Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Tekst Sollu að klofa út vorþingið með skömmina á bakinu? VEÐUR Hinn 2. marz 2007, fyrir tæpum15 mánuðum, flutti Jón Sig- urðsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, setningar- ræðu á 29. flokksþingi Framsókn- arflokksins og sagði m.a. um hugs- anlega aðild Íslands að ESB:     En við eigumsjálf að velja tímann til stefnu- ákvarðana um slík efni. Og slík- ar ákvarðanir eigum við að taka á grundvelli styrkleika okkar og eigin metn- aðar sem frjáls þjóð. Það er ekki sanngjarnt að kenna íslenzku krónunni um verð- bólgu eða háa vexti. Fleira kemur til skoðunar í því samhengi. Við teljum ekki tímabært að taka nú- verandi afstöðu Íslands til endur- mats fyrr en við höfum tryggt hér langvarandi jafnvægi og varan- legan stöðugleika í efnahags-, at- vinnu- og gjaldeyrismálum. Slíkt tekur ekki minna en 4-5 ár. Á þeim sama tíma breytast bæði samfélag okkar og Evrópusambandið sjálft og því eru langtímaákvarðanir um breytta stefnu ekki tímabærar nú. Við höfnum því, að Íslendingar láti hrekja sig til aðildar vegna ein- hverra vandræða eða uppgjafar. Við eigum sjálf að skapa okkur ör- lög, sem metnaðarfull og frjáls þjóð.“     Sá sami Jón Sigurðsson, sem létþessi orð falla fyrir tæpum 15 mánuðum, hefur nú skrifað nokkr- ar greinar hér í Morgunblaðið, þar sem hann hvetur til aðildarumsókn- ar.     Hvað ætli valdi breyttum við-horfum fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins? Var hann búinn að gleyma fyrri afstöðu eða …?     … fara skoðanir hans eftir því hvar hann situr við þjóðarborðið? STAKSTEINAR Jón Sigurðsson Að hrekjast til aðildar SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                           12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? !"  !  !"  !  ! !  ! "! "!" "!" !" "! !   "!                        *$BC ##                                !"  #     $ *! $$ B *! $ %& '# #&#     ( ) <2 <! <2 <! <2 $ '*+ #,  * -#. + */  D                   *    B  %    &  $ <7       '       ( *     +      , !- - ,  )            <      .   )    + #        , !,   #  (     01++ #%# 22 *+ #(%#3  ( #,  * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 13. maí Námsmenn þrauka enn.. Þetta fallega kvæði fjallaskáldsins kom upp í huga mér seint í kvöld og er lýsandi fyrir stemn- inguna í hópnum sem var að læra fyrir enn einn aðferðafræðikúrs- inn uppi á Háskólatorgi. Allt fram streymir (Kristján Jónsson, fjallaskáld) Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust Meira: bryndisisfold.blog.is Svanur Sigurbjörnsson | 13. maí Bréf Einsteins Nýlega kom fram í sviðsljósið bréf eftir Al- bert Einstein þar sem hann tjáir sig um trú- mál. Menn hafa lengi deilt um hvort Einstein hafi verið trúaður eða trúlaus. Hann vitnaði stundum í guð en það hefur ýmist verið túlkað sem tilvísun í náttúruna eða sem trú á guð. Bréfið sem nú er komið fram er skrif- að 1954 og hefur verið í einkaeign frá 1955 en nú á að selja það á uppboði. Þar skýrist talsvert afstaða … Meira: svanurmd.blog.is Jón Valur Jensson | 13. maí Tæknifrjóvgun fyrir einhleypa? Barnleysi einhleypra kvenna er ekki heilsu- farsvandamál. Þess vegna er ekkert sem kallar á það að okkar dýra heilbrigðisþjónusta taki það sem hlutverk sitt, jafnvel lagaskyldu, að annast tæknifrjóvgun þeirra kvenna. Fráleitt er að almennir skattborgarar axli fjár- hagsbyrðar vegna þessa. Það er held- ur ekki æskilegt fyrir samfélagið að stuðla að því með beinum … Meira: jonvalurjensson.blog.is Ómar Ragnarsson | 13. maí Áfram, Lára Hanna! Lára Hanna Einars- dóttir hefur sýnt stór- kostlegt fordæmi að undanförnu með skel- eggri baráttu sinni gegn Bitruvirkjun. Þetta er nákvæmlega það, sem okkur hefur vantað, nýtt og öflugt baráttufólk. Þegar brautryðjendur eins og Guðmundur Páll Ólafsson hafa verið nógu lengi að er þeirra góða barátta afgreidd sem þrá- hyggja og þeir sjálfir sem kverúl- antar. Virkjanafíklarnir hafa nýtt sér yfir- burði fjármagns, valda og aðstöðu til að sækja fram á svo mörgum stöðum og jafnframt svo hratt, að þeir hafa komið sínu fram. Við þurf- um fólk í forystu á hverjum stað á borð við Láru Hönnu, fólk sem þor- ir, fólk sem tekur af skarið. Bitruvirkjun er ekki aðeins fráleit hugmynd hvað snertir fórn á nátt- úruverðmætum. Hún er líka fráleit þótt engin slík verðmæti væru í veði, vegna þess að nýting Hengils- Hellisheiðarsvæðisins er þegar komin fram úr allri skynsemi og svæðið verður allt orðið dautt og kalt eftir nokkra áratugi, einmitt þegar okkur á eftir að vanta þetta afl til að knýja ... Meira: omarragnarsson.blog.is BLOG.IS STJÓRN Faxaflóahafna sf. sam- þykkti á fundi sínum í gær að efnt yrði til opinnar hugmyndasam- keppni um þróun og framtíð skipu- lagssvæðis gömlu hafnarinnar í Reykjavík, frá D-reit og Ingólfs- garði í austri að Eyjargarði í vestri. Formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra var falið að vinna að undirbúningi málsins í sam- vinnu við skipulagssvið Reykjavík- urborgar. Fulltrúar meirihluta hafnar- stjórnar létu bóka á fundinum að í ljósi þess hve yfirbragð og nýting gömlu hafnarinnar væri að taka stórfelldum breytingum væri mik- ilvægt að mótuð væri heildarsýn varðandi skipulag svæðisins. Það varðaði ekki aðeins ásýnd hafn- arinnar heldur líka íbúa- og at- vinnuþróun borgarinnar allrar. Fulltrúar minnihluta, Óskar Bergsson og Björk Vilhelmsdóttir, sátu hjá og bókuðu m.a. að tillög- una bæri að með engum fyrirvara. Mikilvægt að móta heildarsýn Hugmyndasamkeppni um hafnarsvæðið Anna Ólafsdóttir Björnsson | 13. maí Og auðvitað var Íslendingur þarna … Það virðist sama hvaða heimsfréttir verða, núna þessir skelfilegu skjálft- ar í Kína, alltaf er viðtal við Íslending sem stadd- ur er einmitt þarna. Skammt síðan skipti- nemi var í viðtali, rétt hjá eldgosinu í Chile, reyndar Argentínumegin landa- mæranna. Eitt sinn héldum við mamma að við værum fyrstu Íslending- arnir á afskekktri Kyrrahafsey, Raro- tonga, ó nei, þangað hafði Íslendingur komið að leita sér lækninga hjá töfra- lækni á staðnum, en reyndar hafði það ekki gengið sem skyldi, því hann var jarðsettur á Raró. Verst að við vissum ekki af því þá. Ég held svei mér þá að kenning Þráins Bertelssonar um Ís- lendinga sé rétt, að við höfum komið hér við á leiðinni eitthvert annað! Meira: annabjo.blog.is FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.