Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 59

Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 59 VERZLUNARSKÓLINN stendur fyrir miklum fagnaði laugardaginn 17. maí nk. fyrir afmælisárganga skólans, þ.e. stúdenta sem eiga af- mæli sem mælist í hálfum eða heil- um tug. Fagnaðurinn verður haldinn í veislusal Gullhamra í Grafarholti og hefst með fordrykk kl. 19. Fulltrúar afmælisárganga og skól- inn hafa lagt metnað sinn í að gera veisluna sem best úr garði og vænta þess að júbílantar fjölmenni, segir í tilkynningu. Undirbúningsnefndir allra af- mælisárganganna hafa starfað í vetur að undirbúningnum og reynt hefur verið að ná til allra sem hlut eiga að máli. Varðandi frekari upp- lýsingar má benda á heimasíðu skólans, www.verslo.is. Hægra megin á síðunni er mynd af nýstúdent og eldri stúdent og ef smellt er á þá mynd opnast sér- stakur stúdentavefur fyrir afmæl- isárganga. Einnig má komast beint á stúd- entavefinn með því að slá inn eft- irfarandi slóð: http://atl- as.verslo.is/studentafagnadur. Á stúdentavefnum er að finna all- ar upplýsingar er viðkoma fagn- aðinum, gamlar og nýjar myndir af nemendum og frá ýmsum við- burðum úr skólalífinu gegnum tíð- ina, segir í fréttatilkynningu. Miðar verða seldir á skrifstofu skólans og lýkur sölunni þriðjudag- inn 13. maí. Einnig er hægt að panta og greiða miða á netinu. Ungir og eldri Verzlóstúdentar hittast og gleðjast saman. Ungir og eldri Verzló-stúd- entar hittast og gleðjast IÐNHÖNNUN, aldarafmæli, sendi- bréf og „Frímerkin mín“ eru mynd- efni á fimm frímerkjaröðum sem Ís- landspóstur gaf út 8. maí. Í röð um íslenska iðnhönnun eru fjögur frímerki þar sem myndefnið er alíslensk hönnun. Tækin á frí- merkjunum hafa öll hlotið viður- kenningu af ýmsu tagi innanlands og utan. Verðgildi frímerkjanna er 65, 120, 155 og 200 krónur. Hönnuður er Örn Smári Gíslason, grafískur hönn- uður. Hitaveitufagráð Samorku hefur ákveðið að miða beri 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi við vorið 2008. Þá er öld liðin frá því að heitu vatni var veitt úr hver til kyndingar á bænum Syðri-Reykjum í Mosfellssveit. Verðgildi frímerkisins er 75 krónur. Hönnuður er Pétur Baldvinsson grafískur hönnuður. Hafnarfjörður 100 ára Hinn 1. júní 1908 fékk Hafnar- fjarðarbær kaupstaðarréttindi. Hafnfirðingar sóttu um að bærinn yrði gerður að sjálfstæðu sveitarfé- lagi 1875. Verðgildi frímerkisins er 80 krónur. Hönnuður er Borgar Hjörleifur Árnason, grafískur hönn- uður. Sendibréf eru sameiginlegt þema Evrópufrímerkjanna árið 2008. Myndefnin eru táknmyndir tveggja sendibréfa sem fara á milli lítillar stúlku og afa hennar. Hönnuður frí- merkjanna er Örn Smári Gíslason. Verðgildi frímerkjanna er 85 og 110 krónur. Frímerkin mín Íslandspóstur hefur ákveðið að hefja útgáfu persónulegra frímerkja í júní nk., sem nefnd verða „Frímerk- in mín“. Með þessu gefst viðskipta- vinum tækifæri til að setja sínar eigin myndir á frímerki. Í tilefni útgáfunn- ar gefur Íslandspóstur út svokallað „opinbert, persónulegt frímerki“ sem sent verður öllum áskrifendum nýrra frímerkja. Verðgildi frímerk- isins er „Bréf 50 g innanlands“ sem er ígildi 75 króna. Hönnuður er Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuður. Útgáfa nýrra frímerkja Útgáfa Iðnhönnun er myndefni á einni af fimm frímerkjaröðum. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hlyni Hallssyni, varamanni VG í Skóla- nefnd Akureyrar, vegna ummæla Elínar Margrétar Hallgrímsdóttur í Morgunblaðinu í vikunni: „Formaður skólanefndar Akur- eyrarbæjar sendi nýverið frétta- tilkynningu sem rétt er að staldra við. Tilefni hennar var bókun und- irritaðs á fundi skólanefndar mánudaginn 5. maí s.l. um aukinn kostnað við einkarekstur leikskól- ans Hólmasólar. Fréttatilkynning hennar birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 8. maí undir fyr- irsögninni „Segir Hlyn fara með rangt mál“. Í henni fullyrðir for- maðurinn að undirritaður fari með rangt mál um að einkarekstur Hólmasólar sé dýrari en opinberu leikskólanna. Staðreyndin er hins vegar sú og það veit formaður skólanefndar Akureyrarbæjar mætavel að Akureyrabær greiðir hærri upphæð með hverju barni á einkarekna leikskólanum Hólmasól en fyrir hvert barn á opinberum leikskólum Akureyrarbæjar. Að vísu er það svo að rekstraraðilar leikskólans Hólmsólar eiga að sjá um sálfræðiþjónustu í stað þess að samnýta slíka þjónustu með öðrum leikskólum á Akureyri. Slíkt getur falið í sér aukakostnað fyrir leik- skólann. En þetta er algjört auka- atriði þegar horft er til þess að samningurinn við rekstraraðila Hólmasólar er vísitölubundinn en rekstur annarra leikskóla þarf að halda sig við fjárhagsáætlun með fastri upphæð án vísitölubinding- ar. Það er því fyrirséð að kostn- aður vegna samnings bæjarins við leikskólann muni hækka á næstu mánuðum enda mælist verðbólga um 12%. Leikskólar á Akureyri sitja því ekki við sama borð. Ekki verður heldur séð að Hólmasól sé að einhverju leyti hagkvæmari rekstrareining en opinberu leik- skólarnir eins og talsmenn einka- væðingar þreytast ekki á að reyna að telja fólki trú um. Foreldrar barna við Hólmasól borga nú verulegar upphæðir fyrir þjónustu sem er innifalin í leik- skólagjaldi foreldra annarra leik- skóla á Akureyri eins og sérstakt netgjald. Eins eru foreldrar rukk- aðir fyrir hvert byrjað korter sem börnin eru umfram umsaminn vist- unartíma. Eftir stendur að leik- skólinn Hólmasól er kostnaðar- samari fyrir Akureyrarbæ og foreldra. Í niðurlagi fréttatilkynningar formanns skólanefndar er eftirfar- andi fullyrðing: „Hlynur segir fjöl- breytt skólastarf mikilvægt en ein- ungis skuli treysta opinberum aðilum fyrir því.“ Þetta er ekki rétt enda styð ég foreldrarekna leikskóla og hef góða reynslu af starfsemi þeirra. Einkarekinn leik- skóli í hagnaðarskyni er hins veg- ar að mínu mati afleit lausn. Ítrekað skal hér að gagnrýni mín beinist að einkarekstrarstefnu Sjálfstæðisflokksins en ekki að hugmyndafræði Hjallastefnunnar.“ Athugasemd frá Hlyni Hallssyni SÍÐARI hluti ráðstefnunnar Hafn- arborgir: Endurbygging hafnar- svæða og miðborga (Reinventing Harbour Cities. International Conference on Urban Planning and Art in Public Space) fer fram í Nor- ræna húsinu laugardaginn 10. maí kl. 10–17. Ráðstefnan hefur það að mark- miði að opna umræður og beina sjón- um að borgarhönnun og hlutverki lista í opinberu rými hafnarborga. Frummælendur verða Martin Biewinga, Jürgen Bruns-Berentelg, Louise Mielonen Grassov, Yvonne P. Doderer og Vito Acconci. Endurskipulagning og breytt ímynd hafnarborga er áskorun fyrir borgarhönnuði og listamenn sem búa og vinna á þessum svæðum. Einkafyrirtæki og fjárfestar hafa aukið vald og áhuga á uppbyggingu eldri borgarhluta sem gefur lista- mönnum einstakt tækifæri til að endurskoða þeirra eigin möguleika á að taka þátt í mótun og þróun opin- berra rýma. Ráðstefnan fer fram á ensku. Ráðstefnan er á vegum Kynning- armiðstöðvar íslenskrar myndlistar / CIA.IS í samvinnu við myndlistar- deild / hönnunar og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og Norræna húsið. Dagskrá ráðstefnunnar má finna á www.cia.is/news/conference.htm Alþjóðleg ráðstefna um borgar- hönnun og listir í opinberu rými Í TILEFNI 30 ára afmælis Félagsíslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, stendur félagið fyrir fyrirlestri á Grand hótel þriðjudaginn 13. maí. Fyrirlesari er Jan Gehl arkitekt og prófessor frá Kaupmannahöfn. Hann mun fjalla um efni bók- arinnar „Nyt byliv“. Bókin fjallar um rannsóknir og breytingar á borgarútivist í Kaup- mannahöfn sl. 40 ár. Fyrirlesturinn verður á ensku. Húsið opnar með hádegishress- ingu kl. 11.30. Fyrirlesturinn hefst kl. 12. Fyrirlestur um Kaup- mannahöfn NOKKUR umræða hefur verið hér álandi að undanförnu vegna hugsan- legra heimilda til handa íslensku lög- reglunni til að bera rafbyssur við störf sín. „Í ljósi þeirra staðreynda sem fyr- ir liggja, bæði hættu á misnotkun, fjölda dauðsfalla þar sem rafbyssur koma við sögu og þeirrar staðreynd- ar að þær valda miklum sársauka sem getur jafnast á við pyndingar hefur Íslandsdeild Amnesty Int- ernational lagt áherslu á að íslensk lögregluyfirvöld taki ekki upp raf- byssur hér á landi.“ Kemur þetta fram ífréttatil- kynningu frá Íslandsdeild Amnesty International. Vilja ekki rafbyssur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.