Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 18
FERÐALAG
ER ÞROSKANDI
FERMINGARGJÖF
GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM
GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR
MEÐ ICELANDAIR
ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA
+ Pantaðu fermingargjöfina
á icelandair.is/gjafabref
Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi.
W W W. I C E L A N DA I R . I S
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
15
30
05
/0
8
18 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
O
kkur finnst sjálfum erfitt
að samþykkja þessa
drungalegu spá. Við
getum varla séð fyrir
okkur að áætlun sem á
sér forsendur í örvæntingu eigi fram-
tíðina fyrir sér,“ sagði í grein tíma-
ritsins Jewish Chronicle árið 1896.
Ritið var að fjalla um nýja bók, Der
Judenstaat, eftir austurrískan blaða-
mann, Theodor Herzl, þar sem hann
ræddi um þá hugmynd að gyðingar
um allan heim fengju „þjóðarheimili“
í Palestínu, hinum fornu heimkynn-
um Ísraels sem nú tilheyrðu hinu ísl-
amska veldi Tyrkja, Ottómanaríkinu.
Herzl vissi vel hvað gyðingahatur var
mikið í Austurríki þótt það væri að
vísu enn skelfilegra í Rússlandi.
Hann varaði í bók sinni við „yfirvof-
andi fárviðri“.
Ofsóknirnar blóðugu gegn gyðing-
um í Rússlandi, pogrom, áratugina á
undan hefðu átt að vera öllum nokkur
viðvörun en samt er ósennilegt að
jafnvel Herzl hafi getað ímyndað sér
hrylling Helfararinnar í tíð nasista
nokkrum áratugum eftir að bók hans
kom út.
Ísrael nútímans, byggt á grunni
hins forna ríkis í Gamla testament-
inu, ríkið sem æ fleiri fordæma fyrir
að beita granna sína ofbeldi í skjóli
hernaðarlegra yfirburða, er nú sex-
tugt. Lítið ofurríki, auðugt og tækni-
vætt, sem mannréttindaráð Samein-
uðu þjóðanna telur ár hvert ástæðu
til að ráðast harkalega á fyrir að
brjóta mannréttindi – en í sama ráði
sitja fulltrúar sem í bróðerni sleppa
því ár eftir ár að fordæma enn skelfi-
legri brot af hálfu Kína, Írans, Súd-
ans, svo að nokkur ríki séu nefnd.
Margir Ísraelar segja því að þessar
samþykktir gegn þeim séu ekki ann-
að en helber hræsni.
Eining á undanhaldi
En eru Ísraelar sáttir á afmælinu?
Þeir eru að sjálfsögðu hreyknir af
mörgu sem áunnist hefur, ríkið er
fjölmennara og auðugra en nokkru
sinni, sækir fram á sviði hátækni og
laðar til sín erlenda fjárfesta, þrátt
fyrir spennu og stríðshættu. En sam-
heldnin og fórnfýsin sem gerði þeim
kleift að sigra margfalt fjölmennari
fjendur í styrjöldum er ekki lengur
fyrir hendi. Þjóðfélagið er margklof-
ið. Trúarofstækismenn halda oft
þinginu í heljargreipum. Um milljón
innflytjenda frá Rússlandi, sem flust
hefur til Ísraels á síðustu áratugum,
hefur myndað eigin fylkingu og flutt
með sér pólitískan vanþroska úr
flokkseinræðinu handan gamla járn-
tjaldsins. Loks má ekki gleyma því að
stöðugt fleiri Ísraelar glata trú sinni
á herinn, sjálft lím samfélagsins og
um leið brjóstvörn. Misheppnuð æv-
intýri, síðast gegn Hizbollah í Líb-
anon, og sálardrepandi ofbeldið gegn
Palestínumönnum á hernumdu svæð-
unum, ekkert af þessu eflir baráttu-
þrekið. Sumir Ísraelar eru farnir að
ala með sér efasemdir um að ríkið
eigi sér framtíð. Og þetta gerist enda
þótt bygging múrsins umdeilda hafi
borið þann árangur að draga stórlega
úr árásum herskárra hópa og sjálfs-
morðssprengjumanna á ísraelska
borgara.
En aðrir virðast telja að Ísraelar
verði einfaldlega að sætta sig við að
grannþjóðir þeirra muni aldrei sam-
þykkja tilvist þeirra, verði að læra að
lifa með þessu hatri. Breski blaða-
maðurinn Jonathan Freedland segir í
grein í The Guardian að margir Ísr-
aelar reyni að stappa í sig stálinu með
því að rifja upp goðsagnirnar um til-
urð ríkisins, baráttu landnemanna
duglegu og einbeittu sem lögðu
grunninn. Allar þjóðir eiga goðsagnir
um upphaf sitt og fram á síðustu ára-
tugi var einhugur meðal Ísraela af
gyðinglegum uppruna um að festa
þær í sessi. En uppreisnargjarnir
sagnfræðingar hafa kannað heimild-
ir, m.a. um stríðið gegn arabaríkjun-
um 1948-1949 og í ljós hefur komið að
beitt var í sumum tilfellum grimmd
sem erfitt er að verja. Skjöldurinn er
ekki jafn hreinn og talið var.
Stundum er sagt að örvænting
gyðinga eftir Helförina hafi valdið því
að þeir hafi ekki átt annan kost en að
verjast með öllum ráðum, fara á svig
við mannúð og réttlæti í heimi sem
hafði svikið þá í neyð. Fátt lýsir betur
harmleiknum í Palestínu en ljóðlína
úr gömlum og tregafullum ættjarð-
arsöng Ísraela: „Ég á ekkert annað
land“. En Palestínumenn geta lýst
örlögum sínum og einmanaleika með
nákvæmlega sömu orðum. Þeir eiga
ekki annað land og um þetta litla
svæði, Landið helga í augum gyðinga,
kristinna og múslíma, deila þessar
tvær þjóðir og hafa deilt í hundrað ár.
Arabar látnir gjalda
Samúð vestrænna þjóða var með
gyðingum eftir seinni heimsstyrjöld,
sektarkenndin vegna ofsókna Hitlers
dugði til að ákveðið var að leiðrétta
eitt óréttlæti með öðru. Eins og sá al-
ræmdi fréttaskýrandi, Mahmoud Ah-
madinejad Íransforseti, hefur bent á
„Ég á ekkert
annað land“
Reuters
Loksins! Gyðingi frá Evrópu er ákaft fagnað af dótturinni á Ben Gurion-alþjóðavellinum við Tel Aviv í byrjun maí.
Um 400 innflytjendur frá alls 23 löndum komu til landsins sama dag.
Í HNOTSKURN
»Arabaþjóðirnar samþykktuekki skiptingu Palestínu árið
1947 og hófu þegar styrjöld gegn
hinu nýja Ísraelsríki þegar það
var stofnað ári síðar.
» Ísraelskir arabar eru afkom-endur þeirra sem ekki flúðu
heimkynni sín eða voru hraktir
þaðan þegar Ísraelar lögðu þau
undir sig 1948. Ísraelskir arabar
eru nú um fimmtungur allra Ísr-
aela.
»Stór hluti Ísraela á rætur aðrekja til ýmissa arabalanda
þar sem forfeður þeirra settust
að fyrir mörgum öldum. Eftir
stofnun Ísraels var megnið af
gyðingum í þessum löndum
hrakið á brott.
Afmæli | 60 ár eru frá stofnun Ísraels og enn er ólga fyrir botni Miðjarðarhafs. Knattspyrna | Cristiano Ronaldo
þykir iðinn við að skora mörk í ensku úrvalsdeildinni, en enginn hefur komist með tærnar þar sem markahrókurinn
Dixie Dean var með hælana. Uppreisnir | Í maí 1968 braust út uppreisn, sem oft er vísað til, en oftast á röngum forsendum.
VIKUSPEGILL»
Ísraelar fagna því nú að liðin eru
60 ár frá því að ríkið var stofnað
’Það hefur enginn áhuga á þvíað verðbólgan festist hér í
sessi.‘Geir H. Haarde forsætisráðherra á fundi
forystu ríkisstjórnarinnar með fulltrú-
um aðila á vinnumarkaði og Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga.
’Ég veit það að í valnefnd fé-lagsins eru mjög nákvæmir
einstaklingar – ég held að það
séu mest konur.‘Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur en
Upplýsing, félag bókasafns- og upplýs-
ingafræða, valdi bók hans, Sáðmenn
andanna, Saga landgræðslu á Íslandi
1907 - 2007, bestu fræðibók ársins 2007.
’Við festumst öll í neikvæðn-inni. Af tíu athugasemdum sem
við fáum á degi hverjum mun-
um við bara eftir einu nei-
kvæðu athugasemdinni og velt-
um henni endalaust fyrir
okkur.‘
Jurga Piekute , jóga- og hugleiðslukenn-
ari , sem nýlega var hér stödd ti l að
kenna Íslendingum að vinna úr stressi
með því að einblína á öndunina.
’Hvað gera menn við vanda-mál eins og Boris er?‘Ummæli sem David Cameron , leiðtogi
breska íhaldsflokksins, viðhafði fyrir
nokkrum árum og rifjuð voru upp í vik-
unni eft ir að Boris Johnsson var kjörinn
borgarstjóri í London.
’Þegar fólk er ánægt með þaðsem það hefur er ósköp skilj-
anlegt að breytingar geti verið
eitthvað sem því líkar ekki.‘Þorsteinn Hilmarsson , upplýsinga-
fulltrúi Landsvirkjunnar, kveðst hafa
skilning á áhyggjum heimamanna af fyr-
irhugaðri Urriðafossvirkjun.
’En það er svívirðilega fariðmeð okkur hér.‘Eldri borgari kvartaði í Velvakanda um
óheyrilega hækkun á Viagra í Lyfjaveri
á einum mánuði.
Ummæli vikunnar
AFMÆLI»