Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
13.
S
á Guð, sem er skapari himins og
jarðar, efnis jafnt sem anda, helg-
ar allt mannlegt, sem er sam-
hljóða góðum sköpunarvilja hans.
Eins hlýtur hann að dæma hitt,
sem er í mótsögn við þann vilja.
En þótt veröld skaparans sé undursamleg
og allar gjafir hans dýrmætar – þetta er ját-
að og þakkað heitum sefa í lofsöngvum Bibl-
íunnar – er það óhagganlegt, að Guð er Guð.
Til hans er allt að sækja. En sjálfur er
hann meiri en allt, sem hann gefur og gerir.
Og ekkert jarðneskt eða tímanlegt full-
nægir til hlítar. Maðurinn í Guðs mynd leitar
hærra, seilist dýpra. Fulla svölun er ekki að
fá nema í sjálfri uppsprettu alls veruleiks.
Svo mikill er maðurinn, að innsta vera
hans er stillt inn á þetta hæsta mið og er ætl-
að að ná því. Honum er ekki ætlað minna en
fullt og eilíft samfélag við eilífan Guð.
Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þrá-
ir sál mín þig, ó Guð.
Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda
Guði (Sálm. 42).
Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég,
sál mína þyrstir eftir þér
hold mitt þráir þig
í þurru landi, örþrota af vatnsleysi (Sálm.
63).
Þetta eru dæmi um mjög persónulegar
játningar, sem er víða að finna í söngbók og
bænabók Heilagrar ritningar, Saltaranum
eða Davíðssálmum.
Þótt einstaklingar tali þar og lýsi persónu-
legri reynslu sinni mæla þeir jafnframt í
orðastað annarra..
Sálmarnir eru bæði bænabók til einkanota
og söngljóð til safnaðarnota.
Og sú trúarvitund, sem þeir eru til vitnis
um, felur í sér það, þegar hún er tærust og
skyggnust, að sá Guð, sem þar er tilbeðinn,
sé Guð alls mannkyns og þess vegna sá Guð,
sem hvert mannshjarta þráir og á að finna.
Hver mannvera gengur með það leynd-
armál í hjartarótum sínum.
En þeir, sem kynna sig í helgum textum
Biblíunnar og vitna þar um leitina að Guði,
flytja einnig og framar öllu vitnisburð um að
hafa fundið.
Réttara sagt: Að Guð hafi náð að finna þá.
Og um það eru orð þeirra ekki síður sterk
og áhrifarík.
Nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hinum
lifanda Guði (Sálm.84,3)
Sælir eru þeir menn, er finna styrkinn hjá
þér (Sálm. 84,6)
Allir þeir, er leita þín, skulu gleðjast og
fagna yfir þér (Sálm.40,17)
Jesús segir í Fjallræðunni, að þeir séu sæl-
ir, sem hungrar og þyrstir eftir rétlætinu,
því að þeir muni saddir verða (Matt. 5,6).
Réttlæti merkir hér hið sama og ríkið, sem
Jesús boðar og Nýja testamentið allt, ríkið,
sem er veruleikinn, hin sanna tilvera, lífið,
sem er fullt samband, alger samstilling við
Guð kærleikans.
Þann sem þráir hinn rétta, sanna veruleik,
hungrar og þyrstir í hann, leitar hans, biður
og knýr á um að finna hann, sá fær það, sem
hann leitar að og biður um.
Þetta fullyrðir Jesús.
Jafnframt er það vissa hans og rækilega
staðfest reynsla allra, sem um það geta bor-
ið, að leitin samkvæmt tilvísun hans sé í
sjálfu sér fullnægja, lífsnautn, hamingja.
Vegna þess að hún er í samræmi við hið
innsta, dýpsta, sannasta, upprunalegasta í
manni. Hún er eina leitin, sem stefnir örugg-
lega í hið rétta mark.
HUGVEKJA
Sigurbjörn
Einarsson
Leit og svör
Þann sem þráir hinn rétta, sanna
veruleik, hungrar og þyrstir í
hann, leitar hans, biður og knýr á um að
finna hann, sá fær það, sem hann leitar
að og biður um.
»
DR. Björn Björnsson
prófessor lést að
morgni föstudagsins 9.
maí, 71 árs að aldri.
Foreldrar Björns
voru Björn Magnús-
son, dr. theol., prestur
og prófastur á Borg á
Mýrum, síðar prófess-
or við Háskóla Íslands
og Charlotte Kristjana
Jónsdóttir, húsfreyja á
Borg á Mýrum og síð-
ar í Reykjavík. Björn
Björnsson lauk stúd-
entsprófi frá M.R.
1957, nam guðfræði við University
of Chicago, Divinity School, 1961-
62, lauk cand. theol. prófi frá Há-
skóla Íslands 1963 og doktorsprófi í
guðfræði frá University of Edin-
burgh 1966.
Björn var fulltrúi Barnaverndar-
nefndar Reykjavíkur 1967-1969 og
yfir fjölskyldudeild Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar 1969-
1970. Hann var skipaður prófessor í
guðfræði við guð-
fræðideild H.Í. 1969
og starfaði þar til
2002. Dr. Björn var
gistikennari við The
Lutheran School of
Theology við Chi-
cago University
haustið 1981 og var
fræðslustjóri Þjóð-
kirkjunnar 1991-94.
Hann gegndi á ferli
sínum fjölda félags-
og trúnaðarstarfa,
m.a. sem forseti guð-
fræðideildar HÍ í
fjórgang, varaforseti Háskólaráðs,
stjórnarmaður í Happdrætti Há-
skóla Íslands, forstöðumaður Guð-
fræðistofnunar o.fl. Eftir hann ligg-
ur safn greina og rannsóknarvinnu,
sem snertir kristna siðfræði og
þjóðfélagsmál.
Eftirlifandi eiginkona dr. Björns
er Ása Sigurðardóttir, kennari.
Börn þeirra eru, Sigurður, f. 1961
og Ingibjörg Elsa, f. 1966.
Andlát
Dr. Björn Björnsson
ÞAÐ eru hæfileikarík börn sem dvelja á leikskólanum
Nóaborg í Reykjavík, en þau luku nýverið dans-
námskeiði sem Auður Haralds danskennari stóð fyrir.
Eftir að hafa lært að dansa hjá Auði buðu börnin for-
eldrum sínum að koma í heimsókn til að horfa á dans-
inn. Eins og nærri má geta voru foreldrarnir ánægðir
og stoltir af börnum sínum. Það er mikið um að vera á
Nóaborg því að í næstu viku fara börnin í heimsókn á
bæinn Hraðastaði í Mosfellsdal til að skoða dýrin og
kynnast vorverkunum.
Morgunblaðið/Golli
Dansandi listamenn á Nóaborg
LÖGREGLAN á Selfossi mun frá og
með næsta fimmtudegi sekta öku-
menn bíla sem enn eru á negldum
hjólbörðum. Sektin nemur 5.000
krónum á hjólbarða eða 20.000 krón-
um á fjögurra hjóla fólksbíl.
Verður þá mánuður liðinn frá því
að óheimilt var að nota neglda hjól-
barða frá og með 15. apríl nema þess
gerist þörf við sérstakar aðstæður.
Lögreglan á Selfossi skorar því á
alla þá sem eiga eftir að skipta
negldum hjólbörðum út fyrir sum-
arhjólbarða að gera það strax og
komast hjá kæru fyrir þetta brot.
Þó verður tekið mið af aðstæðum
og verði færðin slæm eins og á Norð-
urlandi síðustu daga, þar sem borið
hefur á flughálku á vegum, mun lög-
reglan ekki beita sektum.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
eru enn mjög margir ökumenn með
neglda hjólbarða á bílum sínum og er
það meðal annars rakið til þess að
fólk sé almennt latara við að skipta
yfir á sumarhjólbarða en vetrar-
dekkin.
Sektir gegn
nöglunum
HRÓÐNÝ Einarsdóttir verður 100
ára mánudaginn 12. maí næstkom-
andi. Hún fæddist árið 1908 á
Hróðnýjarstöðum í Laxárdal,
Dalasýslu. Foreldrar hennar voru
Ingiríður Hansdóttir og Einar
Þorkelsson. Hróðný giftist Jó-
hannesi úr Kötlum, skáldi, þann
24. júní 1930 og eignuðust þau
þrjú börn, Svan, Ingu Dóru og
Þóru. Hróðný dvelur á Hjúkr-
unarheimilinu Skógarbæ í Reykja-
vík og þar mun hún halda upp á
daginn með fjölskyldu sinni.
100 ára afmæli
♦♦♦
RÁÐIST var á mann á sextugsaldri í
Vestmannaeyjum aðfaranótt laugar-
dagsins. Óttast var að hann hefði
hlotið heilahristing eða jafnvel höf-
uðkúpubrot og var hann því, að ósk
læknis, fluttur með sjúkraflugi til
Reykjavíkur.
Hjá vakthafandi lækni slysadeild-
ar fengust þær upplýsingar að mað-
urinn hefði hvorki hlotið alvarlega
höfuðáverka né aðra alvarlega innri
áverka en hann væri að öllum lík-
indum kjálkabrotinn.
Árásarmaðurinn er rúmlega tví-
tugur. Hann gisti fangageymslur
lögreglunnar. Báðir aðilar voru und-
ir áhrifum áfengis.
Líkamsárás
í Eyjum
BROTIST var inn í líkamsræktar-
stöðina Baðhúsið í Brautarholti að-
faranótt laugardagsins.
Innbrotsmaðurinn reyndist vera
góðkunningi lögreglunnar sem
sagðist hafa brotist inn til þess eins
að pissa. Að loknu spjalli við lög-
regluna var honum sleppt.
Braust inn
til að pissa
♦♦♦