Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 18
Ég vildi hafa þetta svona lítið ogkrúttlegt rými því það er hægt aðgera svo margt skemmtilegt ánþess að vera í mörg hundruð fer-
metrum. Ég er miklu hrifnari af því að hafa
þetta notalegt. Eiginmennirnir fá sér oft
kaffisopa hérna hjá mér á meðan konurnar
eru að velja blómin,“ segir Ragnhildur Fjeld-
sted eigandi blómabúðarinnar Dans á rósum,
sem hún opnaði í nóvember á síðasta ári.
„Hér var gamalgróin sængurverabúð og ég
þurfti að gera heilmiklar breytingar til að
þetta hæfði mínum rekstri,“ segir Ragnhildur
sem hefur sérhæft sig í hverskonar blóma-
skreytingum.
„Ég starfaði lengi úti í löndum, fyrst var ég
í Kaupmannahöfn, næst í Amsterdam en
lengst af í London, þar sem ég var í fimm ár.
Þar vann ég hjá mjög virtu blómaskreytinga-
fyrirtæki sem heitir Woodhams og lærði mik-
ið á því að sjá um skreytingar, bæði fyrir fyr-
irtæki og risastórar veislur eins og fólk sér í
Hello-blöðunum,“ segir Ragnhildur og hlær.
„Eftir að ég kom heim ákvað ég að fara út í
eigin rekstur og það er búið að vera mjög
gaman. Ég hef mikið gert af því að sjá um
brúðkaupsskreytingar en ég hef líka skreytt
anddyri á hótelum, veitingastöðum og öðrum
fyrirtækjum.“
Spjalla við brúðhjónin
og spyr um óskir
Ragnhildur hefur unnið við blómaskreyt-
ingar frá því að hún var 13 ára. „Enda hef ég
alltaf haft óbilandi áhuga á þessu. Ég byrjaði
að vinna í Alaska, fór næst í Blóm og ávexti
sem Binni var með og síðan vann ég líka hjá
Blómastofu Friðfinns. Ég var svo heppin að
ég vann hjá mörgum af gömlu meisturunum.“
Ragnhildur segir að margt hafi breyst hér
heima á Íslandi á þeim níu árum sem hún bjó
erlendis. „Núna hefur fólk það betra, það eru
meiri peningar í umferð, bæði hjá ein-
staklingum og fyrirtækjum. Fyrir vikið er
meira um að stór fyrirtæki séu með aðkeypt-
ar skreytingar í stórum veislum eins og
árshátíðum. Ég vinn líka með viðburðarfyr-
irtækjum sem taka að sér að sjá um viðburði
hjá öðrum. Ég kem þá kannski með nokkrar
hugmyndir sem kosta misjafnlega mikið og
yfirleitt er unnið út frá ákveðnu þema. Ef ég
sé um skreytingar fyrir brúðkaup þá spjalla
ég alltaf fyrst við brúðhjónin og spyr um
þeirra væntingar og óskir, svo allir verði sátt-
ir. Ég hef líka tekið að mér að gera skreyt-
ingar í japönskum stíl fyrir fólk sem bauð
nokkrum vinum heim í sushi-kvöldverð.“
Ragnhildur lærði blómaskreytingarnar í
Bretlandi og hún hefur gaman af því að prófa
sig áfram.
„Ég er að skapa mér minn eigin stíl en þó
vil ég að þetta haldist allt í hendur við tísku-
strauma hverju sinni, arkitektúr og annað
sem er að gerast hér heima. Ég keppist við
að fylgjast vel með tísku og hönnun, ég vil til
dæmis innleiða kúlublómvendi sem hafa
margt fram yfir hina hefðbundnu blómvendi,
þeir standa til dæmis lengur. Ég nota líka
stóran bambus heilmikið, hann er einfaldur
og fallegur, gefur framandi tilfinningu og er
hlýlegur. Mér finnst flott að hafa bambusinn í
risastórum kerum, eins og ég gerði til dæmis
fyrir móttökuna í nýja veitingastaðnum Turn-
inum í Kópavogi,“ segir Ragnhildur sem er
mjög atorkusöm og vildi helst vera í sveit
þegar hún var yngri. Það fékk hún hins vegar
ekki og sneri sér því að blómunum. Henni
finnst líka gaman að vinna með það sem er
aðeins öðruvísi en venja er í skreytingum, til
dæmis er hún með kúlumosa frá Frakklandi,
appelsínutré, nautshorn, steinegg og fram-
andi blóm eins og stórar orkídeur.
Gaman að dansa með blómunum
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Jurtaríki Ragnhildur kann vel við sig innan um blómin sín og finnst gaman að prófa eitthvað nýtt.
Hún er stútfull af orku og hef-
ur unnið við blómaskreyt-
ingar frá því að hún var ung-
lingur. Kristín Heiða
Kristinsdóttir hitti brosmilda
konu sem nýtur þess að
skreyta fyrir aðra.
Bleikt Ljúfur litur fyrir sumarið. Bland Rauðar rósir fara vel með grænu.Framandi Appelsínutré eru skrautleg.
Ég er að
skapa mér
minn eigin
stíl en þó vil
ég að þetta
haldist allt í
hendur við
tísku-
strauma
hverju sinni.
|miðvikudagur|14. 5. 2008| mbl.is
daglegtlíf
veittur sé 10% af-
sláttur, lítur hann
svo á að kaupi hann
tiltekna vöru borgi
hann minna en ella.
En hvað ef það er
ekkert ella? Þá spar-
ar Víkverji vitaskuld
ekki krónu. Því fór
Víkverji að velta því
fyrir sér hvort til
væru reglur um það
hversu lengi vara
þyrfti að vera seld
fullu verði til þess að
hægt væri að selja
hana með afslætti og
í framhaldi af því hvernig í ósköp-
unum væri hægt að hafa eftirlit með
því að farið væri eftir slíkum reglum
í verslunum landsins.
x x x
Nýlega var lagður körfuboltavöll-ur á Klambratúni og settar þar
upp átta körfur. Þetta var ein besta
aðstaðan í höfuðborginni
til að fara í körfubolta fyrir
þá, sem vilja spila á körfur
í fullri hæð. Um helgina fór
Víkverji í körfubolta á
Klambratúninu og viti
menn, netin eru orðin
trosnuð og léleg, nokkrir
hringirnir skakkir. Á
miðjum vellinum voru
glerbrot á víð og dreif og
hafði greinilega einhver
sómamaður fundið hjá sér
þörf til að mölva þar bjór-
flösku. Þetta er reyndar
ekki eini körfuboltavöll-
urinn í borginni þar sem
svona er komið og má ugglaust
vinna marga sparkvelli þar sem net-
in eru gauðrifin og leikvelli með
ónýtum tækjum. Það þarf að halda
þessum völlum við og bregðast strax
við skemmdarverkum. Ástæðan er
sú að séu tækin ekki löguð strax
færast skemmdarvargarnir allir í
aukana og skemma meira og meira.
Víkverji dagsins á frekar erfittmeð að koma sér upp verðskyni
á Íslandi fyrir þær sakir að verðlag
er svo breytilegt að hann nær ekki
að stimpla inn hvað hinar algeng-
ustu neysluvörur kosta nema með
höppum og glöppum. Þessa dagana
hefur hann þó á tilfinningunni að
hafin sé hækkunarskriða.
Víkverji hefur ávallt skoðað tilboð
í matvöruverslunum. Dag einn fyrir
skömmu varð hann hins vegar fyrir
hálfgerðri vitrun þar sem hann stóð
og skoðaði tilboðsvöru og fór að
velta fyrir sér hvort umrædd vara
hefði nokkurn tímann verið seld án
afsláttarins. Til að gefa afslátt hlý-
tur varan einhvern tímann að þurfa
að vera seld fullu verði, en Víkverji
hefur sterklega á tilfinningunni að
sumar vörur séu alltaf á afslætti og
því vaknaði spurningin hvort afslátt-
urinn væri sölubragð. Fólk er ginn-
keypt fyrir tilboðum og Víkverji er
þar engin undantekning. Ef hann
sér vöru, sem er merkt þannig að
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Kristján Gaukur Kristjánssonsendir kveðju frá Tasmaníu
með sléttuböndum sem ort voru í
tilefni af 1. maí. Fyrst er það „Auð-
maðurinn“:
Duga tekjur, aldrei einn
arkar lífsins brautir.
Huga gleður, sjaldan sveinn
svæsnar hefur þrautir.
En afturábak breytist vísan, eins
og jafnan er um sléttubönd, og þá
nefnist hún „Öreiginn“:
Þrautir hefur svæsnar sveinn
sjaldan gleður huga.
Brautir lífsins arkar einn
aldrei tekjur duga.
Pétur Stefánsson yrkir mishenda
ferskeytlu:
Einn vill tóna og yrkja um frið,
annar þjóna stúlkum djörfum.
–Ýmsir róa á andans mið,
aðrir fróa líkamsþörfum.
Svo breytir hann mishendunni í
hringhendu:
Einn vill þróa ást og frið,
annar sóa fé á kránni.
– Ýmsir róa á andans mið,
aðrir fróa líkamsþránni.
Ósk Þorkelsdóttir fór austur á
Breiðdal og kom fram á hagyrð-
ingaþætti þar. Í rútunni á leiðinni
gerði hún „skelfilega uppgötvun“:
Verst er það í vetrarferð
veigunum að gleyma.
Að játa synd ég vísast verð
vasapelinn er heima.
En Hólmfríður Bjartmarsdóttir
eða Fía var sem betur fer með í för,
enda veðurútlitið ekki björgulegt:
Ef við hreppum ís og snjó
má andann Guði fela.
Til öryggis ég átti þó
ögn í vasapela.
VÍSNAHORNIÐ
Af þörfum og vasapela
pebl@mbl.is