Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 36
■ Á morgun kl. 19.30
Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna
Hinn heimsþekkti sönghópur Swingle Singers hefur fyrir löngu sann-
að að honum er ekkert ómögulegt og efnisskráin er vægast sagt fjöl-
breytileg. Það mun ekki fara framhjá áheyrendum á þessum tónleik-
um: Bach, Mozart, Berio, Lennon og McCartney munu hljóma í með
förum meistanna. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af.
Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
Söngvarar: Swingle Singers
■ Lau. 17. maí kl. 14
Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda
bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri
endurflutt. Tryggið ykkur miða!
■ Fim. 22. maí kl. 19.30
Tveir básúnuguðir Þegar tveir virtúósar eins og Christian
Lindberg og Charlie Vernon leiða saman hesta sína verður útkoman
göldrum líkust. Ómissandi fyrir áhugamenn um flugeldasýningar.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
Tvímenningarnir voru
heldur þreytulegir,
enda nýbúnir að tjalda þessu
feiknastóra tjaldi … 40
»
reykjavíkreykjavík
ÍSLENSKI hópurinn með þau Frið-
rik Ómar og Regínu Ósk í broddi
fylkingar steig fyrstur á svið í æfing-
um gærdagsins í Beogradska-
höllinni í Belgrad. Samkvæmt Jón-
atani Garðarssyni, fararstjóra hóps-
ins, gekk æfingin mjög vel en
töluverður tími fór í að fínstilla
ákveðna hluti í myndvinnslunni og
mun upptökustjórinn hafa komið að
máli við hópinn eftir æfinguna sem
að sögn Jónatans er mjög sjaldgæft.
Að æfingu lokinni var haldinn
blaðamannafundur þar sem þau
Friðrik Ómar og Regína Ósk léku á
als oddi og sungu meðal annars lagið
með íslenskum texta. Grétar Örv-
arsson var svo spurður að því hvort
hann hefði trú á framlagi Íslands í ár
í ljósi reynslu hans af keppninni.
Svaraði hann því til að hann hefði
fulla trú bæði á laginu og atriðinu og
að hann væri auk þess mjög stoltur
af því að fá að vera hluti af því.
Háhælaðir skór Regínu Óskar
vöktu töluverða athygli á æfingunni í
gær enda skærbleikir og í stíl við
neonbleikar línur í búningum söngv-
aranna. Friðrik Ómar varð hins-
vegar bæði að sætta sig við svarta
flatbotna skó og síðar buxur. Næsta
æfing Eurobandsins í Beogradska
fer fram á föstudaginn og þá kemur í
ljós hvort einhverjar breytingar hafi
verið gerðar á atriðinu.
Regína Ósk í bleikum skóm
Á æfingunni í gær Friðrik Ómar og Regína Ósk voru með sporin á hreinu.
Það mun vera
spá margra að
framlag Rússa
muni fara með
sigur af hólmi í
Evróvisjónkeppn-
inni sem hefst í
næstu viku í Belgrad í Serbíu. Lag
Rússlands kallast „Believe“ og er
sungið af Dima Bilan en Bilan þessi
varð í öðru sæti í Evróvisjón árið
2006 í Aþenu þegar finnsku
skrímslin í Lordi hrepptu hnossið.
Rússar æfa í fyrsta sinn í dag í
Beogradska-höllinni og mun atriðið
vera einkar óhefðbundið þar sem
skautadans kemur meðal annars
við sögu. En fari svo að Bilan sigri
ekki í Evróvisjón í ár þarf hann
ekki að örvænta því meðal þeirra
sem hann hefur fengið til liðs við
sig við gerð næstu plötu er upp-
tökustjórinn Timbaland og söng-
konan Nelly Furtado sem mun
syngja dúett með kappanum.
Rússar taldir sigur-
stranglegir í Belgrad
Samhliða kvikmyndahátíðinni í
Cannes sem hefst á morgun verður
kvikmyndamarkaður þar sem
kaupendur og seljendur kvikmynda
alls staðar að úr heiminum koma
saman. Fimm íslenskar kvikmyndir
verða sýndar að þessu sinni á mark-
aðssýningum í Cannes en það eru
Astrópía, Duggholufólkið, Veðra-
mót, The Amazing Truth About
Queen Raquela og Skrapp út. Tvær
síðastnefndu myndirnar hafa enn
ekki verið sýndar á Íslandi.
Magnús Viðar Sigurðsson verður
svo fulltrúi Íslendinga í „Producer
on the move“, en það er viðburður
þar sem framleiðendur alls staðar
að úr Evrópu koma saman og
kynna sig og myndir sínar.
Íslendingar í Cannes
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ var á tíunda áratugnum, því mikla dans-
tónlistartímabili, sem Simon sveif skýjum ofar
með sveit sína Soundsation og naut hún sæmi-
legustu vinsælda, náði meira að segja tvívegis að
gera skurk á vinsældalistum. Er Simon var hing-
að kominn var hann svo gott sem hættur tónlist-
arumsýsli en á undanförnum árum hefur hann
verið að pota æ oftar og af meiri krafti í þessa
djúpstæðu ástríðu sína og fyrir stuttu komu út
tvær endurhljóðblandanir af lögum poppdrottn-
ingarinnar Birgittu. Um er að ræða lögin „Ör-
magna“ og „Ein“ af sólóplötu söngkonunnar frá
því í fyrra, Ein. Platan sú er lágstemmd og
værðarleg en Latham, ásamt félaga sínum Pete
Lunn, skynjaði „taktinn“ í lögunum og gáfu þeir
þau út í gegnum nýstofnað útgáfufyrirtæki sitt,
Airport Route Recordings. Þá kemur sólóplata
Lathams, Left right of centre, út á tonlist.is
núna á föstudaginn en mánuði síðar kemur hún
út á iTunes, Beatport og á fleiri niðurhalssíðum.
Simon á ekki von á því að platan komi út á efn-
islegu formi, ekkert frekar a.m.k.
Engin reglubók
Plötuna mætti flokka sem nokkurs konar
framsækið „house“, geiri sem er ekki ókunnur
Simon og skrifar hann meira að segja reglulega
á heimasíðuna progressivehouse.com, netsam-
félag svipað þenkjandi fólks.
„Ég reyndi að sveipa plötuna nokkuð persónu-
legum blæ,“ lýsir Simon. „Þannig að þetta er
ekki „framsækið house“ eftir bókinni. Þess má
geta að ég er í grunninn söngvaskáld (singer/
songwriter) og það hefur eðlilega haft áhrif á
það hvernig ég nálgast dans/raftónlist. Ég hef
verið að fá fínustu viðbrögð við þessu, meira að
segja frá fólki sem hlustar ekki á svona tónlist,
sem mér þykir vænt um.“
Simon viðurkennir að búseta hans hér hafi
kveikt upp í honum á nýjan leik.
„Ég veit það ekki … það er eitthvað við Ísland,
alla þessa nálægð og alla þessa ótrúlegu sköp-
unargleði sem hefur eðlilega áhrif. Og ekki síst
það að Íslendingar hafa enga reglubók þegar
kemur að tónlist. Í Bretlandi er allt í fremur
föstum skorðum, þú þarft að fara eftir
ákveðnum línum og brautum en hérna getur þú
bara gert nákvæmlega það sem þér sýnist. Og
uppskerð venjulega best þannig. Svo er mjög
gott að vinna hér á veturna, það verður allt eitt-
hvað svo innilokað, það hægist á öllu og því lítið
annað að gera en að loka sig inni – og vinna.“
Simon vonast eðlilega til þess að Airport
Route-útgáfan vaxi vel og dafni næstu ár, allt sé
opið með frekari útgáfur og meðal annars sé lag
að sinna íslenska markaðnum.
„Netið og aukin tækni hefur líka gert öll sam-
skipti betri og opnari hin síðustu ár,“ segir hann.
„Þetta var mun stífara og stirðbusalegra í gamla
daga. Nú er hægt að skella sér á hin ýmsu spjall-
borð og hafa bein samskipti við marga af
stærstu postulum danssenunnar. Þannig að
framtíðin er björt hvað varðar þróun og þroska
stefnunnar.“
Englendingur í Reykjavík
Bretinn Simon Latham vakti athygli á dögunum fyrir endurhljóðblöndun
á lögum Birgittu Haukdal en snarar brátt fram breiðskífu í eigin nafni
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Simon Latham „Ég veit það ekki … það er eitthvað við Ísland, alla þessa nálægð …“