Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 30

Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 30
kvikmyndasumarið 30 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Sumarið 2008 verður á svip-uðum nótum og undanfarinár, rótgróin hefð hefurmyndast fyrir miklu fram- boði á rándýrum brellumyndum sem oftar en ekki eru framhaldsmyndir þekktra gangmynda. Við getum því reiknað fastlega með að við höfum ekki séð það síðasta til Iron Man. Annars bólar nokkuð á nýjum hug- myndum í bland við framhaldsefnið og endurgerðirnar. Því miður gefst ekki pláss til að tí- unda allan þann fjölda bíómynda sem sýndur verður næstu mánuði, ís- lenskar myndir þar með taldar, þar sem frumsýningardagar eru enn á reiki. Myndirnar eru taldar upp í þeirri röð sem þær verða frumsýndar í Vesturheimi, hún er undantekning- arlítið sú sama hérlendis en ekki fast- ákveðin í nokkrum tilfellum. Iron Man Leikstjóri: Jon Favreau. Aðalleik- arar: Robert Downey Jr., Gwy- neth Paltrow, Terrence Howard Sem fyrr segir hófst bíósumarið með þessari hasar- og brellumynd fyrir viku. Aðsóknin gladdi iðnaðinn, eftir frekar dapran vetur kom mikill fjörkippur í vorgróðurinn og tók myndin inn 300 milljónir dala á heimsvísu, sem þykir mjög gott, eink- um þegar haft er í huga að aðalleik- arinn hefur aldrei sýnt umtalsvert að- dráttarafl. Gagnrýnendur hafa einnig farið lofsamlegum orðum um þessa fokdýru ævintýramynd. Downey Jr. leikur iðnjöfurinn Tony Stark, sem finnur upp nýjan búning til að hafa betur í átökum við fjandmenn sína. Smám saman eflist styrkurinn og Stark, eða Iron Man, tekur að sér að ráða niðurlögum þjóðaróvinar nr. 1. Speed Racer Leikstjórar: Andy og Larry Wachowski. Aðalleikarar: Emile Hirsch, Matthew Fox, Christina Ricci Sú var tíðin að bíógestir biðu með öndina í hálsinum eftir nýju verki Wachowski-bræðra (Matrix) og tals- verð spenna ríkir í kringum frumsýn- ingu þessarar nýjustu spennumyndar bræðranna. Speed Racer (Hirsch) er ungur og efnilegur ökuþór sem sver sig í ætt frægra bílasmiða og aksturs- íþróttamanna. Hann er kúgaður til að taka þátt í The Crucible, hrikalegri rallkeppni yfir þver Bandaríkin. Hún er fjármögnuð af gruggugu fyrirtæki en stjórnarmenn þess hafa m.a. dauða bróður hans á samviskunni. What Happens in Vegas … Leikstjóri: Tom Vaughan. Aðal- leikarar: Cameron Diaz, Ashton Kutcher Joy (Diaz) og Jack (Kutcher) kynn- ast í svallreisu til höfuðborgar spill- ingarinnar, Las Vegas. Þau drekka, djamma og tapa öllu þangað til að Jack fær lánað klink hjá Joy, og jibbí- kajei! Jörðin skelfur, tennur glamra og bjöllur glymja í spilavítinu, Jack karlinn hefur unnið nokkrar millur dala. Þá fyrst byrja vandræðin því Spennandi Ný mynd frá leikstjóra The 6th Sense, M. Night Shyamalan. Bíósumarið byrjaði á norðurhveli jarðar um síðustu helgi með myndinni um hasarblaðahetjuna Iron Man, um þessa helgi hefst What Happens in Vegas og síð- an koma þær hver af annarri næstu mánuðina uns sumarvertíðinni lýkur. Sæbjörn Valdimarsson kynnti sér bíólandslagið í sumar og kynnir til sögunnar þau verk sem eru forvitnilegust og líklegust til vinsælda. skötuhjúin verða að gifta sig og búa saman í marga mánuði sem hjón til að geta leyst út summuna. Myndin hefur fengið jákvæða dóma. Sex and the City: The Movie Leikstjóri: Michael Patrick King. Aðalleikarar: Sarah Jessica Par- ker, Kim Cattrall, Cynthia Nixon, Kristin Davis Nýjasta dæmið um sjónvarpsþætti sem öðlast nýtt líf á tjaldinu: Beðmál í borginni hafa notið mikilla vinsælda hér sem annars staðar og fljótlega gefst aðdáendum þeirra að virða per- sónurnar fyrir sér í bíósölum. Myndin gerist fjórum árum eftir síðasta þátt- inn á skjánum og innihaldið er sjón- varpsgónurum vel kunnugt, nú eru ástamálin margfölduð upp í nýjar stærðir. You Don’t Mess with the Zohan Leikstjóri: Dennis Dugan. Aðal- leikarar: Adam Sandler, Mariah Carey, Rob Schneider Æringinn Sandler leikur Zohan, spæjara í Mossad, leyniþjónustu Ísr- aels. Hann hefur komið ár sinni vel fyrir borð og er sendur til New York, þar sem hann fer leynt undir yfirskini snyrtipinna á hárgreiðslustofu. Sand- ler á stóran hóp aðdáenda sem hefur fengið frekar lítið fyrir sinn snúð að undanförnu, nú verður vonandi breyting á. Kung Fu Panda Teiknimynd. Leikstjórar: Mark Osborne og John Stevenson. Raddsetning (enska): Jack Black, Ian McShane, Angelina Jolie Pandabjörninn Po (Black) er svifa- seint dýr og gæft þegar það lendir í höndunum á harðsoðnum meisturum í austurlenskum bardagaíþróttum. Afraksturinn er Kung Fu-Panda, og ástæðan fyrir kennslunni er sú að svart/hvíta hetjan á að verja hinn heilaga dal friðarins fyrir aðskota- dýrum. M.a. illvígum snjóhlébarða. The Incredible Hulk Leikstjóri: Louis Leterrier. Aðal- leikarar: Edward Norton, Liv Ty- ler, Tim Roth Ein mislukkaðasta hasarblaða- hetja hvíta tjaldsins er Hulk hinn óg- urlegi í mynd sem var gerð fyrir fimm árum. Nú er Hollywood búin að gera nýja um þessa vinsælu teikni- myndasögufígúru og fer Norton með aðalhlutverk Hulks/Bruce Banners sem lendir í geislavirkum úrgangi sem breytir honum í hálfgert skrímsli, mjög gæft og friðelskandi að vísu. Fjallar myndin um átök hans við soralýð jarðar og bíða menn spenntir eftir því hvernig tekst til að þessu sinni. Þá vekur athygli að í stað óskarsverðlaunahafans Angs Lees er kominn efnilegur smámyndaleik- stjóri (The Transporter). The Happening Leikstjóri: M. Night Shyamalan. Aðalleikarar: Mark Wahlberg, Zo- oey Deschanel, John Leguizamo Mikil eftirvænting ríkir meðal áhugamanna um vandaðar hroll- vekjur því það hefur kvisast út að Shyamalan sé með sína bestu mynd í burðarliðnum síðan hann lauk við The 6th Sense með Bruce Willis. Nýja myndin fjallar um afdrif fjöl- skyldu eftir ragnarök, slíkt efni er ávallt spennandi og oftast skemmti- legt afþreyingarefni og leikhópurinn er harla góður. Vonandi nær Shya- malan sér á yndislega draugslegan sprett. Get Smart Leikstjóri: Peter Segal. Aðalleik- arar: Steve Carell, Anne Hat- haway, Alan Arkin Við sem erum tekin að grána obbo- lítið í vöngum minnumst löngu liðinna dýrðartíma kanasjónvarpsins (allir sammála?), þar sem vinur okkar Smart spæjari var einn af burðar- ásum gangvirkisins á Miðnesheiði. Gerð hefur verið ein mislukkuð til- raun til að flytja Maxwell yfir á hvíta tjaldið og nú skal reynt til fullnustu. Með aðalhlutverkið fer hinn frábæri Carrell, þeir Arkin voru óborganlegir í Little Miss Sunshine og vonandi kemst þessi a.m.k. með tærnar þar sem hún hafði hælana. Það eitt tryggði góða skemmtun. Mel Brooks og fleiri góðir menn komu að hand- ritsgerðinni. The Love Guru Leikstjóri: Marco Schnabel. Aðal- leikarar: Mike Myers, Jessica Alba, Romany Malco Meyers er að vonast eftir rismikilli endurkomu frá því að hann setti fjölda aðsóknarmeta með myndunum um Austin Powers. Hér leikur hann ástargúrúinn Pitka, Bandaríkjamann sem hefur numið dulspeki á Indlandi. Hann gerist andlegur ráðgjafi ís- knattleiksstjörnu (Malco), sem sér á eftir ástinni sinni í hendur keppinaut sínum (Justin Timberlake). WALL*E Teiknimynd. Leikstjóri: Andrew Stanton. Enskar aðalraddir: Ben Burtt, Jeff Garlin, Fred Willard Teiknimynd sem gerist eftir nokkr- ar aldir, nánar til tekið árið 2700 e.K. Titilpersónan er vélmenni, sérhæft í ruslatunnubransanum. Einn góðan veðurdag rennur upp fyrir honum ljós; á hann ekki betra hlutskipti skil- ið? Aldrei of seint að hressa upp á starfsferilinn og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér – jafnvel eftir 700 ár. Myndin er gerð af snillingunum sem sköpuðu Toy Story, Incredibles og fleiri af þeirri stærðargráðu. Hancock Leikstjóri: Peter Berg. Aðalleik- arar: Will Smith, Charlize Theron, Jason Bateman Titilpersónan er sinnulítil, útkeyrð ofurhetja (Smith), sem hefur fallið í ónáð hjá almenningi og góð ráð dýr. Hancock finnur vafasaman náunga (Bateman) til að bæta ímynd sína og hefur náunginn enn vafasamari hug- myndir um hvað skal tekið til ráða. Theron fríkkar upp á hópinn. Hellboy II: The Golden Army Leikstjóri: Guillermo del Toro. Að- alleikarar: Ron Perlman, Doug Jones Þá er röðin komin að Djöflamerg II, en sú fyrri vakti, öllum að óvörum, mikla athygli og fékk ágæta aðsókn. Ástæðan: Leikstjórn Mexíkóans snjalla Dels Toro (Pan’s Labyrinth). Djöflamergur (Perlman) er fenginn til að hjálpa Bandaríkjastjórn þegar ill öfl hyggjast ná völdum á jörðinni. Eins og nafnið bendir til er bjargvætt- urinn ekki beinlínis himnasending, en ráðagóður og útsmoginn skratti. Meet Dave Leikstjóri: Brian Robbins. Aðal- leikarar: Eddie Murphy, Elizabeth Banks Hinn sívinsæli Murphy er í frekar óvenjulegu hlutverki dvergvaxins geimskips sem breytir sér í jarðarbúa. Ástæðan sú að þröngt gerist um geim- verurnar og ætla þær að hertaka Móður jörð með bellibrögðum. Þá kemur þrusukvendið Banks til sög- unnar og geimskipsgaurinn verður ástfanginn upp fyrir haus. The Dark Knight Leikstjóri: Christopher Nolan. Að- Framhöld og frumlegheit Ótrúlegur Ron Perlman fer með aðalhlutverkið í Djöflamergur II. Hasarblaðahetjan Edward Norton fer með hlutverk hins ógurlega Hulks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.