Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 20
heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ að kemur varla á óvart að þunglyndi, áfengissýki og sjálfsvíg séu líklegri hjá fólki sem hefur upp- lifað áföll og erfiðleika í æsku. Hitt finnst mörgum und- arlegra að „líkamlegri“ einkenni á borð við kransæðasjúkdóma, sjálfs- ofnæmi, lungnaþembu og lifrarbólgu megi rekja til erfiðrar barnæsku. „Það er stundum sagt að tíminn lækni öll sár en það gildir ekki í þessu,“ segir dr. Vincent J. Felitti sem byggir þá staðhæfingu á rann- sókn sem hann stýrði en þátttak- endur í henni voru um 17 þúsund talsins. „Þvert á móti geymir tíminn sárin og leynir því „almennilegt“ fólk talar ekki um vissa hluti – þeir eru tabú.“ Í rannsókn Felitti og félaga var tegundum áfalla eða erfiðleika skipt upp í tíu flokka, eftir því hvers eðlis þeir voru, s.s. hvort viðkomandi hafi orðið fyrir líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu ofbeldi, hvort áfengis-, eiturlyfjamisnotkun eða þrálátir geðsjúkdómar hafi verið á heimilinu, hvort einhver í fjölskyldunni hafi setið í fangelsi og svo framvegis. „Ástæðan fyrir því að við fórum að skilgreina þessa flokka var stórt of- fitumeðferðarverkefni sem við unn- um að,“ útskýrir hann. „Í því var ein- staklinum gert kleift að grennast um allt að 135 kíló á einu ári. Það var hins vegar mjög þversagnarkennt að þeir sem náðu góðum árangri hættu gjarnan í meðferðinni. Þegar við reyndum að átta okkur á hvers vegna hnutum við um að einhverjir þeirra höfðu orðið fyrir kynferðisof- beldi sem börn. Í framhaldinu tókum við eftir annars konar áföllum og öðrum merkjum um verulega trufl- aðar heimilisaðstæður í æsku þessa fólks. Eftir að hafa skilgreint tíu al- gengustu flokka áfalla gátum við sýnt fram á hvernig þeir tengdust heilsu, hamingju, starfshæfni og fé- lagshæfni viðkomandi um hálfri öld seinna, en meðalaldur þátttakenda í rannsókn okkar var 57 ár.“ Stöðug streita hættuleg Felitti undirstrikar að með flokk- um áfalla sé ekki talað um tíðni þeirra heldur eingöngu hvort við- komandi hafi orðið fyrir vissri teg- und erfiðleika sem barn. Og tengslin milli flokkanna og sjúkdóma á full- orðinsárum eru „gríðarleg“ eins og Felitti segir. „Sá sem hafði upplifað einhverja fjóra af flokkunum tíu í æsku var 1.250% líklegri til að vera krónískt þunglyndur síðar meir. Manneskja sem hafði upplifað ein- hverja sex flokkanna í æsku var 30- 50 sinnum líklegri til að fremja sjálfsvíg en aðrir. Maður sem hafði upplifað fjóra flokka í æsku var 500% líklegri til að verða alkóhólisti og 1.200% líklegri til að nota fíkni- efni beint í æð á fullorðinsárum.“ Sjúkdómarnir tengjast þó ekki all- ir jafn augljóslega andlegri heilsu og þeir sem að ofan eru taldir. „Aðrir sjúkdómar eru t.d. offita, lifrarbólga, lungnaþemba, hjarta- og æða- sjúkdómar, beinbrot og krabbamein. Suma þessa sjúkdóma má rekja til neyslumynsturs sem er afleiðing af andlegri vanlíðan – þegar fólk grípur til óheilsusamlegra miðla til hugg- unar. Þannig er augljóst að krabba- mein og hjarta- og lungnasjúkdómar tengjast reykingum, offita tengist ofáti og áfengissýki hefur alls kyns líkamlegar afleiðingar. Aðra sjúk- dóma er erfiðara að skilja en lækn- isfræðin er stöðugt að komast að fleiru varðandi afleiðingar þrálátrar streitu á heilsuna. Æ fleiri við- urkenna að niðurbrjótandi streita geti verið ástæða þrálátra bólgna sem aftur getur leitt til lungna- og kransæðasjúkdóma og eins getur hún verið orsök ýmissa sjálfsofnæm- issjúkdóma, þar sem líkaminn ræðst á sjálfan sig.“ Aðspurður segir Felitti tvennt helst til ráða, til að bæta ástandið. „Annaðhvort að takast á við vanda- málin eftir að þau koma fram eða að reyna að koma í veg fyrir að þau verði. Hið síðarnefnda hlýtur að vera einfaldara því það er ekki nægilegur mannskapur eða fjármunir til að takast á við vandamálin eftir á. Og því fyrr sem hægt er að koma for- vörnum við, því betra. Ég held að það sé best að hjálpa fólki til að verða betri foreldrar. Ég geri mér þó grein fyrir því að það verða alltaf einhverjir sem eru í svo miklu rugli að þeim er ekki við bjargandi. En það er líka stór hópur fólks sem gæti, ef það vissi bara hvernig, stað- ið sig miklu betur sem foreldrar.“ Sápuóperur í forvarnarskyni Í stað þess að einbeita sér að þeim hóp sem þykir í mestri hættu segir Felitti því rétt að beina fræðslu eða skilaboðum í forvarnarskyni til allra þegna þjóðfélagsins. Hins vegar nái skilaboð í formi hefðbundinna for- eldranámskeiða, bæklinga og bóka ekki nema til lítils hluta fólks. „Í verkefni í San Diego í Kaliforniu þar sem ég starfa heimsóttu sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar reglulega heim- ili 700 ungbarna um þriggja ára skeið til að fylgjast með framgangi barnanna. Við tókum eftir að sjón- varpið var stöðugt í gangi á flestum heimilum og það voru alltaf sápu- óperur á skjánum. Þá áttaði ég mig á því hvað sápuóperur geta verið mik- ilvægar. Eitt sinn heyrði ég gáfaðan leikstjóra segja að tilgangur leik- hússins á tímum Grikkja til forna væri að hjálpa fólki að tala um hluti sem annars mátti ekki tala um. Um leið og ég heyrði þetta áttaði ég mig á því að þetta væri tilgangur sápu- ópera því þeir sem horfa geta svo rætt um það sem gerðist í þáttunum við hvern sem er.“ Hann segist því hafa fengið þá hugmynd að framleiða sápuóperu þar sem foreldrahlutverkinu yrðu gerð skil, þar sem auðvelt væri að átta sig á góðum og slæmum uppeld- isskilyrðum. „Núna vinnum við að því að fá fólk innan sápuóper- ugeirans til að þróa slíkan þátt til reynslu. Vissulega yrði afþreying- argildið í hávegum haft þannig að þættirnir yrðu ekki leiðinlegir held- ur næðu athygli fólks. Spurningin er hvort við Bandaríkjamenn getum notað sápuóperur til að koma mik- ilvægum skilaboðum er varða heilsu áleiðis til fólks.“ Hvað aðgerðir eftir á varðar, þ.e. hvernig einstaklingar sem hafa alist upp við slæm skilyrði geti bætt hag sinn, segir Felitti mikilvægast að ræða opið við aðra um þau áföll sem þeir hafa upplifað. „Það þarf ekki endilega að vera sálfræðingur, held- ur einstaklingur sem viðkomandi treystir svo hann upplifi að hann sé jafn vel metinn sem manneskja á eft- ir. Kraftur AA-samtakanna felst í því að þar getur fólk talað um vanda- mál sín með opnum hætti fyrir fram- an aðra, hóp sem í raun er stuðn- ingsfjölskylda. Hugmyndin að baki skrifta kaþólsku kirkjunnar er í raun að geta sagt einhverjum sem skiptir máli frá hræðilegustu leyndarmálum lífs síns en vera þó viðurkenndur á eftir. Sömuleiðis hafa ítarlegar upp- lýsingar sem sjúklingar láta læknum í té um æviatriði sín leitt til minni notkunar sjúklinganna á heilbrigð- isþjónustu í kjölfarið og þeir losna einnig undan mörgum þekktum streitutengdum einkennum.“ ben@mbl.is Heilsubrestir með hálfrar aldar sögu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Áföll Tengsl milli erfiðleika í æsku og heilsubrests síðar eru mikil. Orsakir heilsufarsvandamála á fullorðinsárum má oftar en ekki rekja til erfiðrar reynslu í æsku. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ræddi við dr. Vincent J. Felitti sem segir nauðsynlegt að styðja vel við foreldra svo þeir standi sig betur í uppeldishlutverkinu. Morgunblaðið/Golli Fyrirlesari Dr. Vincent J. Felitti. Spurningin er hvort við Bandaríkjamenn getum notað sápu- óperur til að koma mikilvægum skila- boðum er varða heilsu áleiðis til fólks. Dr. Vincent J. Felitti heldur erindi á málþingi í stofu HT 101 á Há- skólatorgi Háskóla Íslands á morg- un kl. 15. Málþingið er á vegum HÍ, Landlæknisembættisins og Land- spítalans og er ætlað fagfólki. Fe- litti mun einnig tala á ráðstefnu Blátt áfram um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum en hún er haldin á morgun og föstu- dag. Nánari upplýsingar má finna á www.blattafram.is. Dönsk hús m/ innréttingum Tilboðsverð án vsk: Teg. Irish - 125m2: 1.200.000 Dkr Teg. Viol - 72m2: 750.000 Dkr Hiin Husin Mail: rgt@hiin.eu Simi: +45 70 203 205 www.hiin.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.