Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 45
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095
Sími: 588 9090
Glæsileg 4ra herbergja 144,8 fm íbúð á 3. hæð við Efstaleiti (Breiðablik). Vandaðar inn-
réttingar. Merkt stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni. Einstakt útsýni. Mik-
il sameign með sundlaug, líkamsrækt og fleira. Húsvörður. 7257
EFSTALEITI - VÖNDUÐ ÚTSÝNISÍBÚÐ
Mjög góð 130 fm efri sérhæð í tvíbýlishúsi ásamt 34 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í tvær
góðar stofu, eldhús með borðkrók, þrjú stór herbergi og baðherbergi. Innrétting í eldhúsi
er endurnýjuð svo og er fallegt parket á allri íbúðinni. Rúmgóð og falleg eign. V. 33,9 m.
7553
4ra herbergja 134,7 fm íbúð í sérflokki ásamt 41,3 fm bílskúr. Íbúðin hefur kosti sem
sjaldgæft er að íbúðir í blokkum hafi, s.s. allt sér, stóran bílskúr, stóra sérverönd auk frá-
bærs útsýnis. V. 36,9 m. 7457
KRISTNIBRAUT M. STÓRUM BÍLSKÚR - ALLT SÉR
Grundarhvarf - við Elliðavatn
Glæsilegt mjög vandað 171,1 fm parhús
á einni hæð með innb. bílskúr. Húsið
stendur á 1.018 fm lóð rétt við Elliðar-
vatnið og með einstöku útsýni. Guðbjörg
Magnúsdóttir innanhús arkitekt hannaði
húsið að innan og teiknaði allar innrétting-
ar. Allur viður í húsinu er eik. Granít á
borðum og gólfefni er gegnheilt eikarp-
arket og flísar. Garðurinn er sérhannaður
af landslagsarkitekt. Húsið er laust strax.
V. 62,5 m. 6997
Ljósaland - Fossvogur Nýkomið í
sölu einstaklega gott 137 fm endaraðhús
á einni hæð ásamt 24 fm bílskúr, samtals
160,6 fm Húsið skiptist í anddyri, gest-
asnyrtingu, hol, baðherbergi, þrjú góð
svefnherbergi, eldhús, þvottaherbergi,
borðstofu og dagstofu. Húsið er sérlega
vel hannað og er m.a. stór verönd í garði,
arinn, fallegt baðherbergi og endurnýjað
og fallegt eldhús. V. 58,0 m. 7449
101 Skuggahverfi. Um er að ræða
einstaka fullbúna 139,2 fm íbúð í hinu
nýja Skuggahverfi. Íbúðin er staðsett á 5.
hæð og er með stórkostlegu útsýni. Íbúð-
inni fylgi stæði í bílageymslu. Allar innrétt-
ingar eru sérsmíðaðar úr hvíttaðri eik og
öll gólfefni eru sérvalin. Íbúðin er mjög
björt með hærri lofthæð en almennt ger-
ist. V. 59,0 m. 7413
Þingholtsstræti - útsýni Mjög
glæsileg og góð 99,2 fm íbúð á 3ju hæð í
lyftuhúsi með miklu útsýni yfir Reykjarvík-
urtjörn og miðborgina. Íbúðin er mikið
uppgerð. V. 31,9 m. 7376
HOLTAGERÐI EFRI SÉRHÆÐ Í KÓPAVOGI
STÓR BÍLSKÚR
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÉG SKORA á Ólaf F. Magnússon að
sjá til þess að komið verði upp
bekkjum í Hæðargarði (í Bústaða-
hverfi) en þar finnst ekki einn ein-
asti bekkur, enda þótt öldr-
unarstofnanir séu í báðum endum
götunnar. Þar eru margir eldri borg-
arar á göngu og væru enn fleiri ef
hægt væri að tylla sér þar öðru
hverju. Þetta er í 3. skipti á nokkr-
um árum sem ég sendi borgarstjórn
þessa áskorun. Og hví eru ekki
bekkir á Laugaveginum, Banka-
stræti og á Lækjartorgi? Maður
neyðist til að setjast inn á veit-
ingastaði eða kaffihús og kaupa dýr-
ar veitingar til að geta tyllt sér og
hvílt sig. Það er eins og þessi borg-
arstjórn hafi aldrei farið fótgang-
andi um borgina né brugðið sér til
útlanda og séð hvernig menn gera í
útlöndum. Ég var nýlega á Tenerife,
þar voru alls staðar bekkir, meira að
segja á umferðareyjum. Svo ég tali
nú ekki um skemmtigarðana í Xia-
men í Kína þar sem ég dvaldi vet-
urinn 2006-7. Þar voru granítbekkir
sem þurfa ekkert viðhald og þola öll
veður, jafnvel íslenskan vetur. Þar
mátti una sér heilu dagana við að
horfa á útilistaverkin og setjast á
bekki og við borð. Þar voru einnig
fót– og handknúin leiktæki fyrir
börn, svo og líkamsræktartæki fyrir
fullorðna. Sjáið svo Klambratúnið,
þar sem útigangsfólk hefur hreiðrað
um sig, bekkja- og borðalaust. Því
væri heldur ekki of gott að hafa borð
og bekki. Klambratúnið nýtist í raun
engum sem skyldi, og ekki eru
grænu svæðin í borginni mörg. Ég
hef heyrt að Íslendingur flytji inn
granítbekki frá Kína, bæði til op-
inberra aðila og einkaaðila.
Ég ítreka áskorun mína um bekki
í Hæðargarð og mun fylgja málinu
eftir. Að lokum bið ég borgarstjóra
vel að lifa og vona að hann njóti sum-
arsins og blíðunnar.
HRÖNN JÓNSDÓTTIR
Hæðargarði 19b, Reykjavík.
Tilmæli til Ólafs F. Magnússonar
og borgarstjórnar
Frá Hrönn Jónsdóttur
LÝSI hf gerir lítið úr kvörtunum
Þorlákshafnarbúa vegna loftmeng-
unar frá fiskþurrkuninni, sam-
anber ummæli Katrínar Péturs-
dóttur forstjóra í fjölmiðlum fyrir
nokkru. Hún fer fram með her af
lögfræðingum til þess að setja of-
an í menn sem mótmæla þessari
ýldu- og rotnunarfýlu sem berst
frá þessari fiskþurrkun. Ég gef
mér það að þeir sem hafi ein-
hverntíma komið til Þorlákshafnar
viti því hvað ég er að tala um.
Sóðaskapurinn er þvílíkur í kring-
um þessa fiskþurrkun að svona
verkun á ekki heima í þéttbýli.
Fyrirtæki þetta, sem margbrýtur
starfsleyfisreglur, á ekki að kom-
ast upp með að halda íbúum Þor-
lákshafnar í gíslingu. Mörg fyr-
irtæki hafa viljað koma hingað en
það er ekki hægt að hafa léttan
iðnað hér þegar ýldufýlan liggur
yfir öllu og smýgur í föt, farartæki
og inn í húsnæðin.
Ég skora á Katrínu Péturs-
dóttur forstjóra Lýsis að boða til
fréttamanna- og íbúafundar með
Þorlákshafnarbúum við fisk-
þurrkun Lýsis hf við Unubakka í
Þorlákshöfn. Ég skora á hana að
hafa fiskþurrkunina í gangi með
fullum afköstum á meðan fund-
urinn væri. Þá gefst henni tæki-
færi að réttlæta ýldufýluna, sóða-
skapinn og einnig finna
rotnunarlyktina með eigin nefi.
RÚNAR ODDGEIRSSON,
Setbergi 25,
Þorlákshöfn.
Áskorun til
Katrínar
Pétursdóttur,
forstjóra
Lýsis hf.
Frá Rúnari Oddgeirssyni
MIG langar til að vekja athygli á
þeim möguleika að byggja útisund-
laug við Sundhöllina í Reykjavík. Til-
lögur þess efnis hafa áður komið
fram í fjölmiðlum og hugmyndir arki-
tekta að viðbyggingu Sundhall-
arinnar birtust í Morgunblaðinu fyrir
nokkrum árum.
Ég er fædd og uppalin hér í Norð-
urmýrinni, mínir tveir strákar hafa
gengið í Austubæjarskólann og öll
höfum við nýtt okkur Sundhöllina á
liðnum árum. Sundhöllin er merkileg
bygging og hefur staðist tímans tönn,
búningsklefar og sturtuaðstaða þar
er sambærileg flestum nýjum sund-
laugum.
Í búningsklefum er reyndar pláss
fyrir mun fleiri notendur en sækja
laugina.
Byggist það líklega á því að í upp-
hafi þegar Sundhöllin var nýbyggð
þá var mikil aðsókn og sundgestir
fengu einungis takmarkaðan tíma í
lauginni. Öllu var stýrt með núm-
erum og tímakvóta, svo búningsklef-
arnir þurftu að vera nógu margir fyr-
ir þá sem voru á leiðinni ofan í, þá
sem voru á leið upp úr og þá sem
voru ofann í!
Þess vegna hefur mér alltaf fund-
ist svo gráupplagt að bæta útilaug við
Sundhöllina. Grasflötin sunnan við
húsið er nægilega stór fyrir útilaug,
liggur vel við sólu og væri dásamleg
viðbót.
Íbúar hverfisins myndu hittast í
lauginni og efla hverfisandann og for-
eldrar þyrftu ekki lengur á sumrin að
keyra börnin í Laugardals- eða Vest-
urbæjarlaug eins og nú er raunin.
Nú las ég í 24 stundum að áformað
væri að taka þetta svæði undir bíla-
stæði og/eða göng til að tengja saman
þjónustu heilbrigðisstofnana á næstu
lóðum. Hvernig var ekki alveg aug-
ljóst í grein blaðsins en mér finnst
ástæða til að vekja athygli á þessu og
legg það til að íbúar og hverf-
issamtök sem að Sundhöllinni standa
leggist á eitt um að vinna að þessu
máli.
Það væri mikið skipulagsslys ef
möguleikinn til að stækka og bæta
útilaug við Sundhöllina færi þannig
forgörðum. Nú er verið að byggja á
hverri auðri lóð hér á miðbæjarsvæð-
inu (þá tel ég Norðurmýri og Holtin
með) og þétting byggðar er í há-
marki.
Það er ekki nóg að segja að fólk
vilji búa í námunda við kaffihúsin,
það þarf líka að bjóða íbúum upp á þá
sömu þjónustu og er í öðrum hverf-
um borgarinnar.
Aðstaða barna og unglinga í þessu
hverfi til tómstunda, íþrótta og úti-
vistar er slakari en í mörgum nýrri
hverfum. Langt er í félagsmið-
stöðvar, íþróttahúsið (Vódafónhöllin)
er handan við þvílíkar umferð-
arflækjur og „grænum“ óskipulögð-
um flötum fækkar óðum.
Við íbúar miðborgar, Norð-
urmýrar, Holta og Hlíða þurfum að
standa vörð um þennan dýrmæta
möguleika og vinna að því að koma
honum í framkvæmd.
SÓLVEIG
AÐALSTEINSDÓTTIR,
myndlistarkona.
Útilaug við Sundhöll
Reykjavíkur
Frá Sólveigu Aðalsteinsdóttur
Morgunblaðið/Golli
Greinarhöfundur telur gráupplagt
að bæta við útilaug við Sundhöllina.
Í Morgunblaðinu 29. mars tíundar
félagsmálaráðherra það sem gert
hefur verið til lagfæringar á kjörum
lífeyrisþega og nefnir þar að tekju-
tenging við laun maka verði afnumin
1. apríl og tekur dæmi um lífeyris-
þega sem hefur 1 milljón í lífeyri á
ári og sé tengdur launþega með 6
milljónir í árslaun og telur ráð-
herrann að breytingin auki tekjur
lífeyrisþegans um 56 þús. á mánuði.
Þessi 56 þúsund át lífeyrisþeginn út
úr launaumslagi makans mánaðar-
lega, því breytist hans lífeyrir ekk-
ert, það er aðeins verið að hætta
svikamillunni. Með breytingunni er
ekki verið að hækka nein laun eða
lífeyri heldur aðeins leyfa aðilum að
halda samningsbundnum launum og
hætta að brjóta á þeim mannrétt-
indi. Eftir breytinguna eiga lífeyr-
isþegar alveg eftir að fá sína hækk-
un í samræmi við nýgerða kjara-
samninga og það er óheiðarlegt að
nota þessa breytingu sem lífeyris-
hækkun, með því móti er áfram ver-
ið að níðast á launþeganum, bara
með enn lúmskari hætti því launþeg-
inn verður að sækja verðhækkanir í
launaumslag makans. Það er heldur
ekki heiðarlegt að meta afkomu líf-
eyrisþega út frá tekjum hátekju-
manna.
Guðvarður Jónsson,
Valshólum 2,
111 Rvík.
Verða lífeyrisþegar plataðir?
Frá Guðvarði Jónssyni
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn