Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 43
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
GRANDAVEGUR
ELDRI BORGARAR - 2JA HERB.
Góð 66 fm, 2ja herb. útsýnis-
íbúð á 8. hæð auk sérgeymslu í
kjallara. Íbúðin skiptist í for-
stofu/gang, baðherbergi með
sturtuklefa, eldhús,
geymslu/þvottaherbergi, stofu
með útgangi á flísalagðar svalir
til suðurs og svefnherbergi. Út-
sýni til sjávar og víðar. Tvær
lyftur. Húsvörður.
Verð 25,0 millj.
ÁRSKÓGAR - ELDRI BORGARAR
ÍBÚÐ Á 12. HÆÐ
Glæsileg 2ja-3ja herb. útsýnis-
íbúð á 12. hæð þ.m.t. sér-
geymsla í kjallara í þessu eftir-
sótta lyftuhúsi fyrir 60 ára og
eldri. Íbúðin er með útsýni til
suðurs, vesturs og norðurs.
Sjónvarpshol með útbyggðum
gluggum, rúmgóð og björt
stofa, opið eldhús og rúmgott
svefnherbergi. Þvottaherbergi
inn af baðherbergi. Samkomu-
salur og matsalur á 1. hæð.
Laus strax. Verð 37,9 millj.
FJARÐARGATA - 4RA HERB.
ÍBÚÐ MEÐ ÚTSÝNI TIL SJÁVAR
Falleg og björt, 128 fm, 4ra
herb. íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi í
miðbæ Hafnarfjarðar. Rúmgóð
stofa/borðstofa, 2 góð her-
bergi, eldhús með maghogny-
innréttingu og mósaiklagt bað-
herbergi. Flísalagðar yfirbyggð-
ar svalir. Frábært útsýni.
Laus til afh. við kaupsamn.
SUMARBÚSTAÐUR
V/MEÐALFELLSVATN
Bústaðurinn er 40,5 fm að
stærð auk opins svefnlofts og
stendur á skjólsælum stað
undir hlíð með útsýni yfir vatnið
og fjallahringinn. Verönd um-
lykur bústaðinn á þrjá vegu.
Plantað hefur verið birki og lerki
í landið sem er leiguland. Bátur
með utanborðsmótor fylgir.
SÓLHEIMAR - ÚTSÝNISÍBÚÐ
Vel skipulögð 101 fm íbúð á 11.
hæð auk sérgeymslu í kj. Út-
gangur á suðursvalir úr stofu og
hjónaherbergi. Sameiginl.
þvottahús á efstu hæð. Íbúð
sem þarfnast endurnýjunar.
Frábært útsýni. Laus strax.
Verð 27,5 millj.
SAMKVÆMT stefnu ríkisstjórn-
arinnar á heilbrigðisþjónusta á Ís-
landi að vera á heimsmælikvarða.
Auka á áherslu á heilsueflingu, en
hún gerir fólki kleift að
hafa betra vald á og
bæta eigið heilbrigði.
Hver og einn þarf að
geta áttað sig á þeim
þáttum í umhverfinu
sem hafa áhrif á heil-
brigði auk þess að geta
uppfyllt þarfir sínar og
geta breytt eða ráðið
við aðstæður.
Þetta er mikið og
gott markmið því skyn-
samlegt er að byrgja
brunninn áður en barn-
ið dettur ofan í hann.
Það þarf hins vegar mikla samvinnu
stjórnvalda, sveitarfélaga og síðan
heilsugæslunnar til að markmiðið
náist, en innan heilsugæslunnar er
heilsuvernd og heilsueflingu sinnt af
natni af metnaðarfullu starfsfólki.
Hjá Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins mun stór hluti hjúkr-
unarfræðinga ná eftirlaunaaldri á
næstu 10 árum. Það er grafalvarleg
staða því erfitt er að fá unga og ný-
lega útskrifaða hjúkrunarfræðinga
til vinnu. Nýútskrifaður hjúkr-
unarfræðingur fær kr. 226.895 á
mánuði fyrir fullt starf hjá Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki
er möguleiki á vaktaálagi eða öðrum
greiðslum til að hífa upp launin. Er
líklegt að sá sem lokið hefur 4 ára
háskólanámi sætti sig við það?
Störf hjúkrunarfræðinga eru ekki
alltaf mjög sýnileg þar sem þau fel-
ast að stórum hluta í heilsuvernd
eins og mæðravernd, ung- og smá-
barnavernd, heilsuvernd í skólum og
heilsuvernd aldraðra. Í heilsuvernd
er markmiðið að vernda heilsuna,
jafnt andlega og líkamlega sem fé-
lagslega. Hjúkrunarfræðingar sinna
fjölskyldum, oft á miklum breytinga-
og álagstímum. Það er t.d. mikil
breyting fyrir foreldra og fjöl-
skyldur þegar barn fæðist og allir
aðilar þurfa að aðlagast nýjum ein-
staklingi og breyttum aðstæðum.
Hjúkrunarfræðingar hafa þau for-
réttindi meðal annarra fagstétta að
geta farið heim til fólks og vera vel-
komnir. Í ung- og smábarnavernd er
farið reglulega heim til
barnsins fyrstu vik-
urnar eftir fæðingu. Í
þeim heimsóknum er
ekki eingöngu verið að
vigta ungabarnið og
gæta að heilsu þess og
þroska, heldur að átta
sig á hvernig foreldr-
unum líður, hvort þeir
nái að hvílast, hvort
þeir geti leitað til fjöl-
skyldu og vina sem
styðja þá og hvetja þá
til hreyfingar s.s.
göngutúra. Það er ekki
alltaf auðvelt að vera einn heima
með ungbarn sem jafnvel er óvært.
Algengar aðstæður mæðra í dag,
hvort sem þær eru íslenskar eða er-
lendar eru að heimsóknir eru fátíðar
og fáir til að leita til. Nánasta fjöl-
skylda er í vinnu eða ekki á landinu.
Hjúkrunarfræðingar sinna einnig
heilsuvernd í grunnskólum og í
nokkrum framhaldsskólum. Það hef-
ur sýnt sig að börn nota oft ógreini-
lega verki eða meiðsli sem ástæðu til
að fara til hjúkrunarfræðings. Þar
er næði og tækifæri til að tala, fá at-
hygli, sem oft er skortur á, og hvatn-
ingu. Í skólum veita hjúkrunarfræð-
ingar skipulagða heilbrigðisfræðslu
undir merkjum 6H-heilsunnar sem
m.a. inniheldur kennslu um hrein-
læti, hreyfingu og hollustu.
Þegar aldurinn færist yfir og
heilsan fer að gefa sig er gott að geta
leitað ráða hjá hjúkrunarfræðingi í
heilsuvernd aldraðra, sem þekkir
leiðir að þeirri þjónustu og aðstoð
sem veitt er í heimahúsum. Hvað
gerir amma þegar hún er útskrifuð
heim af spítalanum eftir lærbrot?
Konan sem alltaf sá um sig sjálf en á
nú erfitt með að klæða sig og fara
milli herbergja.
Hjúkrunarfræðingar á heilsu-
gæslustöðvunum bjóða upp á heilsu-
tengda ráðgjöf, ferðamannabólu-
setningar, sáraskiptingar og ýmsar
mælingar. Símaráðgjöf er æ meira
notuð og þar er veitt ráðgjöf um
heilsutengd efni sem og leiðir innan
heilbrigðiskerfisins.
Á Upplýsingamiðstöð heilsugæsl-
unnar er veitt símaráðgjöf fyrir allt
landið í síma 1700.
Heilsuverndin á sér langa hefð í
íslensku þjóðfélagi og mikilvægt er
að tryggja hana áfram. Hjúkrunar-
fræðingar gegna þar lykilhlutverki.
Rannsóknir sýna að með öflugri
heilsuvernd má koma í veg fyrir
ýmsa sjúkdóma andlega sem lík-
amlega og greina á byrjunarstigi ef
frávik verða í þroska og hegðun
barna og unglinga. Heilsueflingin,
sem líka er mikilvægur þáttur í
starfi hjúkrunarfræðinga, er heldur
ekki ný af nálinni þótt hugtakið sé
minna þekkt. Margar rannsóknir
hafa sýnt að stuðningur og ráðgjöf í
lífsstílsbreytingum, s.s. við að hætta
að reykja, bæta mataræði og auka
hreyfingu, er mikilvæg. Það er t.d.
þekkt að aðeins um 1% reykinga-
manna nær að hætta að reykja af
sjálfsdáðum í samanburði við 20-
30% með stuðningi.
Kjarasamningar hjúkrunarfræð-
inga hafa verið lausir frá 1. maí sl. og
samningaviðræður í gangi. Ef
stjórnvöld ætla að sýna vilja í verki
og halda uppi öflugri heilsuvernd og
heilsueflingu á heimsmælikvarða þá
verða grunnlaun hjúkrunarfræðinga
að hækka umtalsvert.
Hvað kostar heilsuvernd
á heimsmælikvarða?
Sigrún K. Barkardóttir skrifar
í tilefni af alþjóðadegi hjúkrun-
arfræðinga, sem er á morgun
»Heilsuverndin á sér
langa hefð í íslensku
þjóðfélagi og mikilvægt
er að tryggja hana
áfram. Hjúkrunarfræð-
ingar gegna þar lykil-
hlutverki.
Sigrún K. Barkardóttir
Höfundur er formaður fagdeildar
heilsugæsluhjúkrunarfræðinga.
NÁMS- og starfs-
ráðgjöf er í eðli sínu
fyrirbyggjandi starf
sem felst í að liðsinna
einstaklingum við að
finna hæfileikum sín-
um og kröftum farveg
við hæfi og leita
lausna ef vandi steðj-
ar að í námi eða
starfi. Fagheitið
náms- og starfs-
ráðgjöf felur í sér
mikilvægi tengsla
náms og starfs, það er
tengsl menntunar og vinnumark-
aðar. Náms- og starfsráðgjafar að-
stoða einstaklinga meðal annars
við að vinna úr upplýsingum um
nám og störf og hvetja þá til sjálfs-
skoðunar með tilliti til þeirrar
stefnu sem þeir vilja taka í námi
og/eða starfi. Náms- og starfs-
ráðgjafar í grunnskólum eiga að
vinna með öllum nemendum skóla
að því að aðstoða þá við að ná ár-
angri í sínu námi. Helstu viðfangs-
efni náms- og starfsráðgjafa í
grunnskólum eru vinnubrögð í
námi á öllum stigum grunnskólans
og náms- og starfsfræðsla ásamt
því að styðja nemandann þannig að
hann nái sem mestum árangri.
Í frumvarpi til laga um grunn-
skóla sem nú er til umfjöllunar á
Alþingi er kveðið á um réttindi
nemenda í 13. grein. Þar segir:
„Nemendur eiga rétt
á að njóta náms-
ráðgjafar í grunnskóla
og ráðgjafar um
náms- og starfsval.“ Í
greinargerðinni sem
fylgir 13. grein kemur
fram að réttindi nem-
enda til náms- og
starfsráðgjafar eru
skilgreind en ekki
fjallað um umfang
náms- og starfs-
ráðgjafarinnar eða
með hvaða hætti hún
ætti að vera.
En hvað þýðir þetta fyrir nem-
endur? Árið 2005 er meðalnem-
endafjöldi á hvert stöðugildi 764
nemendur sem segir ekki alla sög-
una þar sem nemendafjöldi á starf-
andi náms- og starfsráðgjafa getur
verið frá 180-1100. Það er augljóst
að þarna er ekki um sömu þjón-
ustu að ræða sem þýðir að sumir
hafa aðgang að náms- og starfs-
ráðgjöf en aðrir ekki. Hver eru
réttindi nemenda?
Í framhaldsskólum er til reglu-
gerð um starfslið skóla þar sem
verksvið náms- og starfsráðgjafa
er skilgreint. Þar er einnig skil-
greint hvaða menntun náms- og
starfsráðgjafar þurfa að hafa. Eng-
in reglugerð er til í grunnskólum
um verksviðið né heldur menntun.
Staðreyndin er sú að ýmsir aðilar
eru að sinna starfinu þar sem
starfsheitið er ekki lögverndað.
Hver eru réttindi nemenda?
Það er ekki sama til hvaða
starfsstéttar er leitað. Ef ég væri
t.d. með bakverk og færi til læknis
þá fengi ég ekki sömu upplýsingar
og ef ég leitaði til sjúkraþjálfara þó
svo ég fengi góða þjónustu hjá
báðum aðilum. Sama gerist þegar
fólk með ýmiss konar bakgrunn
sinnir náms- og starfsráðgjöf í
grunnskólum. Nemendur fá ólíka
þjónustu. Hver eru réttindi nem-
enda?
Ég spyr, eiga grunnskólanem-
endur ekki rétt á faglegri þjónustu
menntaðra náms- og starfsráðgjafa
eða eiga réttindi þeirra bara að
vera í orði en ekki á borði?
Réttur nemenda í grunnskólum
til náms- og starfsráðgjafar?
Eiga grunnskólanemendur
ekki rétt á faglegri þjónustu
menntaðra náms- og starfs-
ráðgjafa spyr Sigríður Bílddal
» Það er augljóst að
þarna er ekki um
sömu þjónustu að ræða
sem þýðir að sumir
hafa aðgang að
náms- og starfsráðgjöf
en aðrir ekki.
Sigríður Bílddal
Höfundur er menntaður náms-
og starfsráðgjafi og starfandi í
grunnskóla.
Fréttir á SMS