Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 67

Morgunblaðið - 11.05.2008, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 67 BÚIST er við því að Britney Spears muni berjast við Whit- ney Houston um hvor þeirra selji fleiri plötur um næstu jól. Britney, sem hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, virðist höfða vel til plötuútgef- anda síns sem vill að hún gefi út nýja plötu fyrir næstu jól, líkt og Whitney mun einnig gera. „Britney hefur verið í miklu stuði í hljóðverinu að und- anförnu. Þegar hún var við upptökur á síðustu plötu sinni átti hún við erfiðleika að stríða í einkalífinu. Nú ætlar hún hins vegar að sýna hvað í henni býr,“ sagði heimildarmaður í samtali við breska blaðið The Sun. Berst við Whitney Reuters PARIS Hilton er orðin leið á eilífu partýstandi og vill miklu frekar vera heima hjá sér um helgar og spila Monopoly, sem er bandaríska útgáf- an af Matador. „Þegar ég var yngri fannst mér ekkert skemmtilegra en að fara út á lífið, en nú þegar ég er komin í al- vöru samband er svo miklu betra að vera bara heima,“ segir Hilton sem er með rokkaranum Benji Madden úr hljómsveitinni Good Charlotte. „Okkur finnst eiginlega ekkert gaman að fara út lengur. Við höldum frekar spilakvöld þar sem vinir okk- ar koma til okkar og spila Mono- poly.“ Þá segist hótelerfinginn meira að segja vera farin að elda. „Mér finnst æðislegt að elda fyrir Benji. Ég elda til dæmis frábært lasagne. Ég hef þroskast mikið og ég er orðin miklu rólegri en ég var. Benji hefur breytt lífi mínu á marga vegu.“ Reuters Mögnuð Paris Hilton er ekki öll þar sem hún er séð. Spilar Matador

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.