Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 11
FRÉTTIR
*S
a
m
k
v
æ
m
t
s
k
ilm
á
lu
m
.
FÁÐU ALLAN PAKKANN FRÁ 3.990 KR. Á MÁNUÐI
ÉG GET LÆKKAÐ
SÍMREIKNINGINN ÞINN!
Flestir Íslendingar nota síma og tölvu án þess þó að tapa sér í aukabúnaði og
útúrdúrum; þeir vilja bara geta hringt í fólk og farið á Netið án þess að borga
fyrir það stórfé. Við bjóðum þá velkomna til Tals, þar sem einföld og gegnsæ
gjaldskrá tryggir þeim lægri símreikning.
Ef þú kaupir allan pakkann á www.tal.is og greiðir með kreditkorti færðu fyrsta mánuðinn frían.
Frítt í alla heimasíma innanlands, 14,90 kr. í alla GSM innanlands og ótakmarkað niðurhal.*
HEIMASÍMI NET GSM
www.tal.is | Síðumúla 32, 108 Reykjavík | Þjónustuver 1817 | Skrifstofa 445 1600 | tal@tal.isArna, starfsmaður Tals.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Bláa
Lóninu í tilefni þess að verðskrá
Bláa Lónsins var til umfjöllunar í
Morgunblaðinu:
„Um leið og ég fagna umfjöllun
blaðsins um verðþróun í landinu þá
vill Bláa Lónið koma á framfæri at-
hugasemd við samanburðinn.
Ástæðan er sú að sundlaugarnar
eru þjónusta sem er að miklu leyti
niðurgreidd af sveitarfélögum, en
verðskrá Bláa Lónsins er í sam-
ræmi við verðskrá annarra einka-
rekinna heilsulinda þar sem gestir
hafa aðgang að heitum laugum og
gufuböðum. Til samanburðar má
geta þess að aðgangur í Baðstofu
Lauga er kr. 4.000, Mecca Spa kr.
2.500 og Baðhúsið kr. 2.800.
Til að koma til móts við þá sem
vilja stunda Bláa Lónið reglulega
sér til heilsubótar eins og sundlaug-
arnar bjóðum við árskort sem veita
ótakmarkaðan aðgang í tólf mánuði
og kosta kr. 19.000. Til sam-
anburðar kosta árskort sundlauga
kr. 24.000. Þá er enginn aðgangs-
eyrir fyrir börn 11 ára og yngri.
Fjölskyldukort eru nýjung hjá okk-
ur en þau veita ótakmarkaðan að-
gang í 12 mánuði fyrir 2 fullorðna
og 4 börn/unglinga 16 ára og yngri.
Fjölskyldukortin kosta kr. 36.000.“
Yfirlýsing
vegna verð-
samanburðar
Baugsmálið
fyrir Hæstarétt
BAUGSMÁLIÐ svonefnda verður
tekið fyrir í Hæstarétti í dag og á
morgun. Um er að ræða mál ákæru-
valdsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni, stjórnarformanni Baugs,
Tryggva Jónssyni, fyrrverandi
stjórnarformanni Baugs, og Jóni
Geraldi Sullenberger, fyrrverandi
viðskiptafélaga Baugsmanna.
Hæstaréttardómarnir Garðar
Gíslason, Gunnlaugur Claessen,
Hjördís Hákonardóttir, Markús
Sigurbjörnsson og Páll Hreinsson
dæma málið.
Methola á
Hellisheiði
ENN hefur Íslandsmet verið slegið
í djúpum borunum fyrir Orkuveitu
Reykjavíkur á Hellisheiði. Hola 42 á
Skarðsmýrarfjalli, sem Jarðboranir
luku nýverið við að bora, er 3.322
metra djúp. Hún er því 211 metrum
dýpri en fyrri methola, sem lokið
var við í febrúar. Gufu úr holunni
verður veitt í gufuhverfla sem tekn-
ir verða í notkun í Hellisheiðar-
virkjun í haust.
Nú er verið að afla upplýsinga úr
holunni djúpu sem geta gefið betri
vísbendingar en hingað til hefur
verið stuðst við um afkastagetu
jarðhitakerfisins á Hengilssvæðinu.
Því dýpra sem rannsóknargögn eru
sótt, því líklegra er að mat á um-
fangi auðlindarinnar vaxi.
Það var áhöfnin á jarðbornum
Geysi frá Jarðborunum sem boraði
á þetta metdýpi og tók borunin
rúmar fimm vikur.
Fundu
sprengju í
Helguvík
STARFSMENN Hringrásar í
Helguvík fundu sprengjuvörpu-
sprengju innan um járnaúrgang í
gær. Lögreglan á Suðurnesjum lok-
aði staðinn af þar til starfsmenn
sprengjudeildar Landhelgisgæsl-
unnar komu og fjarlægðu sprengj-
una til eyðingar.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu var sprengjan ekki virk þar
sem sjálfa sprengjuhleðsluna vant-
aði.
VIÐSKIPTADEILD Háskólans í Reykjavík er sam-
kvæmt nýrri úttekt hinnar óháðu stofnunar Eduniversal
á meðal 50 bestu viðskiptaháskóla V-Evrópu. Á lista
stofnunarinnar yfir 100 bestu viðskiptaháskólana lendir
HR í 46. sæti en á lista Eduniversal yfir 1.000 bestu við-
skiptaháskóla heims lenti HR í 117. sæti. Þess má geta
að 150 bandarískir skólar voru á þeim lista. HR var eini
íslenski skólinn sem komst á listann yfir 100 bestu við-
skiptaháskóla V-Evrópu.
Besti viðskiptaháskóli V-Evrópu er Copenhagen
Business School en athygli vekur hversu margir norræn-
ir skólar eru á listanum. Meðal þeirra má nefna
hagfræðideildir háskólanna í Helsinki (5. sæti) og Stokk-
hólmi (11. sæti), viðskiptaháskólann í Árósum (23. sæti)
og háskólann í Uppsölum (32. sæti). LSE í London, einn
þekktasti háskóli heims, varð í 10. sæti yfir bestu við-
skiptaháskóla V-Evrópu.
HR á meðal 100 bestu
viðskiptaháskóla V-Evrópu