Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 28
borgarbragur
28 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Salou
23. og 30. maí
frá kr. 34.990
Frábær sértilboð!
Aqua & Golden - íbúðir
Cye Holiday Center - íbúðir
*** Súpersól ***
All
ra
síð
us
tu
sæ
ti -
örf
á-
ar
íbú
ðir
í b
oð
i!
Terra Nova bíður nú frábær sértilboð til Salou. Í boði er einstakt
tilboð á Cye Holiday Center íbúðahótelinu og Aqua & Golden
hótelíbúðunum á Pineda ströndinni. Við bæjarmörkin er Port
Aventura skemmtigarðurinn og Aquapolis vatnsrennibrautagarð-
urinn er í hjarta Pineda örskammt frá Salou. Góðar íbúðir á
frábærum kjörum.
Einnig bjóðum við ótrúlegt súpersólar tilboð, þar sem þú bókar
og tryggir þér sæti og færð að vita um þinn gististað 4 dögum
fyrir brottför.
Strönd, sól og skemmtun á frábæru verði.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 34.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku, 23. maí.
Brottför 30. maí kr. 5.000 aukalega.
Aukavika kr. 12.000 á mann.
Verð kr. 44.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 í íbúð í viku á Aqua & Golden.
Cye Holiday Center kr. 5.000 aukalega.
Aukavika kr. 14.000 á mann.
Hallargarðurinn –
menningarverðmæti
Garðlista- og byggingasagaÍslands einkennist fyrstog fremst af fátækt lands-ins enda ekki mikið um
kónga og aðalsfólk á Íslandi sem
höfðu völd og bolmagn til að byggja
hallir og hallargarða. Hallargarður-
inn í Reykjavík hefur verið mikið í
fréttum undanfarið vegna kaupa
Björgólfs Thor Björgólfssonar á
húsi langafa síns, Fríkirkjuvegi 11,
en Hallargarðurinn er að hluta á lóð
þeirrar þekktu og glæsilegu bygg-
ingar.
„Ef frá eru taldar nokkrar opin-
berar byggingar í Kvosinni í
Reykjavík auk Nesstofu og Bessa-
staða samanstendur byggingasaga
Íslands mestmegnis af torfbæjum,“
segir Samson Bjarnar Harðarson,
landslagsarkitekt FÍLA, en hann
hefur skoðað sérstaklega aðdrag-
anda og hönnun Hallargarðsins og
þýðingu hans í garðlist Íslendinga.
„Menn eru að átta sig á að þessir
torfbæir eru merkilegir og mikil-
vægur hluti menningararfleifðar
okkar sem og merkilegt framlag til
byggingarsögu heimsins. Við gerum
okkur einnig sífellt betur grein fyrir
mikilvægi bárujárnshúsanna sem og
seinni tíma húsa og þess að eiga sér
samfellda sögu í byggingarlist. Þeg-
ar kemur að garðlist er í raun það
sama uppi á teningnum. Túngarð-
urinn, hlaðið, tröðin, kálgarðurinn,
allt er þetta hluti af íslenska bænum
og mikilvægur þáttur af garðsögu
Íslands og það er Hallgarðurinn svo
sannarlega líka,“ segir Samson.
Hallargarðurinn á erlendar
fyrirmyndir
Er Hallargarðurinn við Fríkirkju-
veg 11 dæmigerður lystigarður?
„Nei, hann er sérstakur,“ svarar
Samson.
„Lystigarðar á Íslandi eiga sér
ekki langa sögu. Það er ekki fyrr en
um 1900 að tekjur frá sjávarútvegi
fara að renna stoðum undir efnahag-
inn að Reykjavík réttir úr kútnum
og tekur á sig verulega bæjarmynd.
Hluti af vaxandi borgarmenningu er
ekki bara betur byggð hús heldur
ekki síður að fólk fer að gera garða
við hús sín. Allar nútímaborgir í
Evrópu á þessum tíma áttu sér stóra
almennings- og lystigarða og fyrir
tilstuðlan hins framtakssama borg-
arstjóra Knúts Zimsen eignast
Reykvíkingar sinn eigin almennings-
garð, Hljómskálagarðinn, sem hann-
aður er í samræmi við þá garðstíla
sem voru í tísku á þeim tíma. Fyrsta
hugmynd að garðinum kom um 1908.
Þegar nútíminn heldur svo innreið
sína á Íslandi um og eftir seinni
heimsstyrjöld eignast Reykvíkingar
sinn fyrsta og eina Hallargarð. Þrátt
fyrir nafnið er hér um garð að ræða
garð sem hannaður er eftir nýjustu
straumum og hugmyndum í garðlist
frá Ameríku þá. Hallargarðurinn í
Reykjavík er eini almenningsgarður
Reykvíkinga í óformbundnum stíl
amerísku módernistanna.“
Hver hannaði þennan umtalaða
garð?
„Hallargarðinn hannaði og byggði
Jón H. Björnsson landslagsarkitekt
á árunum 1953-1954,“ segir Samson.
„Jón var þá nýkominn frá námi í
Cornell University í Bandaríkj-
unum, fyrstur Íslendinga til að afla
sér menntunnar í landslags-
arkitektúr og er jafnframt einn af
helstu fulltrúum móderníska garð-
stílsins hérlendis. Annar helsti mód-
erníski almenningsgarður hér er
Austurvöllur á Ísafirði, einnig hann-
aður af Jóni árið 1954. Gerð Hallar-
garðsins var mikil frumraun í ís-
lenskri garðbyggingarsögu.
Þáverandi borgarstjóri Gunnar
Thoroddsen réð Jón til verksins.“
Er þetta ekki óvenjulega stór
garður við einbýlishús?
„Hallargarðurinn stendur í raun á
fjórum lóðum við Fríkirkjuveg sem
fyrir tilstilli borgarstjóra voru sam-
einaðar til að unnt væri að byggja
þar einn samhangandi lystigarð fyrir
almenning.
Þetta voru lóð frystihúss SÍS, sem
seinna varð Glaumbær og nú Lista-
safn Íslands, lóð Kvennaskólans í
Reykjavík, Góðtemplarahallarinnar,
sem áður var hús Thors Jensens og
lóð sem sendiráð Bandaríkjanna átti.
Hallargarðurinn og Austurvöllur á
Ísafirði eru sem fyrr segir í sama
stíl. Austurvelli á Ísafirði var á tíma-
bili ógnað vegna skipulagsbreytinga
hjá Ísafjarðarbæ, en samkvæmt nýj-
ustu heimildum virðist honum vera
tryggður sess sem lystigarður.“
Hvað einkennir garða í þessum
stíl? „
Bugðótt form og flæðandi rými.
Thomas Church og aðrir mótandi
fulltrúar ameríska módernismans
lögðu áherslu á að rými garðsins
ætti að flæða í gegnum hann, að á
göngu sinni gegnum garðinn upplifði
gesturinn stöðugt ný áhugaverð
sjónarhorn, ólíkt því sem var í gömlu
evrópsku görðunum þar sem rým-
ismyndun og sjónarhorn voru hönn-
uð út frá einum eða fáum stöðum
sem þá mynduðu svokallaða sjónaxa
eða vistas.
Jafnframt er í ameríska módern-
ismanum leitast við að garðar myndi
„samruna hins náttúrulega forms og
hins formræna“. Með öðrum orðum
að lífræn bogaform náttúrunnar
voru öguð og hreinræktuð á listræn-
Morgunblaðið/Golli
Breytingar Samson B. Harðarson landslagsarkitekt telur að fara verði varlega í breytingar á Hallargarðinum.
Augnayndi Hallargarðurinn er mikið augnayndi borgarbúa.
Hallargarðurinn við Frí-
kirkjuveg 11 er best varð-
veitti lystigarður á Íslandi
í óformbundnum stíl am-
erísks módernisma. Sam-
son B. Harðarson sagði
Guðrúnu Guðlaugsdóttur
að garðurinn hefði verðið
hannaður um 1953 eftir
nýjustu straumum og
hugmyndum í garðlist
frá Ameríku.
Fríkirkjuvegur 11 Gömul mynd af hinum glæsta stíg að húsinu.