Morgunblaðið - 11.05.2008, Síða 24
lífsstíll
24 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lyftingar eru líka mun fjölbreyttari
en margur heldur.“
Í kjölfarið fór hann að lesa sér til
um mataræði, styrktarþol og sitt-
hvað annað sem snýr að líkams-
rækt. „Ég fór að panta hinar ýmsu
bækur og á orðið mjög gott bóka-
safn af þessu tagi. Síðan skráði ég
mig á allskonar námskeið og þegar
íþróttafræðinámið byrjaði í Háskól-
anum í Reykjavík fyrir þremur ár-
um vissi ég að það var eitthvað fyrir
mig.“
Bara lokaritgerðin eftir
Egill þreytti síðasta prófið í HR
fyrir rúmri viku og á nú bara eftir
lokaritgerðina sem hann hyggst
skila fyrir jólin. Hún mun fjalla um
styrktarþjálfun knattspyrnumanna
en gagna hefur hann m.a. aflað hjá
Sigurði Jónssyni og lærisveinum
hans í Djurgaarden í Svíþjóð. Í rit-
gerðinni mun Egill m.a. sýna fram
á að það sé bábilja að lyftingar
dragi úr hraða knattspyrnumanna.
„Styrktaræfingar minnka ekki
bara líkurnar á meiðslum, þær
beinlínis skipta sköpum fyrir knatt-
spyrnumenn. Þetta skilja flestir
þjálfarar í dag, ekki síst Óli Krist-
jáns hjá Breiðabliki enda get ég lof-
að því að liðið verður í toppslagnum
í sumar,“ segir Egill sem hefur veg
og vanda af því að láta leikmenn
Blikanna „refsa lóðunum“.
En hvað ef Blikarnir dragast
gegn Hvöt í bikarnum?
„Þú segir nokkuð. Ég hef ekki
hugsað út í það. Það yrði erfitt en
ætli ég myndi ekki leggja tilfinn-
ingarnar til hliðar í þeim leik. Mað-
ur er nú einu sinni fagmaður.“
Allt hitt ruglið
Í grunninn er Egill Einarsson
líkamsræktarmaður og þjálfari.
Þjóðin þekkir samt ýmsar aðrar
hliðar á honum. „Þú ert að tala um
allt hitt ruglið. Ef ég botnaði nú
eitthvað í því? Það hefur bara
gerst,“ segir hann sposkur á svip og
á þar við einskonar hliðarsjálf sitt,
Gillzenegger, sem oftar en ekki er
milli tannanna á fólki.
Upphafið var þó sárasaklaust.
„Þótt hann beri það ekki með sér er
Partý-Hans tölvunörd inn við bein-
ið. Hann fékk þá hugmynd fyrir
nokkrum árum að setja upp heima-
síðu með myndum af djamminu og
bloggfærslum okkar félaganna sem
hlaut nafnið kallarnir.is. Þetta var í
fyrstu einkahúmor 18-20 stráka en
vatt snemma upp á sig. Einn dag-
inn áttuðum við okkur á því að telj-
arinn hafði rokið upp og áður en við
vissum var þetta orðin vinsælasta
bloggsíða landsins.“
Í kjölfarið voru félagarnir fengn-
ir í viðtal í DV. „Þar rifum við okk-
ur úr að ofan og svo birtist greinin
með krassandi fyrirsögn [sem ekki
verður endurtekin hér, innsk. blm].
Það leið yfir móður mína og barna-
land.is fór á hliðina. Við höfum
gaman af því að ögra fólki en bjugg-
umst ekki við þessum látum. En
umræðan í kjölfarið var athygl-
isverð.“
Svo fór boltinn að rúlla. Mikael
Torfason, þáverandi ritstjóri DV,
hringdi í Egil og bauð honum að
skrifa pistla í blaðið aðra hvora
viku. Þeir mæltust vel fyrir og áður
en yfir lauk voru pistlarnir orðnir
tveir á viku. Þá var hringt frá 365
og Agli og félögum boðið að gera
sjónvarpsþætti á Sirkus undir heit-
inu Kallarnir. „Það var gaman að
skrifa pistlana og líka að gera þessa
sjónvarpsþætti en ég sóttist ekki
eftir þessu. Þetta hefur allt komið
upp í hendurnar á mér,“ segir Egill
sem lét kné fylgja kviði með hinu
umdeilda riti Biblíu fallega fólksins.
Íslendingar hörundsárir
Geir Ólafsson söngvari kom við
sögu í sjónvarpsþáttunum og iðr-
ast, sem frægt er, aðkomu sinnar.
„Auðvitað var þetta á mörkunum,
eins og sumt annað sem við gerum.
Og ég skil Geira að vissu leyti.
Kannski var þetta vont fyrir hans
ímynd. En það er fínt á milli okkar í
dag. Við Geiri erum ágætir fé-
lagar.“
Hin víðkunna bloggsíða, kallarn-
ir.is, hefur verið lögð niður en Egill
hefur tekið upp þráðinn sjálfur á
léninu gillz.is. Þar kemur hann
sjónarmiðum sínum á framfæri.
„Ég hætti að blogga á tímabili en
fékk fljótlega fráhvarfseinkenni.
Ég hef rosalega gaman af því að
blogga og gillz.is er orðin alveg fá-
ránlega vinsæl síða. Ég er þakk-
látur fyrir það.“
Gillz er línudansari í eðli sínu og
oft smekksatriði hvort hann stígur
réttum megin niður. Honum þykir
Íslendingar þó óþarflega hörunds-
árir. „Langi mig að segja eitthvað,
segi ég það. Stundum fer það fyrir
brjóstið á fólki en það verður bara
að hafa það. Ég er bara að segja
það sem aðrir eru að hugsa en þora
ekki að segja.“
Persónulega finnst honum hann
þó aldrei hafa farið yfir strikið og
iðrast einskis. „Ég viðurkenni að
ummæli mín um Garðar Hinriksson
knattspyrnudómara voru í grófari
kantinum en á móti kemur að hann
mátti alveg heyra það, karlinn. Ég
var pirraður þegar ég skrifaði þann
pistil og kannski á maður ekki að
setjast við lyklaborðið í því formi.
Ég var líka pirraður þegar ég skrif-
aði um femínistana. En þolir fólk
ekki nokkurn skapaðan hlut?“
Kynlíf í klukkutíma
Hann kveðst ekkert hafa út á
femínisma sem hugmyndafræði að
setja en á hinn bóginn séu „femín-
istar út um allt í einhverju rugli.
Það eru til femínistar og svo geð-
sjúkir femínistar. Umræðan um að
hætta annars vegar að klæða ný-
fædd börn í bleikt og blátt á fæð-
ingadeildinni og hins vegar um
græna kallinn í umferðarljósunum
er alveg arfavitlaus. Það hljóta allir
viti bornir menn að sjá það.
Kannski var þessi alræmdi pistill
minn í grófari kantinum en inntakið
í honum var einfaldlega að þessar
kerlingar þyrftu á klukkutíma góðu
kynlífi að halda. Hvað er að því?“
segir hann brosandi.
Egill tekur því fjarri að hann sé
karlremba. „Alls ekki. Þvert á móti
hef ég alltaf hvatt menn til að vera
góðir við prinsessurnar. Í Biblíu
fallega fólksins eru konur kallaðar
ílát en margir misskildu það. Þar
var bara á ferðinni fagleg greining
á ákveðinni gerð manna, white
trash-hnökkunum í Æsufellinu með
gulu strípurnar og túrbó-húddið.
Það eru þeir sem kalla konur ílát.
Það myndum við félagarnir aldrei
gera. Við erum ljúfir drengir að
mennta okkur hér og þar. Góðir og
gegnir þjóðfélagsþegnar.“
Hann áréttar að fólk megi ekki
taka sig of hátíðlega. „Það eru alltof
margir sem fæddust án húmors.
Það er mikil ógæfa að taka hlutina
of alvarlega og vera leiðinlegur. Ég
hef yndi af því að hnýta í svoleiðis
fólk – stríða því. Það er yndisleg til-
finning að fara í taugarnar á þessu
fólki.“
Þegar Egill er spurður um tilurð
hliðarsjálfsins, Gillzeneggers, dæs-
ir hann. „Það er einkahúmor sem
átti aldrei að fara lengra. Egill,
Gilli, Gillz, Schwarzenegger, Gillze-
negger. Annars er ég aldrei kall-
aður Gillzenegger nema af fullum
aðdáendum niðri í bæ. Það myndi
aldrei hvarfla að mér að kalla mig
þessu nafni sjálfur. Gillz er hins
vegar fínt. Eða bara Egill.“
Einn og einn rauðhærður …
Talandi um fulla aðdáendur þá
kveðst Egill eiginlega aldrei lenda í
leiðindum. „Það er hellingur af fólki
sem hefur þörf fyrir að ræða málin
en það er yfirleitt á jákvæðum nót-
um. Það er svona einn og einn rauð-
hærður með einhverja stæ …“
Hann nær ekki að klára setn-
inguna. Nú er mér nefnilega nóg
boðið og set hnefann þéttingsfast í
borðið. Heyrðu, karlinn. Þú skalt
tala varlega um rauðhært fólk! Er
birtan eitthvað einkennileg hérna á
Players, sér Egill ekki að ég er
jarpur á hár og skegg eða er hann
bara svona óforskammaður?
Gazmaðurinn hefur fram að
þessu haft hægt um sig við borðið
en nú hlær hann hófstilltum hlátri.
Egill hrekkur til baka og baðar út
öngum. Mönnum er skemmt.
En hvað með konur. Lesa þær
Agli aldrei pistilinn? „Ég held ég
hafi lent í tveimur kerlingum sem
voru að röfla. Ég vildi að þær væru
fleiri því ég hef svo ofboðslega gam-
an af því. Það var eins og að horfa á
Dumb and Dumber – þetta var það
fyndið.“
Breyttist úr stundargamni
í alvöru
Nýjasta ævintýri Egils fer að
sönnu fram á þjóðbrautinni, teknó-
hljómsveitin Merzedes Club.
Hvernig í ósköpunum kom það til?
„Valli sport umboðsmaður og
Barði Jóhannsson unnu saman
vegna þátttöku Barða í forkeppni
Júróvisjón. Valli vissi að ég gæti
bjargað mér á hljómborð og spurði
hvort ég væri ekki til í að vera með
í einu lagi. Ég hélt það nú. Gassi og
Hansi komu með mér en ég þekkti
hvorki Ceres né Rebekku áður.
Þessi hópur small ágætlega saman
og við ákváðum að slá til með al-
kunnum afleiðingum. Í fyrstu ætl-
uðum við bara að taka þátt í Júróv-
isjón en þetta hefur undið upp á sig
og fljótlega var Merzedes Club orð-
in vinsælasta hljómsveit landsins.
Þetta breyttist úr stundargamni í
alvöru.“
Fleiri lög hafa litið dagsins ljós
og sveitin er bókuð oft í viku marga
mánuði fram í tímann. Þá er plata í
vændum með tónsmíðum eftir
Barða. „Við leggjum mikinn metn-
að í þetta. Ég er í hljómborðstímum
hjá fituhlunknum Valda í Jeff Who?
og Gassi og Ceres sækja danstíma.
Annars er ég besti dansarinn í
hópnum og synd að hafa mig fyrir
aftan hljómborðið. Ég er að vinna í
því að útvega mér hljómborðsgítar
svo ég geti hoppað eins og vitleys-
ingur á sviðinu, svona græju eins og
menn voru með á eitís-tímanum.“
Merzedes Club á traust fylgi í
grunnskólum landsins og Egill við-
urkennir að hann hafi í kjölfar vin-
sælda sveitarinnar þurft að endur-
skoða hlutverk sitt sem fyrirmynd.
„Hér áður var markhópurinn þrett-
án ára og eldri en nú er hann
tveggja ára og eldri, þannig að
maður verður að gæta betur að því
hvað maður segir og gerir.“
Fjölskyldan Egill með foreldrum sínum, Einari Egilssyni og Ester Ásbjörnsdóttur og systkinunum Hildi og Atla.
MSc í alþjóðaviðskiptum
Námið byggir upp fræðilegan grunn og hagnýta þekkingu á alþjóðaviðskiptum. Byggt er á
reynslu margra leiðandi háskóla í heiminum. Kennsla fer fram á ensku. Allir nemendur dvelja
erlendis í eina önn við háskólanám eða verkefnavinnu hjá alþjóðavæddum fyrirtækjum.
MEISTARANÁM
Í VIÐSKIPTADEILD
MSc í reikningshaldi og endurskoðun
Námið er ætlað þeim sem vilja verða löggiltir endurskoðendur, eða hafa áhuga á að starfa
sem sérfræðingar eða stjórnendur á sviði reikningshalds í fyrirtækjum. Útskrifaðir nemendur
eru eftirsóttir til ýmissa stjórnunarstarfa í atvinnulífinu, einkum hjá stórfyrirtækjum í
alþjóðlegri starfsemi.
MSc í fjármálum
Námið er sérsniðið að þörfum fjármálafyrirtækja og framsækinna alþjóðlegra fyrirtækja.
Hægt er að sérhæfa sig í fjárfestingarstjórnun eða fjármálum fyrirtækja.
Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er fjölbreytt og krefjandi nám sem getur
opnað þér dyr að margvíslegum starfstækifærum.
Kynningarfundur verður haldinn þann 14. maí kl. 12:00-13:00
í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofu 235 2. hæð.
KYNNINGARFUNDUR