Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 35

Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 35
menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 35 ir því við að ein mynd til viðbótar sé á sýningunni, en ekki inni í sýn- ingarsalnum. „Ég nota mikið ljósmyndir í verkum mínum, og ég hef gert það áður að sýna þær myndir sjálf- stæðar, en ekki láta þær eingöngu fara inn í ferlið. Þær segja stundum betur hvað maður er að hugsa. Ég hef löngum velt því fyrir mér hvernig við skiljum tímann og um- hverfi okkar og aðallega hvernig við Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is FIMM dagar er heiti sýningar sem opnuð hefur verið í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu á verkum Valgerðar Hauksdóttur. „Þetta eru myndir prentaðar á álplötur, stórar myndir sem hver sýnir einn af fimm dögum og höfða til fimm daga ferðalags yfir Atl- antshafið,“ segir Valgerður, og bæt- skiljum hann ekki,“ segir Valgerð- ur. „Mér hefur alltaf fundist mynd- listin vera eins og gluggi þar sem maður getur skoðað veröldina bæði útávið og innávið. Myndirnar eru þá sá flötur þar sem þessir tveir heimar mætast. Ég var fimm daga á siglingu yfir sunnanvert Atlantshafið. Það tekur fimm daga að sigla Kólumbusarleið- ina. Myndirnar eru allar teknar í áttina að Íslandi. Þótt allt sé á hreyfingu í kringum mig, dallurinn og sjórinn, þá stefnir hugurinn beint þangað. Ég hef einmitt áhuga á því hvernig við hugsum tímann út frá stað og stund. Stundum líður hann hratt og stundum líður hann engan veginn. Það getur verið bæði óþægilegt og heillandi hvernig við virðumst ferðast afturábak í gegn- um lífið. Við náum aldrei að upplifa augnablikið, því um leið og það kemur er það farið. Við gleymum því sem við viljum ekki gleyma og getum ekki gleymt því sem við vilj- um gleyma. Slíkar hugrenningar eiga við í þessum myndum, en líka í ljóðrænu stemningunni sem skap- ast þegar maður horfir, stoppar og skoðar og lifir lífinu hægt – ef hægt er,“ segir Valgerður. Sýningin 5 dagar stendur frá 10. til 25. maí, 2008 og er opin fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00. Fimm dagar á Kólumbusarvegi SKÚLPTÚRARNIR eru abströktuð lífræn form sem stundum nálgast það að vera fígúratív. Í verkinu Bið eru fimm steinstólpar sem standa í kring- um vatnsfyllta steinþró og mynda saman heildarmynd enda verkið hugsað þannig frá byrjun. Á sýning- unni er öðrum skúlptúrum raðað saman í grúppur á svipaðan hátt til að skipta sýningunni upp sjónrænt. Uppsetningin virkar þó ekki nógu vel í þessu formi og skilrúmsveggir utan um verkið Bið skapa of dramatíska leikmynd utan um það ásamt því að skerma það um of af. Skúlptúrarnir sjálfir eru gerðir úr marmara, grágrýti og fleiri steinateg- undum. Grágrýtisverk sem aug- ljóslega hefur staðið í garði eiganda síns og boðið til sín mosa er fallegt verk. Skúlptúrar í formi skála hafa seiðandi aðdráttarafl sem minnir á forna helgisiði. Marmarinn, pússaður og háglansandi, hefur sterkar skír- skotanir í listasöguna og handverks- hefð sem við Íslendingar eigum ekki mikla arfleifð í. Ávöl formin og silki- mjúkt yfirborðið á skúlptúrum úr annars glerhörðu efni kalla á snert- ingu eða í það minnsta líkamlega upp- lifun. Verkin virðast eiga meira í sam- ræðu við hefð módernisma en póstmódernisma, þar sem abstrakt- sjónir og kenningar um formalisma réðu ríkjum. Í ágætri sýningarskrá skrifar Jón Proppé um steinhögg Einars Más á klassískan hátt og ekki auðvelt að samþætta þá orðræðu inn í umræður um samtímalistina. Önnur grein eftir Halldór Ásgeirsson myndlistarmann endar á því að segja að Einar Már hafi aldrei átt upp á pallborðið hjá ís- lenskri listaelítu. Þetta er kunnuglegt stef enda tíðarandi og tíska í listheim- inum jafn ríkjandi og annars staðar. Steinskúlptúrar Einars Más munu lifa marga tíðarandana enda gerðir úr eilífðarefni. Yfirlitssýning á verkum hans í Hafnarborg er tímabær og það kemur á óvart að sjá hve listamann- inum varð mikið úr verki á stuttum tíma. Umbreytingar formsins MYNDLIST Hafnarborg Sýningin stendur til 25. maí. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Að- gangur ókeypis. Einar Már Guðvarðarson - skúlptúryfirlitssýning bbbnn Grágrýti „Steinskúlptúrar Einars Más munu lifa marga tíðarandana...“Þóra Þórisdóttir Morgunblaðið/Golli SJÓNVARPIÐ sýnir þátt um Listahátíð í kvöld að loknum frétt- um. Meðal tónlistarviðburða á Listahátíð, sem við fáum að sjá um í Sjónvarpinu, má nefna tónleika stór- meistara djassins, Wayne Shorter og einsöngstónleika bandarísku söngkonunnar Denyce Graves sem báðir verða í Háskólabíói og stórtón- leika með Amiinu, Kippa og vinum í Undralandi. Það verður líka fjallað um Jón Ólafsson sem setur saman einstakan hóp utan um ljóð Steins Steinarrs og Sigurbjörn Bernharðs- son heiðrar Þorkel Sigurbjörnsson með afmælistónleikum. Frá Gíneu- Bissá kemur vinsælasta hljómsveit Vestur-Afríku, Super Mama Djombo. Mörg verkefni tengja myndlist við aðrar listgreinar, t.d. Eyjastökkið í Hafnarhússportinu, slagverkstónleikar með myndlistar- manninum Agli Sæbjörnssyni. Og þá má ekki gleyma sýningu Þóru Ein- arsdóttur frá óperunni í Wiesbaden á Önnu Frank. Hátt í 200 íslenskir og erlendir myndlistarmenn taka þátt í yfir 20 sýningum á Listahátíð en stærsta verkefnið, Tilraunamaraþon í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, er jafnframt umfangsmesta myndlist- arverkefni sem hér hefur farið fram. Þetta er brot af því sem sagt verður frá í þættinum en dagskrárgerð ann- aðist Jón Egill Bergþórsson. Þáttur um Listahátíð F ít o n /S ÍA Eftir Inu Christel Johannessen AÐEINS 3 SÝNINGAR Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 23.05.08 / 24.05.08 / 25.05.08 MIÐAR 568 8000 / www.id.is SÝNINGAR Á LISTAHÁTÍÐINNI Í BERGEN 01.06.08 / 02.06.08 HEIMSFRUMSÝNING ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN OG CARTE BLANCHE, BERGEN KYNNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.