir, Gerald Leonard, Rut Hólmarsdóttir, Morten Wenneberg, Halla Björk Hólmarsdóttir, Ríkharður Örn Ríkharðsson, Jóna Brynja Hólmarsdóttir, Heimir Örn Hólmarsson, Þórunn Karólína Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður og afa, EINARS S. GUÐMUNDSSONAR húsgagnasmiðs, Hrafnistu, Reykjavík. Valgerður Einarsdóttir, Hallgrímur G. Jónsson, Einar Haukur Jóhannesson, Gísli Jóhannesson. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FJÓLU EIRÍKSDÓTTUR, dvalarheimilinu Grund, áður til heimilis að Lynghaga 6. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir góða umönnun. Helga Hallbjörnsdóttir, Eyjólfur Magnússon Scheving, Dóra Hallbjörnsdóttir, Hálfdán Jónsson, Sigríður Hallbjörnsdóttir, Kristjón Kristjónsson, Erla Hallbjörnsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Lilja Hallbjörnsdóttir, Atli Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, GUNNARS RAGNARS SVEINBJÖRNSSONAR frá Kothúsum, Garði, Eyrarholti 20, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Sigríður Gunnarsdóttir, Halldór A. Þórarinsson, Valdís Þóra Gunnarsdóttir, Vignir Már Guðjónsson, Sara Lind Gunnarsdóttir, Páll Þórir Jónsson, barnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.