Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 57
• Rótgróin bílaleiga með 21 bíl. Auðveld kaup.
• Þekktur tölvuskóli. Ársvelta 80 mkr.
• Heildverslun með bílavörur. EBITDA 25 mkr.
• Sérverslun og heildverslun með tölvurekstrarvörur. Ársvelta 100 mkr.
EBITDA 10 mkr.
• Þekkt verslun með húsgögn og gjafavörur.
• Sérverslun með sportvörur. Ársvelta 120 mkr.
• Lítil heildverslun með hársnyrtivörur. Hentugt til sameiningar.
• Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli) sem selur í verslanir
um allt land. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 15 mkr.
• Rótgróið þjónustufyrirtæki í ferðamannaiðnaði. Ársvelta 120 mkr.
EBITDA 25 mkr.
• Framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 300 mkr.
Góður rekstur í stöðugum vexti.
• Innflutningsfyrirtæki, að hluta með eigin framleiðslu erlendis.
Ársvelta 450 mkr.
• Réttingaverkstæði-sprautun í nágrenni Reykjavíkur.
Gott húsnæði og vel tækjum búið. Ársvelta 50 mkr. Góð afkoma.
• Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að hugbúnaðarfyrirtæki sem
sérhæfir í veflægum lausnum. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 35 mkr.
• Lítil verslun í Kringlunni. Ársvelta 50 mkr.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Bústaðakirkja | Sumarferð Kvenfélags Bústaðasóknar til
Stykkishólms verður farin sunnudaginn 18. maí nk. kl. 10 frá
Bústaðakirkju. Uppl. hjá Laufeyju í síma 898-5208 og Fjólu
í síma 581-3276.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dag-
skrá, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur o.m.fl. Sund og leik-
fimiæfingar eru í Breiðholtslaug mánud. og miðvikud. kl.
9.50. Helgistundir eru á fimmtudögum kl. 10.30 í samstarfi
við Fella- og Hólakirkju. Uppl. um starfsemina á staðnum og
s. 575-7720.
Hraunbær 105 | Sameiginleg handverkssýning Fé-
lagsmiðstöðvanna Hraunbæ 105, Þórðarsveig 3 og Fé-
lagsstarfs aldraðra í Árbæjarkirkju verður haldin 17. og 18.
maí. Opið kl. 13-16 báða dagana. Allir velkomnir. Kaffi og
meðlæti á vægu verði.
Hæðargarður 31 | Bókmenntadagskrá til heiðurs skáld-
unum Ólöfu frá Hlöðum og Skáld-Rósu verður í Leikhúsinu
að Möðruvöllum í Hörgárdal fimmtudaginn 15. maí kl.
20.30. Soffíuhópur frá Hæðargarði 31 undir stjórn Soffíu
Jakobsdóttur leikara og Tungubrjótar frá Dalbraut 18 undir
stjórn Guðnýjar Helgadóttur leikara.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla á
þriðjud. kl. 14.20, pútt í Sporthúsinu á miðvikud. kl. 9.30-
11.30, ringó í Smáranum á miðvikud. kl. 12 og í Snælands-
skóla á laugard. kl. 9.30. Línudans á miðvikud. kl. 17 í Húna-
búð, Skeifunni 11. Uppl. í síma 564-1490.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er ganga frá Grafarvogs-
kirkju kl. 10.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Miðvikudaginn 14. maí kl. 10 fyrir
hádegi mun biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson,
messa hjá okkur. Allir eru velkomnir. Fimmtudaginn 15. maí
kl. 13 verður farið suður með sjó, í Herdísarvík, Strand-
arkirkju og í Eden, þar verða kaffiveitingar. Uppl. í síma 411-
9450.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Kennsla, leikir o.fl.
Almenn samkoma kl. 20. Helga R. Ármannsdóttir prédikar,
lofgjörð og fyrirbænir og að samkomu lokinni verður kaffi
og samfélag. Einnig verður verslun kirkjunnar opin.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | International church, ser-
vice in the cafeteria kl. 12.30. Almenn samkoma kl. 16.30,
vitnisburðir frá nemendum Arken í Svíþjóð, ræðumaður
Vörður Leví Traustason. Gospelkór Fíladelfíu syngur og
barnakirkja fyrir börn 1–13 ára. www.filadelfia.is
Óháði söfnuðurinn | Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag
kl. 14. Einsöngvari mun syngja í messunni. Barnastarf á
sama tíma. Kaffi og veigamikill viðurgjörningur að messu
lokinni. Allir velkomnir og nýir safnaðarfélagar eru hvattir
til að koma.
Óháði söfnuðurinn | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Barnastarf
á sama tíma. Góður viðurgjörningur að messu lokinni.
80ára afmæli. Í dag 11.maí er áttræður Gunn-
laugur Finnsson, bóndi, kenn-
ari og fyrrverandi alþing-
ismaður, Hvilft, Önundarfirði.
Hann er að heiman á afmæl-
isdaginn.
dagbók
Í dag er sunnudagur 11. maí, 132. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það sem gott er? (1Pt. 3, 13.)
Rannsóknasetur í barna- ogfjölskylduvernd, og fé-lagsráðgjafarskor HI bjóðatil tveggja málstofa 14. og
15. maí. Á miðvikudag mun dr. Ulla
Björnberg prófessor við Gautaborg-
arháskóla flytja erindið „Intergenera-
tional solidarity and social Structures
in Sweden. Class, ethnicity, and gen-
der in private support patterns“. Á
fimmtudag flytur dr. Michael Ungar
prófessor við Dalhouse-háskóla í Kan-
ada erindið „Nurturing the hidden re-
silience of children and youth with pro-
blem behaviours in school settings.“
Sigrún Júlíusdóttir er prófessor í fé-
lagsráðgjöf við HÍ og stjórnarformað-
ur RBF: „Við fáum til okkar þessa
góðu gesti, sem eru meðal þekktustu
fræðimanna á sínu sviði, bæði í sínum
heimalöndum og alþjóðlega,“ segir Sig-
rún. „Dr. Björnberg skoðar í erindi
sínu samskipti kynslóða, samstöðu i
fjölskyldum og áhrif samfélagsins Hún
fjallar um tilfinningatengsl barna og
ungmenna við foreldra og frændgarð,
og segir frá rannsóknum sínum á því
að hvaða marki uppkomin börn að-
stoða foreldra sína, og hvernig for-
eldrar styðja börnin sín fyrstu fullorð-
insárin.“
Erindi Michaels Ungar fjallar um
hugtakið „seigla“ (e. resilience). „Hann
hefur stýrt alþjóðlegum rannsóknum í
11 löndum og kynnir líkan sem beinist
að því hvernig skólakerfið getur þróað
dulda seiglu barna í erfiðleikum þannig
að þau flosni síður úr námi. Hann
skoðar m.a. hvernig innsti kjarni per-
sónuleikans, sjálfstraust og fjöl-
skyldutengsl koma við sögu.“
Rannsóknasetur í barna- og fjöl-
skylduvernd hefur staðið fyrir fjölda
fyrirlestra í vetur: „Markmið starfsins
er að vinna að velferð barna með því
að efla rannsóknir á sviði barna- og
fjölskylduverndar, miðla vísindalegri
þekkingu og hafa þannig áhrif á úr-
ræði og aðferðir á vettvangi fé-
lagsráðgjafar og í stefnumótun um
málefni barna og fjölskyldna,“ segir
Sigrún. „Með samstarfi við erlendar og
innlendar rannsóknarstofnanir og
fræðimenn öflum við sem áreiðanleg-
astrar þekkingar um samhengi sam-
félagsáhrifa sem skapa barna-
fjölskyldum svo mismunandi aðstæður,
afkomu og lífsgæði.“
Málstofurnar fara fram í stofu 101 í
Odda, kl. 12-13 báða dagana.
Fræði | Málstofur á vegum RBF á miðvikudag og fimmtudag kl. 12-13.
Börn, kynslóðatengsl og seigla
Sigrún Júlíusdóttir
fæddist í Hrísey 1944.
Hún lauk fél.r-
áðgj.prófi frá Háskól-
anum í Lundi 1970,
klínísku framhalds-
námi frá University
of Michigan 1978 og
doktorsprófi í fjöl-
skyldufræðum frá Gautaborgarháskóla
1993. Sigrún hefur kennt félagsráðgjöf
við HÍ frá 1981 og er prófessor frá
2000. Hún rekur meðferðarstofuna
Tengsl og er stjórnarformaður RBF.
Eiginmaður Sigrúnar er Þorsteinn Vil-
hjálmsson próf. og eiga þau samtals
fimm börn og níu barnabörn.
Leiklist
Bifröst, Sauðárkróki | Leik-
félag Sauðárkróks sýnir fars-
ann Viltu finna milljón? eftir
Ray Cooney í nýrri leikgerð
Gísla Rúnars Jónssonar. Leik-
stjóri er Jón Stefán Krist-
jánsson. Lokasýning kl. 15,
miðasala 849-9434.
Kvikmyndir
Félagsheimilið Herðubreið |
Kvikmyndin Undrahundurinn
sýnd kl. 15. Miðaverð 1.000 kr.
Tónlist
Hallgrímskirkja | Mótettukór
Hallgrímskirkju flytur Vesper
eftir Sergei Rachmaninov
annan í hvítasunnu, 12. maí, kl.
17. Einsöngvarar: Vladimir
Miller basso profondo frá St.
Pétursborg, Nebojsa Colic
tenór og Auður Guðjohnsen
– nýmiðlum frá Listaháskóla
Íslands. Verkið nefnist Music
for Turntables, Pianos, Marim-
bas, Percussion, Guitar and
Tape og er fyrir plötuspilara,
píanó, marimbu, slagverk, gít-
ar og segulband.
alt. Stjórnandi er Hörður Ás-
kelsson. Miðasala í s. 510-
1000, sjá nánar www.listv-
inafelag.is.
Iðnó | Í kvöld kl. 21 heldur Ian
Alexander MacNeil útskrift-
artónleika sína úr tónsmíðum
Morgunblaðið/Ómar
Hallgrímskirkja.
TVEIR sjö vikna gamlir hlé-
barðar leika sér í dýragarð-
inum í Rothenburg nærri
borginni Lucerne í Sviss.
Þótt dýrin séu lítil og sæt
um þessar mundir breytast
þau í stór og grimm rándýr
áður en langt um líður.
Grimmir
kettlingar
Reuters
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing frá
embætti ríkislögreglustjóra
varðandi ummæli DV um emb-
ætti ríkislögreglustjóra í um-
fjöllun um Baugsmálið:
„Í fréttaskýringu sem DV
birti um Baugsmálið 1. maí sl. er
ranglega fullyrt að í framhaldi
af húsleit hjá Baugi Group hf.
hafi Haraldur Johannessen rík-
islögreglustjóri lagt drög að því
að Jón Ásgeir Jóhannesson,
stjórnarformaður Baugs Group,
yrði handtekinn á Keflavík-
urflugvelli þann 29. ágúst 2002.
Blaðamaður DV segir í frétta-
skýringunni að menn á vegum
embættis ríkislögreglustjóra
hafi verið sendir á Keflavík-
urflugvöll til þess að handtaka
Jón Ásgeir Jóhannesson. ,,Í kjöl-
far lögreglunnar fylgdu töku-
og fréttamenn frá Ríkissjón-
varpinu þess albúnir að mynda
atburðarásina væntanlegu“ seg-
ir í blaðinu. Það er fullyrt að
ríkislögreglustjóri hafi með
þessu viljað sýna Jón Ásgeir Jó-
hannesson í handjárnum í
kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.
Þegar hefur komið fram í fjöl-
miðlum að hvorki fréttamenn
né tökumenn frá Ríkissjónvarp-
inu voru á staðnum. Það skal
einnig áréttað að Haraldur Jo-
hannessen ríkislögreglustjóri
stýrði ekki aðgerðum vegna
rannsóknar málsins, heldur sak-
sóknari efnahagsbrotadeildar
embættisins.
Það er einnig rangt í skrifum
blaðamanns DV að lög-
reglumenn frá embætti ríkislög-
reglustjóra hafi farið í Leifsstöð
til þess að handtaka Jón Ásgeir
Jóhannesson. Það hefur verið
kannað bæði hjá embætti rík-
islögreglustjóra og hjá lög-
reglustjóranum á Keflavík-
urflugvelli. Í fréttaskýringunni
er sagt að ,,atburðarásin hafi
vakið athygli og jafnvel
hneykslan tollvarða og lög-
gæslumanna á Keflavík-
urflugvelli“. Þetta er undarleg
fullyrðing í ljósi þess að hvorki
lögreglumenn frá embætti rík-
islögreglustjóra né fulltrúar
Ríkissjónvarpsins voru á staðn-
um.
Embætti ríkislögreglustjóra
fer fram á að DV leiðrétti þess-
ar rangfærslur sem fyrst.“
Yfirlýsing frá embætti
ríkislögreglustjóra