Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 41

Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf 40+ félagsstarf fyrir fólk með þroskahömlun | Félagsmiðstöðin er opin kl. 17-22, bingó, matur kr. 700. Aflagrandi 40 | Leikfimi kl 8.30, vinnustofa kl. 9-16.30, postulínsmáln- ing kl. 9-12 og 13-16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna, smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30. Uppl. í síma 535-2700. Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Að- alfundur BKH verður haldinn í húsi Iðnaðarmanna, Hjallahrauni 8 kl. 20. Aðalfundarstörf og veitingar. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, glerlist, almenn handavinna, morgunkaffi, dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-16, leiðb/Halldóra frá kl. 13-16, leikfimi kl. 10, leiðb/ Guðný. Hársnyrting Guðrúnar, sími 553-3884/893-3384. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin kl. 10-11.30, sími 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin kl. 15-16, sími 554- 3438. Félagsvist í Gjábakka kl. 13. FEB í Kópavogi, ferðanefnd | Ferð um Vatnsleysuströnd - Voga - Njarð- víkurnar - Keflavíkurflugvöll - Keflavík - Garðskaga - Sandgerði - Hafnir - Reykjanesvita - og Grindavík verður farin föstudaginn 2. maí. Brottför frá Gjábakka kl. 9.45 og Gullsmára kl. 10. Kvöldmatur í Grindavík. Skráning í síma 5540999, Þráinn. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10, söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður Jónsson og Helgi Seljan. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, síðasti skiladagur til Kristínar og Þórhildar á munum á vorsýninguna. Bossía og glerlist fyrir hádegi, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30 og dans kl. 18-20, undir stjórn Sigvalda. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður, kvennabrids kl. 13. Kaffiveitingar. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9-9.45, 10.30, karlaleikfimi kl. 9.30, boccía kl. 10.30, gönguhópur frá Jónshúsi kl. 11. Lokað í Jónshúsi í dag og á morgun vegna undirbúnings vor- sýningar / uppskeruhátíðar. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, sund og leik- fimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, dans kl. 10. Frá hádegi er spilasalur opinn. Á morgun kl. 11 syngur Gerðu- bergskórinn við messu í Háteigs- kirkju og kl. 14 við messu í Fella- og Hólakirkju, eldri borgarar í Hvera- gerði koma í heimsókn. Furugerði 1, félagsstarf | Bókband kl. 9, leikfimi kl. 13.15, framhaldssagan kl. 14, kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, hádegismatur, brids kl. 13, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9. Pútt á Keilisvelli kl. 10-11.30. Línudans kl. 11, almenn handmennt kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, keramik, tau- málun o.fl. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi, hársnyrt- ing. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús- inu í Dalsmára kl. 9.30-11.30, ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 17. Uppl. í síma 564- 1490. Korpúlfar Grafarvogi | Opið hús á Korpúlfsstöðum á morgun kl. 13-17. Listmunir til sýnis og sölu. Lista- smiðjan sýnir afrakstur vetrastarfs- ins. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa opin - námskeið í myndlist kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30, bingó kl. 15, hárgreiðslustofa sími 552-2488, fótaaðgerðastofa sími 552-7522. Laugarneskirkja | Morgunbæn kl. 8, foreldramorgunn kl. 10, gönguhóp- urinn Sólarmegin kl. 10.30. Kirkju- prakkarar (1.-4. bekkur) kl. 14.15, um- sjón hefur sóknarprestur og kirkjuvörður. Norðurbrún 1 | Smíðastofa kl. 9-16, félagssvist kl. 14, hárgreiðslustofa Erlu Sandholt sími 588-1288. Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14. Sjálfsbjörg | Félagsvist kl. 19 í félags- heimili Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-12. Aðstoð v/böðun kl. 9.15-16, handavinna kl. 10-12, sund kl. 11.45, hádegisverður, verslunarferð í Bónus kl. 13-16, tréskurður kl. 14.30, kaffiveitingar. Flóamarkaður verður 2. og 5. maí kl. 13-17 báða dagana. Fatnaður, hljómplötur, geisladiskar, húsbúnaður, bækur o.fl. Sungið við flygilinn og dansað í kaffitímanum á föstudeginum. Veislukaffi báða dag- ana. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, morgunstund kl. 10, handa- vinnustofan opinn, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarst. opin, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14. Sími 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, salurinn opinn og ganga kl. 13, boccia kl. 14. Kaffiveitingar. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með stólajóga og bæn á Dalbraut 27, kl. 10.15. Hreyfing og bæn í neðri safnaðarsal kl. 11. Safnaðarfélag Ásprestakalls býður eldri borgurum til kaffihlaðborðs eftir messu kl. 14 á uppstigningardag. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-12. Opið hús eldri borgara í Litlakoti kl. 13-16, spilað og spjallað. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Kirkjuprakkarar kl. 16. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkj- unnar kl. 20. Bústaðarkirkja | Tekið verður á móti munum kl. 13-15, á sýningu sem verð- ur 1. maí á degi aldraðra. Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10- 12.30. Léttur hádegisverður á kirkju- loftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til domkirkjan@domkirkj- an.is. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Prédikun, tónlist og samvera. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir, há- degisverður að lokinni stundinni, TTT fyrir 10-12 ára kl. 17-18 í Rimaskóla og Korpuskóla. Grensáskirkja | Samverustund aldr- aðra kl. 12, matur og spjall. Helgi- stund kl. 14. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Hugvekja, altarisganga, einfaldur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Prestar og kirkjuverðir taka við bænarefnum. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Messa kl. 11 á degir aldraðra, skírn og Gerðubergskórinn syngur. Eftir messu verður borin fram súpa í Safn- aðarheimilinu. Barnakórinn syngur. Tískusýning, dömur og herrar úr starfi kirkjunnar munu sýna undir harmonikkuleik Elsu Kristjánsdóttur. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund í kaffisalnum kl. 12. Súpa og brauð kl. 18. Kl. 19 er Royal Rang- ers fyrir unga fólkið og biblíukennsla fyrir fullorðna, kennari er Hjalti Grett- isson. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Skráningu lokið í Akureyr- arferð 14.-16. maí. Biðlisti. Látið strax vita um forföll. Fundur kl. 14, 2. maí. Gengið frá endanlegri dagskrá og greiðslu.Uppl. í síma 568-3132. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. Ragnar Gunnarsson segir frá starfi Kristniboðssambandsins á Ís- landi. Ræðumaður er Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, kaffi eftir samkomu. Kristniboðssambandið | Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna er á morg- un, 1. maí í Kristniboðssalnum á Háa- leitisbraut 58 kl. 14. Kaffiveitingar og allir velkomnir að styrkja kristniboð, hjálpar- og þróunarstarf Kristniboðs- sambandsins, m.a. í Eþíópíu og Keníu. Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10. Máltíð kl. 12.30, starf eldri borgara kl. 13-16, sungið, spilað, föndrað, og kaffi. Selfosskirkja | Messa á uppstigning- ardag, 1. maí, kl. 11. Heldri borgarar taka þátt í messugjörðinni. Sr. Gunn- ar Björnsson. Vídalínskirkja Garðasókn | For- eldramorgunn kl. 10-12.30. Fyr- irlestur mánaðarlega, kynntir sér- staklega. Heitt á könnuni. 80ára afmæli. Í dag, 30.apríl, er Ólafur Magn- ússon áttræður. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju í dag á milli kl. 16 og 19. Gjafir eru afþakkaðar en þeim sem vilja gleðja Ólaf er bent á að tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar kaupum á blindra- hundum. Hlutavelta | Þessar systur söfnuðu 2.522 kr. fyrir Rauða kross Íslands með tombólu sem þær héldu fyrir utan verslunarmiðstöðina Miðbæ. Þær heita Karen Anna og Erlín Karla Birg- isdætur. dagbók Í dag er miðvikudagur 30. apríl, 121. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I. Kor. 8, 2.) Kennaraháskóli Íslands býðurtil fyrirlestrar í dag kl. 16 ísalnum Bratta. Þar munSigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur flytja erindið Helförin: Listræn úrvinnsla og sögu- skilningur: „Helförin er mjög drama- tískur þáttur í evrópskri sögu, og má segja að með henni hafi framfarasaga álfunnar beðið hálfgert skipsbrot,“ seg- ir Sigrún. „Listamenn hafa sótt tölu- vert í helförina við listsköpun sína, og fjalla ég m.a. í fyrirlestrinum um hvernig listaverk, s.s. myndlist og skáldsögur, geta haft meiri áhrif á söguskilning almennings en fræðitexti og tölulegar upplýsingar.“ Sigrún skoðar hvernig listin er notuð sem úrvinnsla á helförinni í ólíkum list- greinum: „Sérstaklega beini ég sjónum að, og ber saman, tvær kvikmyndir sem haft hafa mikil áhrif: annars vegar Lista Schindlers eftir Spielberg, og heimildarmyndina Shoah eftir franska leikstjórann Claude Lanzmann,“ út- skýrir Sigrún. „Í Lista Schindlers er helförin skoðuð sem einangraður at- burður og hún slitin úr sögulegu sam- hengi. Sagan sem er sögð gefur sig út fyrir að segja sannleikann en er sett inn í dæmigerða formúlu um baráttu góðs og ills. Helförin er afgreidd sem afmarkað og liðið tímabil í sögunni en ekki sem hluti af veruleika og minn- ingum fjölda fólks. Viðfangsefnið er þannig meðhöndlað að það leiðir ekki til skilnings áhorfandans á því sem gerðist í raun.“ Kvikmyndin Shoah segir Sigrún að fáist við efnið á mun metnaðarfyllri hátt: „Um er að ræða heimildarmynd sem er rúmlega níu tímar að lengd, og er formið gjörólíkt. Þar er helförin skoðuð sem lifandi hlutur í sögu okkar. Fjöldi fólks sem upplifði atburðina, sem gerendur eða fórnarlömb eða hvort tveggja, er enn á lífi. Lanzmann fær þetta fólk til að segja frá og varpar ljósi á það hvernig helförin hefur mótað tilfinningar þess, sjálfsvitund og sam- skipti við annað fólk,“ segir Sigrún. „Hann fór með viðmælendur sína á þá staði þar sem atburðirnir áttu sér stað og fékk þá til að rifja upp það sem gerð- ist og takast þannig á við fortíðina. Um leið neyðist áhorfandinn til að taka af- stöðu og byrjar ef til vill að skilja hvernig slíkir atburðir gátu gerst í sið- menntuðu samfélagi og hvernig svo margir gátu tekið þátt í atburðunum.“ Saga | Fyrirlestur um hvernig listirnar auka skilning á sögunni Helförin: list og skilningur  Sigrún Sigurð- ardóttir fæddist í Reykjavík 1973. Hún lauk BA- gráðu í sagnfræði frá HÍ 1998 og cand. mag. í menn- ingarfræði frá Kaupmannahafn- arháskóla 2004. Sigrún er nú fagstjóri í hönn- unarfræðum og listfræði við LHÍ, og í rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns við Þjóðminjasafn Íslands. Eig- inmaður Sigrúnar er Björn Þor- steinsson heimspekingur og eiga þau tvær dætur. Tónlist Bókasafn Mosfellsbæjar | Kammerkór Mosfellsbæjar heldur vortónleika 1. maí kl. 16. Flutt verða m.a. verk eftir Mozart, Edg- ar, Händel, Gunnar Reyni, Atla Heimi o.fl. Einsöngvari er Auður Árnadóttir, meðleik- ari er Arnhildur Valgarðsdóttir. Aðrir hljóð- færaleikarar eru Auður Árnadóttir og Eva Þórdís Ebenezersdóttir. Einnig koma fram strengja- og slagverksnemendur úr Lista- skóla Mosfellsbæjar og Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar. Stjórnandi Kammerkórs Mosfellsbæjar er Símon H. Ív- arsson. Listaháskóli Íslands, Laugarnesi | Banda- ríska raftónskáldið Morton Subotnick held- ur fyrirlestur kl. 12.15. Hann fjallar um tón- list sína og spilar tóndæmi. Subotnick er eitt af helstu raftónskáldum síðustu ára- tuga en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands. Salurinn, Kópavogi | Rakel María Axels- dóttir heldur útskriftarfyrirlestur kl. 12, sem hún nefnir Skapandi tónlist með börn- um en hún útskrifast með BA í tónlistar- kennslu frá tónlistardeild LHÍ í vor. Á fyr- irlestrinum munu m.a. börn úr Barnaskóla Hjallastefnunnar flytja nokkur verk undir hennar stjórn. Söngfélag Skaftfellinga | Vortónleikar í Seltjarnarneskirkju á morgun, 1. maí, kl. 14. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson. Undirleikarar eru Vignir Þór Stefánsson á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og Ást- valdur Traustason á harmonikku. Skemmtanir Salthúsið | Veðurguðirnir verða með dans- leik í kvöld en þeir eru nýbúnir að gefa út sitt fyrsta lag og nefnist það Bahama. Nán- ar á www.myspace.com/vedurgudirnir Uppákomur Hátíðarsalur íþróttamiðstöðvar Álfta- ness | Dagskrá í tali og tónum helguð verk- um Sveinbjarnar I. Baldvinssonar, rithöf- undar og bæjarlistamanns Álftaness árið 2007, kl. 20.30. Aðgangur ókeypis og öll- um heimill. Kristniboðsfélag kvenna | Árleg kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristni- boðssalnum á Háaleitisbraut 58-60, 1. maí kl. 14. Ágóðinn rennur til kristniboðsins. Fyrirlestrar og fundir Hótel Loftleiðir | Námsstefna um sjúkra- flutninga verður haldin 2. og 3. maí, á veg- um Landssambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna. Fyrirlestrar, kynning á námi og búnaði. Kynning heilbrigð- isráðherra á skýrslu um framtíðarskipulag sjúkraflutninga. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar á lsos.is. Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur fund í húsi Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð 8, Reykjavík, kl. 17. Kaffiveitingar. Konur sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka eru hvattar til að mæta. Kvennahreyfing ÖBÍ | Kvennahreyfing Ör- yrkjabandalags Íslands heldur fund kl. 18 20 í Hátúni 10, á 9. hæð. Sigþrúður Guð- mundsdóttir, fræðslu- og fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins, heldur fyrirlestur og svarar fyrirspurnum. Gestir velkomnir. Fréttir og tilkynningar Fjörgyn í Foldaskóla | Átthagafélag Strandamanna heldur aðalfund þriðjudag- inn 6. maí kl. 20.30 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn, Logafold 1. GA- fundir (Gamblers Anonymous) | Ef spilafíkn hrjáir þig eða aðstandendur þína er hægt að fá hjálp með því að hringja í síma 698-3888. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b. Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varningi á þriðjudögum kl. 10-15. Sími 551-4349, net- fang maedur@simnet.is Frístundir og námskeið JSB | Haldin verða sex stutt námskeið helgina 10. og 11. maí í húsakynnum Gigt- arfélags Íslands, Ármúla 5 og í dansrækt JSB, Lágmúla 9. Skráning og uppl. hjá Hrafnhildi í síma 894-1806 eða stott- pilates@medanotunum.is. Skráning til 2. maí nk. www.ljosmyndari.is | Eins dags ljósmynd- anámskeið 17. og 18. maí, 21. og 22. júní kl. 10.17. Teknar eru fyrir helstu stillingar á myndavélinni og gefin ráð varðandi myndatökur. Verð 13.900 kr. Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson, sími 898-3911. Skráning á www.ljosmyndari.is. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Listaháskóli Íslands. @mbl.is, eða senda tilkynn- ingu og mynd í gegnum vef- síðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.