Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 19
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 19                                         !  "   #  $   % &%   '   ( %   )  '     *   + $   % & ,&  '          -      '   .%    /   *  !    0  -    -  $   %*    & .1'2345'.6+47 89: ;<== .1 '2>45'.!?@=15/4!4 6      ,4551,A2.! '    @@ 9 B @= - kemur þér við Sérblað um vinnuvélar fylgir blaðinu í dag Flestir fyrrverandi alþingismenn fá góð störf Einkarekstur styttir biðlista Golfklúbbarnir bæta þjónustuna Neytendur sofandi á vaktinni Kynslóðaskipti á Rás tvö Hvað ætlar þú að lesa í dag?I lmur er ekki bara ilmur, eins og nemendur á námskeiði Guðrúnar Eddu Haralds- dóttur í kvöld læra: „Í ein- um ilmi geta verið á bilinu 40 til 80 ólíkar tegundir af innihaldsefnum. Flestir greina aðallega tvö til þrjú efni, sem þeim þykja sterkust, og velja sér ilmvatn eftir því,“ segir Guðrún Edda sem lærði um ilm- vatnslistina hjá Chanel í París. Ilmur í stíl við skapið En af hverju að skipta um ilm- vatn eftir árstíðum? „Rétt eins og fólki þykir oft betra að borða létt- ari mat á sumrin þykir mörgum betra að hafa léttari og ferskari ilm þegar sól er hæst á lofti. Það langar engan í hangikjöt á heitum sumardegi og margir hafa sömu skoðanir á þungum og höfugum ilm á þessum árstíma, vilja t.d. ilm með ferskum ávaxta- og blómailm.“ Eins og fyrr segir inniheldur gott ilmvatn fjölda efna sem ljá ilminum dýpt og fjölbreytileika en rétt eins og með mergjuð eðalvín þarf oft smá þjálfun, eða alltént til- sögn, til að uppgötva öll smáatriðin í áferð ilmsins. Aðferðin við að þjálfa nefið er sú sama og til að þjálfa tunguna: „Með því að nota ilmflöskur með stökum ilm má hjálpa nefinu að greina ólík inni- haldsefni,“ segir Guðrún Edda. „Það er líka gaman að sjá hvort þekkja má ilmefnið án þess að vita fyrirfram hvað er í flöskunni.“ Réttur ilmur á rétta húð En jafnvel þegar nefið er orðið þjálfað er ekki sama hvaða ilmur er valinn með hvaða húðgerð eða hvernig ilmurinn er settur á líkam- ann. Hver kannast ekki við að hafa keypt flösku af góðum ilm sem svo fer einhvern veginn ekki nógu vel þegar hann er notaður: „Sýrustig húðarinnar hefur mikil áhrif á ilm- inn og þykkt húðarinnar, þ.e. hve mikið blóðrásin hefur áhrif á hita- stig húðarinnar,“ segir Guðrún Edda. „Það skiptir líka máli hvar á líkamann við setjum ilminn á okk- ur. Þú færð t.d. allt aðra lykt af því að skvetta rakspíra í lófann en ef þú úðar honum á handarbakið. Lófinn er sveittari og þar geta leynst allskyns óhreinindi sem hafa áhrif á ilminn og leyfa honum kannski ekki að njóta sín jafnvel og þegar hann er settur á hand- arbakið.“ Algeng mistök: ilmgrautur Ekki síður skiptir máli að vanda samsetningu á ilmi þeirra mörgu snyrtivara sem fara á líkamann: „Það þykir klisjulegur brandari í ilmvatnsgeiranum þegar stúlkur eru farnar að blanda saman pipar- mintuglossinu, jarðarberja- sjampóinu og vanilluilmvatninu,“ segir Guðrún Edda. „Oft spyr fólk hví sé þörf á að vera með baðlínu í stíl við ilminn en það er meðal ann- ars gert til að koma í veg fyrir að ilmur af ólíkum snyrtivörum fari illa saman. Ilmurinn í ólíkum vörum í sama merki er líka mis- jafnlega samsettur og útkoman sú að þó að notuð séu t.d. sturtusápa, húðkrem og ilmur úr sömu línu þá verður ilmurinn ekki sterkari, heldur meira „með manni“.“ Guðrún Edda gefur því það holl- ráð að blanda ekki saman of mörg- um tegundum ilmi. „Ef maður er með flott ilmvatn en ekki með aðr- ar snyrtivörur úr sömu línu þá er ágætt að reyna að nota aðrar snyrtivörur með sem vægasta ilmi til að koma í veg fyrir slæma blöndun.“ Rangur ilmur á röngum stað Ilmvötn geta líka verið missterk og sum jafnvel verkað yfirþyrm- andi. Guðrún Edda mælir með að fólk noti ágengan ilm varfærn- islega: „Kröftugur ilmur getur far- ið illa í þá sem kunna ekki við lykt- ina. Þeir sem þurfa að starfa mikið í kringum annað fólk, s.s. við þjón- ustu eða í heilbrigðisgeiranum, þurfa þannig að gæta sín að velja frekar léttan ilm sem fer betur í allan þorra fólks og er ekki jafn áberandi og þungur ilmur,“ segir hún. „Þú gætir sett rétt ögn af þungum og sterkum ilm á bak við eyrun og anganin berst um allt hús en léttari ilmvötn má oft úða á lík- amann allan daginn án þess að lyktin verði yfirþyrmandi fyrir aðra. En svo þegar störfum er lok- ið og kannski farið út á lífið er um að gera að nota kryddaðan og dramatískan ilm sem getur jafnvel gert nærveru þína meira eftir- minnilega,“ segir Guðrún að lokum. Reuters Ilmval Það getur verið erfitt að velja rétta ilmvatnið og léttari lykt getur átt betur við yfir sumartímann. Undraheimur ilmsins Margt býr á bak við góðan ilm sem fer vel. Ásgeir Ingvarsson ræddi við Guðrúnu Eddu Haraldsdóttur um margslungnar ilmblöndur og algeng ilmmistök. Rósailmur Rósablöð eru vinsælt hráefni til ilmvatnsgerðar. Kaffibaunir hreinsa nefið Margir kannast við að verða hálfvankaðir eft- ir að hafa ilmað af mörgum ilmvötnum í röð. En rétt eins og vínsmakkarar skola munninn með vatnssopa milli vínglasa, þá lykta ilm- smakkarar af kaffibaunum. Við kaffiilminn verður nefið eins og nýtt, og hjá flestum fínni ilmverslunum (jafnvel á Íslandi!) eru kaffi- baunir til taks fyrir viðskiptavini. Alliance Francaise heldur í kvöld Námskeiðið Lærðu að þekkja sum- arilmvötnin á Tryggvagötu 8 kl. 19 til 21 og er námskeiðið haldið í samstarfi við heildverslunina For- val. Guðrún Edda stýrir námskeið- inu. Fer skráning fram í síma 552 3870 og er þátttökugjald 3.900 kr. Sá eini rétti? Sýrustig húð- arinnar hefur áhrif á hvaða ilmur hentar hvaða húð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.