Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 15
es. „Ég veit að þetta gerist ekki í fyrramálið,“ bætir hann við og hlær. „En þetta er svo stuttur tími!“ Og allir sem hafa kynnt sér fram- leiðsluna erlendis vita að gæði og verð fara saman, að sögn Jóhann- esar. „Það er hægt að fá ódýran mat, en ef gæðin eiga að vera sam- bærileg, þá skeikar ekki miklu í verði. Þá er sagt við okkur að við þurfum ekki að óttast neitt, en ég bendi á að hér ráða tveir aðilar hillurýminu. Það er enginn markaður á Íslandi fyrir alvöru samkeppni og sama hvort borið er niður, í olíu, trygg- ingum, bankakerfi eða matvöru. Hvernig í ósköpunum á að myndast samkeppni í 300 þúsund manna samfélagi. Það er bara bull! Ef það væru tíu að berjast um hillurýmið, þá sæjum við líklega eitthvað sem kallast gæti „Evr- ópuverð“ á öllum matvörum.“ Matvælaslys fátíð Íslendingar búa við mjög gott eft- irlit með búvöruframleiðslu, að sögn Jóhannesar. „Gæði í mat- vörum hafa farið sífellt vaxandi og matvælaslys eru mjög fátíð. Ef ís- lensk stjórnvöld héldu óskoraðri heimild til að halda uppi heilbrigð- iseftirliti í ljósi þess að heilbrigðis- ástand hér er á miklu hærra plani en víðast hvar erlendis, þá væri hægt að koma í veg fyrir að hingað væri flutt inn slakari matvara sem ekki stenst heilbrigðiskröfur og stefnt geta heilsufarsöryggi neyt- enda í hættu. En í frumvarpinu er einungis gert ráð fyrir slíku ef „rök- studdur grunur“ vakni um að eitt- hvað sé ekki í lagi. Hvernig kviknar slíkur grunur? Hvað eru þá margir veikir eða dauðir? Fyrirgefðu orðbragðið... þannig að... já,“ segir Jóhannes þungur á brún. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 15 von á tíðari skoðunarferðum og þar af leiðandi meiri kostnaði. Umdæmum fækkað Til að forðast hagsmunaárekstra gerir Evrópulöggjöfin kröfu um að dýralæknar í þjónustuhlutverki við bændur eigi ekki jafnframt að vera eftirlitsskyldir gagnvart þeim. Ef dýralæknar hafi hag af því að selja bændum þjónustu, þá hafi myndast viðskiptasamband, sem geri þeim erfitt fyrir að fylgjast með því að öllum reglum sé fylgt hjá sömu bændum. Nýja löggjöfin felur því í sér að stokka þarf upp dýralæknakerfið til að aðskilja eftirlit og þjónustu. Um- dæmi héraðsdýralækna verða stækkuð, þannig að þau verða 14 í stað 16, og héraðsdýralæknum verður fækkað úr 16 í sex. En þar fyrir utan verður minnst einn opinber eftirlitsdýralæknir í hverju umdæmi og fleiri í sumum. Lagt er upp með að löggjöfin verði þannig að heimilt verði að leyfa eft- irlitsdýralæknum að veita almenna þjónustu ef öðrum dýralæknum er ekki til að dreifa og er þá horft til dreifðari byggða landsins. Því er haldið fram innan stjórn- kerfisins að bændur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að dýralækna- þjónustu muni hraka, þó að um- dæmin séu að stækka, enda sé í lögunum kveðið skýrar en áður á um skyldu ráðherra til að setja reglugerð um staðaruppbót og tryggja dýralæknaþjónustu í dreifðustu byggðum í frumvarpinu. Úrvalið mun aukast Það sem bændur og hagsmuna- aðilar í landbúnaði gagnrýna harð- ast er að opnað sé fyrir innflutning á hráu kjöti, sem muni þýða harðn- andi samkeppni við innlendar kjöt- vörur. Ljóst má vera að úrval þess sem flutt er inn mun aukast, verð mun lækka ef að líkum lætur, a.m.k. til skamms tíma, og eftirsóknarverð- ara verður að flytja inn ferskt ekk- ert síður en frosið. Í þessu sambandi er eitt helsta áhyggjuefni hagsmunaaðila land- búnaðarins takmörkuð samkeppni á smásölumarkaðnum, þar sem tveir stórir aðilar ráða ferðinni. Þeir óttast að verða kúgaðir af þeim og að þeir muni jafnvel nýta stöðu sína til að ýta innlendri fram- leiðslu til hliðar. Nú þurfa framleiðendur á kjúk- lingum að setja vöruna í hillurnar á stórmörkuðunum og fylla á sjálfir. Þá þurfa þeir að taka til baka það sem er að renna út á síðasta sölu- degi og annaðhvort endurgreiða eða setja vöru í staðinn. Það blasir við að slík skilaregla verður varla við lýði gagnvart þeim sem flytur inn, sem jafnvel verða stórmark- aðirnir sjálfir. Bent er á að „ef skotið verði yfir markið“ í innflutningnum, þá verði að fella verðið til að losna við inn- fluttu vöruna, frekar en að henda henni. Og spurt er hvað verði þá um innlendu framleiðsluna. Sam- keppnisstaðan sé ójöfn að þessu leyti. Aðrir benda á að í innflutn- ingnum felist meiri samkeppni, sem muni veita innlendri framleiðslu verðaðhald, til dæmis sé nokkuð víst að verð muni lækka á kjúk- lingabringum vegna lágra tolla. Stjórnvöld munu hins vegar beita sér fyrir virku eftirliti til þess að koma í veg fyrir innflutning á ódýr- ustu kjúklingabringunum, sem upp- fylli ekki heilbrigðisskilyrði. Því er jafnvel haldið fram að ekki verði hægt að sækja kjúklinga lengra en til hinna Norðurlandanna til að ná svipuðum gæðum í framleiðslu, en með því fengist þó „raunverulegt aðhald í verði“. Morgunblaðið/Þorkell Samkeppni Bændur og hagsmunaaðilar í landbúnaði segja að innflutn- ingur á hráu kjöti þýði harðnandi samkeppni við innlendar kjötvörur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.