Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 27 Ingvar sem leitaði mikið upp til afa og ömmu þar sem honum fannst há- vaði í systur sinni. Alltaf var hægt að leita til ykkar með pössun og ég er klár á að ferðalögin með ykkur voru öllum barnabörnunum mikils virði því sjaldan fóruð þið út úr bænum án þess að hafa fullan bíl af barnabörnum þótt þau hafi nú örugglega oft reynt á þolrifin. Og öll spilamennskan við barnabörnin , yf- irleitt var spilað með glott á vör og að Ingvar Örn og Birna Marín kvörtuðu undan því að ekki hafi ver- ið hægt að spila við þig því þú vannst alltaf og hlóst svo dátt að þeim. Oft komst þú í mat til okkar þegar Heiða var að vinna og þá fannst mér svo gaman að hafa kjöt- súpu, uppáhaldið þitt. Já það verður erfitt að halda áfram án þín, elsku Friðgeir, alltaf tilbúinn, hjálpsemin svo mikil, alltaf kominn um leið og eitthvað var og alltaf gátum við leit- að til þín. Sumarbústaðurinn þinn, já, það voru sko þínir tímar, þú ljómaðir þegar þangað var komið, aldrei verður það eins að vera þar án þín og hver á að vita um hlutina eins og þú. Maður spurði og viti menn, þú varst búinn að finna hann strax. Elsku tengdapabbi, ég á eftir að sakna þín mjög mikið en þú lifir í hjarta mínu. Elsku Heiða, Auðbjörg, Tóti, Arnar og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en minningin um góðan mann lifir. Ásdís Hrönn. Elsku afi Friðgeir. Nú er skrítið að koma í heimsókn til ömmu og afa. Afi situr ekki leng- ur í stólnum sínum með húfuna sína og spyr okkur hvort við viljum koma að leika. Það var alltaf svo gaman að koma til þín og ömmu Heiðu. Við fengum heimsins bestu knús og kossa og endalausa ást frá ykkur. Við erum svo glöð að hafa getað kvatt þig heima þar sem þú lást svo friðsæll í hlýja rúminu þínu. Elsku afi, við lofum að passa ömmu fyrir þig. Garpur Ómar, Bríet Fönn og Bjarmi Dagur. Elsku afi Friðgeir. Við erum svo heppin að hafa eign- ast „aukapar“ af ömmu og afa þegar mamma kynntist Arnari. Þið amma Heiða hafið alltaf verið okkur svo góð. Takk fyrir allar góðu stund- irnar, elsku afi. Við söknum þín. Bergsteinn Logi og Tinna Guðrún. Afi var gullið okkar. Alltaf til staðar og alltaf svo viljugur til alls, allt til seinasta dags. Án hans hefði líf okkar verið mun fátækara. Afi var ein af yndislegustu manneskj- um sem ég veit um, hann var elsk- aður af öllum, jafnt dýrum sem okk- ur börnunum. Það fengu sko allir allt það besta hjá ömmu og afa, jafn- vel kisurnar lifðu á rjóma og fiski. Engin furða að það var alltaf best að vera hjá afa og ömmu. Hjá afa og ömmu átti ég skjól, það var ávallt mitt annað heimili. Ég er svo þakk- lát fyrir það. Ferðalögin okkar saman voru einnig ógleymanleg. Við munum til dæmis öll eftir skemmtilegu ferð- unum saman í fellihýsinu/hjólhýs- inu og yndislegu tímunum saman uppi í sumarbústað. Bestu stundir lífsins. Í einni ferðinni um landið man ég eftir því að við afi ætluðum að fara að veiða eins og svo oft var vaninn en kríur voru búnar að yf- irtaka svæðið svo að þær steyptu sér niður á okkur þegar við löbb- uðum út úr fellihýsinu. Ég var svo hrædd að ég ætlaði ekki að fara að veiða en afi hafði ráð undir rifi hverju og löbbuðum við af stað með pottana hennar ömmu á höfðinu og fórum að veiða. Kríurnar áttu sko ekki séns og voru því engar holur höggnar í okkar höfuð. Afi var svo sniðugur. Jólin voru svo einnig besti tími ársins, þá lýsti afi upp heiminn með jólaljósunum sínum. Aldrei taldi hann jólaseríur vera ónýtar, það væri þá bara hægt að sameina þær eða svissa perum. Pabbi var nú alltaf dálítið hræddur um afa við þennan leik og ráðlagði mér í gríni að vera ekkert að hleypa afa í rafmagnið. Ingvar og afi áttu ofboðslega vel saman, þær voru ófáar stundirnar sem þeir eyddu í bílskúrnum, geymslunni, á nirfilsstöðum (veiði- mannakofanum eins og þeir nefndu staðinn) og við að veiða. Þeir voru alltaf á fullu og skemmtu sér kon- unglega. Það er nokkuð víst að afa verður sárt saknað. Ingvar hefur misst félaga sinn. Mér þykir svo sárt að hugsa til þess að Heiða Björg muni ekki kynnast afa sínum betur, en við munum segja sögur af afa svo að afi verði ávallt í hjarta og huga hennar jafnt sem okkar. Seinasti dagur afa á þessari jörðu var afskaplega erfiður, við komum öll saman og kvöddum þig tregat- árum. Við vildum ekki missa þig, við hlökkuðum svo til að eiga áfram góð- ar stundir saman en nokkuð er víst að ekkert er sjálfsagt í þessum heimi og þakka ég því fyrir hvern þann dag sem við áttum saman. Þegar ég sat hjá þér þennan dag, þá sá ég að þú varst farinn. Ég leitaði örvænt- ingarfull eftir merki um að hvar sem þú værir þá liði þér vel. Lagði ég því Biblíuna í lófa mína og ákvað að þreifa meðfram blaðsíðunum að þeirri síðu sem örlögin leiddu mig. Á síðunni blasti við mér orð, en það orð var „Ættarhöfðingi“ og það var afi. Ástarkveðjur að eilífu, Sigurást Heiða, Ingvar og Heiða Björg. Mig langar að segja nokkur orð um elsku afa Friðgeir. Afi var besti maður sem þú gast fundið, hann var maður sem var eins indæll og hægt er að vera, hann var góður við alla, sama hver það var. Hann gat alltaf brosað til allra. Hann lét manni líða svo öruggum og elskuðum, bara með nærveru sinni. Afi Friðgeir er mað- ur sem mundi gera allt fyrir ástvini sína, klifið Everest ef það væri það sem þyrfti. Ég mun aldrei gleyma öllum góðu minningunum sem ég á með honum og Ömmu Heiðu. Öllum ferðalögum í Öldudal með Ömmu Heiðu, Afa Friðgeiri, Ingvari frænda og Birnu Marín frænku og á Þorláksmessu þegar við settum alltaf jólatréð upp öll saman. Allar minningarnar um hann fá mig einungis til að hlæja og brosa. Afi er búinn að standa sig eins og hetja í gegnum veikindin og amma auðvitað við hliðina á honum allan tímann. Ég elska þau bæði meira en orð fá lýst. Ég er nú þegar farin að sakna hans sárt en þó að hann sé farinn eru minningarnar ávallt geymdar í hjarta mínu. Ég veit að hann er á svo góðum stað núna og honum líður svo vel. Lífið er víst svona, þó að það virðist stundum ósanngjarnt, eins og núna. En hans tími var víst kominn og ég efast ekki um að þegar minn tími kemur verður hann fyrstur til að koma og taka á móti mér og auð- vitað með bros á vör eins og alltaf. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni (Bubbi Morthens.) Andrea Ýr Arnarsdóttir. Elsku besti afi, þú sem hefur verið tekinn frá okkur alltof fljótt. Þegar við systkinin hugsum um þig koma margar minningar fram í hugann, hvað þú varst alltaf góður og gott var að vera í kringum þig, þú varst alltaf til staðar hvað sem okkur vantaði og aldrei var langt í hlát- urinn, sérstaklega ekki þegar við áttum það til að rífast. Þá datt þér aldrei í hug að skamma okkur, held- ur bara hlæja og hve yndislegt það var að heyra hláturinn. Aldrei datt okkur í hug að hláturinn myndi hætta en við vitum að þér líður bet- ur núna. Eitt það sem við munum aldrei gleyma er vikan milli jóla og nýárs, þá var það alltaf mesta málið að fara að kaupa flugelda, alltaf varst þú til í að sprengja með okkur, alveg sama þótt þú þyrftir að halda á rakettunni og skjóta henni úr hendinni á þér. Þú fórst alltaf með okkur barnabörnin á bestu og flott- ustu flugeldasöluna í bænum og keyptir allt sem okkur langaði í. Það sem er okkur mjög dýrmætt eru all- ar stundirnar sem þú áttir með okk- ur í ferðalögum og uppi í sumarbú- stað, þegar við röltum út að vatni og veiddum oft tímunum saman, þótt þú hafðir nú alltaf meiri þolinmæði heldur en við. Gast setið við vatnið og veitt tímunum saman, aldrei þurftum við að gera neitt sjálf, því þú varst alltaf til staðar að hjálpa okkur, jafnvel að setja orminn á öngulinn því það var alltof mikið mál fyrir okkur. Við söknum þín, elsku afi, en þú munt áfram lifa í öll- um góðu og frábæru minningunum um þig. Takk fyrir að hafa alltaf verið svona yndislegur og það voru sann- kölluð forréttindi að hafa alist upp með þér og ömmu og alltaf var jafn gott af koma heim til ykkar og finna fyrir þeirri miklu ástúð sem þið veittuð. Ingvar Örn og Birna Marín. Ég er að horfa á birkið og annan gróður sem óðum er að lifna við og grænka. Sólborg hringir og segir að þetta sé búið hjá Friðgeiri, hann hafi dáið í morgun. Þessi frétt hefði ekki átt að koma á óvart eftir þessi miklu veikindi. Aldrei heyrðist hann samt kvarta, hversu veikur sem hann var. Ekkert að hafa fyrir mér sagði hann alltaf. Er við kynntumst Heiðu og Friðgeiri tókst með okkur mjög góður vinskapur. Það var allt- af jafn gaman og gott að koma inn á þeirra heimili þar sem allt bar vott um frábæra snyrtimennsku og góð- an smekk. Það var eins með flotta húsið sem þau byggðu sér í Þver- árhlíðinni. Þar naut Friðgeir sín mjög vel, eitthvað að lagfæra eða að renna fyrir fisk með barnabörnun- um enda gaf hann sér nógan tíma fyrir þau. Hann hafði líka tíma fyrir vini sína ef þeir þurftu aðstoðar við, en það fannst þeim hjónum sjálf- sagt mál. Þetta var eins og í sveit- inni í gamla daga. En það hefur fólkinu vestur á Sandi sjálfsagt fundist líka. Þannig ólust börnin þeirra upp, fjölskyldan öll samhent. Árum saman komum við til þeirra á gamlárskvöld en þá var Friðgeir eins og lítill strákur að skjóta upp flugeldum. Þetta eru góðar minn- ingar og gott að eiga þær. Það á líka við um allar útilegurnar sem við fór- um í saman og ekki má gleyma hin- um frábæru Sandaraböllum sem þau buðu okkur oft á. Það var alltaf gaman að vera með þeim. Okkar góði vinur, kærar þakkir fyrir allt. Elsku Heiða mín, Auðbjörg, Þór- arinn, Arnar og fjölskyldur. Við biðjum Guð að styrkja ykkur. Innilegar samúðarkveðjur frá okk- ur Ásbirni og stelpunum mínum og þeirra fjölskyldum. Kristín Stefánsdóttir. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir, VIÐAR ÞÓRÐARSON, Uppsalavegi 17, Húsavík, lést á heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 12. maí. Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir og börn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, pabbi, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR K. ÞORKELSSON húsasmíðameistari, Aratúni 13, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, laugardaginn 10. maí. Hrafnhildur Kristinsdóttir, Arnar Ásmundsson, Valgerður Garðarsdóttir, Eygló Ásmundsdóttir, Reynir S. Magnússon, Áshildur, Garðar, Jónas og Marta María, Hrafnhildur, Birta Líf, Ólafía Ósk og Ásdís Arna. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, AUÐUR EGGERTSDÓTTIR, Flúðaseli 18, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 3. maí. Útförin fer fram fimmtudaginn 15. maí kl. 13.00 frá Seljakirkju. Gunnar Jóhannsson, Jóhann Gunnarsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Kári Gunnarsson, Oddur Ævar Gunnarsson, Eggert Oddur Össurarson, Guðrún Sigurðardóttir, Sólveig Gunnarsdóttir, systkini og aðrir vandamenn. Elskulegur eiginmaður minn, ÞÓRIR DANÍELSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verkamannasambands Íslands, Asparfelli 8, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 7. maí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 16. maí kl. 13.00. Fyrir hönd ættingja og vina, María Jóhannesdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítala í Fossvogi sunnudaginn 4. maí. Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtu- daginn 15. maí kl. 15.00. Júlíus Kristinn Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir, Jón Jóhannesson, Elín Magnúsdóttir, Rudi Rudari og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HRÖNN KRISTJÁNSDÓTTIR, Dalbæ, Dalvík, lést 12. maí. Útförin verður auglýst síðar. Anna B. Jóhannesdóttir, Skarphéðinn Pétursson, Birna Blöndal, Birgir Össurarson, Guðlaug Baldvinsdóttir, Hákon Ó. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.