Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30-9.15, vinnu- stofa kl. 9-16.30, postulínsmálun kl. 9-12 og 13- 16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna og smíði/útskurður kl. 9.-16.30. Heilsugæsla kl. 10- 11.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðslustofa, böðun, al- menn handavinna, glerlist, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, hádegisverður, spiladag- ur, kaffi, slökunarnudd. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin kl. 9-16, Halldóra leiðbeinir kl. 13-16, leikfimi með Guðnýju kl. 10. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ek- inn verður Bláfjallahringur - Hellisheiðarvirkjun skoðuð - Landbúnaðarháskólinn í Hveragerði heimsóttur. Síðan kvöldmatur að Hótel Hlíð í Ölfusi. Brottför frá Gullsmára kl. 10.45 og Gjá- bakka kl. 11. Skráningarlistar eru í félags- miðstöðvunum og á skrifstofu FEBK, sími 554- 1226. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10, söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður Jónsson og Helgi Seljan. Söngfélag FEB, æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin, leiðbeinandi við til kl. 17, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30. Kaffi. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, létt ganga kl. 10. Hádegisverður, kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatns- leikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9-10.30, brids í Jónshúsi, opið þar kl. 10-16.30. Hluti vorsýning- arinnar stendur út þessa viku. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. fjölbreytt handavinna og tréút- skurður. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug kl. 9.50, dansæfing kl. 10. Frá hádegi er spilasalur opinn. Handavinnu og listmunasýning verður föstud. 23., laugard. 24. maí og sunnud. 25. maí, nánar kynnt síðar. Sími 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Bókband kl. 9, leik- fimi kl. 13.15 og framhaldssagan kl. 14. Kaffiveit- ingar. Hraunbær 105 | Handavinna og útskurður kl. 9, hádegismatur, brids kl. 13, kaffi. Hraunbær 105 | Handverkssýning. Sameiginleg handverkssýning Félagsmiðstöðvanna Hraunbæ 105, Þórðarsveig 3 og Félagsstarfs aldraðra Árbæjarkirkju verður haldin 17. og 18. maí. Opið kl. 13-16 báða dagana. Allir velkomnir. Kaffi og meðlæti á vægu verði. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, keramik, taumálun o.fl. Jóga kl. 9- 12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Bókmenntadagskrá verður 15. maí kl. 20.30, í Leikhúsinu að Möðruvöllum í Hörgárdal til heiðurs skáldunum Ólöfu frá Hlöð- um og Skáld-Rósu. Tungubrjótar og Soffíuhópur flytja. Leikararnir Soffía Jakobsdóttir og Guðný Helgadóttir stjórna dagskránni. Leikfélag Hörg- dæla sér um kaffisölu. Sími 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu í Dals- mára kl. 9.30, ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 17. Uppl. í síma 564- 1490. Korpúlfar Grafarvogi | Keila hjá Korpúlfum á morgun kl. 10 í Keiluhöllinni við Öskjuhlíð. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfræð- ingur frá heilsugæslunni kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa opin, námskeið í myndlist kl. 13, kaffiveitingar. Hárgreiðslustofa sími 552-2488 og fótaaðgerðastofa sími 552-7522. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofa í handmennt kl. 9-16, Halldóra leiðbeinir kl. 9-12, félagsvist kl. 14. Sjálfsbjörg | Félagsvist kl. 19.30 í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaaðgerðir og handavinna kl. 9-16, aðstoð við böðun kl. 9-14, sund kl. 10-12, hádegisverður, verslunarferð í Bónus kl. 12.10, tréskurður kl. 13-16, kaffiveit. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinnu- stofan opin allan daginn, morgunstund kl. 10, bókband, verslunarferð kl. 12.15, framhaldssaga kl. 12.30. Dans við undirleik hljómsveitar. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, salurinn opinn kl. 13, botsía kl. 14, kaffi. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Safnaðarferð á Sólheima í Grímsnesi. Lagt verður af stað frá Árbæjar- kirkju kl. 11. Skráning í síma 587-2405 í síðasta lagi föstudaginn 16. maí. Guðsþjónusta kl. 14 í Sólheimakirkju. Áætluð heimkoma (að kirkju) er kl. 17. Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safnaðarsal kl. 11 í dag. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimili eftir stundina. Bústaðarkirkja | Starf eldri borgara er kl. 13- 16.30. Vist og brids, þæft, saumað, prjóna o.fl. Gestur kemur í heimsókn. Bílaþjónustan er pöntuð hjá kirkjuverði í síma 553-8500. Dómkirkjan | Hádegisbænir, bænastundir kl. 12.10-12.30. Léttur hádegisverður á kirkjuloft- inu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til dom- kirkjan@domkirkjan.is. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Prédikun, tónlist og samvera. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altaris- ganga, fyrirbænir. Boðið upp á léttan hádegis- verð á vægu verði að stundu lokinni. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Hugleið- ing, altarisganga. Morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Prestar og kirkjuverðir taka við bænarefnum. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Hádegisbæna- stund í kaffisalnum kl. 12. Hægt er að senda inn fyrirbænarefni á filadelfia(hjá)gospel.is Kristniboðssalurinn | Samkoma í kvöld kl. 20. Sagt verður frá kristniboðsstarfi í Kenýa. „Hyggðu að hegðun þinni“ er efni hugleiðingar Jónasar Þórissonar frá textanum í Jeremía 2.20-28. Kaffi eftir samkomu. Laugarneskirkja | Morgunbæn í kirkjunni kl. 8, foreldramorgunn kl. 10, gönguhópurinn Sólar- megin kl. 10.30 og kirkjuprakkarar kl 14.15 (1.-4. bekkur). Umsjón hefur sóknarprestur og kirkju- vörður safnaðarins. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Beðið fyrir sjúkum og hverjum þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda. Einnig er altarisganga. 70ára afmæli. Í dag, 14.maí, er Jóhann Borg Jónsson Yrsufelli 9, 111 Reykjavík, sjötugur. HLUTAVELTA | Þessar vinkon- ur Ísabella Hlynsdóttir, Jó- hanna Lind og Katrín Ása Kristinsdætur, héldu tombólu í götunni heima hjá sér í Kópavogi og færðu Rauða krossinum ágóðann, 2.616 krónur. HLUTAVELTA | Vinkonurnar Gréta Toredóttir og Viktoría Kjartansdóttir voru með tom- bólu við Austurver og færðu Rauða krossinum ágóðann, 3.700 krónur. dagbók Í dag er miðvikudagur 14. maí, 135. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13.) Háskólinn í Reykjavík stendurfyrir hádegisfundi í dag, kl.12 til 13 í stofu 201 í húsiHR við Ofanleiti. Á fundin- um verður sagt frá spennandi nýju verkefni þar sem reiknikúnstir verk- fræðinnar og lögspeki renna saman. Ágúst Valfells er lektor við tækni- og verkfræðiskor HR: „Á fundinum lýsum við verkefninu, sem byggist á að nota svokallaða ármannahermun (agent based modeling) til þess að skoða nokk- uð einfalt regluverk, nánar til tekið regl- ur um losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Ágúst. „Bæði viljum við nota hermunina til að skoða hvernig áhrif reglna um losunarheimildir lofttegunda, sölu þeirra og sektir koma til með að þróast, og um leið erum við að nota þetta úrlausnarefni til að þróa frekar hermunaraðferðirnar sem beitt er.“ Ágúst segir þessa nálgun bæði nýja og spennandi: „Lög og reglur eru vænt- anlega alltaf samin eftir bestu vitund einstaklinga sem vilja ná fram til- teknum markmiðum. Hins vegar kemur oft í ljós þegar búið er að innleiða regl- urnar að útsjónarsamir aðilar fara að bregðast við og nota nýja reglu- umhverfið á hátt sem þeir sem sömdu lögin höfðu ekki séð fyrir,“ útskýrir Ágúst. „Tæknin býður upp á þann möguleika að geta, að einhverju marki, séð fyrir viðbrögð aðila við breyttum að- stæðum og má í framtíðinni ímynda sér að þingmenn geti látið prufukeyra upp- kast að nýjum reglum með hermun og sjái þannig hvað megi betur fara og hvað sé í lagi. Þetta yrði ekki ósvipað því sem gert er í verkfræði og tölvunar- fræði í dag, að hannanir og forrit eru prófuð og síðan bætt og breytt út frá niðurstöðum tilraunanna.“ Í tilraun HR er skrifað forrit þar sem búnir eru til þátttakendur (ármenn) í hermun og geta t.d. hópar þeirra táknað neytendur, annar hópur álframleið- endur og sá þriðji aðila sem eru að selja losunarkvóta. „Ákvarðanir hvers ár- manns í hermuninni stýrast ekki aðeins af upplýsingum um t.d. verð á áli og los- unarheimildum og hagnað, heldur einn- ig af aðgerðum annarra ármanna í her- muninni,“ útskýrir Ágúst. Fundurinn í dag er öllum opinn og að- gangur ókeypis. Heimasíða Háskólans í Reykjavík er á slóðinni www.hr.is Lýðræði | Hádegisfundur um hermun á afleiðingum laga um loftmengun Má villuprófa löggjöf?  Ágúst Valfells fæddist í Reykja- vík 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1989, CS- gráðu í verkfræði frá Háskóla Ís- lands 1993 og doktorsgráðu frá University of Michigan 2000. Ágúst fékkst við rann- sóknir hjá University of Maryland 2000-2003, starfaði hjá Orkustofnun 2004 til 2005 þegar hann varð lektor við Háskólann í Reykjavík. Ágúst er kvæntur Chien Tai Shill háskólakenn- ara og eiga þau þrjá syni Tónlist Akranes | Kammerkór Akra- ness heldur tónleika í safn- aðarheimilinu Vinaminni, kl. 20.30. Tónleikarnir bera yfir- skriftina Ljóð og lög. Á efnis- skránni er tónlist upp úr söngheftunum Ljóð og lög sem Þórður Kristleifsson safnaði saman efni í og gaf út á árunum 1939-1949. Stjórn- andi er Sveinn Arnar Sæ- mundsson. Fríkirkjan í Reykjavík | Val- skórinn sem stofnaður var 1992 heldur árlega vortón- leika í kvöld kl. 20.30. Dag- skrá er fjölbreytt og m.a. verður frumflutt lag eftir kór- stjórann Báru Grímsdóttur í bland við vinsælar söng- perlur. Einnig mun félagi í kórnum, Chris Foster, flytja tvö lög af nýútkomnum diski sínum með stuðningi kórsins í söng og undirleik. Undirleik- ari er Jónas Þórir. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. Innifalið er kaffihlaðborð í safnaðarheim- ili Fríkirkjunnar eftir tónleik- ana. Kristskirkja Landakoti | Vor- tónleikar Kvennakórs Garða- bæjar verða 15. maí kl. 20. Efnisskrá með íslenskum og erlendum kirkjuverkum fyrir kvennakóra auk valdra kafla úr Stabat Mater eftir Pergo- lesi. Kvennakór Garðabæjar, einsöngvarar og strengja- sveit. Stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir. Fyrirlestrar og fundir Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur | Árni Bergmann flyt- ur fyrirlestur á vegum Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur um þýðingu sína á Ígorskviðu, fornu rússnesku hetjukvæði, og rússneskum söguannálum en saga Rússlands á þeim tíma er samofin norrænni menningu. Fyrirlesturinn fer fram kl. 16.30 í Odda, stofu 101. Nánar á www.vigdis.hi.is. Fréttir og tilkynningar Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur | Matar-og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b. Tekið á móti hreinum fatnaði og öðr- um varningi á þriðjudögum kl. 10-15. Sími 551-4349, maed- ur@simnet.is Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd | Dr. Ulla Björnberg prófessor við Gautaborgarháskóla fjallar um rannsóknir sínar á kyn- slóðatengslum á málstofu RBF og félagsráðgjafarskorar HÍ, í Odda, stofu 101, kl. 12. Aðgangur er ókeypis. TVEIR krókódílaungar klekjast út úr eggjum sínum á sérstakri krókódílahátíð í dýragarði um 120 kílómetra austur af Bangkok í Taílandi í gær. Komnir í heiminn Reuters HLUTAVELTA | Arnhildur Tómasdóttir og Hrafnhildur Finnbogadóttir héldu tombólu og söfnuðu 1.532 kr. og færðu Rauða krossinum ágóðann. FRÉTTIR AUÐLINDARÉTTARSTOFNUN HR stendur fyrir hádegisfundi í stofu 201 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, í dag, miðvikudaginn 14. maí, kl. 12-13.15. Framsögumenn verða Ágúst Valfells, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og for- stöðumaður Orkurannsóknarseturs HR, og Þórarinn Sigurbergsson, meistaranemi í lagadeild. Á fundinum verður fjallað um verkefnið „Möguleikar við gerð reglna um losun gróðurhúsaloftteg- unda og áhrif þeirra“. Í rannsókn- arverkefninu, sem er þverfaglegt, eru rannsökuð áhrif mismunandi reglu- og markaðsumhverfis á losun gróðurhúsalofttegunda með aðstoð gervigreindarhermunar. Losun gróður- húsalofttegunda Starfrækt frá 1970 Í FRÉTT um viðurkenningu til Olís í Mjódd í gær var mishermt að stöð- in hafi verið starfrækt frá árinu 1976. Hið rétta er að stöðin hefur verið starfrækt frá árinu 1970. Kiwanis gefur hjálma Í FRÉTT um reiðhjólahjálma í blaðinu í gær sagði ranglega að Lionshreyfingin gæfi hjálmana. Hið rétta er að það er Kiwanishreyfingin sem gefur börnum hjálma. Hefur Kiwanishreyfingin hefur verið í sam- starfi við Eimskip og nú í ár fá um 4.300 7 ára börn á Íslandi reiðhjóla- hjálma frá Kiwanis og Eimskip. LEIÐRÉTT MIÐVIKUDAGSFYRIRLESTUR Kennaraháskóla Íslands verður í Bratta í dag, miðvikudaginn 14. maí, kl. 16. Í fyrirlestrinum verður kynnt matsaðferð sem byggist á skráning- um á námssögum sem safnað er yfir tiltekið tímabil. Matsaðferðin bygg- ist á þeirri sýn að nám fari fram í fé- lagslegu samhengi og grundvallist á þremur meginþáttum, þ.e. félagsleg- um aðstæðum, færni einstaklingsins og áhugahvöt. Kynntar verða niður- stöður forrannsóknar sem byggist á ofangreindri aðferð. Rætt verður um hvernig námssögur geta endur- speglað vellíðan barna og tilhneig- ingu þeirra til náms. Einnig verður fjallað um hvernig nota má aðferðina í leikskólastarfi. Fyrirlesarar eru Bryndís Garð- arsdóttir og Kristín Karlsdóttir lekt- orar við Kennaraháskóla Íslands. Að meta styrk- leika og færni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.