Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 48

Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 48
48 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jórunn Liljafæddist að Dvergasteini í Vest- mannaeyjum hinn 5. desember 1919. Hún lést 14. febrúar sl. Magnús faðir henn- ar, Magnússon, var skipasmiður í Vest- mannaeyjum og bjó vestur á Flötum og síðar í Reykjavík, en afi hennar, Magnús Sigurðsson, var bóndi að Geitagili í Örlygshöfn við Pat- reksfjörð og amma hennar þar Þórdís Jónsdóttir. Móð- ir Lilju var Oddný Erlendsdóttir, en Erlendur Erlendsson afi Lilju var bóndi á Skíðbakka í Landeyjum og amma hennar þar Oddný Árna- dóttir. Lilja ólst upp hjá móð- ursystur sinni, Jórunni Erlends- dóttur, og manni hennar, Jóni Jónssyni, bónda og útgerðarmanni í Ólafshúsum í Vestmannaeyjum. Ætla má að það hafi verið æði- mannmargt heimili að Skíðbakka því alsystkini Oddnýjar voru tíu. Tíu urðu líka börn Oddnýjar og Magnúsar, eldri Lilju: Hulda, Marta Sonja, Magnús Adolf og Þór- dís, en yngri Erlendína, sem dó kornabarn, Erlendur, Guðbjört, El- ísabet Fjóla, sem varð ættleidd dóttir Kristófers og Helgu, og 86. Elsti sonurinn, Viktor Þór, flutti reyndar ekki í Boðaslóðina, en hann fór til fósturs að Ólafs- húsum eins og móðir hans fyrrum. Viktor Þór er fæddur 1942 áður en móðir hans tekur ljósmóðurprófið, en fósturforeldrar hans urðu Er- lendur Jónsson og Ólafía Bjarna- dóttir. Viktor er kvæntur Huldu Jensdóttur. Börn þeirra Viktors Þórs og Huldu eru Viktor Björn og Jóna Laufey Jóhannsdóttir. Næst Viktori fæddist Pálína og var hún gift Kristni Ævari Andersen sjó- manni hér í Vestmannaeyjum en þau skildu. Börn þeirra eru Lilja, gift Þorsteini Sigurðssyni, og Úr- anus Ingi, kvæntur Sigríði Diljá Magnúsdóttur. Barnabörn þeirra Viktors Þórs og Pálínu eru Karen Sif, Ísak, Mia og Tera; Þóra Sif, Sigrún og Bertha; og Jón Gauti og Tara Sól. Næstur Pálínu fæddist Jón Trausti sem andaðist 28. júní 1993. Þá koma þeir Gylfi Þór, Skúli og Oddgeir Magnús og búa þeir allir hér í Vestmannaeyjum. Héldu þeir heimili með móður sinni að Boða- slóð 6 meðan hennar naut við og hafa systkinin öll hjálpast að við að annast hana síðan hún tók að veikj- ast fyrir nokkrum árum, en flutti síðan að Hraunbúðum fyrir rúmu ári. Útför Jórunnar Lilju fór fram 23. febrúar sl. í kyrrþey. yngst er Fanney, fædd ’28. Af systk- inum Lilju lifa þær hana Marta Sonja, Guðbjört og Fanney. Lilja lærði til ljós- móður og tók próf sitt frá Ljósmæðraskóla Íslands 30. september 1944 og vann sem ljósmóðir á Lands- spítalnum í rúmt ár. Það má segja að Lilja hafi innan fárra ára farið að snúa sér að sínum eigin börnum því hún var ekki starfandi ljósmóðir eftir að hún flutti heim til Eyja. Hún kynnist lífsförunaut sínum, Úranusi Guð- mundssyni og hófu þau búskap sinn að Svalbarði við Birkihlíðina og fluttu þaðan að Skógum, Bessastíg 8. Úranus var fæddur á Barónsstíg 18 í Reykjvík 28.12. 1914 og var sonur Guðmundar Semingssonar frá Skinnastað og Pálínu Sam- úelsdóttur, en átti þrjú systkini sammæðra og átta samfeðra. Úr- anus var vélstjóri en féll frá langt um aldur fram liðlega fimmtugur 17. júní 1968. Fljótlega flytja þau frá Skógum að Boðaslóð 6 og þar er heimili fjöl- skyldunnar æ síðan, nema á gos- tímanum, er Lilja bjó með börnin hjá Mörtu systur sinni á Laugavegi Það að ætla að skrifa örfáar línur um hana Lilju á Boðó er auðvelt því þegar ég hugsa aftur í tímann skjót- ast fram ótal margar minningar um hana og það sem hún gerði fyrir okk- ur litlu fjölskylduna sem átti heima í kjallaranum á Boðaslóð 6 í 6 ár og þau ár vorum við alltaf partur af hennar lífi. Oft þurfti ég að leita ráða hjá henni um ýmislegt og spjalla um margt og fá ráðleggingar um marga hluti og var gott að hlaupa upp á loft í gegnum þvottahúsið þegar þurfti að biðja hana um pössun ef skreppa átti í bíó eða ef það var þjóðhátíð eða bara gamlárskvöld. Hún passaði Jó- hönnu Kristínu fyrir okkur hvort sem var með sínum barnabörnum eða að opið var á milli og hún hlust- aði. Svarið var alltaf það sama: ég verð heima, ég er ekki að fara neitt. Það var ekki bara að við værum leigjendurnir í kjallaranum því alveg var sama hvað kom upp á, hún redd- aði málunum. Ef ég þurfti að sækja Reyni þegar hann kom heim af sjó eða keyra hann niður á bryggju þeg- ar hann fór var annaðhvort nóg að hlaupa upp tröppurnar og Lilja pass- aði en stundum hljóp Jóhanna bara upp og kallaði svo að allt væri í lagi, hún mætti vera. Mikið var bakað á loftinu. Kleinur, jólakökur, snúðar eða bara hvað sem er þá var kallað eða bankað og spurt hvort ekki væri tilvalið að fá sér kaffi og nýbakað, alltaf var eitthvað til með kaffinu og komu strákarnir þín- ir alltaf heim í kaffitímunum og þá varst þú búin að hella upp á og allt tilbúið fyrir þá. Þeir þurftu bara að hlakka til að koma heim og vita hvað væri á boðstólum. Pella þín og krakkarnir hennar, Lilja og Ingi, áttu stóran sess í þínu lífi og þegar þau voru búin í skól- anum var gott að koma heim til ömmu Lilju því stutt var að fara til þín. Margar uppskriftirnar fékk ég á loftinu og mörg góð ráðin og fannst mér yndislegt hvað þú gast dúllað við allt sem þú varst búin að safna og sorteraðir í plastpoka sem þú varst búin að geyma undan einhverju öðru því engu var hent, braust allt vel saman og settir teygju utan um, rað- aðir svo í kassa eða box. Oft seinni árin stríddi ég þér með þessu og þá hlógum við bara og þú sagðir: Magga, láttu nú ekki svona. Þegar ég sagði þér að við hefðum skoðað hús á Brekastíg og ætluðum að kaupa það sagðir þú við mig hvort ég ætlaði að láta þig fá nýja leigend- ur, þið sem eruð búin að vera hér svo lengi og það er eins gott að þið flytjið ekki langt í burtu, ég get fylgst með ykkur á tröppunum, en samt alveg óþarfi að fara að skipta um húsnæði. Það verður skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig oftar en við hittumst bara seinna. Elsku Lilja mín. Takk fyrir að vera til staðar þegar ég þurfti á þér að halda og þarfnaðist þín, takk fyrir tímann sem við áttum saman, takk fyrir allt. Megi góður Guð gefa ykk- ur Pellu, Gylfa, Skúla, Oddgeiri og fjölskyldum styrk á þessum erfiðu tímamótum. Mamma ykkar var allt- af til staðar svo missir ykkar er mik- ill. Margrét Grímlaug Kristjánsdóttir. Jórunn Lilja Magnúsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BOGI TH. MELSTEÐ yfirlæknir, Svíþjóð, lést laugardaginn 26. apríl. Útför hans fer fram í Västervik í Svíþjóð, þriðjudaginn 13. maí klukkan 14.00. Ingibjörg Þorláksdóttir, Páll Melsteð, Anna Guðríður Melsteð, Jón Þorlákur Melsteð, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR FRÍMANNSDÓTTIR (Alla), Hjallabraut 33, sem lést miðvikudaginn 30. apríl á St. Jósefsspítala Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja langveik börn. Ármann Guðjónsson, Jórunn Ólafsdóttir, Lilja Guðjónsdóttir, Árni Guðjónsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, Lárus Guðjónsson, Guðrún Magnúsdóttir, Ólafur Valgeir Guðjónsson, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Ingi Hafliði Guðjónsson, Æsa Hrólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og fyrrverandi eiginkona, RAGNA VILHELMSDÓTTIR, sem lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi þann 28. apríl , verður jarðsungin í Grafarvogs- kirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 15.00. Daníel M. Knipe, Veróníka Björk Gunnarsdóttir, Kristján Þór Ólafsson, Vilhelm Þór Júlíusson, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Einar Þorvarðarson, Benjamín Vilhelmsson, Agnes Vilhelmsdóttir, Kolbrún Vilhelmsdóttir, Ólafur Skúli Guðmundsson, Martyn Knipe og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GESTSDÓTTIR, áður til heimilis að Hvassaleiti 39, Reykjavík, fædd á Seyðisfirði 27. júlí 1922, lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum mánudaginn 5. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hólmfríður Árnadóttir, Jón Gauti Jónsson, Elísabet G. Árnadóttir, Ingþór Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona, FJÓLA BJÖRK SIGURÐARDÓTTIR, Stigahlíð 71, Reykjavík, sem á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 3. maí, verður jarðsungin frá Hafnar- fjarðarkirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dauf- blindrafélag Íslands, reikningur 0515-26-405703 kt. 570394-2159 eða Blindrafélagið, Hamrahlíð 17. Sigurður Hannesson, Guðrún Böðvarsdóttir, Böðvar Sigurðsson, Helena Guðmundsdóttir, Lára Jóna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Haraldsson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN INGVARSSON, bóndi, Skipum, Stokkseyrarhreppi, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi fimmtudaginn 8. maí. Ingigerður Eiríksdóttir, Gísli Vilhjálmur Jónsson, Herdís Hermannsdóttir, Móeiður Jónsdóttir, Ólafur Benediktsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Vilhjálmur Vilmundarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, BJÖRN BJÖRNSSON, prófessor, Aragötu 4, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti að morgni föstudagsins 9. maí. Svanhildur Ása Sigurðardóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Valgeir Bjarnason, Kristín Bjarnadóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR G. BENEDIKTSSON, múrari, Fannafold 77, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti að morgni föstudagsins 9. maí. Útförin verður auglýst síðar. Brynhildur Sæmundsdóttir, Ólína Margrét Ásgeirsdóttir, Helga Fanney Ásgeirsdóttir, tengdasynir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.