Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 34
ferðalög
34 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Meira að segja Bjössi ámjólkurbílnum reynistþá vera héðan frá Ítalíuog hljómar á móti okk-
ur þar sem við þrömmum enn eina
ferðina inn hjá Tító að fá okkur eitt-
hvað að borða – já, öll lögin, sem við
mamma sungum í bílnum í gamla-
daga og syngjum enn, virðast hafa
verið pikkuð upp hér suður á Ítalíu.
Það er eins og við endum alltaf
hér hjá honum Tító með allar okkar
þarfir; þarftu að komast á int-
ernetið, jú, farðu niður í bæ til hans
Tító – horfa á fleiri fótboltaleiki,
skelltu þér bara til Títós – svöng
sona seint; fáðu þér eitthvað hjá
Tító – svöng seint og snemma, nú,
Tító reddar því.
Og meira að segja eina dýrlega
máltíð – sítrónusnitsel með bök-
uðum kartöflubátum – borðuðum
við næstum ef svo má segja með
sjálfum Mick Jagger þar sem hann
æddi um í fullri stærð á skjánum hjá
honum Tító í gulum sokkabuxum og
bleikum brjóstahaldara og við vor-
um einu gestirnir og ég kynnti stolt
þennan gamla frjálsa og fitta vin
minn fyrir syni mínum ungum, en á
hann runnu tvær grímur yfir móður
sinni og félagskap. En Jagger tókst
að töfra hann um síðir þrátt fyrir
Bítlana og brjóstahaldarann, og
hann var lengi að spyrja út í ýmis
smáatriði.
Já, allt getur gerst hjá Tító. En
þar er ekki mikið um pipar og salt,
reyndar ekki mikið verið að ota því
að manni yfirleitt, alltaf þarf að
biðja um piparinn, og þar sem allt
flýtur i sítrónum og allt er úr sítrón-
um er lítil þörf á salti. Takið nú eftir
sítrónunum, kólestrólrónar!
Ljóti karlinn Hallfreðsson
Einn daginn býður Tító upp á fót-
boltaleik með matnum, og nú er
staðurinn fullur af strákum og lögg-
um í stuði, og dúkkar þá ekki upp
nema einn Hallfreðsson þarna að
eltast við bolta Ítalanna. Og það
með Regginamönnum á móti Na-
pólíliðinu.,
„Hvað er þessi helvítis Íslend-
ingur að gera?“ æpa strákarnir á
næsta borði og við höldum áfram
með Napolí. Á dauða mínum átti ég
von en ekki því að slá sjálfri Sor-
rento á frest og sitja frekar áfram
hjá Tító og éta franskar og glápa á
fótbolta, en hef mér til afsökunar að
það er vitlaust veður og vont í sjó.
„Napolí er í 36. sæti en Reggina í
26.“, essemmessar Illugi að heiman.
Forza Napoli, meiri sítrónu á
kartöflurnar takk, Argentína og Ís-
land eru eitthvað mikið að kljást í
þessum leik, ljóti kallinn Alfredson
af Íslandi, eins og þeir kalla hann,
spilar eins og halanegri með handa-
lögmáli og fær gula spjaldið fyrir,
Cannavaro líka, litli bróðir einhvers
ennþá frægari Cannavaros er mér
sagt, og minn spretthlaupari skorar,
en Napolíþjálfarinn er alvarlegur á
svip með agalega mikið tyggjó, og ef
ég væri í fótbolta tæki ég ekki ann-
að í mál en að spila með hjálm á
hausnum, atgangurinn og blóðnas-
irnar ganga fram af mér, er þetta
kannski nautaat? Man svo ekkert
hvernig leikurinn endaði því það
leystist allt upp í að við gátum
ómögulega munað muninn á
Bjarnabófabúningunum og KR-
búningunum, og svo komu þrumur
og eldingar sem sumir ungir menn
taka alvarlega, en alltaf er jafn gam-
an að kveðja kontómanninn káta hjá
Tító, því strákur sá strax um að
biðja um reikninginn á ítölsku,
borga og gefa þjórfé.
Komdu nú með kontóinn,
stutti káti maður.
Syngdu svo í svefn mig inn,
og vertu bara glaður.
Á stóra sviðinu í Pompei
Til Pompei eru tíu mínútur með
lestinni. Og það segir sig sjálft að
strax annan daginn erum við eld-
fjallabúar lögð af stað á nýjum
ítölskum Neróskóm að skoða borg-
ina sem Vesúvíus færði á kaf og var
niðurgrafin í ösku í 2000 ár.
Það er mikið þramm að skoða
Pompei, þetta er stór borg og marg-
ar vistarverur.
Ég væri meir en til í að búa í þess-
ari borg við rætur fjallsins með öll-
um þessum rosalegu baðher-
bergjum og steinlögðu strætum.
Ísleifi fylgdarmanni finnast aftur
villihundarnir minnistæðastir; þeir
sem þarna búa og sleikja sólina, sofa
eða sníkja súkkulaðikökur af túr-
istum. Annars hafa þeir greinilega
alltaf verið þarna því yfir hverjum
dyrum eða á þröskuldunum má sjá
myndir úr mósaiki af þessum sömu
hundum með yfirskriftinni „cave ca-
nem“ – varist hundinn.
Drengurinn er líka alveg hneyksl-
aður á því hvað langt er að labba í
Pompeileikhúsið, en ég hætti ekki
fyrr en ég kemst þar á stóra sviðið
sem rúmaði 5000 áhorfendur. Já,
það bar til á dögum Ágústusar keis-
ara. En fótboltakappanum mikla
sem með mér er verður um og ó þeg-
ar við göngum eftir skylm-
ingaþrælaflötinni og ég útskýri fyrir
honum að þeir hafi verið svona sam-
bland af leikurum og fótboltaköllum
fortíðar; á dögum Ágústusar keis-
ara.
Föstudagurinn langi
Við erum strax orðin eins og latir
Ítalir hér og viljum helst halda okk-
ur heima í þorpinu okkar og í gær
sofnaði ég út frá fasteignablaðinu
frá Sorrentó.
Klausturhaldarar eru nú í óðaönn
að sópa og blása upp blöðrur því nú
stendur til mikið fjör – sjálfur föstu-
dagurinn langi og allir fara í grímu-
búningana sína sem úthlutað var á
sýsluskrifstofunum í gær. Við Ísleif-
ur vorum ein skilin útundan því við
erum ekki á skrá hér, því miður.
Verndari þorpsins er S.Ciro og
var læknir frá Alexandríu sem ein-
hver keisaratuddinn lét drepa árið
303 í ofsóknum gegn kristnum
mönnum. Rafael hliðvörður og vinur
okkar hefur raðað myndum af hon-
um eftir endilangri framrúðunni á
bláu Fíat Pöndunni sinni.
Ég vissi ekki fyrr en núna að Jesú
er búinn að liggja hérna á neðri
hæðinni hjá mér allan tímann, en nú
er kveikt á kertum og kyndlum og
allt þorpið, ungir sem aldnir í Ku
Kux Klan búningum kemur í pró-
sessíu inn um klausturhliðið. Garð-
urinn fyllist, það er grafarþögn og í
miðri prósessíunni gnæfir María
mey í svörtum sorgarbúningi, hlaðin
blómum – já, þá er hún komin að
sækja son sinn sem liggur hér á lík-
börunum allt árið og bíður eftir
henni og nú kemur hún loksins þegj-
andi og hljóðalaust og við sláumst í
hópinn þar sem lýðurinn ber þau um
allt þorpið, hverja einustu götu og
tvo hringi kring um spítalann. Þetta
er bæði fallegt og hádramatískt og
aðkomumenn á gangstéttunum
kasta sér á kné og signa sig, því eins
og séra Nonni sagði í gamladaga
„Þau eru ekki eins stirð og þau lút-
ersku, þessi katólsku kné.“
Þegar svo búið er að blessa allan
bæinn rífa súkkulaðikaupmenn hler-
ana frá sjoppum sínum og kveikja
ljósin og litlir og stórir fjólubláir
munkar streyma inn að fá sér páska-
egg af öllum stærðum og gerðum.
Barnakórinn syngur loksins, María
fer heim með son sinn, en við verð-
um eftir í einskonar 17. júní stemn-
ingu niðri í bæ og setjumst með öll-
um hinum inn á City Pizza og
hámum í okkur hitt og þetta.
Rusl og rottur
Nú, ég hafði víst herjað út blaða-
mannapassa hjá Morgunblaðs-
mönnum af því ég hafði þá trú að
hann gæti einhvernveginn varið mig
bæði gegn rottunum og ruslamafí-
unni, sem búið var að hræða mig
með áður en ég fór; já, ég þótti bara
alveg snar að æða með barnið til Na-
polí í drepsóttir og rottugang um
páska og vafamál hvort við kæmum
aftur. Myndum við „sjá Napolí og
deyja“?
En á endanum var það ég sem var
einna sóðalegust á staðnum. Rafael
og Paolo við hliðið eru mjög strangir
þegar ég kem með ruslapokann
minn fullan af umbúðum því ég er
auðvitað alltaf eitthvað að kaupa, og
ég held þeim ofbjóði ruslið eftir
varla tvo Íslendinga. Samt er þetta
bara svona poki á dag og maður á að
stinga honum út fyrir kastalahliðið
en það má samt alls ekki gera fyrr
en eftir myrkur þegar hann stingur
ekki í augun og að morgni er hann
horfinn.
Ég sá auðvitað svolítið af rusli
niðri í Napolí sjálfri, en hér er allt
tandurhreint og illa séð að veifa
rusli.
Svo ég finn upp á þeirri aðferð
sem ég nota enn, að leggja allar um-
búðir í bleyti í eldhúsvaskinn þegar
sumir eru sofnaðir, hnoða þetta svo
saman í litla kúlu og minnka þar
með ruslpokann minn niður í svosem
ekki neitt neitt.
Það snjóaði bæði í Vesúvíus og
Heklu daginn sem við fórum og þeg-
ar lestin brunar gegn um sítrónubæ-
inn Pianó de Sorrento strengi ég
þess heit að koma aftur fljótt, því
það gaf aldrei á sjóinn til Capri, en
þangað var ferðinni heitið.
Ljósmyndir/Guðrún Gísladóttir
Eins og í himnaríki Fyrir þá Amalfíbúa, sem von eiga himnaríkisvist, verður dómsdagur bara eins og hver annar
miðvikudagur. Því hvar annars staðar en í himnaríki eru slíkir ávextir?
Vel skóaður Gott að vera á nýjum og góðum skóm á göngu í gamalli borg.
Daprir í bragði Af svip fótboltaáhugamannanna hjá Tító að dæma stendur
Napolíliðið sig ekki þessa stundina.
Steinrunninn Hundur í Pompei.
Allt og alltaf hjá Tító
Um páskana fór
Guðrún S. Gísladóttir
ásamt níu ára syni
sínum til Vico Equense
í Amalfí í næsta
nágrenni Napolí. Þau
gistu í fornu klaustri
þar sem nú er rekið
gistihús. Þetta er síðari
grein um dvöl þeirra
mæðgina.
Við erum strax orðin eins
og latir Ítalir hér og viljum
helst halda okkur heima í
þorpinu okkar og í gær
sofnaði ég út frá fast-
eignablaðinu frá Sorrentó.
Jesú skilað heim Búnir að taka ofan Ku Klux Klan
hetturnar og á leið með Jesú aftur heim í kjallarann.
Dularfullar verur Svona ganga menn um götur Vico
Equense á föstudaginn langa, guði og Jesú til dýrðar.
Höfundur er leikkona